Færsluflokkur: Bloggar

Vill brjóstastækkun í 13 ára afmælisgjöf!

Góðan daginn.
Ég fór ekki í skólann í dag vegna magaverka og rosalegrar þreytu. Er búin að liggja upp í rúmi og horfa á kvikmyndirnar á Stöð 2 bíó, og sofa með því, held allt of mikið.

Ég í flýti minni er að kíkja yfir fréttir dagsins á fréttavefum Íslands og rakst á þessa hjá Vísi.

Tólf ára vill brjóstastækkun

mynd
Mæðgurnar.

Óskalisti: Kate Moss ilmvatn, iPhone, brjóstastækkun. Þetta er það sem Georgia, tólf ára dóttur glamúrmódelsins Aliciu Douvall, vill fá í þrettán ára afmælisgjöf.

Mamman skilur þetta mæta vel, og ætlar að hleypa Georgiu undir hnífinn á sextán ára afmælisdaginn. Hún telur þetta mikilvægt skref fyrir dótturina, sem gæti þá öðlast frægð og frama í módelstörfum. Alicia, sem er þekktust fyrir að hafa meðal annars sofið hjá P-Diddy, Calum Best og Mick Hucknall, hefur sjálf farið í tólf brjóstastækkanir, og hugleiðir þá þrettándu.



Það eina sem ég sé skiljanlegt við þessa frétt er að auðvitað vilja flestar stelpur hafa einhver brjóst, en sumar fara ekki á þroskaskeiðið fyrr en eftir 14 ára. Sumar byrja snemma, en það er líka frekar óþolandi þegar maður er ekki sú manngerð. En mér finnst leiðinlegt fyrir stelpugreyið að þurfa að alast svona upp, að biðja um brjóstastækkun í 13 ára afmælisgjöf er heldur gróft.
Leiðinlegt finnst mér líka að heyra að stelpan vilji ekki eiga nóg af barnaárum, þar sem að það er einn stysti kafli í lífinu, síðan koma unglingsárin sem ná stundum upp í 25 ára ( það er bara staðreynd). Eftir það eru það fullorðinsárin og maður þarf að hugsa alfarið um sjálfa sig.
Vonandi hættir hún við að hugsa svona, ungar stúlkur í dag hugsa allt of mikið um útlitið, telja sig alltof feitar þegar þær eru bara fínar og þurfa að vera með niðurslétt hár ásamt fleiru...Undecided
Passið að halda utan um börnin ykkar kæra fólk!

Hvert ætlum við Íslendingar?

Ég veit ekki hvert Ísland og íslendingar ætla.
Ég rakst á frétt á Vísi, um að 18 ára stelpa er að selja sig nánast í vefmyndavél. Er með allskonar reglur á þessu og ýmislegt annað. Þetta er bara henni til ama, aldrei skil ég þegar stelpur og konur fyrirlíta sig svona. Ekki skil ég ánægjuna sem hún fær útúr þessu, en hún fær mjög örugglega nóg af peningum grey stelpan.

Við Íslendingar erum að falla í sömu gryfjur og nágrannalönd okkar. Innflytjendur sem koma bara í þeim tilgangi að afla inn peningum og ala upp fjölskyldu, sem þeir gætu vel gert heima hjá sér, eru alltaf að verða fleiri og fleiri. Ég rakst á svipaða setningu og þessa ,, flokkarnir eru hræddir um að vera kallaðir rasistar, Frjálslyndi flokkurinn er eini sem reynir að gera eitthvað í þessum málum ", þessi setning ætti að hljóma í fleiri, fleiri eyrum. Þessi setning er svo sönn, ég hef tekið eftir því að fólk sem vill að það sé takmarkað innflytjendur, eru umsvifalaust kallaðir rasistar og fávitar. Ég er búin að fá upp í kok af þessu, þetta vil ég ekki.

Nú er ég farin með mína daglegu munnræpu, reyna að laga á mér hausinn, ég held ég sé með smá hita!Angry Þar sem ég hef ekki verið með hausverk svona lengi, og ég er búin að fá verkjatöflu í skólanum, en ekkert virkarGetLost ...

3. sýning af Rocky Horror í kvöld, vonandi að húsið verður troðið í kvöld eins og á general, frumsýningunni og síðustu sýningu, skemmtilegast þannig!

KnúsHeart

Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni...

Ég vil helst ekki segja neitt mikið um æfinguna í morgun, höfum það bara eitt á tæru mér gekk ömurlega, og ég hef aldrei verið eins stressuð og ótrúlega andstutt á ævinni.

Heimförin gekk varla betur, skafrenningur og ógeðssnjór mest alla leiðina. Gekk hrikalega illa að koma sér áfram á köflum, ótrúlega þreytt lá ég bara með iPodinn minn að leggja kapal, borðandi snakk og drekkandi pepsi max. Á meðan pabbi ók í þessu skaðræðisveseni, át gúrku sem stóð á " góð í nesti" og drakk topp.

Mér leið þó ekkert betur en honum með þetta allt saman, ég mætti rosalega seint fyrir leikæfingu, en reddaði öllu áður en hún hófst. Sýndum fyrir framan fullan sal, fólk var misánægt í móttökunni, tölum ekki um það meir!LoL

Ég ætla ekki að fara út í smálýsingarnar á sjálfri mér hvernig ég hef reynt að massa daginn. Ég er hrikaleg, harðsperrurnar mínar eru alveg að meiða mig. Ég held að ég hafi bólgnað pínu lítið ofan á öklanum, frekar óþægilegt, þar sem ég get ekki beygt fótinn upp, ef þið skiljið mig.

Ég ætla að sitja hérna í allt kvöld og hlusta á hana Jónu Á. Gísladóttur, bloggvinkonu mína, missti af henni í morgun. Ótrúlega áhrifarík kona, sat hérna rétt áðan með tárin í augunum. Góð kona, góður bloggari líkaJoyful !

KNÚSHeart

Alltof mikið að gerast inní heilanum á mér!

Skrifgleði mín er orðin rafmögnuð!

Þú ert ákaflega rómantísk manneskja sem vill lifa til fulls og ég ráðlegg þér að láta hjarta þitt alltaf ráða för því ef egóið þitt fær að stjórna kemstu ekki eins lagt og þú ætlar þér. Fróðlegt er að sjá að það er eins og þú sért meðvituð um að tíminn er námsgagn og að ljósið þitt er kristaltært og hreint og það geislar frá sér fegurð og kærleika. Það sem þú þarft að læra er að minnka væntingar þínar og leyfa sköpunarþörf þinni að njóta sín en hún er vægast sagt gífurleg og hana verður þú að rækta. Í dag ættir þú að leggja þig mun betur fram við að skynja því þú gleymir stundum að næra sálina þína. Svo máttu vera opnari gagnvart fólkinu sem elskar þig og sigrast á tregðu þinni við að viðurkenna mistök. Þú veist hvenær þú hefur á réttu að standa og þú sýnir ást þína og umhyggju í verki og þú veist líka mætavel að karma annarra er ekki á þínu valdi, þeir verða að taka ábyrgð á sjálfum sér! En þú ert mjög sterk kona, afskaplega þrjósk (góður kostur) og töfrandi. Í framtíðinni verður breytilegt hvernig þú munt beita hæfileikum þínum og það verður þér eflaust sífelllt umhugsunarefni. Svo birtist líka skær fallegur gylltur litur þegar stjarna þín er skoðuð en hann táknar að þú ert gefandi og kýst að fylgja köllun þinni.

Ég ætla að lita það sem ég skrifa og skrifa með þeim lit um málið, þetta er spáin sem Ellý Ármanns spáði fyrir mér, hún er magnaður lífkúnsnerHeart Grin

  • Byrjum á þessu, ákaflega rómantísk manneskja. Ég elska að skrifa ljóð og þessháttar til Rafns míns, og flestallar gjafir sem ég gef honum eru að mestum hluta beint frá hjartanu, þá meina ég að ég geri margt af því sjálf.
  • Ég á það til að vera rosalega mikið egó, en aldrei útaf útlitinu, þessu ætla ég að passa mig á!
  • Ég tel mig mjög meðvitaða um það, enda sjáið þið í sumum tilfellum hve gömul sál ég er. Ég gef mér tíma í það sem ég tel vera mér mikilvægt og reynslumikið, og legg hart að því.
  • Ég hef alla mína tíð reynt að vera eins góð við alla sem eiga það skilið frá mér og ég get, ég kem því oft ekki alla leið, því miður. En með kærleik sanna ég mig fyrir vinum mínum og öðru fólki, með því að koma fram eins og ég er.
  • Allt of mikið satt af þessu. Ég geri miklar væntingar fyrir einhverju sem ég tel ótrúlega mikilvægt, vægast sagt finnur fólk fyrir pressu frá mér vegna þess. Sköpunaþörf mín er hreint gífurleg eins og hún nefnir, því ég finn mér allar listir og hvað eina til að hjálpa mér að leysa úr öllum málum, og beita allri þeirri orku sem ég hef í það.
  • Ef ég skil hana rétt í þessum orðum, þá ætla ég að vinna að því næstu vikur ásamt fleiru. Ég ætla að gera eitt af því sem mér finnst rosalega þægilegt, sitja og lesa áhrifaríka bók.
  • Ég fæ samviskubit við að lesa þetta, þar sem ég þarf að bæta úr þessu, ég er allt of lokuð á mína nánustu. Ég ætla að vinna vel úr þessu, því ég veit að það muni gagnast mér mikið betur.
  • Margur maðurinn hefur kynnst því hversu treg ég er að viðurkenna mistök mín, það er ótrúlega slæmt. Ég er mjög þrjósk, og vil hafa allt rétt fyrir mér. En stundum koma kaflar þar sem ég er ótrúlega hlutlaus og held kjafti frekar en að reyna að þrasa um eitthvað sem ég veit að er rétt hjá mér.
  • Eins og ég hef sagt, þá geri ég mjög mikið af því.
  • Ég hef oft þurft að tyggja þetta ofan í mig...
  • Eins og ég segi, á mjög erfitt með að reyna að átta mig á því hvað í ósköpunum ég ætla að gera. Þetta er mikið verk!
  • Ég tel mig meðvitaða um þetta, allavega núna...
Þá  hef ég komið þessu útúr mér, jæja núna er svefninn næst á dagskrá..

Bangsinn Þórólfur

Í 8. bekk var mikið um að skrifa smásögur í Íslensku, þá var hún Geirlaug að kenna, og vá hvað ég fékk alltaf háar einkannir hjá henni, bara góður kennari þar á ferð. En ég skrifaði tvær sögur, Drengurinn og ég og Bangsinn Þórólfur.

Ég ætla að leyfa ykkur að lesa söguna mína um Bangsann Þórólf, ég er viss um að ég hafi einhvern tímann sett Drengurinn og ég hingað á bloggið mitt.


Eitt sinn var bangsi sem hét Þórólfur. Þórólfur var í mjög miklu uppáhaldi hjá eiganda sínum henni Siggu. Sigga var aðeins eins árs þegar hún fékk Þórólf og eru nú liðin 3 ár síðan. Þau eru bestu vinir, Sigga tekur Þórólf hvert sem hún fer. Þau fara oft í heimsókn til Stellu vinkonu Siggu í teboð. Þar hittir Þórólfur vin sinn Benna sem er flóðhestur. Ári eftir varð Sigga fimm ára og alveg að fara í skóla. Hún fékk nýjan bangsa í afmælisgjöf sem hún skírði Emmu. Nú lék Sigga sér enn meira með Emmu en hún lék sér með Þórólf. Þórólfur var orðinn svo gamall og tættur að hún vildi ekki vera með hann lengur.Þórólfi sárnaði mjög, og var farinn að rykfella þegar Sigga loksins tók hann af háu hillunni og gaf nýfædda litla bróður sínum Þórólf.Þórólfur varð ólýsanlega glaður og ánægður með hvað litli bróðir Siggu var góður við hann miðað við hvað hann var gamall og tættur. Litli bróðir Siggu var skírður Ragnar Þórólfur. Ragnar og Þórólfur voru ætið saman, nú var Ragnar kominn á leikskóla og tók Þórólf alltaf  með sér. Ragnar lét fóstrurnar klæða Þórólf í útifötin hans og fór svo með hann að vega á vegasaltinu. Ragnar átti óvin að nafni Svenni sem var öfundsjúkur að eiga ekki eins bangsa og Ragnar. Hann tók Þórólf af vegasaltinu og henti honum yfir girðinguna í leikskólanum. Það var farið að rigna og krakkarnir fóru inn á sínar deildir. Ragnar hafði gleymt að Þórólfur hafi verið skyldur eftir úti og fór inn. Þegar inn var komið sá hann hvað stórir regndropar dembdu niður. Ragnar datt það í hug að hafa gleymt Þórólfi einhverstaðar en leitaði á allri deildinni meðan krakkarnir sungu Maístjarnan. Hann var búinn að steingleyma að Svenni óvinur hans hafði tekið Þórólf og kastað honum yfir girðinguna.

Hann talaði við Svenna og spurði hann hvort hann hefði séð Þórólf. Það var farið að hvessa mikið og rigningin varð æ þyngri. Svenni sagðist hafa kastað honum yfir girðinguna, þá hljóp Ragnar að einni fóstrunni og sagði að Þórólfur væri úti í vonda veðrinu.
Fóstran fór út að leita og fann Þórólf ekki. Ragnar grét og grét, hann var alveg viss um að einhver vondur maður hefði tekið Þórólf.
Þegar mamma hans Ragnars kom að sækja hann, sagði Ragnar að hann hefði týnt Þórólfi, með tárin í augunum. Mamma Ragnars sagði að þau myndu auglýsa eftir honum, og reyna að finna bangsann.
Þegar heim var komið þá beið Sigga sem var komin í annan bekk með Þórólf í fanginu og rétti Ragnari hann Þórólf sinn og sagði að hún hefði fundið hann fyrir utan grindverkið á leikskólanum og hefði tekið hann því það hafði byrjað að rigna. Hún hefði ætlað með hann inn á leikskólann til Ragnars en henni var ekki hleypt inn þannig að hún tók hann bara með sér á leiðinni heim úr skólanum.
Ragnar var ofsa glaður að hitta vin sinn aftur. Hann passaði Þórólf eins og hann væri stærsti demantur í heimi eftir þennan atburð. Hann skyldi aldrei við hann fyrr en hann var orðinn níu ára en þá passaði hann bara uppá það að tala við Þórólf á hverjum degi.
Þegar Ragnar varð fullorðinn og eignaðist fyrsta barnið, þá gaf hann því Þórólf sem var búinn að bíða og bíða eftir litlum vin til að þykja vænt um. Barnið hugsaði vel um Þórólf til æviloka.



Það ætla ég að vona að rithæfileikar mínir hafi eitthvað skánað með árinu, það held ég nú.

Dagur senn á enda..

Fréttirnar á MBL eru svona fullorðins. En á meðan við pabbi ókum var mótorhjólamaður næst við hlið okkur, og var maðurinn alltaf að líta aftan á hjólið sitt, þá sagði ég að svona gerðust slysin.
Heyrðist þá ekki í útvarpinu að maður lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi í öndunarvél, ekki var vitað hvort að hann væri lífshættulega slasaður. En hann hafði lent í mótorhjólaslysi.

Að allt öðrum málum, þá er ég ennþá að spá hversvegna bloggið mitt kom í 24 stundir í mars, ég hef ekki enn áttað mig á því. Reyndar varð ég vinsæl um tíma, en því miður varð bloggleysan að því að margir hættu að nenna að kíkja á mig, mér er svo sem alveg sama. Hér er ég alfarið að skrifa fyrir sjálfa mig, og sýna fólki að ungt fólk hafi líka sumt skoðanir á ótrúlegustu hlutum.
Óheppin var ég að hitta ekki Höllu Rut bloggvinu mína í dag. Ég heyrði allavega í henni röddina í gærkvöldi og í dag, ég held ég hafi búist við þessari rödd, mjög viðkunnanleg og mjúkGrin ..

Söngkeppni Framhaldsskólanema er núna í beinni, auðvitað held ég með Nönnu Halldóru og Sólveigu sem syngdu PAMELA Í DALLAS, ótrúlega flott, ekkert væl eins og flest allir þarna, harðar stelpurCool ..

Á morgun er það bara æfing korter yfir tíu og heim eftir kl. 12.00 HEIIIM!
Reyndar fer ég áreiðanlega beint upp í Mánagarð að farða mig og svona fyrir Rocky Horror, sem ég veit ekki hvort að sé uppsellt á...

Ég vonandi fer að finna spjallfélaga á næstunni þar sem mér leiðist allhrikalega, og get ekki sofnað strax...Frown
ENDILEGA TALIÐI VIÐ MIG!Grin Eða sendið mér e-mail , roslinvaldemars@gmail.com!

Magnað hvernig stress fer með mann!

Ég mætti á æfingu um 12.00 leitið í dag. Hitti þar eina stelpu úr Keflavík að nafni Guðrún, svo þekkti ég aðra sem heitir Freyja. Við spiluðum bara, og það var ekki lítið sem stressið fór með mig. Mitt lið tapaði fyrri hálfleik 3-0, en þá sat ég allan tímann á bekknum, fór svo inná í seinni hálfleik og þá unnum við 1-0. Ég var ekkert smá stressuð, gat ekki sparkað boltanum út, né kastað almennilega.
Eftir leikinn hvíldum við okkur bara og teygðum á, og Valur er núna að spila á móti Færeysku liði, Atli Sveinn frændi kom og heilsaði þá upp á mig því hann er í Val.

Ég er komin með vondann hósta, örugglega vegna þess að ég hljóp meira en ég gat, ótrúlega vont. En dagurinn er óplanaður sem stendur, allir uppteknir við eitt og annað, en ég hef reynt að ná í frænku mína til að fara til í kvöld, en næ ekki í hana. Pabbi fór út í búð, ætlar að kaupa nammi og pítsu. Amma og afi eru uppi í Grímsnesi í sumarbústaðnum sínum, og ef ég finn ekkert að gera ætla ég að horfa bara á Söngkeppni Framhaldsskólanema í sjónvarpinu og styðja Nönnu Halldóru og Sólveigu í botn, ég held að þær fari báðar á svið ásamt dönsurum, en þær ætla að syngja Pamela í Dallas, ótrúlega flottGrin ! Nú er komið að FAS að vinna, endilega kjósið stúlkurnar, þær eru mega flottar!

Er enn frekar stressuð, en má það ekki, ég ætla að hvíla mig og svona, fylgjast með sjónvarpinu.

KnúsHeart

FRUMSÝNING ROCKY HORROR

Í KVÖLD gerðust þau undur og stórmerki, Rocky Horror Picture show var frumsýnt á Höfn í Hornafirði. Sýningin gekk eins og í sögu, æðislega vel. Óhöpp komu fyrir, fararheill og fleira slíkt. Emil, betur þekktur sem Frank 'N' Furter flaug á hausinn í einu atriðinu, en bjargaði sér aðdáunar vert vel. Sólveig systir hans, Columbia, missteig sig í uppklappinu, greyið búin að detta í stiga tvisvar í gær, ekki enn farin upp á heilsugæslu.
Viðbrögðin voru gríðarleg frá salnum, alveg hreint æðisleg! Takk kærlega fyrir að koma og horfa þið öll sem mættuð.

Núna er alveg ábyggilega partý í Hlöðunni, ég ákvað að mæta ekki. En áðan þegar ég var þarna, við fengum mat nefnilega eftir sýningu, þá kvaddi ég Jón Inga, hans frú Laufeyju Brá og Bjössa ljósamann. Sagði þeim að mér hafi þótt gaman að fá að kynnast þeim, og vonandi sæi ég þau aftur. Fékk meira að segja koss á kinn frá Laufeyju, Jón Ingi var ótrúlega góður við mig ( ég var alveg að fara að gráta því að ég var að sigrast á einum vanda, sem ég skíri út nánar á eftir), tók nokkrum sinnum í höndina á Bjössa og þegar ég beið eftir mömmu Guðlaugar, sem sótti okkur, óskaði ég Nönnu Halldóru velgengis í Söngkeppni framhaldsskólanema, þá fékk ég að heyra frá Bjössa ,, Veistu, mér finnst þú æðislegSmile ". Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir það!

Því sem ég sigraðist á þetta kvöld, var spéhræðsla, og það sem ég er allra stoltust af, ég gat tekið í hönd á þekktu fólki, án þess að missa mig, skjálfa og svona. Þetta fólk er svo meiriháttar, vonandi að ég fái að leika með þeim í framtíðinni. Var svo að spjalla við Laufeyju og sagði að ég ætlaði ekki að leika á sviði. Þannig er mál með vöxtum að hún er búin að segja mér að þar er einnar helsti reykingarstaðurinn, og hún var einmitt að reykja ásamt fleirum. Hún leiðrétti mig svo þegar ég sagðist ætla að verða leikari, ég ætlaði að verða leikkonaTounge ..

Ég er farin í háttinn að ég held, sofa loksins langþráðum yndislegum löngum svefni, fer til Reykjavíkur á morgun, og þá munið þið heyra meira frá mér vonandi um stöður mála.

Læt fylgja hérna myndir með;

Jón Ingi Hákonarson
Þau hjón Laufey Brá og Jón Ingi


Mun reyna að finna myndir af leikritinu, gengur heldur illa...

 

Ég þakka ykkur sem taka þátt með mér í þessu kærlega fyrir, þetta var æðislegt, hlakka mikið til sunnudagsins.

KnúsHeart

Afgerðarleysi, bloggleysi og tímaleysi

Nú fyrst sjáið þið að í sólahring Róslínar eru bara 24 tímar. Þessi bloggfærsla er bara stutt, er að láta vita af mér.
Plön mín fyrir morgundaginn eru að vakna, í skólann, í plokkun og litun, á leikæfingu, sýna generalprufu og fara heim að sofa til að hafa næga orku fyrir fimmtudaginn. Ég reyni að eyða öllum mínum frítíma ( vá, "öllum"Crying ) í að vera í kringum þau sem skipta mig mest máli, tala við Rafn minn t.d.
En hann fór í myndatöku í dag, og er bólginn/tognaður þetta litla grey mitt, rosalega leiðinlegt fyrir hann, hann sem er svo ótrúlega aktívur. Það fer honum samt ágætlega að vera á hækjum, þar sem hann er enginn klunni á þeim. Hann hefur alveg pottþétt verið heima að æfa sig hvernig hann ætti að vera á þeim í morgun!

Ég er farin að sinna svefnleysi mínu, ef ég bara gæti, þá myndi ég sleppa skóla á morgun til að hvíla mig, álagið orðið svo mikið að þegar ég sá seinni hlutann af leikritinu ( sem ég hef ekki séð), þá var ég orðin svo hrikalega tilfinningahrærð að ég táraðist.

Eigið góðar stundir með ykkar fólki, ekki gleyma því, þau eru það mikilvægasta í lífinu..Heart
Afsakið kommentleysið þar á meðal, sendið mér hlýja strauma fyrir allt sem er að gerast, ef þið þurfið ekki á þeim að halda þ.e.a.s.Smile ..

KNÚSHeart

Þessu trúi ég ekki!

Dagurinn hefur verið ósköp óvenjulegur, Rafn minn meiddi sig illa í gær, svo hann mætti ekki í skólann í dag og er búinn að vera að bíða eftir niðurstöðu úr röntgenvél í allan dag. Svo ég var heldur vængbrotin í skólanum, flögraði á milli allra, og lærði mitt sem ég náði ekki að klára í gærkvöldi. Tók próf í náttúrufræði og gekk ágætlega að ég held.

En mín biðu æðislegar fregnir, kom heim og settist við tölvuna. Nýbyrjuð á kókópöffsinu mínu, hringdi pabbi í mig. Hann byrjaði á því að spurja kl. hvað sýningin væri á sunnudaginn, og ég sagði örugglega um átta, og spurði hvers vegna. Hann svaraði því að hann hafi verið að fá sent e-mail, og ekki meira né minna en að stelpan komst inn í U-17 úrtakið í Kórnum í Kópavogi um helginaGrin!!
Því trúi ég nú alls ekki, en svona er þetta bara, sumt kemur hreinlega aftan að manni, ég veit ekki hvað ég get af mér gert. Vona innilega að þetta sé ekki bull, því að þetta færir mér þvílíkan styrk. Fer í flug þá og flýg til baka, ég hlakka endalaust til, ég þarf að reyna að mæta á æfingar svo að ég hafi eitthvað til að notfæra mér um þessa helgi.

Ég er ekki enn búin að átta mig á þessu, ég á U-17 landsliðsúrtak, ÉG af ÖLLUM stelpunum í Sindra á þessum aldri, og ég er bara að verða 15 ára!!W00t Ég spring úr gleði!

Clumsy Smurf
Strumpaprófið sem ég tók, eins og allir aðrir hér á blogginu, á nokkuð vel við mig!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband