Innsýn í líf ungrar stúlku, unglingsstúlku..

Ég er tóm. Alveg galtóm. Ég er búin að hafa þennan glugga opinn í allan dag og ætla mér alltaf að skrifa eitthvað skemmtilegt og merkilegt. En allt kom fyrir ekki, út vilja orðin ekki fara lengra en að höndunum, hugsanirnar ná ekki niður í fingurgóma svo út koma leiðinlegar kvillur.

Ég sat einu sinni í íslenskutíma í fyrra, upp við vegg og sneri að öllum krökkunum í stofunni, með tónlistina í botni í eyrunum svo ég gæti einbeitt mér. Einbeitt mér að færa hugsanir mínar niður á blað, blað sem ég henti fyrir slysni um daginn. Ég ætlaði að eiga það en allt kom fyrir ekki, ég henti því sjálfmeðvituð í ruslakörfuna sem hefur verið farið með út í rusl. Minning sem ég á aðeins skrifaða á tölvutæku formi, og er mikið skiljanlegri á þann hátt - en ekki jafn þýðingarmikil.
Stundum er það gott fyrir mann að líta aftur á bak inn í fortíðina, sama hvað á dvein, á hvaða tímapunkti í lífinu. Hvernig ég hefði frekar farið að þessu, en fór þó í aðra átt. Hvernig ég vildi segja hluti, en sagði þveröfugt.

Þegar einar dyr lokast - opnast yfirleitt tvær aðrar í staðinn.

Ég skrifaði þetta 7. febrúar 2008, snemma í ár s.s. , mér líður betur síðan þá, mér fer framJoyful.

 Hér sit ég með bekknum mínum í íslenskutíma. Ég er búin að vinna vel í Smáorðum svo ég fékk leyfi til að skrifa. Þetta er fyrsti tíminn í dag og margir illa sofnir, aðrir frekar dofnir. Ein sem snýr sér aftur að mér og syngur með iPodinum mínum, þessir krakkar eru öll frekar fjölbreyttir, mismunandi háralitir, hæðir, andlits föll og síðast en ekki síst persónuleiki. Áhugamálin vanta ekki, hestar, fótbolti, körfubolti, frjálsar, fimleikar, söngur, tónlist, teikningar, dýr og svo margt annað. Allir krakkarnir sem eiga framtíðina fyrir sér, t.d. söngvari, hestakona, fótboltafólk, körfuboltamaður, bóndi, arkitekt og svo er það ég sem ekki er alveg búin að ákveða mig. Suma er mjög auðvelt að pirra algjörlega óvart. Þessir krakkar eru ýmist ágætir vinir mínir, og aðrir betri. Samheldari bekk hef ég ekki vitað um. Flest hef ég vitað af og þekkt síðan í 1. bekk. Flestir krakkarnir hafa verið með mér í bekk frá því í 3. bekk.

Og lengra komst ég ekki því hringt var út í frímínútur.

Núna kemst ég ekki lengra vegna heimalærdóms - hef brennt mig á því nokkrum sinnum í dag að byrja að læra. Pönnukökubakstur gekk framyfir lærdóminn - enda brögðuðust þær líkt og himnasending ef það er ekki of sæt lýsing...

Knús & kram Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 28.9.2008 kl. 23:26

2 identicon

tjahh .. ekki fékk ég neinar pönnslur ... bara ristað brauð og kakó í þynnkumat og svo kjúlla með sveppasósu í kvöldmat hjá henni evu .. eeen fæ nú eitthvað gott í vikunni hjá ömmu ;) haha ekki þú :D

og já .. þú ert nú ekki ein um það að hafa ekki verið iðin við lærdóminn í dag .. þetter nú bara of tímafrekt ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æji góða besta sko, þú getur barasta átt heima heima hjá þér ef þú vilt einhverjar pönnslur!

Ég fékk einmitt kjúklingabringur, sem voru aðeins of eldaðar og alltof lítið kryddaðar, mamma var að elda en ekki ég sko! En það eru til símar, svo ég get bara hringt í ömmu og beðið hana um að baka eitthvað gott og senda það með rútunni!
Annars biddu hana um að búa til heitu súkkulaðikökuna með ísnum, hún er geðveikt góð!!

Ég var ekki svo iðin, Seli er líklegast með orðabókina svo enga hef ég orðabókina og svo er próf í náttúrufræði á morgun sem mig langar til að sofna á..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góða skólaviku.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 23:55

5 identicon

haha .. já .. jæja .. annars er fyrsta prófið búið hjá mér .. og já það er ekki til umræðu .. en já nát er alveg fáránlega leiðinlegt fyrirbæri .. farðu að sofa stelpa ..s

Sædís sys (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:55

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

"Hausinn" flottur á síðunni þinni mín kæra.  Skemmtilegar pælingar um bekkjarfélagana.....ég horfði alltaf út um gluggann

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:15

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara best. knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 07:27

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:26

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:42

10 identicon

Sæl.

Ég bíð spenntur eftir fyrsta ritverkinu þínu!

Gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyir hendur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:43

11 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

 Flott nýja lúkkið.

 knúsíknús

Guðrún Hauksdóttir, 29.9.2008 kl. 16:17

12 Smámynd: Aprílrós

Knús til þín ljúfa mín ;)

Aprílrós, 29.9.2008 kl. 19:00

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Jenný mín, eigðu góða viku!

Var stóra gáfaða systir mín að falla á sínu fyrsta prófi? Velkomin í heim din lille soster!

Takk Sigrún, já, ég horfi yfirleitt þá í sömu átt, að því sama, sömu hús, sömu fjöllin. Fallegasta fjörðinn minn, en þegar ég var í Hafnarskóla þá vorum við í tvö ár á efri hæð skólans og þar horfðum við á Ketillaugarfjall, mikil saga á bakvið það!

Ég var að hugsa um að skrifa aftur í dag, Auður, sjá hvað hefði breyst - en enginn var tíminn til þess.

Takk Milla mín

Ég hef oft sagt þetta Hörður, en ég held að ég sé með persónuleika, áhugamál og heila á við tvær manneskjur, ég samt ekki þar með sagt geðklofa. Bara örlítið skrítin, ekki annað!
Næsti lestur er kominn á rit, gjörðu svo vel!

Kveðjur og knús til þín Linda mín

Þakka þér fyrir þau orð Þórarinn! Þú mátt aldeilis bíða eftir mínu fyrsta ritverki, ég get ekki komið einu ljóði niður á blað án þess að reyna að fá hjálp frá öðrum - nema þegar það kemur upp í huga minn ósjálfrátt.. þá er yfirleitt bara ekkert varið í það. Er viss um að ég gefi Járnhænusögur út í framtíðinni!


Takk Guðrún!

Knús á þig til baka Krútta!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband