Bloggannáll Róslínar og kveðja inn í nýja árið!

Nú er ég búin að sitja í tvo tíma að vinna í þessu verkefni mínu. Ég er með bloggannál frá mér, uppáhalds bloggin mín af síðunni minni og mest lesnu bloggin. Þetta eru einar 11 færslur og ég skrifa úrdrátt úr hverri og einni fyrir neðan, svo að ef þið hafið meiri áhuga á að lesa færsluna er bara að klikka á heitið á henni fyrir ofan hvern úrdráttinn.

Fyrir þá sem langa ekki til að renna yfir færslulistann minn sem ég bjó hér til, og vilja lesa færslu frá í dag skrolla niður þangað til þið sjáið rauðann texta. Olræd?

 ,, Afhverju býður Eva María mér ekki í viðtal? " birt þann 2.3.2008 kl. 20:50

Úrdráttur úr færslu: Uppáhalds, uppáhalds, uppáhalds færslan mín. Þarna var ég að nöldra yfir því að vera aldrei boðin í þætti og afhverju Eva María biði mér ekki í þáttinn til sín. Ég náði sambandi við Evu Maríu, en það varð aldrei neitt úr því. Sá hana á gangi í Smáranum held ég að þetta heiti, þar sem Rúmfatalagerinn er og Bónus á móti Smáralind. Þorði ekki að stoppa hana, en ég er samt alltaf opin fyrir viðtölum (spjöllum). Hvort það sé prívat eða pöbbliss....Smile

Málfrelsi unglinga birt þann 15.3.2008 kl. 22.50

Úrdráttur úr færslu: Það hafði nýlega verið sagt við mig að ég ætti að ekki að hafa skoðun á máli sem var verið að tala um á bloggi Höllu Rutar bloggvinkonu minnar. Eða að minn aldur ætti ekki að vita af þessu, ég er ekki alveg með þetta á tæru hvernig þetta var. En ég man samt að það voru margir sem vörðu málstað minn, sem mér þykir vænt um, en samt er ég ekki reið út í manneskjuna sem sagði þetta við mig, alls ekki. Þýðir ekkert!

Á kostnað mömmu minnar.. birt þann 23.3.2008 kl. 18.39

Úrdráttur úr færslu: Við mamma vorum að keyra heim frá Reykjavík og vorum með hundinn í skottinu. Að sjálfsögðu er ekki hægt að keyra í 5 tíma án þess að stoppa og leyfa hundinum að hreyfa sig. Mömmu tókst með stórkostlegum töktum, þó hún sé mjög góður ökumaður, alveg satt, að bakka útaf sveitavegi svo að bíllinn var fastur. Það kom samt gott fólk og hjálpaði okkur, sem betur fer er til gott fólk!

Eru unglingar kannski menn?...
birt þann 22.4.2008 kl. 23.00

Úrdráttur úr færslu: Þarna svara ég "bakþanka" 24. Stunda þann daginn, varð frekar pirruð við að lesa þessa grein sem er skrifuð af Atla Fannari Bjarkasyni. Þar sem æska hans hefur kannski farið í vaskinn, eða ég segi svona, hann hefur kannski verið þessi týpíski unglingur síns tíma. En það þýðir ekki þó það séu nokkrir svartir sauðir í hjörðinni að lita alla hina með...

Djöfulsins móðursýkin gerir Íslendinga útdauða á endanum  birt þann 16.6.2008 kl. 19:08

Úrdráttur úr færslu: Fyrsta færslan mín sem birtist á forsíðu moggabloggsins, viðvera mín þar átti held ég ekki að halda svona lengi út, en ég tolli þar enn. Þökk sé Árna ( veit ekki hvort ég megi birta fullt nafn svo ég geri það ekki) þá fékk ég að vera á þessum lista sem birtist á forsíðunni. En ég reyndar frekjaðist til þess, en það er allt gott og blessað - þeim líkar allavega eitthvað við færslurnar mínar. Þarna var ég hinsvegar að tala um vælið í þessum blessuðu Íslendingum, yfir jarðskjálftunum á meðan fólk var að deyja úti í heimi. daginn eftir að þessi færsla er skrifuð ( vegna hennar sjáiði til ) mættu 518 gestir.

Það sem brennur á allra vörum í bloggheimum...  birt þann 29.6.2008 kl. 20:46

Úrdráttur úr færslu: Úff, mér finnst greinilega gaman að reyna að espa fólk upp. Ég held að ég hafi skrifað þessa færslu í anda einhvers, reyna að fá eitthvað komment upp á móti mér eða ég bara hef ekki hugmynd. Þessi færsla fékk á síðuna mína 516 gesti daginn eftir.

Mér var ofboðið! birt þann 3.7.2008 kl. 17:57

Úrdráttur úr færslu: Ég verð að hafa þessa með, þar sem ég náði hámarki gesta útá þessa færslu, þann 4. júlí. Hvorki meira né minna en 782 gestir mættu á síðuna. Persónulega og prívat finnst mér þetta ekki skemmtileg færsla.. Klikkið bara á textann og þar getið þið lesið.

 ,, Hrífst af náttúru fjarðarins " bls. 4 í Mogganum... birt þann 6.7.2008 kl. 20:08

Úrdráttur úr færslu: Þarna tala ég um umfjöllunina um mig í mogganum þann daginn. Mynd af mér og grein með, frá sýningunni minni. Ég var alveg svakalega stolt þegar blaðamaðurinn hringdi, þó svo að ég ætlaði ekki að tala við hann í fyrstu. Nei, það var vegna þess að ég var sofandi, ekki stælar eins og fræga fólkið, hélt að mamma og pabbi væru að ljúga að mér svo ég færi á fætur! Jú svo afsakaði ég pirringinn í mér þegar ég svaraði Nönnu Kristínu í fyrri færslu, eða ,, mér var ofboðið " færslunni.. bara gaman að því! Þarna mættu 495 gestir inn á síðuna, eða daginn eftir vegna þessara bloggs..!

Lítill snillingur birt þann 11.8.2008 kl. 22:08

Úrdráttur úr færslu: Ég hitti hann séra Baldur þegar ég sat í afgreiðslunni í vinnunni og með honum var 6 ára sonur hans, Rúnar, ég sat og spjallaði við hann á meðan Baldur talaði við samstarfsfólkið mitt. Algjör snillingur hann Rúnar, ótrúlega mikið krútt og veit margt miðað við aldur - ekki erfitt að tala við hann. Þann 12. ágúst litu 436 gestir inn á bloggið mitt og ég held það hafi verið útaf þessari færslu.

Kallið mig bara kennarasleikju...  birt þann 4.9.2008 kl. 22:28

Úrdráttur úr færslu
: Ég hafði fengið mig full sadda yfir hávaða innan bekkjarins, og þarna tala ég um fyrsta vinnudaginn minn í humri - áhrifaríkt að vinna í fiski skal ég segja ykkur! 5. september kíktu 528 manns á bloggið mitt. Þá hafði þessi færsla verið birt.

Innsýn í líf ungrar stúlku, unglingsstúlku.. birt þann 28.9.2008 kl. 21:49

Úrdráttur úr færslu: Það kemur oft fyrir að kjaftfora Róslín hefur ekkert að segja, ég rakst á blað sem ég skrifaði í íslenskutíma 7. febrúar 2008, s.s. í 9. bekk. Ég var að spá í hvernig krakkarnir voru, skrifaði það niður þar sem okkur var af og til heimilt að skrifa það sem við vildum í tímum - held samt að ég hafi gert þetta í leyfisleysi..



Takk fyrir árið sem er að líða!

Núna eins og þið lásuð hef ég setið fyrir framan tölvuna og sett þetta svona agalega skemmtilega upp. En það sem er af mér að frétta er bara allt gott, hef snúið sólarhringnum hálfpartinn við, en bara hálfpartinn. Ég kann ekki að fara að sofa, þar sem ég veit ekki hvenær ég er þreytt. Ég vil bara þakka kærlega fyrir árið elsku fólkið mitt, og nú kemur þakkarlistinn ( mér finnst svoleiðis svo sniðugt ).

Mamma, pabbi, Sædís, Axel, elskulegi Rafninn minn, Lubbi, ömmur & afar, flottu ættingjarnir mínir útum allar trissur, elskulegir vinir mínir, Yrsa, Bjarney, kunningjar, Ragga, Gauti og krakkarnir þeirra, kennarar, ljósmyndavinir, bloggvinir og barasta allir í heiminum!

Gafst upp á að telja, vil ekki særa neinn, hehe!

Annars var ég vakin upp með þeirri spurningu hvort ég ætlaði ekki að opna póstinn sem ég fékk. Ég bjóst við smá gjöf frá henni Jógu bloggvinkonu fyrir að hafa fundið lausn á vísnagátuTounge, en nei, hún Jóga er alveg milljón og gaf mér bók, verndarengil (styttu) og 3 Sambó kremrúllur. Það fékk mig sko aldeilis til að brosa hringinn, og auðvitað jólakort! Takk alveg æðislega fyrir mig Jóga mín, vonandi mátti ég segja frá þessu hér... hihihihi, takk takk alveg æðislega!HeartGrin

Við pabbi fórum og keyptum handa mér dót til að sprengja, jú og ég fékk auðvitað gleraugu með, held samt þau séu of lítil en á þá önnur inní bílskúr. Þau sem vissu það ekki, þá er ég nokkuð hrædd við eld, en mér finnst þetta samt alveg svakalega fyndið að sprengja litla dótið, fékk reyndar gos eða eitthvað líka, en bara gaman af því - STYRKJUM BJÖRGUNARSVEITIRNAR OKKAR!

Vil bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi mun það vera okkur Íslendingum í hag!

Svo hlakka ég til áramótaskaupsins, og að vera með fólkinu mínu um áramótin og fara á brennu, ég fékk stór stjörnuljós einmitt til að taka með mér á brennuna, það er sko algjört æði í mínum augum!!

Knús og kossar inn í nýja árið til ykkarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Róslín.

Takk fyrir allt skemmtilega bloggið þitt.

Gleðilegt ár og farsællt .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:11

2 identicon

Hafðu það gott um áramótin sæta, og bara alltaf Hlakka svo til að hitta þig hressa á nýju ári!

Salóme (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 02:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir yndisleg kynni og góða innsýn í hugarheim heilbrigðs unglings kæra Róslín.  Megi þér ávallt ganga sem best í lífinu

Gleðilegt ár

P.s. takk fyrir facebook kennsluna

Sigrún Jónsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 31.12.2008 kl. 11:24

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár Róslín mín :) ;*Flott blogg hjá þér, þú ert nú aldeilis dugleg að blogga, segi ekki annað haha :)Og fyrst ég er nú hérna að comenta, hver er Katrín S Guðmundsdóttir? þetta er allt önnur en ég hélt þetta væri, hef sko ekki huuuugmynd hver þetta er, auðvitað var Óskar ekkert með henni, hahaha!

Eva (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:43

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Elsku Róslín mín, ... gott þú ert ánægð með pakkann! Gott að gefa þeim sem kann að gleðjast, "og sælla er að gefa en þiggja."

Þú gefur þessum bloggheimi skemmtilega vídd með þinni innkomu, okkur veitir ekki af að heyra raddir unga fólksins með sínar hreinu og beinu skoðanir. Stundum vildi ég óska að við værum öll eins og börn og segðum hlutina eins og þeir eru.

ÓSKA ÞÉR OG FJÖLSKYLDU ÞINNI OG RAFNI OG ÖLLUM ÖÐRUM SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM ÁNÆGJULEGRA ÁRAMÓTA, OG GLEÐILEGS NÝS ÁRS 2009!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.12.2008 kl. 13:34

7 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Gleðilegt ár sæta Róslín. Ég hlakka til að kynnast þér betur á því næsta 

Embla Ágústsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:43

8 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Takk fyrir að vera þú Elskuleg, einlæg og skemmtileg.. Megi nýtt ár gefa þér og þínum, gæfu og gleði til framtíðar. Ljós í bæinn þinn Ljúfust..

Sigríður B Svavarsdóttir, 31.12.2008 kl. 16:37

9 Smámynd: Aprílrós

Gleðilegt ár Róslín Takk fyrir bloggvináttu þína og allar þínar skemmtilegu færslur.

Aprílrós, 31.12.2008 kl. 16:51

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SKEMMTILEGT

Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:08

11 identicon

Takk fyrir frábær kynni Róssilki. Gleðilegt ár eftir  smá tíma elsku barn

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: Skattborgari

Gleðilegt nýtt ár gamla og takk fyrir það gamla.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 31.12.2008 kl. 23:22

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir mig Þórarinn!

Sömuleiðis elskubestaSalóinmín!!!

Takk Sigrún mín, og kennslan kostar 500 fyrir hvern ritaðan staf.. hahaha, nei það var nú það allra minnsta held ég bara sem ég get gert..

til þín Ommsli, thanks for da bloggvinátta, haha, þú ert snillingur þó þú segir fátt!

Sömuleiðis Eva mín En sko við vorum ekki að tala um hana, hahaha, það var önnur. En við höfum rætt þetta.. :)

Jóga, ég er enn samt að skamma þig fyrir hve mikið þetta var, þú ert alveg... eins og ég segi milljón!!
Þú ert enganveginn síðri, ein af góðustu (finnst það hljóma mikið betri en bestu) konum sem ég hef kynnst!

Sömuleiðis Embla mín!!!! Hlakka bara til að hitta þig yfir kaffibollanum sem við töluðum um!

Takk Sigga mín, og takk sömuleiðis!!

Sömuleiðis Krútta mín!

Sömuleiðis til þín Ásdís mín!

Sömuleiðis mín kæra Langbrók, þú ert óútreiknanleg en frábær!!

Skatti, kallarðu MIG gamla?... ég veit ekki betur en þú sért eldri en ég, en gleðilegt ár!

Annars er ég loksins farin upp í rúm, átti æðisleg áramót með fyrst fjölskyldunni og svo hitti ég Rafninn minn og við fórum út að labba... alveg yyyyyndisleg veður og ég á alveg yndislegt fólk að!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.1.2009 kl. 05:39

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Rósin mín takk fyrir að vera það sem þú ert, bara yndisleg.
Ljós og kærleik inn í þitt nýa ár

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.1.2009 kl. 13:59

15 Smámynd: Halla Rut

Þú ert yndisleg og klár. Góð blanda.

Gleðilegt ár kæra vinkona.

Halla Rut , 1.1.2009 kl. 19:52

16 Smámynd: Skattborgari

Ég gerði það Róslín í smá djóki.

Gleðilegt nýtt ár mín kæra bloggvinkona og takk fyrir það gamla.

Kær Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.1.2009 kl. 21:28

17 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sömuleiðis Milla mín!!!

Takk fyrir það Halla mín og sömuleiðis vinkona!!

Ég var líka að grínast í þér Skatti!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.1.2009 kl. 01:27

18 Smámynd: Skattborgari

hehe ég er alltaf sami djókarinn. Ég verð nú að viðurkenna að ég er aðeins eldri eða rétt um 320mánaða.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.1.2009 kl. 01:49

19 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ertu í alvöru að láta mig reikna? Þá reikna ég bara! 27 árum eldri - 4 mánuðir!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.1.2009 kl. 02:00

20 Smámynd: Skattborgari

hehehe rangt 320mánuðir er hvað ég er gamal en ekki eldri en þú. 26,6ár

Kveðja Skattborgari. 

Skattborgari, 2.1.2009 kl. 02:05

21 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

oooooó, ég hélt þú meintir eldri... ég vissi samt svarið þá!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.1.2009 kl. 02:13

22 Smámynd: Skattborgari

Rétt er það gamla.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 2.1.2009 kl. 02:17

23 identicon

Gleðilegt nýtt ár mín kæra og farðu nú að snúa sólahringnum aftur við!!!!! Skólinn er alveg að byrja....

Takk fyrir frábært blogg, kær kveðja Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:27

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Vertu endilega í sambandi úr því þú ert að koma í bæinn unga skvísa.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.1.2009 kl. 04:27

25 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir að fá að lesa bloggið  þitt.

Þú ert frábær.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 02:41

26 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Afsakið er alveg magnaðslega löt þessa dagana, annars gleðilegt nýtt ár Ragga mín, þó seint sé

Takk fyrir mig Jóga! Bara gaman að hitta þig!!

Takk fyrir bloggvináttuna, og takk takk!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 02:54

27 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ert þú líka á næturvakt ?

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 02:57

28 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég, ég er svo ung... bara að reyna að setja Topplistann á bloggið mitt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 03:09

29 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Topplistann á bloggið mitt! ???

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 04:00

30 Smámynd: Halla Rut

Ertu bara hætt að blogga.

Halla Rut , 11.1.2009 kl. 13:59

31 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Á bloggið mitt Anna Ragna, kíktu á Topplistann, það er yfir blogg.

Nei Halla Rut, ég er bara með einhverja streitu á móti því að blogga. Nenni því ekki, en held ég setji inn færslu á eftir.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2009 kl. 17:24

32 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Búin kvitt kvitt

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 17:44

33 Smámynd: Hannes

Settu endilega inn aðra færslu í kvöld það er langt síðan maður hefur séð eitthvað nýtt eftir þig.

Hannes, 11.1.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband