Eru unglingar kannski menn?...

... stendur með stóru spurningamerki aftan á 24. stundum í dag.
Það reynir Atli Fannar Bjarkason að sannfæra þjóðina frá því að hann hafi einu sinni verið unglingur, það kemur mér þó ekkert á óvart, en þessi grein kemur mér stórlega á óvart.

Ég nenni alls ekki að gera eins og þessi 15 ára unglingur sem svaraði honum í Morgunblaðið í sinni eigin grein. En þessi Atli Fannar skírir fyrir þjóð, án þess að efast um að allir unglingar á aldrinum 12 til 15 ára séu vitlausir. Í þessari blessuðu grein stendur orðrétt;

,, Það er skrítin krafa, enda eru unglingar almennt vitlausir. Ég er ekki með fordóma í garð unglinga vegna þess að ég veit hvað þeir ganga í gegnum. Ég var einu sinni unglingur."

 ,, Allt sem getur farið úrskeiðis í líkamanum gerir það og maður missir stjórn á eigin hugsunum, tilfinningum og hegðun. Unglingar eru á því stigi í lífinu að vera ekki börn en telja sig fullorðna"


,, Þetta er ekki bara mín skoðun heldur óhagganleg vísindaleg staðreynd."

Vitlausari grein hef ég ekki lesið, því miður. Ég biðst strax afsökunar Atli Fannar, en mér finnst þetta ein tóm steypa. Þar sem að það eru margir hæfðir unglingar sem eru mun gáfaðri en eldra fólk í daglegum hugsunum og hegðunum. Hvað þú átt við með að það sé ekki bara þín skoðun heldur óhagganleg vísindaleg staðreynd, þá held að ég ásamt mjög mörgum öðrum jafnöldrum mínum höfum því miður afsannað  þessa vísindalegu staðreynd. Því tel ég hana "hagganlega", sama hversu óhagganlega þú telur hana.

Ég óska það kæra fólk, að þið takið þetta ekki þannig inn á ykkur að ég sé að gera lítið úr manndómi Atla Fannars, því ég vil bara vera mannleg og segja mína skoðun án alls niðurlægis.

Ég ætla að svara þessari skrítnu spurningu sem stendur hér efst í titlinum.
Já unglingar eru menn, en þeim er oft gleymt vegna þess hve áttavilltir þeir geta verið, og þeir sem vita margt, sjást ekki í þessum aldurshópi sökum þess hve fólk einblínir á að við séum endalaust vitlaus.

En að lokum vil ég beina spurningunni að Atla, þó ég viti að hann muni mjög líklega ekki lesa þessa færslu, þá bið ég ykkur um að svara henni fyrir hann, sem ykkar eigin skoðun.

Er það áhyggjuefni hjá þessum manni, það að manndómur hans fari í vaskinn ef unglingur getur mátað hann með slíku svari?


Svona því að mér finnst svo skemmtilegt að stríða fólki, þá skrifaði ein sminkan þetta fyrir þarsíðustu sýningu minnir mig og ég lagfærði sjálf;

P4210533

Þetta er svo lítið svo ég skrifa þetta upp á nýtt;

ATH
Vinsamlegast gangið
VEL um förðunar-
aðstöðuna og hendið
í Róslín (Stóð ruslið)
notuðum bómullum
og eyrnapinnum
Róslín (ruslið) ER TIL AÐ
NOTA ÞAÐ!
Kveðja: Anna Kristín.

Svo skrifaði ég sjálf undir Takk Anna mín

Þetta var í boði Önnu Kristínar, sem ég vona að hafi lesið þetta blogg, bara því að hún lenti fyrir slysni inn á blogginu mínu um daginnWink. Bætir ekki úr skák að hún sagði að þegar ég málaði mig sjálf hvíta í framan að það væri hrein hörmung! Svo sagði hún líka að ég ætti mér enga líka, sem ég held að hún hafi meint með hrósi...
Æ ég veit ekki hvar ég get haft þessa konu, kona, ég tala um konu, ung kona held ég! Jæja, hún er því miður, miður sín yfir þessu, og sagðist sko ekki hafa gert þetta, og þegar hún komst að því að þetta hafi verið ég, þá létti yfir henni held égGrin.. Allt í þágu vísinda leikfélaga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég las ekki þessa grein Atla, en ég get samt alveg verið sammála þér með það að unglingar eru menn... auðvitað.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

til ykkar Sigga og Helga!

En Linda, geturðu þá svarað því, finnst þér unglingar vitlausir?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:45

3 Smámynd: Linda litla

Unglingar geta alveg verið vitlausir, þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir. En það er ekki hægt að setja alla unglinga undir einn hatt.

Linda litla, 22.4.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Anna Guðný

Hverra manna er þessi bullukollur? En staðreyndin er sú að það er oft talað í svo stórum og sterkum orðum um bæði menn a málefni. Auðvitað eru til vitlausir unglingar en það er ekki þar með sagt að allir unglingar séu það. Svo eru lika til vitleysingar sem eru ekki unglingar.

Þetta með mennina:

Minn unglingur er ekki bara maður, hún er kvenmaður.

Anna Guðný , 23.4.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Linda litla

Það er reyndar alveg nákvæmlega það sama að segja um fullorðið fólk, það getur líka verið vitlaust/heimskt. En ekki allir, við getum ekki dæmt alla.... við erum misjöfn eins og við erum mörg. Og hana nú !! Farðunú að sofa í hausinn á þér Róslín og ekki vera að blanda þér í mín reykingamál

Linda litla, 23.4.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Einmitt það sem ég meina með þessari færslu Linda!

Hann er sonur Bjarka stendur. Hann stendur á sínu og vonandi ef hann les þessa færslu fær þetta til að sannfæra hann örlítið. Unglingar eru allskyns, þetta er tímabilið sem við fáum að velja okkur lífsstíl.

Þinn unglingur er ekki bara kvenmaður, heldur bara á byrjunarstigi, passaðu hana vel!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:08

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahaha Linda, ég sagði þetta nú bara í gríni!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Linda litla

Ég veit það, mátti bara til að skjóta þessu á þig hérna

Það vantar broskall sem er að reykja hehehhe

Linda litla, 23.4.2008 kl. 00:14

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu, vertu ánægð að það er hugsað um þetta vina mín, reykingar draga menn til dauða, vittu til!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:19

10 Smámynd: Linda litla

Var ég ekki búin að segja þér að fara að sofa ???

Linda litla, 23.4.2008 kl. 00:23

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

HA? hvenær sagðiru það eiginlega? það hefur farið framhjá mér!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Linda litla

hehehehe góða nótt  og dreymi þig fagra drauma. Knús til þín

Linda litla, 23.4.2008 kl. 00:29

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

góða nótt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:29

14 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

þú ert e-ð svo skýr og klár að maður verður bara abbó, hahaha

Birna Rebekka Björnsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:30

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahaha, ég er ekki skýr í daglegu tali... þá þarftu ekki að vera abbó!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:33

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Engin getur gert neitt við því hvað hann fær miklar gáfur í vöggugjöf.
Að nota orðið vitlaus er bara afar niðrandi  hvort sem er verið að tala um unglinga eða börn, ég las ekki þessa grein, en hann segir að unglingar séu á því stigi að vera ekki börn, en telja sig fullorðna.
Auðvitað eru unglingar ekki börn, þau eru unglingar, en í mörgum tilfellum fá þau ekki frið til að vera það, vegna krafna frá samfélaginu.
                   Flott skrif hjá þér snúllan mín
                        Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2008 kl. 09:57

17 identicon

Hmm .. Veistu það er kannski svoldið til í þessu hjá þessum gaur .. Þú áttar þig bara á því þegar þú ert orðin eldri .. Ég hefði nú ekki verið sammála þessu á þínum aldri .. Þar sem mér fannst ég nú vera svo fullorðin .. en já .. mér finnst ég ekki einu sinni vera það í dag og ég er að verða tvítug ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:10

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mamma mín sagði alltaf að enginn væri vitlaus - menn væru bara misjafnlega gáfaðir, einnig sagði hún (af því að við vorum aðeins að tala um fegurð) að fólk væri ekki ljótt aðeins misjafnlega fallegt. Það gildir kannski líka um hina innri fegurð.

Mér finnst annars orðið flottur eða flott ná svo vel yfir eitthvað sem tengist bæði gáfum og fegurð (ekki aðskilið) og mér finnst þú FLOTT.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 12:39

19 Smámynd: Anna Guðný

Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá var alls ekki illa meint hjá mér orðið vitlaus. Ég reyni eins og ég get að skrifa jákvætt og gott. Eina skiptið sem ég man eftir að hafa misst mig  í neikvætt var þegar ég las um konuna sem "fyrir listina" laug upp á sig óléttu og fóstureyðingu. Þá bara gat ég ekki annað.

En annars þú ert bara flott eins og þér

Anna Guðný , 23.4.2008 kl. 12:54

20 Smámynd: Anna Guðný

eins og þú ert átti það að vera

Anna Guðný , 23.4.2008 kl. 12:55

21 identicon

hæ róslín verð að fara bæ bæ

Korri cool (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:28

22 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér Milla mín!
Knús á þig

Sædís mín, þú varst líka sú kynslóð sem fannst töff að reykja í grunnskóla! Hvenær byrjaðiru aftur? Sumarið eftir 9. bekk? Þú ert svo fullorðin.....
Ég lifi í núinu!

Já, einmitt Jóhanna, svoleiðis er það, bara sumt fólk nær engan veginn að sætta sig við þetta. En þakka þér kærlega fyrir

Ég skil þig Anna Guðný mín

Hæ Kormákur, takk fyrir að kíkja á mig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:12

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sömuleiðis Helga mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.4.2008 kl. 23:22

24 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Er sú saga til?
En hvað það er nú samt gaman!
Gleðilegt sumar

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.4.2008 kl. 11:00

25 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðilegt sumar elskan og eigðu góðan dag

Kristín Katla Árnadóttir, 24.4.2008 kl. 11:30

26 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sömuleiðis

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.4.2008 kl. 17:27

27 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar flotti unglingur

Sigrún Jónsdóttir, 24.4.2008 kl. 22:47

28 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk sömuleiðis Sigrún

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband