Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2009 | 13:41
Pælingar gærdagsins..
Ég meina, hver vill ekki lesa um líf unglings, sem er ein af þeim sem er ekki alveg eins. Jújú. Mig langar ofboðslega að gera eitthvað merkilegt. En hvað er það sem ég hef gert sem er merkilegt. Ég get held ég talið það upp á vinstri hendi, með minna en fimm puttum. Ég hef framkvæmt ótrúlegustu hluti, sem eru ekkert ótrúlegir í sjálfu sér.
Það er allt framkvæmanlegt, ef við hugsum út í það. Sá sem fann upp sprengiefnið, sá sem fann upp reykingarnar, sá sem fann upp áfengið. Þeim hefur sko verulega vantað eitthvað fé í vasana og ræktað þá á svona skemmtilega vondan sið. Sem að getur eyðilagt líf annarra - pælið aðeins í þessu með mér og gefið þessu séns.
Hvað get ég, sem þið getið ekki. Það er verulega góð spurning, þar sem ég held að það sé ekkert sem ég get ein, og engin annar í heiminum. Svo ég sný dæminu við, hvað getið þið, sem ég get ekki!
Og ég held áfram, hvað ætli það sé sem ég get ekki; Jú, ég get ekki keypt áfengi og ekki sígarettur, nema á svörtum markaði. Mér er alveg sama, þar sem ég neyti ekki áfengis né reyki. Öfunda ykkur ekki vitund á þessum tveimur hlutum.
SÁ HLÆR BEST SEM SÍÐAST HLÆR, stóð einhversstaðar. Ég ætla kannski ekki að hlæja síðast, en ég veit vel hvað ég get og hvað ég vil geta gert, sem ég mun geta. Bíðum og sjáum. Ég mun gera eitthvað......
.. en pælingar gærdagsins gætu verið úreltar, eða stórgóð hugmynd að góðu verkefni!
Ég er bara að pæla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.1.2009 | 16:36
Slysaskot í Palestínu
Ég man eftir því, í Hafnarskóla þegar við þurftum að læra ljóð utanað. Fyrst lærðum við upp úr Ljóðasprota að mig minnir og svo fengum við sjálf bók þar sem við áttum að myndskreyta. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar ég þurfti að læra heima ljóðið Slysaskot í Palestínu. Þar sem ég var nú ekki alveg komin með þá ásjón á heiminn eins og ég sé hann í dag. Þá var ég bara eins og stendur einhverstaðar " bara lítið lamb að leika mér". Gerði mér ekki grein fyrir því hvað mörg börn hafa þurft að þola mikið erfiði og allstaðar í heiminum deyja börn ung, af ýmsum ástæðum. En mörg deyja einmitt útaf stríði - og eiga ekki skilið að deyja vegna þess að vont fólk vill drepa það vegna þjóðerni þess, pælið í alvöru í þessu!
Ég man ekki ljóðið, svo ég leitaði að því á netinu, man samt vel hvernig endirinn var og ég ætla að deila þessu ljóði með ykkur.
Slysaskot í Palestínu
Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.
Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn,
kútur lítill, mömmusveinn.
Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.
Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.
Höf: Kristján frá Djúpalæk
Þetta er kannski ekki alveg það sem er að gerast í dag, ekki Bretar. Ég man eftir því hvað ég var hrædd við þetta ljóð, en í dag þegar ég les aftur yfir þetta, þá er þetta bara sannleikurinn sem blasir við manni. Hvernig getur fólk gert þetta??
Ég verð að segja ykkur að í gær átti hann elskulegi fallegi yndislegi Rafn minn 16 ára afmæli, tíminn líður ótrúlega hratt og hann fer að fara að fá bílpróf. Vá!
Til hamingju með gærdaginn elsku besta krúttið mitt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.1.2009 | 16:26
Hér er ég!
Á föstudaginn keyrðum við í bæinn, ég, mamma, pabbi og Sædís. Sædís fékk nefninlega íbúð og við fórum að flytja hana. Á laugardaginn átti svo að hanga í búðum, mér tókst það sem ég ætlaði að gera (mjög ólíkt mér). Jóga bloggvinkona kom svo og stal mér um þrjú leytið og hún bauð í bíó á Yes man. Mjög góð mynd! Takk kærlega fyrir mig Jóga, það er alltaf gaman að hitta þig .
Hún keyrði mig til ömmu og afa, og þar beið ég eftir kvöldmatnum og mömmu og Sædísi. Amma mín er besti kokkur og bakari í heimi, ég get vel staðfest það. Hún bakaði franska heita súkkulaðitertu. Uppáhaldið mitt!
Kíkti í heimsókn með ljósmynd til hennar Friðdóru, sat þar og spjallaði við hana, sá litlu stelpurnar hennar og fullt af fólki! Fór svo heim eftir að mamma var búin að hringja tvisvar og athuga hvort ég væri nú ekki að fara að koma. Friðdóra gekk með mér...
Ég hef svosem varla mikið meira að segja.. er komin með leið á krepputalinu í fólki, það er farið út í öfgar að mér finnst. Maður opnar varla blað án þess að minnt sé á það..... ... fólk sko!
Æji knúsið bara hvert annað fyrir mig og þá verður þetta í lagi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.12.2008 | 02:01
Bloggannáll Róslínar og kveðja inn í nýja árið!
Nú er ég búin að sitja í tvo tíma að vinna í þessu verkefni mínu. Ég er með bloggannál frá mér, uppáhalds bloggin mín af síðunni minni og mest lesnu bloggin. Þetta eru einar 11 færslur og ég skrifa úrdrátt úr hverri og einni fyrir neðan, svo að ef þið hafið meiri áhuga á að lesa færsluna er bara að klikka á heitið á henni fyrir ofan hvern úrdráttinn.
Fyrir þá sem langa ekki til að renna yfir færslulistann minn sem ég bjó hér til, og vilja lesa færslu frá í dag skrolla niður þangað til þið sjáið rauðann texta. Olræd?
,, Afhverju býður Eva María mér ekki í viðtal? " birt þann 2.3.2008 kl. 20:50
Úrdráttur úr færslu: Uppáhalds, uppáhalds, uppáhalds færslan mín. Þarna var ég að nöldra yfir því að vera aldrei boðin í þætti og afhverju Eva María biði mér ekki í þáttinn til sín. Ég náði sambandi við Evu Maríu, en það varð aldrei neitt úr því. Sá hana á gangi í Smáranum held ég að þetta heiti, þar sem Rúmfatalagerinn er og Bónus á móti Smáralind. Þorði ekki að stoppa hana, en ég er samt alltaf opin fyrir viðtölum (spjöllum). Hvort það sé prívat eða pöbbliss....
Málfrelsi unglinga birt þann 15.3.2008 kl. 22.50
Úrdráttur úr færslu: Það hafði nýlega verið sagt við mig að ég ætti að ekki að hafa skoðun á máli sem var verið að tala um á bloggi Höllu Rutar bloggvinkonu minnar. Eða að minn aldur ætti ekki að vita af þessu, ég er ekki alveg með þetta á tæru hvernig þetta var. En ég man samt að það voru margir sem vörðu málstað minn, sem mér þykir vænt um, en samt er ég ekki reið út í manneskjuna sem sagði þetta við mig, alls ekki. Þýðir ekkert!
Á kostnað mömmu minnar.. birt þann 23.3.2008 kl. 18.39
Úrdráttur úr færslu: Við mamma vorum að keyra heim frá Reykjavík og vorum með hundinn í skottinu. Að sjálfsögðu er ekki hægt að keyra í 5 tíma án þess að stoppa og leyfa hundinum að hreyfa sig. Mömmu tókst með stórkostlegum töktum, þó hún sé mjög góður ökumaður, alveg satt, að bakka útaf sveitavegi svo að bíllinn var fastur. Það kom samt gott fólk og hjálpaði okkur, sem betur fer er til gott fólk!
Eru unglingar kannski menn?... birt þann 22.4.2008 kl. 23.00
Úrdráttur úr færslu: Þarna svara ég "bakþanka" 24. Stunda þann daginn, varð frekar pirruð við að lesa þessa grein sem er skrifuð af Atla Fannari Bjarkasyni. Þar sem æska hans hefur kannski farið í vaskinn, eða ég segi svona, hann hefur kannski verið þessi týpíski unglingur síns tíma. En það þýðir ekki þó það séu nokkrir svartir sauðir í hjörðinni að lita alla hina með...
Djöfulsins móðursýkin gerir Íslendinga útdauða á endanum birt þann 16.6.2008 kl. 19:08
Úrdráttur úr færslu: Fyrsta færslan mín sem birtist á forsíðu moggabloggsins, viðvera mín þar átti held ég ekki að halda svona lengi út, en ég tolli þar enn. Þökk sé Árna ( veit ekki hvort ég megi birta fullt nafn svo ég geri það ekki) þá fékk ég að vera á þessum lista sem birtist á forsíðunni. En ég reyndar frekjaðist til þess, en það er allt gott og blessað - þeim líkar allavega eitthvað við færslurnar mínar. Þarna var ég hinsvegar að tala um vælið í þessum blessuðu Íslendingum, yfir jarðskjálftunum á meðan fólk var að deyja úti í heimi. daginn eftir að þessi færsla er skrifuð ( vegna hennar sjáiði til ) mættu 518 gestir.
Það sem brennur á allra vörum í bloggheimum... birt þann 29.6.2008 kl. 20:46
Úrdráttur úr færslu: Úff, mér finnst greinilega gaman að reyna að espa fólk upp. Ég held að ég hafi skrifað þessa færslu í anda einhvers, reyna að fá eitthvað komment upp á móti mér eða ég bara hef ekki hugmynd. Þessi færsla fékk á síðuna mína 516 gesti daginn eftir.
Mér var ofboðið! birt þann 3.7.2008 kl. 17:57
Úrdráttur úr færslu: Ég verð að hafa þessa með, þar sem ég náði hámarki gesta útá þessa færslu, þann 4. júlí. Hvorki meira né minna en 782 gestir mættu á síðuna. Persónulega og prívat finnst mér þetta ekki skemmtileg færsla.. Klikkið bara á textann og þar getið þið lesið.
,, Hrífst af náttúru fjarðarins " bls. 4 í Mogganum... birt þann 6.7.2008 kl. 20:08
Úrdráttur úr færslu: Þarna tala ég um umfjöllunina um mig í mogganum þann daginn. Mynd af mér og grein með, frá sýningunni minni. Ég var alveg svakalega stolt þegar blaðamaðurinn hringdi, þó svo að ég ætlaði ekki að tala við hann í fyrstu. Nei, það var vegna þess að ég var sofandi, ekki stælar eins og fræga fólkið, hélt að mamma og pabbi væru að ljúga að mér svo ég færi á fætur! Jú svo afsakaði ég pirringinn í mér þegar ég svaraði Nönnu Kristínu í fyrri færslu, eða ,, mér var ofboðið " færslunni.. bara gaman að því! Þarna mættu 495 gestir inn á síðuna, eða daginn eftir vegna þessara bloggs..!
Lítill snillingur birt þann 11.8.2008 kl. 22:08
Úrdráttur úr færslu: Ég hitti hann séra Baldur þegar ég sat í afgreiðslunni í vinnunni og með honum var 6 ára sonur hans, Rúnar, ég sat og spjallaði við hann á meðan Baldur talaði við samstarfsfólkið mitt. Algjör snillingur hann Rúnar, ótrúlega mikið krútt og veit margt miðað við aldur - ekki erfitt að tala við hann. Þann 12. ágúst litu 436 gestir inn á bloggið mitt og ég held það hafi verið útaf þessari færslu.
Kallið mig bara kennarasleikju... birt þann 4.9.2008 kl. 22:28
Úrdráttur úr færslu: Ég hafði fengið mig full sadda yfir hávaða innan bekkjarins, og þarna tala ég um fyrsta vinnudaginn minn í humri - áhrifaríkt að vinna í fiski skal ég segja ykkur! 5. september kíktu 528 manns á bloggið mitt. Þá hafði þessi færsla verið birt.
Innsýn í líf ungrar stúlku, unglingsstúlku.. birt þann 28.9.2008 kl. 21:49
Úrdráttur úr færslu: Það kemur oft fyrir að kjaftfora Róslín hefur ekkert að segja, ég rakst á blað sem ég skrifaði í íslenskutíma 7. febrúar 2008, s.s. í 9. bekk. Ég var að spá í hvernig krakkarnir voru, skrifaði það niður þar sem okkur var af og til heimilt að skrifa það sem við vildum í tímum - held samt að ég hafi gert þetta í leyfisleysi..
Takk fyrir árið sem er að líða!
Núna eins og þið lásuð hef ég setið fyrir framan tölvuna og sett þetta svona agalega skemmtilega upp. En það sem er af mér að frétta er bara allt gott, hef snúið sólarhringnum hálfpartinn við, en bara hálfpartinn. Ég kann ekki að fara að sofa, þar sem ég veit ekki hvenær ég er þreytt. Ég vil bara þakka kærlega fyrir árið elsku fólkið mitt, og nú kemur þakkarlistinn ( mér finnst svoleiðis svo sniðugt ).
Mamma, pabbi, Sædís, Axel, elskulegi Rafninn minn, Lubbi, ömmur & afar, flottu ættingjarnir mínir útum allar trissur, elskulegir vinir mínir, Yrsa, Bjarney, kunningjar, Ragga, Gauti og krakkarnir þeirra, kennarar, ljósmyndavinir, bloggvinir og barasta allir í heiminum!
Gafst upp á að telja, vil ekki særa neinn, hehe!
Annars var ég vakin upp með þeirri spurningu hvort ég ætlaði ekki að opna póstinn sem ég fékk. Ég bjóst við smá gjöf frá henni Jógu bloggvinkonu fyrir að hafa fundið lausn á vísnagátu, en nei, hún Jóga er alveg milljón og gaf mér bók, verndarengil (styttu) og 3 Sambó kremrúllur. Það fékk mig sko aldeilis til að brosa hringinn, og auðvitað jólakort! Takk alveg æðislega fyrir mig Jóga mín, vonandi mátti ég segja frá þessu hér... hihihihi, takk takk alveg æðislega!
Við pabbi fórum og keyptum handa mér dót til að sprengja, jú og ég fékk auðvitað gleraugu með, held samt þau séu of lítil en á þá önnur inní bílskúr. Þau sem vissu það ekki, þá er ég nokkuð hrædd við eld, en mér finnst þetta samt alveg svakalega fyndið að sprengja litla dótið, fékk reyndar gos eða eitthvað líka, en bara gaman af því - STYRKJUM BJÖRGUNARSVEITIRNAR OKKAR!
Vil bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi mun það vera okkur Íslendingum í hag!
Svo hlakka ég til áramótaskaupsins, og að vera með fólkinu mínu um áramótin og fara á brennu, ég fékk stór stjörnuljós einmitt til að taka með mér á brennuna, það er sko algjört æði í mínum augum!!
Knús og kossar inn í nýja árið til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
28.12.2008 | 02:58
Hugleiðingar Róslínar - dagbókarfærsla..
Ég er skyldust hundinum hvað háraliturinn varðar, pabba mínum hvað augabrúnirnar varðar, og skemmtilega húmorinn okkar. Líkist mömmu, vaxtarlagið hans pabba. Reyndar kemur háraliturinn frá langömmu minni heitinni eins og flestir ættu að vera búnir að ná. Hendurnar eru klárlega frá báðum foreldrunum, en veit ekki hvaðan ég fæ svona grannar hendur, en svo þykka handleggi.. eða hvað sem þetta heitir alltsaman. Hæðin, ef hæð má kalla, er örugglega bara spesjalí meit for mí, þar sem ég er hæsti kvenmaðurinn, ef mamma, Sædís, Linda frænka, amma Rósa og amma Adda eru taldar með. Þarf ekkert að fara vel yfir pabba ætt því þar eru þær bæði hávaxnar og lávaxnar!
Augun koma frá pabba, sko hvað þau eru langt inn, eða því held ég allavega fram. Hvað ég get étið kemur líka frá pabba, en það að ég sé sólgin í súkkulaði kemur frá mömmu..
En það er kannski ekki alveg það sem skiptir máli, það sem aðallega skiptir máli er hvað býr innra með manni, og ég hef nú alltaf trúað á það, þar sem ég er þekkt fyrir að vera löt fyrir að halda upp á útlitið. Líkist oft algjörri druslu, nei ekki slíkri druslu, heldur fatalufsudruslu.
En það sem býr innra með mér er ég sjálf, og reyndar líka hvernig ég er, hvað fötin varðar. Ég fékk fullt af nýjum fötum í jólagjöf svo þetta dugir þangað til ég fer á útsölur í bæinn!
Nei ég verð að halda mér við efnið, afsakið mig, ég er að tala um mig sjálfa, ég er farin að hallast að því, þar sem systkini mín segja það oft, eða kannski ekki oft, en stundum. Hvort ég sé ekki alveg örugglega bara ættleidd... rauðhærð, og vill verða listamaður, í hverju, leiklist helst, en ljósmyndun og málning er skemmtilegt líka. Systir mín að læra félagsfræði og bróðir minn smíðar. Mamma vann í frystihúsi, nú sem skólaliði, pabbi var kokkur á sjó en núna vinnur hann fyrir Íþróttafélagið Sindra. Júbb, ég bara hlýt að vera ættleidd!
Ég ósjálfbjarga manneskjan, virka sjálfbjarga, kem eins og ég er fram við alla, feimin við suma, þoli ekki einhverja, en almennileg við langflesta... stundum örlítið pirruð týpa.
Æji, eftir alltsaman er ég bara dóttir foreldra minna, þessi skrítna, stelpan sem sagðist einu sinni ætla að verða Akureyringur þegar hún yrði stór. Hætti því þegar hún var 12 ára, ætlaði þá að verða leikkona og ætlar sér enn. Sagðist ætla fyrst í framhaldsskóla, svo í Kvikmyndaskóla Íslands, og þar á eftir að verða Forseti Íslands. Hver veit... kannski geri ég ekkert af þessu... en ég vona, að ég verði þessi sem allir munu minnast með virðingu og bros á vör, og að fólk muni líta upp til, en ég ekki niður til. Ég ætla að verða fræg, en samt alltaf koma fram eins og ég er.
Eitt er víst, ég ætla ekki að verða fótboltakona, en held samt alltaf uppá Þóru B. Helgadóttur.
Kannski dey ég á morgun. En ég vil það ekki sko, en kannski, hver veit. Þetta er allt skipulagt og staðfest. Hvernig og hvenær veit ég ekki, en eitt veit ég að ég ætla að ná mínum 118 árum sem ég á inni. Ég get, ég vil, ég skal, ég get!
Þessi færsla er í boði bankanna, um allt og ekki neitt og óyfirfarin..
Og nei, ég drekk ekki, né neyti vímuefna eða neitt svoleiðis, stundum næ ég bara hámarki ruglunnar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
27.12.2008 | 00:11
Það sem mér finnst ég afspyrnulélegafyndin...
Ég hef stundum komið með nokkuð góðar færslur hérna inn á bloggið, og önnur blogg reyndar líka. Ætla að deila með ykkur nokkrum gullmolum sem ég er afspyrnulélega fyndin á netinu í gegnum árin..
Gjöryðursovel!
Viti menn!!
Í alvöru talað heyrði ég kúna segja eitthvað, en það var það víðfræga orð ,, MMMUUÖÖHHHH"
Í alvöru ég heyrði kúna segja þetta orð!!!!!!
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
26.06.2006 22:02:04 / Róslín Alma
Bloggedíbloggblogg..
Því miður, heilinn á mér er gjörsamlega tómur, það glimrar allveg í honum!!
-----------------------------------------------------------------------------------------------------
Þannig er það nú bara..
...............................
Jæja.. ætlaði að vera svo dugleg í dag að skella mér bara á æfingu og þrífa búrið hans Guffa míns heitins. Svo var engin æfing og heldur enginn Guffi. Eða jú reyndar var Guffi þarna, en bara ekki sálin hans, bara búkurinn.. Ég hringdi hágrátandi í mömmu sem var nýfarin út að labba með Lubba. Sko svei mér þá, ég vissi að Guffi minn myndi deyja einhverntíman, en ekki ég gráta í klukkutíma. Svo var ég allveg hætt að gráta, en þá kom Sædís og Ingi og mamma sagði þeim þetta og þá heyrði ég hlátur í Sædísi Og fór aftur að gráta, því þetta var ekkert smá særandi!!
Komment á þetta; hahahahahahahaha, Sædís særði mig með því að hlæja að dauðum hamstri!!!!
---------------------------------------------------------------------------------------------
Jæja, getið lesið meira á www.roslin.blogcentral.is...
Mér þykir ég bara nokkuð seintfyndin manneskja, en hlæ þó alltaf af öllu sem ég segi, því enginn annar hlær. Annars já, vantar lykilorðið, lykilorðið á síðuna er lubbi!
Hafið það gott!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2008 | 03:55
Aðfangadagur runninn upp og liðinn!
Hér sit ég, agalega södd eftir hátíðardagana, Aðfangadag og Jóladag, á fjórða tíma Annan í jólum, með pensla, striga og málningu fyrir framan mig. Enda er nóttin mitt frelsi til þess að hugsa, og framkvæma allt það listræna í mér, ef það er eitthvað.
Ég er afskaplega þakklát fyrir dagana tvo sem hafa liðið, Aðfangadagur var rauður, s.s. enginn snjór, og voðalega votur. Ég svaf lítið svo ég sofnaði sátt í gærnótt. Ég er rosalega sátt með allt sem ég fékk, og ótrúlega ánægð, þrátt fyrir það hve pökkunum fækkar með árunum þá verð ég alltaf afskaplega ánægð með allt sem ég fæ.
Eins og þeir sem þekkja mig ágætlega og reyndar ekki neitt, sjá mig bara, þá á ég lítið af fötum og því fékk ég að kynnast þessi jól að fólkinu mínu finnst það líka, enda fékk ég fullt af fallegum fötum, sem ég hlakka bara til að vera í!
Ég fékk fimm jólakort, og á örugglega eftir að fá fleiri, seinna bara. En ég er agalega ánægð með þau fimm kort sem ég fékk, enda þarf eins og ég segi lítið til að gleðja mig. Falleg kort og ég þakka kærlega fyrir mig, bæði fyrir kortin og gjafirnar, allt afskaplega fallegt.. Takk takk takk
Ég ritaði hérna niður örstutt ljóð, veit ekki hverskonar ljóð og hvort það sé flott, en ég breytti því ekkert en ég verð að birta það, enda kjörið þar sem ég er einmitt að mála!
Litir hafsins
litir himins
litir jarðar
sameinast allir í eitt málverk.
Gulur, svartur,
hvítur, blár,
grænn, rauður.
Upphafslitir alheimsins.
Hversvegna?
Enginn veit.
Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og eigið góða nótt - sjálf ætla ég að klára að mála!
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 01:29
Jólakveðja á Þorláksmessu frá mér til ykkar!
Allt sem ég vildi segja..... knús og ég heyri í ykkur eftir jól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.12.2008 | 22:00
Ég fæ jólagjöf...
Ég var að ganga úr stofu úr trommutíma hjá Þresti fyrir einhverjum vikum og heyrði tvo stráka spyrja yngri stelpu hvað hún hefði fengið í jólagjöf um síðustu jól, og stelpan svaraði að hún hafði fengið bók. Ég held að strákarnir hefðu farið að hlæja, en ég fór þá aðeins að hugsa, hversvegna þeir væru að hlæja. Ef maður fær bók, hvort sem það er barnabók, unglinga eða fullorðinsbók þá verður maður ævinlega þakklátur ef bókin er góð. Ef maður fær eitthvað dót, þá varðveitist það heldur illa og eyðileggst oft á endanum. En bókin getur alla tíð vaxið með manni, dótið sjaldnar.
Fór að hugsa um þetta þegar ég kíkti fram í stofu og sá að það væri kominn nýr pakki í sófann þar sem þeir eru geymdir. Hann var ómerktur en ég sá svipinn á mömmu þegar ég spurði hana hvort þetta væri handa mér, og rétt áðan leit ég aftur við inni í stofu og þá var hún búin að merkja hann til mín frá henni og pabba. Ég kíkti aðeins á pakkann, hélt á honum og svona, og fann að þetta væri bók og núna get ég ekki beðið eftir því að sjá hvaða bók þetta skuli nú vera - ég elska að lesa góðar bækur!
Jólin eru alveg að ganga í garð, ég hlakka til Þorláksmessu þar sem jólaskapið kemur algjörlega í mig.
Fór í heimsókn í dag til Rafns, hitti þar Röggu tengdó, Aðalheiði krútt og seinna hitti ég Gauta tengdó, færði Röggu smá fyrirframjólagjöf... sælla er að gefa en að þiggja, það finnst mér!!
Ég á eftir að klára tvær jólagjafir, skrifa eitt jólakort og finna jólagjöf handa Axel og Svöfu, vinn smá á Þorláksmessu, allt í góðs nafni, og ég hlakka til Aðfangadagsmorgun, fyrsti morguninn sem ég vakna snemma..... hafið það sem best elsku bloggvinir sem og aðrir!!!
Læt hér fylgja myndband með Eddu Heiðrúnu, man svo vel eftir þessu, hef svo oft séð þetta og heyrt, bara æðisleg!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.12.2008 | 01:54
,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? "...
Ég er að skrifa til einhverra sem hafa ekki hugmynd að ég sé að skrifa til, sumir vita af því og það er að vísu fínt. En aldrei á minni lífsleið hefur mér tekist að fá jafnmörg eða 2/3 af þeim bréfum sem ég sjálf sendi. Svo að ég er orðin frekar ónæm á það, enda eins og stendur forðum ,, Sælla er að gefa en að þiggja ". Setjum þetta í tips, íslenska þjóð, tips!
Hér sit ég já, með sveitt ennið að föndra jólakort til ýmissa kvenna (vill svo skemmtilega til að ég sendi örugglega aðeins einum karlmanni jólakort og það er hann Rafn minn... ), t.d. einhverra hér á blogginu. Ég föndra svo seinna jólakortin sem ég sendi innanbæjar, en þau verða færri heldur en ég sendi utan bæjarins. Held að ég hafi talið 14 talsins fyrir hana móður mína, og þá kom þessi einstaka setning ,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? ". Þar sem ekki allir vita að ég ætli að senda þeim jólakort, þá kemur það engum á óvart að fólk eigi að vita sísona að það eigi að senda mér.
En þeir sem vilja mega endilega senda mér eins og eitt bréf, tala um daginn og veginn. Mér þykir gaman að fá handskrifuð bréf - þurfa ekki að vera jóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)