29.6.2008 | 20:46
Það sem brennur á allra vörum í bloggheimum...
Bara af því að í bloggheimum ríkir viss kynþáttahötun. Eða þvíumlíkt, þá langar mig aðeins að æsa bloggara Moggabloggsins upp, alltaf er það jafn gaman!
Það kvarta ( alltaf K í kvarta hjá mér) margir yfir því að þessi og hinn er nafnlaus, hjá sumum þarf að vera bloggvinur til að geta sett inn komment, hjá öðrum þurfa eigendur að samþykkja og hjá sumum er bara alls ekki hægt að kommenta.
Margir tala um að þeir nafnlausu séu kjaftforari en aðrir. Þá vil ég taka sem dæmi, Tigercopper sem margir þekkja á nafn, hann er nafnlaus á blogginu og gengur undir þessu nafni. Hann þó birtir mynd af sér, þó eldri mynd að ég held. En sá maður er nú ekkert kjaftfor að eðlisfari hér á blogginu. Ég hef séð hann kommenta hjá bloggvinum mínum, og það eru nú meiri hólin og fallegheitin sem koma fram í skrifum hans. Hann talar voða hlýtt til þeirra og er eflaust ekki slæmur.
Þar er komið gott dæmi um að það er allt í lagi að vera nafnlaus, en þá er komið að kommentunum.
Ég t.d. vonast til að fá sem flestar skoðanir, enda þykir mér gaman að vita álit annarra, og eins og ég er nú heppin hef ég ekki kynnst ljótum orðum í minn garð. Núna er ég á forsíðunni og því vil ég ekki hafa neitt bannmerki fyrir einn né neinn.
Ég held að það sé yfirleitt þannig að fólk þorir ekki að láta skoðanir sínar á framfæri hjá mér, því að ég er svo ung. Ég hef oft kynnst því hér í bloggheimum að ég sé of ung fyrir hitt og þetta, meira að segja fyrir að vera bloggvinur annarra. En það er þá þeirra að dæma og að missa af
..
Ég ætlaði að skrifa inn komment hjá einni á forsíðunni en þá var nú bara enginn valmöguleiki til þess, svo að það varð nú ekki lengra en það. En svona er fólk misjafnt og það er margt, sumir einfaldlega þola ekki gagnrýni, og það er bara þeirra.
En hvað finnst ykkur eiginlega um þetta alltsaman?
Hafið þið ástæðu til að banna öðrum hitt og þetta, t.d. að segja ljóta hluti í garð annarra, en gerið það svo sjálf án þess að vita af því fyrr en allt of seint?
Hvílík ósvífni og virðingarleysi er þetta í ykkur bloggarapakk!
Hér á minni síðu ber ég ábyrgð á því sem hér fer fram, ef eitthvað er ósvífið um einhvern annan en mig eða eitthvað sem snýr algjörlega út úr öllum, þá gæti komið fyrir að ég fjarlægði það. En það hefur ekki enn gerst, og ég oftast ber virðingu fyrir annarra manna skoðunum. Jafnvel þó þeir séu ekki heilir á geði
.... nei nú er ég farin að grínast um og of!
Allir mega skrifa sitt álit á mér og málefninu sem ég tala um, ábendingar væru fínar og þó ég sé enn ung þá er ég nú ekki alveg hrikalega brothætt....
Það kvarta ( alltaf K í kvarta hjá mér) margir yfir því að þessi og hinn er nafnlaus, hjá sumum þarf að vera bloggvinur til að geta sett inn komment, hjá öðrum þurfa eigendur að samþykkja og hjá sumum er bara alls ekki hægt að kommenta.
Margir tala um að þeir nafnlausu séu kjaftforari en aðrir. Þá vil ég taka sem dæmi, Tigercopper sem margir þekkja á nafn, hann er nafnlaus á blogginu og gengur undir þessu nafni. Hann þó birtir mynd af sér, þó eldri mynd að ég held. En sá maður er nú ekkert kjaftfor að eðlisfari hér á blogginu. Ég hef séð hann kommenta hjá bloggvinum mínum, og það eru nú meiri hólin og fallegheitin sem koma fram í skrifum hans. Hann talar voða hlýtt til þeirra og er eflaust ekki slæmur.
Þar er komið gott dæmi um að það er allt í lagi að vera nafnlaus, en þá er komið að kommentunum.
Ég t.d. vonast til að fá sem flestar skoðanir, enda þykir mér gaman að vita álit annarra, og eins og ég er nú heppin hef ég ekki kynnst ljótum orðum í minn garð. Núna er ég á forsíðunni og því vil ég ekki hafa neitt bannmerki fyrir einn né neinn.
Ég held að það sé yfirleitt þannig að fólk þorir ekki að láta skoðanir sínar á framfæri hjá mér, því að ég er svo ung. Ég hef oft kynnst því hér í bloggheimum að ég sé of ung fyrir hitt og þetta, meira að segja fyrir að vera bloggvinur annarra. En það er þá þeirra að dæma og að missa af

Ég ætlaði að skrifa inn komment hjá einni á forsíðunni en þá var nú bara enginn valmöguleiki til þess, svo að það varð nú ekki lengra en það. En svona er fólk misjafnt og það er margt, sumir einfaldlega þola ekki gagnrýni, og það er bara þeirra.
En hvað finnst ykkur eiginlega um þetta alltsaman?
Hafið þið ástæðu til að banna öðrum hitt og þetta, t.d. að segja ljóta hluti í garð annarra, en gerið það svo sjálf án þess að vita af því fyrr en allt of seint?
Hvílík ósvífni og virðingarleysi er þetta í ykkur bloggarapakk!

Hér á minni síðu ber ég ábyrgð á því sem hér fer fram, ef eitthvað er ósvífið um einhvern annan en mig eða eitthvað sem snýr algjörlega út úr öllum, þá gæti komið fyrir að ég fjarlægði það. En það hefur ekki enn gerst, og ég oftast ber virðingu fyrir annarra manna skoðunum. Jafnvel þó þeir séu ekki heilir á geði

Allir mega skrifa sitt álit á mér og málefninu sem ég tala um, ábendingar væru fínar og þó ég sé enn ung þá er ég nú ekki alveg hrikalega brothætt....
Athugasemdir
Það sem mér finnst almennt munur á commentum hjá þeim sem gefa upp nafn og þeim nafnlausu er að flestir sem ætla að vera með kjaft og dónalegir gera það nafnlaust. En margir nafnlausir eru mjög kurteisir og eins geta þeir með nafnið verið dónalegir en ég hef bara ekki lent í þeim.Og þeir eru sjaldgæfari.
Mér finnst bara sjálfsagt að vera kurteis við alla, sama hversu gamlir þeir eru. En ég viðurkenni að ég er ekkert alltaf sammála þér frekar en öðrum. En hvaða máli skiptir það? Þú ert að skrifa fyrir þig en ekki mig og það er ekki mitt að dæma þitt hvað svo sem mér finnst. Það sem mér finnst er enginn heilagur sannleikur, bara mín skoðun.
Hafðu það gott Róslín mín og góða skemmtun í vinnuvikunni.
Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 21:21
Ég sé ekkert að nafnleysi svo lengi sem ekki er verið að koma með skítkast, hótanir eða persónuárásir. Aðili sem er alltaf með þannig skrif gagnvart öðrum dæmir sjálvan sig fyrst og fremst leyfa þeim bara að gera það.
Mér finnst að annaðhvort eigi maður að leyfa allar athugasemdir eða eingar ekki vera að velja þær sem henta manni úr. Ef maður velur athugasemdir úr þá er maður að ritskoða síðuna hjá sér.
Ástæða þess að ég er nafnlaus er að ég er með mjög óvinsælarskoðanir á ákveðnum málum og veit hvernig sumir aðilar draga alltaf upp skít til að koma með.
Kveðja Skattborgari.
P.s held að fólk hiki við að fara hart í þig útaf aldri.
Skattborgari, 29.6.2008 kl. 21:37
Sammála þér vina. Ég datt inn á bloggið þitt og las svolítið yfir það.... þú ert bara algjört krútt og yndislega skemmtilegur bloggritari. Hafðu það sem best.
Jac Norðquist
Jac Norðquist, 29.6.2008 kl. 23:23
Úff, gott að þú sért ekki að segja mér að þú sért stundum ósammála mér, það væri bara hrikalegt
, nei endilega láttu þín orð falla Anna Guðný mín.

og sömuleiðis takk.
En takk fyrir það, þetta verður stressuð vinnuvika skal ég segja þér!!
Já Skattborgari, hef séð eitthvað af kommentum þínum, en þú ættir nú bara að tækla það með nafni. Ég ofnota þessi orð, en það gefur lífinu bara lit að allir séu ekki alltaf sammála. Annars værum við öll eins og ekkert yrði ákveðið með fyrirvara eða svoleiðis.
Ef fólk þorir ekki að segja hvað því finnst vegna aldurs míns, þá ætti ég ekki að þora að segja hvað mér finnst við t.d. nær sjötugt fólk. En ég geri það samt og er ekkert að jánka því að ég sé sammála ef ég er það ekki, ég segi mína skoðun og ef fólk virðir hana ekki þá er það þeirra.
Takk fyrir mig Helga mín, það er gott að þú veltur ekki aldrinum fyrir þér, enda er ég nú frekar gömul sál, svo þetta flækist einhvernveginn saman..
Takk fyrir falleg orð Jac
Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 23:37
Það hafa allir rétt á sinni skoðun sama hversu heimskuleg manni kann að finnast hún. Ég fékk ótrúleg komment frá einum aðila þvílíkt skítkast að það hálfa væri nóg leyfði honum bara að dæma sjálvan sig. Ég leyfi allar skoðanir og finnst best að fá aðila inn sem eru mér ósamála þá koma oft upp líflegar umræður.
þegar aðili kemur með komment eins og komu þarna þá er verið að leita að rifrildi sjáðu hvernig ég lokaði á hann sem fyrst og tók vopnin frá honum.
http://skattborgari.blog.is/blog/skattborgari/entry/569364/
Skattborgari, 30.6.2008 kl. 00:17
úff nú hef ég ekki kommentað í daga raðir... það er búið að vera svo gott veður en það tala sumir um að verða brúnni út af sólinni en ég verð ekki brúnni og ekki hef ég fengið neinar litarháttar kast á mig sem betur fer.
Þennan texta hjá þér var mjög gaman að lesa og ég er líka sammála honum!
Brúnkolla (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 00:48
Það er ekkert gaman að lesa einstefnu-blogg, þar sem ekki er hægt að tjá sig til baka, hvort sem maður er sammála eða ekki. Þar er greinilega ekkert verið að leita eftir skoðunum eða skoðanaskiptum, heldur bara útvarpaa: "ÉG VEIT! ÉG ER! ÉG!"
En, þú ert ágæt :-)
Skál (í vatni eða mjólk, þú ræður)
Einar Indriðason, 30.6.2008 kl. 08:44
Maður á ekki að eyða lífinu í vitleysisþvarg
, svo ég segi bara: Þú ert flott Róslín mín
og alltaf gaman að lesa þig og þínar hugrenningar
.
Sigrún Jónsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:13
Tígri er góð fyrirmynd 'nafnlausra' bloggara.
Brjánn Guðjónsson, 30.6.2008 kl. 10:43
Ég man eftir því Róslín að þú spurðir mig einu sinn hvernig menn yrðu forsíðubloggarar. Síðan hef ég fylgst dálítið með þér og líkar vel það sem ég sé. Ég ber að sjálfsögðu ábyrgð á mínu bloggi en get ekki stjórnað því hvað aðrir segja í kommentum. Nafnleysi truflar mig lítið. Mikið held ég að þurfi að ganga á áður en ég fer að ritskoða komment.
Sæmundur Bjarnason, 30.6.2008 kl. 11:08
kvarta ( alltaf K í kvarta hjá mér)
...líka hjá öllum hinum sem hafa lært stafsetningu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.6.2008 kl. 12:01
Tinna, mér fannst eins og vinkona mín hafi alltaf verið að skamma mig að hafa K, það reynist þá bara rangt..

Svara ykkur hinum seinna, er í vinnunni
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.6.2008 kl. 12:32
Ég segi eins og margur annar, nafnleysi er allt í lagi svo fremi sem fólk sínir virðingu og viðhefur kurteisi, það er allt í lagi að segja sínar skoðanir, en bera virðingu fyrir annarra skoðunum.

það sem er afar hvimleitt við marga bloggara bæði nafnlausa og með nafni er að þeir koma inn, moka hrauni yfir allt og alla af þvílíkum rausnarskap að manni fallast bara hendur, síðan eru þeir bara yfirleitt farnir, búið, punktur, basta.
Og ég hef aldrei skilið hvað fólk fær út úr því, en það er allt í lagi ég á svo sem ekkert að skilja það.
Róslín mín sem er minn uppáhaldsbloggari nefnir Tigercopper hann er einsdæmi í heimi okkar og algjör ljúflingur.
Við Róslíni vill ég segja þú átt allan rétt , bara eins og hinir og ég hef ekki orðið vör við það að það væri erfitt fyrir okkur að tala saman þó þú sért þetta ung,
en ég 65 ára, við erum bara flottar vinkonur.
Ég tel það vera vegna þess að ég ber virðingu fyrir þér sem persónu, og hef aldrei litið á þig sem krakka sem mætti ekki segja allt við.
Öllum ber að virða aðra.
Sumir loka fyrir komment vegna andstyggðar-kommenta, svo ljót að ég held að þú hafir ekki séð slíkt.
Knús kveðjur til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.6.2008 kl. 12:41
Að öðrum ólöstuðum þá er ég líklegast kurteisasti bloggari landsins, það er mesta kurteisi að leyfa öllum að tala eins og þá lystir.
Ritskoðun er mesta ókurteisi á jarðríki.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 13:04
Fólkið sem fer einna mest í taugarnar á mér, þó ég láti litið fara í taugarnar á mér, er fólkið sem kemur með ffullyrðinga, spurningar og jafnvel rangfærslur og leyfir ekki athugasemdir grrrr.. ég reyni að muna hverjir það eru því ég ætla mér ekki að lesa það! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 13:06
Það átti að standa þarna fullyrðingar en ekki ffullyrðinga ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.6.2008 kl. 13:07
Vel orðað hjá þér Andrés.
Skattborgari, 30.6.2008 kl. 19:08
Gott hjá þér Róslín mín alltaf svo hrein og bein.Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 19:41
Varðandi skoðanir: Frændi minn komst svo skemmtilega að orði um fólk sem hann er algjörlega ósammála - "Ég ber ekki virðingu fyrir skoðunum þeirra, en ég ber virðingu fyrir rétti þeirra til að hafa skoðanir..."
Þórhallur Árnason (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:07
Ég held ég hafi ekki ráð á því að svara öllum.. afsakið það og takk fyrir hólin
..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:33
Blessuð vertu, þó þú sért á barnsaldri ennþá kannski, þá er það nú allt í lagi, ekkert aldurstakmark!
En unggæði þitt opinberast helst á málfræðivillum, hól er til dæmis hvorugkynsorð í eintölu, þú segir einfaldlega takk fyrir hólið, ekki hólin.
Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 23:18
Loksins hef ég smá tíma til að svara:



!




Skattborgari, maðurinn kemur rosalega illa fram við þig, frekar skrítið að sjá svona. Núna áttu nú nokkra bloggvini svo það er ekkert að óttast, kannski varð hann bara afbrýðissamur.
Já Brúnkolla, við eigum það greinilega sameiginlegt að það sé erfitt að festa á mann lit.. hahaha
Já flott nafn á þetta Einar, einstefnublogg! Ég kýs pepsí max!
Takk fyrir Sigrún mín
Já hann er það Brjánn.
Þakka þér fyrir það Sæmundur. Það er leiðinlegt þegar er gert mikið úr einhverju litlu, ritskoðanir eða ekki. Sumir lesa ekki einu sinni og dæma á nafn og mynd.
Var búin að svara þér Tinna.
Takk fyrir þitt komment Milla mín. Við erum ef til vill langflottustu vinkonurnar hér á Moggablogginu, það get ég svo svarið
Knús til þín
DoctorE, virðingarfyllst án alls dónaskapar, þá finnst mér Tigercopper vera í þeim hóp og þú ert mjög ágengur bloggari..
Já Jóhanna, það var EINMITT ástæðan fyrir því hversvegna ég skrifaði þetta. Mig klæjaði svo í fingurnar að geta svarað einni, en svo var bara ekkert hægt að kommenta þar!!
Sigga það er auðvitað vafamál hvort maður eigi að biðjast fyrirgefningar, því maður sér oft ekki í hvaða "kyni" þau tala um sjálfa sig. En það er manns sjálfs að meta, og auðvitað til að vera ótrúlega kurteis þá er það bara best að afsaka það.
Það er misalvarlegt ástand hjá sumum held ég að svarið sé, sumir eru þekktir í þjóðfélaginu fyrir einhver læti og svona..
Tek undir með þér Andrés, sammála mörgu, takk fyrir kommentið.
Takk Katla mín, knús
Þórhallur, þessi setning kom mér til að brosa, mjög vel mælt!
Magnús, ég sagði hólin því ég var ekki viss, en takk fyrir leiðréttinguna, það er allt í lagi að skrifa örlítið vitlaust. En betra þegar ég er leiðrétt, þá kemur þetta rétt inní heilabúið á mér.
Takk fyrir það Andrés!
Ég kem mörgum verulega á óvart Inga Rún!
En takk kærlega fyrir þessi orð!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.7.2008 kl. 18:20
Þegar fólki er heitt í hamsi eins og honum var greinilega þá á aldrei að svara með nokkru sem hægt er að túlka sem árás þá er í 80% tilvika hægt að koma í veg fyrir rifrildi eða loka strax á svona menn ég valdi fyrri kostinn.
Skattborgari, 1.7.2008 kl. 19:46
Það er augljóst að þeir sem eru hér nafnlausir og hafa ekki skráð bloggið sitt eru mun dónalegri en aðrir. Að skrifa undir dulnefni er þó annað eru eru margir mjög góðri hér. Margar ástæður geta legið að baki og er það bara þeirra mál á meðan þeir sýna fólki ekki óþarfa dónaskap.
Lifðu heil.
Halla Rut , 1.7.2008 kl. 21:37
Hvað ertu nú að babbla mín kæra Hallgerður?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.7.2008 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.