Færsluflokkur: Bloggar

,,Veistu hvað? "...

Í dag hafði ég nóg að gera, margt um að vera, svo margt að ég get lengi talið.
Ég mætti á fyrstu æfinguna í meira en tvo mánuði í dag, sem var hlaupaæfing. Ég skokkaði mest allan tímann ásamt tveimur öðrum, og hinar tóku spretti og svoleiðis. Ég gafst ekki upp á skokkinu, og barðist við alla þreytuna í líkamanum og nennuna.
Ég fékk far heim eftir æfingu, dreif mig í sturtu og gerði mig eilítið "sjæní" eins og Sædís kallaði það. Hún keyrði mér síðan út í Nettó, þar keypti ég þetta fína nesti. Leið mín lá út að Sindrabæ. Þar var ég svo í nær 3 klukkustundir, að hjálpa til með hoppukastala og gefa hluti.
Mamma fór svo með mig út á Hafnarbúð, og þar fékk ég langþráða Pepperonii duggu, ótrúlega gott, og bland í poka, þar sem þarna er besta nammið í bænum.
Fór heim í einhvern klukkutímann, og svo að undirbúa mig fyrir sýningu. Það var næstum því uppselt í kvöld og mjög góður salur. Sýningin gekk mjög vel!

En þar sem ég tileinka titlinum þetta blogg ætla ég að segja aðalatriðið.
Á meðan ég var að hjálpa til í hoppuköstulunum frá Hopp.is ( ef þið viljið panta hoppukastala í afmæli t.d. ), þá kynntist ég nokkrum krúttlegum krökkum. Í einu leiktækinu tók ég tímann í dágóðan tíma, og ekki er ég frá því að mér fannst það bara gaman á tímabili.
Þarna í röðinni var komin lítil stelpa, alveg örugglega sirka 5 ára gömul, ljóshærð og má segja svolítið búttuð, algjör dúlla. Hún var ekki búin að finna neinn félaga í tækið, og pabbi hennar spurði mig hvort þess þyrfti. Birtist þá ekki vinur hennar, og hún hljóp til hans og bað hann um að koma með sér, auðvitað kom hann. Svo stóðu þau þarna og leiddust hönd í hönd, svipuð á hæð.
Þá fór þessi ljóshærða krúttlega stelpa að tala við mig, og á meðan á því stóð, stóð pabbi hennar rétt frá okkur og hló að litla englinum sínum.
Sú spurning sem fylgir titlinum á færslunni hljómaði ekki sjaldan frá henni. Hún fræddi mig um það að hún ætti litla systur, spurði mig til nafns og ég svaraði henni um hæl og hún sagði mér það að stelpa á leikskólanum hét Rósa og því miður náði ég ekki eftirnafninu. Síðan sagði mér hún hvað hún héti, og það tók svolítið á hjá litlu ljóshærðu stelpunni, en hún heitir víst Snædís ef ég heyrði það rétt. Hún sagði mér að hún væri í kjól og togaði í hann undan peysunni, og ég sagði að hún væri mjög fín líka. Snædís lét mig líka vita að þetta væri ný peysa og auðvitað sagði ég henni að mér þætti peysan fín líka, hún sýndi mér svo þetta fína armband, sagðist hafa gert það sjálf, fjólublátt blómalagað armband, úr plasti. Hún aftur á móti sagði mér það að hún hefði teiknað það, svo hefði hún sett plast yfir gler. Ég horfði brosandi til hennar á meðan ég gleymdi mér að kíkja á tímann og krakkarnir sem voru í tækinu fengu að vera aðeins lengur vegna gleymsku minnar. Pabbi hennar stóð aðeins frá okkur og hló að stelpunni sinni.
Þá var komið að henni og vini hennar í leiktækið, það þurfti ekki að hjálpa þeim neitt, sem kom mér virkilega á óvart. Hann lamdi hana þrisvar sinnum þá heyrðust þessar setningar ; Þetta særir!, Veistu, þetta særir! og Ái þetta særir!
Ég hló eins mikið og ég gat af þessu krútti, og ég heyrði að pabbanum fannst líka mjög gaman að þessu, sagði henni að þetta ætti að særa, þetta væri svoleiðis leiktæki!

En það sem ég vildi meina með þessari frásögn minni, er það að mér þótti ótrúlega vænt um að hafa kynnst þessari stelpu. Það er alveg örugglega aldrei hljóð í kringum hana, sem er bara fínt. Og það allra skemmtilegasta sem ég upplifði í dag, er það að þessi krúttlega stelpa, minnti mig svo óspart á mig. Því að ég var svona ,, veistu hvað? " stelpa þegar ég var á þessum aldriJoyful .

Knús inn í nóttinaHeart

Set hérna velvaldna mynd, tileinkuð blogginu, og Hallgerði bloggvinkonuHeart

Eru unglingar kannski menn?...

... stendur með stóru spurningamerki aftan á 24. stundum í dag.
Það reynir Atli Fannar Bjarkason að sannfæra þjóðina frá því að hann hafi einu sinni verið unglingur, það kemur mér þó ekkert á óvart, en þessi grein kemur mér stórlega á óvart.

Ég nenni alls ekki að gera eins og þessi 15 ára unglingur sem svaraði honum í Morgunblaðið í sinni eigin grein. En þessi Atli Fannar skírir fyrir þjóð, án þess að efast um að allir unglingar á aldrinum 12 til 15 ára séu vitlausir. Í þessari blessuðu grein stendur orðrétt;

,, Það er skrítin krafa, enda eru unglingar almennt vitlausir. Ég er ekki með fordóma í garð unglinga vegna þess að ég veit hvað þeir ganga í gegnum. Ég var einu sinni unglingur."

 ,, Allt sem getur farið úrskeiðis í líkamanum gerir það og maður missir stjórn á eigin hugsunum, tilfinningum og hegðun. Unglingar eru á því stigi í lífinu að vera ekki börn en telja sig fullorðna"


,, Þetta er ekki bara mín skoðun heldur óhagganleg vísindaleg staðreynd."

Vitlausari grein hef ég ekki lesið, því miður. Ég biðst strax afsökunar Atli Fannar, en mér finnst þetta ein tóm steypa. Þar sem að það eru margir hæfðir unglingar sem eru mun gáfaðri en eldra fólk í daglegum hugsunum og hegðunum. Hvað þú átt við með að það sé ekki bara þín skoðun heldur óhagganleg vísindaleg staðreynd, þá held að ég ásamt mjög mörgum öðrum jafnöldrum mínum höfum því miður afsannað  þessa vísindalegu staðreynd. Því tel ég hana "hagganlega", sama hversu óhagganlega þú telur hana.

Ég óska það kæra fólk, að þið takið þetta ekki þannig inn á ykkur að ég sé að gera lítið úr manndómi Atla Fannars, því ég vil bara vera mannleg og segja mína skoðun án alls niðurlægis.

Ég ætla að svara þessari skrítnu spurningu sem stendur hér efst í titlinum.
Já unglingar eru menn, en þeim er oft gleymt vegna þess hve áttavilltir þeir geta verið, og þeir sem vita margt, sjást ekki í þessum aldurshópi sökum þess hve fólk einblínir á að við séum endalaust vitlaus.

En að lokum vil ég beina spurningunni að Atla, þó ég viti að hann muni mjög líklega ekki lesa þessa færslu, þá bið ég ykkur um að svara henni fyrir hann, sem ykkar eigin skoðun.

Er það áhyggjuefni hjá þessum manni, það að manndómur hans fari í vaskinn ef unglingur getur mátað hann með slíku svari?


Svona því að mér finnst svo skemmtilegt að stríða fólki, þá skrifaði ein sminkan þetta fyrir þarsíðustu sýningu minnir mig og ég lagfærði sjálf;

P4210533

Þetta er svo lítið svo ég skrifa þetta upp á nýtt;

ATH
Vinsamlegast gangið
VEL um förðunar-
aðstöðuna og hendið
í Róslín (Stóð ruslið)
notuðum bómullum
og eyrnapinnum
Róslín (ruslið) ER TIL AÐ
NOTA ÞAÐ!
Kveðja: Anna Kristín.

Svo skrifaði ég sjálf undir Takk Anna mín

Þetta var í boði Önnu Kristínar, sem ég vona að hafi lesið þetta blogg, bara því að hún lenti fyrir slysni inn á blogginu mínu um daginnWink. Bætir ekki úr skák að hún sagði að þegar ég málaði mig sjálf hvíta í framan að það væri hrein hörmung! Svo sagði hún líka að ég ætti mér enga líka, sem ég held að hún hafi meint með hrósi...
Æ ég veit ekki hvar ég get haft þessa konu, kona, ég tala um konu, ung kona held ég! Jæja, hún er því miður, miður sín yfir þessu, og sagðist sko ekki hafa gert þetta, og þegar hún komst að því að þetta hafi verið ég, þá létti yfir henni held égGrin.. Allt í þágu vísinda leikfélaga!


Dagurinn í dag!

Hafið þið einhvern tíma lent í því þegar er verið að líkja ykkur við foreldra ykkar, jafnvel ömmu ykkar og afa?

Mér hefur oft á tíðum verið líkt við foreldra mína, jafnvel systkini, og aldrei líkað niðurstöðurnar. Eina sem ég sætti mig við er það að hárið mitt kemur að mestu leiti frá langömmu minni, mjög svipaður litur.
Ég lenti í þessari aðstöðu þegar ég bað um penna í dag hjá tveimur kennurum, sem eru ekki í minni byggingu, eða þá a.m.k. voða lítið. Önnur taldi mig líka mömmu, en hin sagði að ég hefði verið svo lík pabba á mínum yngri árum.
Því var ég alls ekki sammála, en var þá að skrifa þegar ég sagði við þessar tvær konur, að ég væri lík sjálfri mér. Ég muldraði það meira heldur en að segja það, enda komin með langleið á því að vera líkt við einhvern.

En í dag var einmitt árshátíð Grunnskólanemenda Hornafjarðar. Ég fékk ekki, frekar en fyrri daginn að vera án túberingar, því er ver og miður. Ég bara verð að skella inn mynd hérna af mér, sama hversu asnaleg ég er á henni, en ég vildi meina sjálf að ég hafi verið blanda af Björk Guðmundsdóttur og Selmu Björnsdóttur!

Annars gekk kynningin á atriðum bara mjög vel, og ég vona að ég hafi verið nógu skírmælt, þar sem ég brenndi tunguna mína frekar mikið í gær, ásamt því að borða kókópöffs eftir á, mjög sniðugt ég veit. Röddin mín var frekar furðuleg í morgun en fór batnandi með deginum. Allt sem ég tók að mér í hendur gekk mjög vel, eins og flestir ættu að vita, þá var ég einmitt kynnir, og sögumaður í leikritinu okkar í 9. bekk.
Ótrúlega fannst mér krúttleg atriðin hjá 1. og 3. bekk, algjörar dúllur þar á ferð, með söngva og slíkt, þar einmitt voru í sitthvorum árganginum bræður Rafns, algjörir snillingar. 5. bekkurinn var líka mjög skemmtilegur, þau voru með tískusýningu, ótrúlega flottir krakkar þar á ferð. 7. bekkur kom með rapp-dansatriði, sem mér persónulega sjálfri fannst of langdregið, en mjög flott ef að á heildina var litið.
9. bekkurinn voru þó langskemmtilegust, enda allt flottustu krakkarnir ( að mestu leiti..LoL )!

Mynd skal fylgja með af kynninum, þó ekki í fullri mynd.
Ég var klædd hvítum bol, með blómabindi, í vesti af Axel bróður sem er orðið um 11 ára gamalt, hvítum buxum og svörtum skóm. Skartaði þarna hvítum hring-eyrnalokkum sem ég var alltaf að flækja mig með.



Þessi mynd finnst mér skárri af þeim tveimur sem ég tók, falleg gretta fylgir frítt!

Tómleyki..

Ég hef furðu lítið um að segja. Ég veit ekki hvort ég eigi að rífast eða skammast í einhverju kerfinu, eða bara að segja ykkur hvað ég er að fara að gera. Eflaust er fólki nokk sama hvað ég geri yfirleitt, en það er margt sem ég ætla mér að gera áður en ég verð fullorðinSmile ..
Núna í dag er á planinu að klára sýningarnar með stæl, einungis 4 eftir, og verða klárað í dag, árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar á morgun. Við í 9. bekk fáum frí til að gera okkar atriði sem flottast, ég er komin með allt sem ég þarf, með textann minn á hreinu og fötin klár.
Á miðvikudaginn, fimmtudaginn og föstudaginn verður klárað þetta allt saman með trompi. Ljósmyndasýning er það næsta sem mig langar til að bralla. Sú hugmynd getur vel orðið að veruleika, svo að nú verð ég að vera dugleg að fara yfir myndirnar mínar og taka myndir.
Ég held mest upp á eina myndina mína, sem verður án efa sett verð á og gáð hvort fólk vilji kaupa svona mynd.

En ég læt þetta nægja í bili, ætla að halda áfram að kíkja yfir myndir.
Eigið góða dagaHeart



Lærum meira um landið okkar!

Ég hef lengi furðað mig á því, að í skólanum er lært um hin ýmsu lönd í Samfélagsfræði, en ekki minnist ég til þess að við höfum einhvern tíma lært nöfn á bæjum á OKKAR landi.
Okkur er ætlað að læra hin ýmsu lönd í kringum Rússland, læra allt um þessa heimsálfu og hitt og þetta um þetta land, vita hvað margir búa í þessu landi, og hvað hitt landið er stórt.
Oft þegar ég segi hvar ég eigi heima, spyr fólk hvar Hornafjörður sé eiginlega, heldur að það sé einhverstaðar allt annarsstaðar en í raun og veru. Mér finnst leiðinlegt hvað það er lagt mikið á okkur að læra um önnur lönd, á meðan eldra fólk veit hvað þessi og hinn sveitabærinn heitir.
Ég veit voða lítið um staði á Íslandi, hvar  helstu fossar og vötn Íslands eru, og ég er bara heppin að vita um Vatnajökul og Ketilaugafjall.
Ég veit að það er til fjall rétt við Reykjavík sem heitir Esja, en ég veit ekki hvar það er né hvort það hafi verið eldvirkt eða slíkt.
Ég veit að það var eldgos í Vestmannaeyjum fyrir rúmum 36 árum, fólk fórst inní húsum og enn í dag er verið að grafa sum húsin upp. Í fjallinu er hægt að baka brauð vegna hitans.

Ég sjálf veit ekki hvort það sé foreldrum mínum að kenna, eða náminu hversvegna ég veit ekki nógu margt um Ísland. Ég ætlaði mér að fræðast um Ísland í bókum sem eru upprifjanir frá einhverjum árum, en þá sá ég að þetta er allt um heiminn, svo þegar ég fletti létt aftur þá var komin einhver lítill kafli um Ísland. Frekar neyðarlegt fyrir Íslending að vita ekki hvert skal leita til að lesa sig til um sitt eigið land.

Ég vil að það verði lögð meiri áhersla á að læra um Ísland á undan öðrum löndum í grunnskólum Íslands. Vonandi að einhver geti hjálpað mér að gera þessa bón mína að raunveruleika, því það er margt sem unga fólkið þarf að læra um sitt eigið land áður en það fræðist um önnur.


Gullmolar úr gömlum bloggum 2

Á meira en eitt ár eftir af bloggum, byrjum á smá upprifjun á því þegar ég var að lýsa fermingardeginum mínum, 27. maí 2007, eins og ég segi, tek það sem ég held upp á.


28.05.2007 15:22:53 / Róslín Alma

Eina sem klikkaði hjá mér ( var aldrei búin að fara upp til altaris) var ofnlátan ( eða hvað sem það heitir nú) sem lét mig næstum kasta upp, ég sat og reyndi að kyngja þessu áður en myndatakan yrði!!! Svo já, náði ég því, og myndir voru teknar af okkur, svo var tekin mynd af okkur Þórdísi, ein sem var mjög flott :D

Svo voru það kökurnar, ég fann ekki glas og skeið, þannig ég tók lítinn disk og hníf í köku og skellti því saman, og mér fannst það svo fyndið að ég kafnaði liggur við úr hlátri.....:$ Og sumir hlógu aðrir ekki.

21.05.2007 23:20:02 / Róslín Alma
Aftur á móti er ég algjör klaufi. Ég var á leið á æfingu, fann ekki boltann minn, hélt áfram ferð minni til Kristjönu, hjóluðum útá völl, þá áttaði ég mig á því að ég hefði týnt markmannshanskanum ( sem betur fer á ég þrjú pör ).. Á þeirri æfingunni var ég bara með annan markmannshanska, en viti menn, ég tók uppá því að vera ekki hrædd við boltann ( Þeir sem ekki vita það, þá er ég óóótrúlega hrædd við bolta efað ég er ekki með markmannshanska).. Annars stóð ég mig bara með prýði.


Myndir frá árshátíðinni í fyrra
Við kölluðum okkur á þeim tíma da.royal..

 



 Þetta eru frá vinstri; Yrsa Líf, ég, Árdís Drífa, Kristjana Hafdal og Eva Kristín.


28.04.2007 20:04:27 / Róslín Alma
g gleymdi algjörlega að segja ykkur frá því skemmtilegasta sem gerðist á Akureyri. Ég, Kristjana og Árdís vorum að rölta um Akureyri rétt eftir að við komum og vorum búnar að borða.
Stendur ekki LISA KUDROW rétt hjá Græna Hattinum og er að kynna nýjar kökur frá þeim flotta skemmtistað í miðbæ Akureyrar. Aldrei datt manni það í hug að rekast á þessa heimsfrægu Friends leikkonu - sem er meirað segja í miklu uppáhaldi hjá mér!

Við gengum upp að Lisu til að athuga hvort þetta væri sú eina sanna Lisa Kudrow. Séð og Heyrt voru á eftir með þessa frétt, Dv og Hér og nú líka. Sökkerar!!
Jæja, fréttin heldur áfram. Við kíktum á gelluna, sem reyndist vera ansi fjörug (örugglega búin að fá sér nokkur glös). Ég fékk mynd af okkur saman, og hún var ekki að fatta pósið. Enda sjáið þið svipinn á henni.

Hún lét mig fá e-mailið sitt uppúr þurru, sagði mér endilega að senda sér einhverjar línur, og tók hún við mínu e-maili svo hún vissi hver væri að senda..

Ekki eru margir sem fengu að hitta þessa fínu konu - en ég mæli rosalega með henni!
 
Myndin var búin að eyðast útaf því miður..


21.04.2007 23:46:58 / Róslín Alma

7, 9, 13!

Er stödd á Akureyri, búnar að keppa og fara á æfingu og sund og alles!

En í bókstaflegri merkingu óheppnin fylgir mér, í gær var ég að sýna geðveika takta þegar við vorum að keppa í 11 manna bolta. Og Anna komin í mark og ég útaf, var í grindahlaupi á metersháum grindum og var búin að stökkva tvisvar yfir.
Hljóp hratt og hoppaði með lokuð augun, vissi ekki af mér fyrr en ég var flækt í þessari grind með klofið á milli og PÚMM datt niður og var að deyja í klofinu sko ( fékk marblett ) og ALLIR hlógu sko!!

28.03.2007 21:38:42 / Róslín Alma

BLOGGARI ÁRSINS MEN


Einu sinni voru tvær appelsínur að ganga niður við höfn, önnur datt út í og þá sagði hin ,, FLJÓT SKERUM ÞIG Í BÁTA !!!"

Margir hafa heyrt þennan, hef meirað segja skráð hann í komment hjá frænku minni Laufeyju!


08.03.2007 22:45:12 / Róslín Alma

En já, vitiði hvern ég sá í Nettó í hádeginu í morgun?:haha: Enga aðra eeen,,,,,,,,,, Höllu Hrekkjusvín:haha: Úr ,, Áfram Latibær! " Auðvitað hélt ég uppá Höllu Hrekkjusvín enda vita það nú flestallir að ég sé nokk mikið hrekkjusvín:$ En já, maður þorði nú ekkert að vera að fá eiginhandaráritun hehehe;) Enda næstum orðin 14 ára og að fara að tala við gamla barnastjörnu síðan maður var yngri er frekar skondið, svo er hún ekkert það fræg lengur held ég..:S

 01.03.2007 21:41:04 / Róslín Alma
 
1. febrúar 2006 - 22:07
Halló, ætlaði bara að skrifa eitthvað smá =0)

Það fyndnasta í skólanum í dag var eitthvað sem ég gerði.. hehe.. Við áttum að lesa ljóð, og Björk kennari sagði mér að lesa tvær fyrstu línurnar aftur.. og ég las það aftur, og hún sagði: Eins og þú sért að hvísla Yrsu eitthvað!!
Þá las ég aftur.. og hún Björk sagði: Aftur, og gefðu kraft í þetta!
Ég: ÉG get það ekki!!
Björk: Jú!
Ég: Nei ég get það ekki!
Björk: Jú víst..
Ég: NEI ÉG GET ÞAÐ EKKI..!!

Þetta var gömul færsla sem ég skrifaði í febrúar í fyrra...  híhí gamlar góðar minningar :D
En ég var að spá í eitt,Björk kennari kom í hálft ár til að kenna okkur krökkunum.. En það sem ég var að spá í ; ætli maður hitti hana aftur??:| Hún var án efa hressasti kennarinn ;)

Jæja, nóg í bili..

 

Sýning í kvöld, held það sé fullbókað. Hlakka dálítið til!
Fyrirtækið sem pabbi á í var að kaupa sér húsnæði, gamla ríkið og við vorum að ræða þetta, og það gæti verið að ég fái að sýna ljósmyndasýningu einhvern daginn þarna. Nú fer ég bara að drífa í því að finna flottustu myndirnar og setja verð á þærGrin!

 Ef þið hafið voða lítið að gera mæli ég þá bara með ; www.flickr.com/roslinv

Knús á ykkurHeart


Tónlistargáfur

Einu tók ég eftir á spjalli mínu og Guðrúnar Láru, betur þekkt sem Nana, fyrir frekar löngu. Hún var að spyrja mig hverskonar tónlist ég hlustaði á, en ég var þangað til hún spyrði voða lítið að spá í því. Ég svaraði henni því að ég væri ekki alveg viss á hvaða tegund ég hlustaði, ég hlustaði bara á MÍNA tónlist.
Það sem ég kalla MÍN tónlist, er allskonar tónlist úr þessum og hinum áttum. Ég hlusta mjög mikið á Íslenska tónlist, frekar eldri heldur en yngri, mest megnist frá fyrir árið 2000 og svo á Bermuda sem er í dag uppáhalds hljómsveitin mín. Ég hlusta mikið á gamla tónlist, t.d. Queen. Ég bæti alltaf við inn á listann hjá mér, núna er ég farin að hlusta á Björk, reyndar bara þessi sönghæfu lög og er í þessum töluðu orðum að hlusta á Elvis Presley. Emilíana Torrini hefur verið lengi á toppnum hjá mér, æðisleg söngkona alveg hreint!
Ég hef núna spáð í tónlistina sem ég hlusta og mikið af því er pop, hiphop/rap ( Queen Latifah t.d. í þeim flokki), oldies, electronica ( t.d. Emilíana Torrini), folk, og svo margt fleira. Er oftast í rólegri kantinum samt.

En það sem kom mér til að skrifa þessa grein, var að þegar ég var að þrífa fötin af bangsanum mínum sem kemur við sögu á eftir, þá heyrði ég í henni Öddu Siggu frænku minni ( Andreu Jóns.) vera að dæma plötu, og hún veit sko vel hvað hún segir sú kona. Alltaf þegar ég heyri í henni í útvarpinu, stoppa ég til að hlusta, hún frænka mín veit svo margt um tónlist, að maður fær þvílíka minnimáttarkennd!


Það sem ég hef gert í dag er bara að vera að taka til, tók feikilega til í öllum lærdómsbókum og þeim flottheitunum. Það var þá kominn tími til á það, þar sem ég hef ekki litið í það hornið frá því í sumar. Tók svo herbergið í gegn, hátt og lágt. Ég er bara nokkuð sátt með útkomuna og veit þó að þetta verður allt komið í sama viðhorfið eftir þrjá daga.
En ég skipti líka á rúminu, og ég, sú þrjóska, sagði við mömmu að ég vildi mjúk og góð rúmföt. Hún tók nokkur fram, og ég sá glitta í Pókahantas rúmföt frá því að systir mín var á þeim aldri, benti á þau og vildi svo sannarlega fá þessi. Mamma dró fram fleiri, en ég þverneitaði og fékk svo það sem ég vildi á endanum. Frekar litskrúðug, en það er bara gaman af því!
Ég sef með bangsa, hann Snússa. Mér finnst allt í lagi þó ég segi frá því, þar sem ég hef ekkert til að skammast mín með. Fötin hans urðu fyrir löngu ónýt, og því gengur hann í Baby born fötum. Ótrúlega sætur bangsinn minn, en ég tók upp á því að þrífa fötin hans í vaskinum, þess vegna gat ég hlustað á Öddu Siggu í útvarpinu í leiðinni.


En mér finnst gott komið af skrifum, og ætla að fara í sturtu áður en maturinn verður tilbúinn. Hárið mitt er að gefast upp á öllu sterka efninu, svo að ég verð að þrífa það almennilega, þar sem það virkaði greinilega ekki í gær. En leiksýningin í gær gekk hrikalega vel, allt tókst fullkomlega vel.
Þeir sem koma á laugardaginn fá vonandi að sjá bestu sýninguna hingað til. 7, 9, 13!

Knús á ykkurHeart

Gullmolar úr gömlum bloggum..

Ég set þau ekki inn í tímaröð en hérna koma þau saman! Feitletra það sem er einkar skemmtilegt!
Svo vil ég deila því með ykkur að ég nenni ekki að laga allar stafsetningarvillurnar sem eru í þessum textum, ég held ég hafi aðeins lagast á því sviði.

30.05.2006 17:22:58 / Róslín Alma

Halló, ekkert mikið að frétta af mér, er komin með þvílíkt kvef, fæ hnerruköstin og svo er eins og ég sé að grenja því að það lekur endalaust úr auganu mínu!!:( Og svo er ég með eitt stykki hósta líka, ekkert mjög huggulegur hósti sko.. Annars svaf ég mjög mikið í gær. Vaknaði í gær klukkan hálf níu og hafði það gott.. sofnaði klukkan 4 og svaf til 5 og vaknaði öll útí slefi!!:lol:

Heyriði!! Áðan þá var ég að láta Lubba hundinn minn út! Og var eitthvað að beygja mig og hreyfði mig svo og nelgdi höfðinu í vegg, ég var sko heppin að fá ekki heilahristing, allavega fékk ég ógeðslegann hausverk og eitt stykki kúlu á höfuðið takk fyrir pent!

27.05.2006 14:33:35 / Róslín Alma

Meðan ég man þá sagði Salóme að ég væri hálviti fimm sinnum við mig í dag og í gær!! Einu sinni þegar ég var að spurja hana hvað fararheill þýddi, og svo spurði ég hvort það væri kannski efað maður færi í geðveikt ferðalag, þá sagði hún að ég væri hálviti.. einu sinni þegar ég spurði hvað viðvaningur væri, einu sinni þegar ég var að ruglast á Frosta í Mínus og Krumma, svo spurði ég hana hvort hún kynni á hitamæli og hún sagði já og svo var ég eitthvað að þræta að hann mældi bara altaf 3 - 35 stiga hita og svo spurði ég mömmu hvernig maður ætti að mæla sig og þá sagði hún að maður ætti að setja hitamælinn undir tunguna og þá sagði ég við Salóme að ég kynni það núna afþví að ég setti hitamælinn alltaf á tunguna ekki undir!! og í dag þá kallaði hún mig hálvita af því að ég tygg svo sjaldan tyggjó!

(Bloggin mín voru greinilega alltaf jafn spennandi!)

 


25.05.2006 21:54:32 / Róslín Alma

ÉG DATT EKKI BARA FRAM FYRIR MIG Í GÆR!

Eins og flestir vita þá datt Unnur Birna líka í gær fram fyrir sig!! En ætla að sýna ykkur hvernig þetta gerðist:

Lá kylliflöt en fór svo sko að hlæja!! Þetta var einum of fyndið til að vera satt!! En ég tognaði víst í lófanum ég verð að sína ykkur umbúðirnar líka:

Jabbjabb, þið þekkið víst klaufa ársins, ég hef aldrei á ævinni verið svona hrikalega klaufsk, eitt er víst samt, ég og vegasölt eigum ekki að vera nálægt hvort öðru! Datt einu sinni af vegasalti þegar ég var lítil, beint á andlitið, og fékk stein í gegnum nefið, ég hefði getað sett hring.. og svo brettist aðeins meira uppá það í þokkabót, og er ég ekkert smá stolt af því að vera með öðruvísi nef heldur en aðrir!:haha:



Tók saman gullmola í eitt skiptið og tek þá bestu;


21.05.2006 16:07:35 / Róslín Alma


Ég man VEL eftir einu pari sem ég talaði mjög mikið við þegar ég var einu sinni útí útlöndum, og ég man alltaf að maðurinn var alltaf að veiða eðlur og leifði mér alltaf að halda á þeim og eiga þær, svo einu sinni var ég að reyna að veiða fiska sem voru útá strönd, en það gekk ekkert, og hann fór fyrir mig og veiddi tvo fiska, sem ég var að pota í..:haha:

Einu sinni var ég með held ég Þórdísi þegar við vorum litlar, og við vorum í barbí.. og Sædís var veik, og ég vorkenndi henni svo að ég spurði: Viltu vera með í barbí?:lol:

Ég og Sædís vorum sko ekki bestu systur í heimi þegar við vorum yngri, og Sædís var alltaf að meiða mig, og einu sinni lágum við uppí rúminu þeirra mömmu og pabba og ég reif í hárið á Sædísi og hún fór að hágrenja og þá var ég geðveikt stolt, því ég kom henni LOKSINS til að gráta:haha:


26.06.2006 22:02:04 / Róslín Alma

Bloggedíbloggblogg..


Því miður, heilinn á mér er gjörsamlega tómur, það glimrar allveg í honum!!


21.06.2006 22:26:57 / Róslín Alma

JÆJA

Sæl, ég nenni ekki að blogga þar sem að ég er í leiðinlegri tölvu til að blogga..

Atkvæðisgreiðsla!

Allir eiga að kommenta hér fyrir neðan!
Á ég að hætta með þessa síðu eða ætlið þið að standa ykkur betur í að skrifa í gestabókina og kommenta?

 Varð bara að deila þessu með ykkur, þarna er þvílík hótun í gangi!



13.06.2006 21:40:33 / Róslín Alma

Svara þessari spurningu..

Endar biblían á amen?
 

Mikið eftir af þessum æðislegu hugsunum mínum,  kem með fleiri seinna, á svo margar blaðsíður eftir! LoL

Gáfulegt!!

Ég er búin að taka það í verk að horfa á myndbandið. Án efa eitt alfyndnasta Eurovision myndband Íslendinga til þessa. Guði sé lof og dýrð að það kom ekki enn eitt vælumyndbandið, úff!
Kíkið á linkinn og sjáið glæsilega myndbandið þeirra, svona vil ég hafa þetta!

En árshátíð Grunnskólans á Hornafirði er í næstu viku, og þar sem þetta eru allir bekkirnir, 1-10. þurfum við að gera eitthvað sem hæfir "öllum". Förum með lauflétt leikrit sem tekur innan við tíu mínútur, og vitiði hver fer með aðal hlutverkið?
Nei ég hélt einmitt ekki! En ég bað um að fá að vera í því hlutverki, og er alltaf inni á sviðinu, það var þá kominn tími til að ég fengi almennilegt hlutverk einu sinni!

Fjórða sýning af Rocky Horror sýnd í kvöld, einhverjir með pantaða miða, aldrei að vita nema að það verði fullur salur. Reyndar verður sundstuðið líka í kvöld, en Rocky Horror gengur fyrir, þar sem maður getur ekki ráðskast með það neitt..

Úrdráttur úr gömlum og eldgömlum bloggum kemur í næstu færslu hér á eftir!Grin
mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningar af gamla blogginu..

Ég hélt uppi annarri bloggsíðu á undan þessari, og ég ætla að setja inn eitt af því sem ég kunni best að gera á bloggsíðum á þeim tíma.

Ég var mikið fyrir að "plata" fólk með myndabrellunum mínum, einstakir hæfileikar þar á ferð.

TinyPic image

Þessi mynd var tekin á leið til Akureyrar, og við sáum þessa fínu fljúgandi riseðlu!

TinyPic image

Þetta var nýja lúkkið mitt, frekar photoshopuð mynd. Tekin sumarið 2006 útí útlöndum!

Svo í lokin var ég mikið fyrir að senda inn spurningalista sem ég bað fólk um að svara fyrir mig, ef þið viljið svara honum, endilega sendið svörin bara í kommentkerfið!Grin Það yrði skemmtilegt að lesa svör frá öllum, jafnvel þó þið þekkið mig varla!

Nafn mitt?
Hvað er miðnafnið mitt?
Hversu lengi hefurðu þekkt mig?
Hversu vel þekkirðu mig?
Reyki ég?
Aldur minn?
Afmælisdagur?
Háralitur?
Augnlitur?
Á ég systkini?
Hefurðu nokkru sinni öfundað mig?
Hvað finnst mér skemmtilegast að gera?
Manstu eftir því fyrsta sem ég sagði við þig?
Hvernig tegund af tónlist hlusta ég oftast á?
Hver er minn besti eiginleiki?
Hvort er ég feimin eða mannblendin?
Er ég fyndin?
Er ég uppreisnarseggur eða fylgi ég öllum reglum?
Hef ég einhverja sérstaka hæfileika?
Spila ég á eitthvað hljóðfæri?
Er ég gift eða á ég kærasta?
Hvað heldurðu að verði um mig framtíðinni?
Hver er uppáhalds minning þín um eitthvað sem við höfum gert saman?
Heldurðu að við eigum eftir að vera vinir í framtíðinni?
Höfum við einhvern tíman rifist ef svo er af hverju?




Svo skal ég segja ykkur, að á síðunni minni gömlu ( ég er búin að læsa henni..) þá hótaði ég fólki í öðru hverju bloggi að kommenta hjá mér, en sú frekja er horfin, því að núna kommenta svo margir, takk æðislega fyrir þaðHeart Grin !

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband