Færsluflokkur: Bloggar

Enginn lestur í dag!

Fáið ekkert lesefni í dag frá mér, bara myndefni af sætustu systkinunum!Smile
Reyndar fór ég í klippingu í dag og hárið mikið léttar núna!

Þessi er tekin fyrir klippingu;



Og hérna eru eftir myndirnar;











Lang sætust alveg!

Knús á ykkurHeart






Gullmolar úr gömlum bloggum partur 3!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur mínar kæru bloggvinur fyrir að hafa trú á mér í þessu verkefni. Ég vona svo sannarlega að þetta séu mín örlög, en maður veit aldrei, margir krakkar hafa eflaust skráð sig svo að það er ekki við miklu að búast.

Þar sem það er sunnudagur tileinka ég honum Gullmolablogginu mínu, númer 3.

26.02.2007 23:12:53 / Róslín Alma

Fróðleiksmoli dagsins: Krakkar nota mjög svo oft "d" í staðin fyrir "t" í orðinu sæt/ur. efað það er sagt ,, sæd/ur " þá er þýðingin við ,, Sæd " sæði á dönsku.


Ég skal semja sögu fyrir ykkur :haha:

Einu sinni var lítil stúlka að nafni Anna. Anna var mjög fjörug og kát stelpa sem barn. Þetta skeði árið sem hún varð 11 ára. Hún hafði átt svo æðislega æsku. Hún var ein af tveimur börnum foreldra sinna. Þennan dag skeði hrikalegt slys. Anna var með vinkonum sínum á þessum fagra laugardegi úti í búð að kaupa sér ís í sólskyninu. Þetta var árið 1923. Þær voru á hjólum og voru nokkrar saman. Þær voru ekki komnar langt með ísinn, þar sem þær þurftu að reiða hjólin við hlið sér. Ísinn lak á skó Önnu. Anna var ný búin að fá þessa skó frá ömmu sinni sem hugsaði alltaf svo vel um Önnu. Anna varð rosalega áhyggjufull en náði svo ísnum af skónum. Þær voru að ganga niður langa götu, gengu fram hjá skotum. inní nokkrum skotum voru gamlir vinnumenn búnir að koma sér fyrir. Anna hélt að afi hennar væri þarna einhverstaðar og horfði vel í kringum sig í þeirri eftirvæntingu að sjá afa sinn, því hann var ekki búinn að láta vita af sér síðan fyrir tveimur dögum. Hún fann hann hvergi, en var ekkert eftir það að búast við einhverju.
Þær gengu til vinstri þar sem var slétt gata. Í einu skotinu sá hún þar afa sinn sem var í óðaönn að reita fiður af hænum. Hún lagði hjólið niður, og hljóp til afa síns, en þegar hún var í þann veginn að stökkva í fangið á afa sínum, greip hana lögregluþjónn. Lögregluþjónninn reyndi að tala Önnu til sem hágrét og sparkaði í hann. Hún heyrði lögregluna vera að segja að afi hennar þyrfti að vera þarna því vondir menn leituðu af honum, vegna þess að þeir fengu ekki vagn sem afi hennar hafði verið að basla við á réttum tíma og vildu fá það endurgreitt. Afi hennar átti ekki mikinn aur og var gamall lögregluþjónn, þannig lögreglan passaði að enginn kæmi og tæki hann. Anna lofaði að segja engum manni frá þessu og sá að stelpurnar voru búnar að ganga svolítinn spöl frá. Anna hljóp á eftir þeim með hjólið.
Þær sáu rosalega fallegan hestavagn og brúnleita hesta fara fram hjá nokkuð oft. Þetta voru mennirnir sem voru að leita að afa Önnu. Anna vissi ekkert um það og hélt áfram með stelpunum. Þegar þær voru komnar á litla krossgötu, fór hestavagninn voðalega hægt framhjá og Önnu fannst þetta voðalega skrítið. Svartklæddur maður stökk útúr hestvagninum og greip Önnu og tók hana með sér í hestvagninn. Enginn var þar á ferð nema vinkonur Önnu sem kölluðu og kölluðu á hjálp. Þegar fólk var komið í kringum þær trúði enginn að þær væru að segja satt.
Anna var nú komin á einhvern stað sem hún þekkti ekki og vissi ekkert hvað um væri að ræða. Svartklæddir menn umkringdu hana og sögðu henni að segja hvar afi hennar væri en hún sagði þeim það ekki. Hún lét ekkert á sig bugast. Hún þagði eins og steinn.
Svartklæddu mennirnir hótuðu henni að efað hún myndi ekki segja þeim hvar afi hennar væri myndu þeir lífláta hana. En allt kom fyrir ekki, það heyrðist ekki eitt múkk í Önnu.
Enginn hafði séð Önnu eftir þetta þennan dag.
Daginn eftir hófst leit, lögreglan fann þau í einum kofa við hafið. Það var tekið svartklæddu mennina fasta og afi Önnu var óhult. Anna hafði lifað þetta af og þegar hún sá afa sinn hoppaði hún í fangið á honum og grét og grét..


20.02.2007 22:52:53 / Róslín Alma

Annars var ég ekki búin að setja æðislega klaufaskapinn í mér inná Veraldarvefinn. Þannig hér kemur smá skrítla:
Ég var nýkomin úr smíði út í bakarí og var að fara að setjast við borðið hjá krökkunum og Óskar vildi ekki færa fæturnar og ég var búin að biðja hann frekar oft um það. Ég sparkaði laust í hann (var orðin geðveikt pirr sko) og tróð stólnum, setti óvart einn fótin á stólnum rétt fyrir ofan stóru tána og HLAMMAÐI mér í orðsins hinstu merkingu!! og er öll blá og marin eftir það..
Tala nú ekki um þegar ég datt af vegasaltinu og tognaði í höndinni:P



Nokkur vel valin svör úr spurningaflóðinu sem ég lét inn einu sinni;


19.02.2007 22:32:45 / Róslín Alma


Ertu með stórar varir? Frekar litlar heldur en stórar ..

Ertu með upphandleggsvöðva? hvar er hann?? held það annars..

Uppáhalds Idol-keppandi (frá byrjun): Seríu 1: Anna Katrín, Seríu 2: Margrét Lára og Lísa Sería 3: Gugga Lísa og Nana :)

Uppáhalds dýr sem er ekki til á Íslandi: Ljón að sjálfsögðu ;)

Hver vina þinna er með mestu táfýluna?  Óskar eða Yrsa..


16.02.2007 19:24:25 / Róslín Alma

Vaknaði í morgun með tilhlökkunina í maganum til að sýna Rafni myndirnar sem ég setti á Sólrúnu mína (iPodinn minn).. held að honum hafi "hlakkað" mikið til :lol: Einhverjar eldgamlar myndir af mér lítilli algjörri bollu ( Var kringlótt fyrir 4 árum )!!


Minningarblogg um langömmu mína heitna
Heart

13.02.2007 11:21:33 / Róslín Alma


HeartAnnars er eitt sem gerðist á þessum degi fyrir tveimur árum, og steypti mér allveg á koll. Ég er rosalega leið yfir þessu og vonandi bara fer maður upp til himna. Langamma mín Sveinborg Jónsdóttir heitin dó í friði þennan dag. Og ætla ég að skrifa hérna smá um hana og vonandi les einhver þetta og tekur eftir hvað mér þykir og þótti óskaplega vænt um þessa konu.

Sveinborg Jónsdóttir fæddist 25. nóvember 1919. Hún var ein af 5 alsystkinum og átti 4 systkin samfeðra. Hún var hjá fósturforeldrum sem hétu Jón Helgi Ingvarsson og Helga Jónsdóttir. Hún langamma mín var hörkukvennmaður og finnst mér að allir kvennmenn ættu að líta upp til hennar. Hún var ein af stofnefndum íþróttafélags Selfoss og kvennasambands Selfossar ( ég er ekki viss hvað það heitir ). Hún eignaðist fyrsta barn sitt árið 1937 og var send til Bretlands til að fæða það. Það barn er hann afi minn Axel Þór Lárusson. Síðan kynntist hún manni að nafni Jón Líndal Franklínsson og eignaðist með honum þrjár dætur. Í aldursröð; Oddrún Helga, Andrea Sigríður ( Betur þekkt sem Andrea Jónssdóttir útvarpskona á Rás 2) og Ásrún Jónsdætur. Ég kallaði Jón alltaf langafa minn, þekkti hann ekki sem neitt annað. Hann dó árið 1999.
Ég man vel eftir því þegar Jón var í öndunarvél heima hjá þeim langömmu og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta skrítið, því ég horfði rosalega mikið á Jón.
Ég hélt rosalega mikið uppá langömmu, alltaf, þótt við sögðum henni ekki að gefa okkur neitt, var alltaf eitthvað á borðinu hjá henni sem manni þótti gott, og stundum gaf hún manni ís með í nesti. Ég man eftir því að ég og Sædís systir lágum stundum inní gestaherberginu og litðuðum. Stundum skoðaði ég myndirnar á veggjunum og kommóðunum.
Langamma mín var með rautt sítt og þykkt hár. Og má segja að hárið hennar sé núna hárið mitt, afi gaf mér mynd af henni með síða hárið og smá lokk úr hárinu hennar, og ég skoðaði það betur. Og hárið var allveg eins á litinn og mitt. Mér þykir afar vænt um það.
Ég fór í nóvember minnir mig í fyrra til að setja blóm á leiðið með Axel og brast í grát, vegna þess að ég fékk þennann fiðring sem ég fékk í jarðaförinni. Ég grét og grét, og fannst eins og ég gæti ekki farið. En þegar ég fór að grafreitnum sá ég hvað þetta var rosalega fallegt.
Heart

01.01.2007 05:56:15 / Róslín Alma


Sit hérna eins og klessa, með galopin augun og ekkert farin að syfjast..
Langar helst að fara að grenja útaf því ég sakna Rafn svo mikið:cry: Hvenær kemuru Rafn minn?
Á eftir að hlaupa til hans þegar hann kemur úr bænum, og faðma hann endalaust!!:^)

Það eeeeer: Borða hollann mat ( s.s. alltaf það sem er í kvöldmat, nema hakk, kjötbollur og hrossakjöt). Borða bara nammi á laugardögum, nammipeningurinn má bara vera a.m.l. 200 krónur.. ATH að mesta lagi!
OOOg, hætta að drekka gos nema á föstudögum, þá er smá undantekning því þá er pítsa :lol:
Og líka: BANNAÐ AÐ DREKKA SVALA!
Og eitt í viðbót: kaupa mér nokkra peningabauka, labba úti með Lubba í staðinn fyrir að mamma þurfi að gera það, og fá svona syrka 200 krónur fyrir göngutúrinn og setja það í baukinn..
Og annað: bæta upp þolið mitt, og hætta að fá hausverk, og standa mig betur í að mæta á fótboltaæfingar :^)

Stytting á áramótaheitinu: Léttast um amk 5 kíló ( s.s. láta bumbuna framaná bókstaflega KVERFA. Þá verður svona minningarathöfn því ég hef alltaf verið með bumbu frá því ég man eftir mér, Þórdís var alltaf að stríða mér)
Hætta að drekka mikið gos og svala: SÝRAAAAAAAA og ég er svo hrædd um tennurnar mínar!!
Sparibaukur og Lubbs: náttúrulega græðir maður hreyfingu og pening.
Peningar: TROMMUSETTTTTTTTTTT!!!!!!!!!!!!!!

Nohh! Eitt heitið stóð yfir, ekkert tókst, en ég fékk trommusett í ár!


30.12.2006 18:53:46 / Róslín Alma

Minningar á árinu..

Nokkrar af bestu minningunum;

 Ég fór á Idol með Salóme og Rakel og hitti Idolið mitt þá hana Guðrúnu Láru a.k.a. Nönu.
Ég kynntist yndislegustu manneskju sem ég veit um, og fór í heimsókn til hennar með Salóme ( Er s.s. að tala um Guðbjörgu Elísu a.k.a. Guggu Lísu)
Við stelpurnar í 4. flokki urðum Íslandsmeistarar í 7 manna bolta í sumar :) Og segi ég ykkur stolt, við töpuðum ekki einum leik, unnum alla :)

  • Ég varð ÁSTFANGIN!! og ástin var endurgoldin:^):^)

  • Ég eignaðist minn fyrsta kærasta að nafni Rafn Svan Gautason og hann er sko það dýrmætasta sem ég á!!


Jæja, mér finnst vera komið gott í dag, nóg af lesefni fyrir ykkur elskurnar mínarLoL !

KnúsHeart

Endum á tveimur  góðum myndum;


Að skammast sín fyrir mann sjálfan, kemur fyrir besta fólk einhvern tíma!


Mjög gaman að segja frá því, að ef það væru tvær ég í viðbót, þá værum við tveimur of margar!


Örlög!

kisi copyRosalega er gott að vakna og vita að það er ekkert til stefnu þann daginn, að geta bara legið áfram eða staðið hægt upp frá rúminu. Að vera bara ótrúlega róleg á því, fara í sturtu, sitja og teikna mynd við tölvuna og skapa sér eigin veruleika.
Ég eyddi nógu mörgum klukkustundum að gera ljósmynd að teikningu í tölvu. Myndin hér til hliðar er afrakstur þess og heitir hún Rósa ruglaða eftir kisunni hans Rafns.
Sumum er það í kvið móður gefið listrænir hæfileikar, öðrum er best að sleppa því að teikna og fleiri, fleiri sem læra það einfaldlega af sjálfu sér eða í skóla.

 

En ég ætlaði að tileinka þetta blogg til örlaga. Við höfum flest lent í því að hafa orðið fyrir örlögum, fundið eitt og annað og bent á eitthvað sem maður smellpassar í.
Þar sem ég var ein heima í einhverja stund í dag, dreif ég mig í sturtu og kveikti þar af leiðandi á útvarpinu inn á baði á meðan. Það er eitthvað sem ég geri afar sjaldan, en ég stillti bara á næstu útvarpsstöð sem ég fann.
Þegar ég var komin út úr sturtunni og farin að klæða mig og hreinsa andlitið á mér, fór ég að hlusta aðeins betur á útvarpið, það var stillt á Bylgjuna.
Heyrði ég í auglýsingu sem byrjaði einfaldlega bara svona ,, Langar þig til að tala inn á bestu teiknimynd hingað til?.." og ég grandskoðaði málið, hlustaði vel á auglýsinguna. Þetta fannst mér vera ein af mínum örlögum, það var fyrir tilviljun sem ég kveikti á útvarpinu, tilviljun að ég hafi sett á Bylgjuna en örlög að þessi spurning reikaði í útvarpinu.

Ég þaut þar af leiðandi þegar auglýsingin kláraðist, beint inn í herbergið mitt og settist niður við tölvuna. Pikkaði inn slóðina á síðuna og skráði mig í leikinn.
Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta sé mitt tækifæri til að koma mér á framfæri.

Knús á ykkur mín kæru!Heart


Í hvaða hlutverki eru unglingar?

Lífið leikur af og til við okkur, það þekkjum við allflest sem lifum við eðlilegri aðstæður, þið vitið hvað ég meina. Fólk gengur ýmist inn á mann á skítugum eða hreinum skóm, og sumir skilja eftir fótspor í sálu manns eður eigi.
Mörg höfum við eflaust misst einhvern nákominn okkur andlega, þ.a.e.s. hætta að tala við manneskjuna af einhverjum afleiðingum. Oft veit maður þó ekki sjálfur hvers vegna maður hætti að tala við þessa tilteknu manneskju, eða þá að það hafi farið út í vesen. Sem maður vissi þó ekki hvað hefði byggt það upp og brotið það síðan meir niður aftur.

Hitt og þetta hefur byggt upp fortíð og frama hverrar og einnar manneskju, einhverjir koma illa út úr hlutunum en aðrir fá þó að koma betur út úr þeim.

Fólk telur unglingaárin vera verstu ár lífs sín, þar sem það er aðal mótþróaskeiðið og hormónarnir á fullu að reyna að skapa fullorðna manneskju. Fólk veit ekki hvenær unglingaskeiðið byrjar, þar sem svokallaðir gelgjustælar og öfgahlutir sem eiga ekki að koma nálægt krökkum í 6. bekk og undir. Samfélögin líta dagsins ljós og telja það í lagi að stelpur í 4. - 5. bekk byrja að mála sig, og þá ekkert smá mikið. Ég þekki svoleiðis dæmi og finnst það ferlegt  stelpnanna vegna.
Fullorðnir átta sig ekki á kröfunni sem þau senda til unglinga um að verða fullorðin fljótt og gera hitt og þetta sem þau höfðu aldrei gert áður á heimilinu ef dæmi má nefna. Aldrei getur fólk þó verið sammála í hvaða hópi unga fólkið er, sumir kalla okkur vitlausa einstaklinga sem hafa lítið vit á því hvað við erum að gera, aðrir kalla okkur bara unglinga, sumir eru bráðþroska á annan hvorn mátann. Ýmist líkamlega eða andlega, þá eru þau álitin fullorðinslegri, og enn fleiri sem láta eins og krakkar ennþá. Svo er það unga fólkið sem er of svalt fyrir að lifa og heldur sig bókstaflega vera allt of merkileg fyrir hitt og þetta fólk, og mjög líklega svona 6 árum eldri í sjálfstrausti á allan máta en aðrir.

Ég veit ekki í hvaða flokk af unglingi ég ætti að vera sett, en þó tel ég mig vera ágæta blöndu af krakka, unglingi og fullorðnum einstaklingi. Ég get skemmt mér og haft gaman, ég get verið alvarleg og ég get verið smá pempía ( þó afar sjaldan þó ég segi sjálf frá).

Jæja, ég er hætt að kvarta og farin að einbeita mér að beinverknum milli augnabrúnana og á nefinu, frekar skrítin tilfinning!

Knús á ykkur kríurnar mínarHeart

Tækifærin vaxa ekki á trjánum!

.. Að minnsta kosti ekki hjá öllum.

Ég er farin að hugsa með mér hvort að ef ég finn eitthvað leiklistarnámskeið fyrir sumarið, annað hvort í bænum eða á Akureyri að skrá mig á það.
Áhuga mínum er ekki að leyna á leiklist, þar sem ég tek þátt í öllum leikverkum og uppsetningum sem ég má taka þátt í.
Ég reyni að grípa tækifærin sem mér gefast í hendur, og stundum reyni ég að byggja þau sjálf upp og grípa þau ef fært er.

Þar á meðal af þeim tækifærum sem ég hef reynt að byggja upp er, ef dæmi má nefna t.d. það er ég bauðst til að koma í þáttinn hjá Evu Maríu. Sú hugsun mín dróst lengra, lenti í 24 Stundum og kom ágætlega út í lokin. Ég veit þó ekki hvar sú ákvörðun stendur hjá sjálfri Evu Maríu, en mig langar alltaf eins mikið í heimsókn í þáttinn hjá henni.

Ég er enn að byggja upp eitt af mínum tækifærum sjálf. Það tækifæri er að komast á framfæri hjá landanum, það tekst hreint ágætlega. Slakast á tímum en magnast þó af og til.
Mig langar að gera allt of mikið í framtíðinni, núna er ég á þeim aldri að ég er að bygja upp framtíð mína.

Gáfulegasta setningin sem hefur komið upp úr mér í dag hljómar svo:

,, Ég er ekki gáfuð í skóla, heldur utan skóla! "

Það sem er gáfulegt við þessa setningu, er að hún er svo sönn. Margt af því sem við lærum í skóla, er ekki grunnur fyrir neitt af því sem framtíðin ber í skauti sér.
Undirstöðuatriðin í grunnskóla eru helst upptalin íslenskan, enskan og örlítið stærðfræðin. Þó að tvennt af þessum greinum þarfnast ég fyrir framtíðina, þá skortir örlítið í annað af þeim.
Ég hef ákveðið að leggja leiklist og allt sem viðtengist henni fram fyrir mig, þar sem ég tel mig geta gert eitthvað á þeim hliðum.


Svo er það rosalega gáfulegt sem ég segi ykkur hér í lokin.
Mér var bent á það að það gæti ekki verið ég sjálf sem að skrifar bloggin mín, vegna þess hversu orðóheppin ég er í eigin persónu.
Ég er orðheppin á riti, en alls ekki í eigin persónu!

Knús á ykkur!

Stjórnmálafræðibók!

Ég nenni varla að tala um daginn og veginn, vegna þess að fólk ýmist kemur það við eða ekki hvað ég geri á daginn. Í þessu tilfelli er það bara eðlilegur skóladagur ásamt hvíldardegi, sem betur fer.
Ég kláraði bókina eftir Þorgrím Þráinsson, Bak við bláu augun í dag. Ótrúlega falleg bók frá árinu 1992, vel skrifuð. Mér finnst boðskapurinn yfir bókinni sá sami og í Svalasta 7an, maður getur allt ef viljinn er fyrir hendi. Það er alltaf von fyrir öllu, og ef fólk er nógu ákveðið verður líf þeirra mun betra í þokkabót.
Sædís afhenti mér Stjórnmálafræðibókina alnefndu mér í hendur og nú er ég að hefja lesturinn. Yfir 160 blaðsíður, og frekar smáir stafir á hverri síðu fyrir sig. Nú er bara að vita og sjá hvort þetta hjálpi mér eflaust í að ákveða hvað ég vil og framvegis.
10. bekkur hóf Samræmduprófin í dag, og því þurftum við í hinum bekkjunum að vera tillitsöm gagnvart þeim. Engin læti í kennslustundum né á göngunum, fengum því að fara fyr því að við vorum svo góð.

Mig langar að segja ykkur álit mitt á þessu og hinu, ég bara einhvernvegin get ekki raðað því upp og mun því eflaust tala í hringi.

KnúsHeart

Sæmundur fróði!

Í dag var lítið gert í skólanum, íslenskutíminn fór í bull og sömuleiðis enskutíminn, þar sem að það voru aukakennarar á vakt fyrir hina. Eftir hádegismat fór ég í textíl að hamra í leður, blóm sem gekk hreint ágætlega bara.
Þar á eftir fórum við á leikritið Sæmundur fróði, þar skipa í hlutverk Alda Arnardóttir, Pétur Eggerz og Bjarni Ingvarsson. Ágætt leikriti til fræðslu, og komu á köflum atriði sem maður gat nú ekki annað en hlegið að. Flottir leikarar þarna í hlutverkum, þó ég sé ekki viss um hvort ég hafi séð þau áður, en kunni afar vel við þau.

Ég fer á fótboltaæfingu á eftir svo að mér finnst einstakt að deila með ykkur einhverjum myndum frá því á Árshátíð Grunnskóla Hornafjarðar, tekin af ljósmyndara Horn.is, annað hvort Siggi Mar eða Fúsi þar á vélinni.



Þarna er kynnir dagsins, Róslín Alma Valdemarsdóttir, fékk orðið frá Valda skólastjóra í Nesjaskólabyggingunni.

IMG_5388.JPG


Sögumaðurinn ég að hefja söguna, rosalega gaman. Frekar skrítinn svipurinn á mér samt!

IMG_5396.JPG

Rauðhetta ( Amna) og sögumaðurinn að ræða málin;

Ég; Rauðheitta, warup?
 * prump *
Rauðhetta fer að kvarta um að þurfa alltaf að færa ömmu sinni eitthvað, hversvegna Rauðhetti bróðir hennar gæti ekki gert það einhverntíma.
Ég bíð eftir að hún fer og segi svo;
Vá hvað þetta var mikið sorry shit skiluru!

Á í veseni við að setja fleiri inn, svo þetta verður að duga.

Knús í biliHeart



Núna er stundin!

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur míns bloggs.

Þar sem ég hef ekki mikið að segja, en langar að tala um sjálfa mig, gef ég ykkur keflið, því núna megið þið ef þið viljið, spyrja mig að hverju sem er. Samt ekki hvar ég á heima og svoleiðis persónulegrar spurninga.

Mér finnst endalaust gaman að svara spurningum, og ef þið lumið á einhverri, þá endilega spyrjiðiGrin !

(Þar sem ég hef ekkert um að skrifa, tók ég þessa ákvörðun í frekar skrítnu skapiHalo )

Lífið og tilveran!

Ég hef aldrei borðað humarsalat, en lét þó undan að smakka í dag hjá henni mömmu minni. Jú, mér finnst þetta bara nokkuð gott, þó ég segi sjálf frá.
Eitthvað verður maður að borða af fiski þar sem maður kemur nú frá einum af flottustu fiskistöðum landsins, Hornafirði. Humar er fiskur, það vita allir heilvita menn og konur.

Er búin að halda mér inni í mest allan dag, fór þó út í búð með mömmu í dag og reyndi að passa mig að hitta ekki neitt af samleikurum mínum í Rocky Horror eða fylgdarmönnum þess. En þar sem flestir voru blindfullir í gær, sá ég enga.

Ég verð að tala um vinsældarlistann, þar sem mér sýnist ég ekki eiga eitt einasta sæti þar, þar sem fólk sem bloggar við fréttir nær þeim sætum af hinum. Mér brá líka heldur betur þegar ég sá að Jóna Ágústa hafði dottið um þrjú sæti eða svoleiðis.

Hárið mitt er í þvílíkum harmleikum þessa dagana, enda má segja að sumt af því sé nú bara ónýtt, eða endarnir af þessum eyturefnum sem ég hef þurft að hrúga í fallega hárið mitt síðustu tvær - þrjár vikur. Húðin er ekkert skárri, enda ömurlegt meikupið sem fylgir leiklist, úff barasta!

Sambandi við Láru Ómarsdóttur finnst mér of langt gengið af landanum að ganga svona frá grey konunni. Hún átti betra skilið en þetta, en því miður hætti hún störfum hjá Stöð 2, eða í fréttamennsku. Mér persónulega heyrðist hún vera að segja það sem hún sagði í gríni, þar sem ég heyri mjög sjaldan svona hýra í henni röddina.
Ég óska henni alls hins besta, og eins og við Íslendingar vitum manna best, gleymast svona hlutir með tímanum og falla í grafinn jarðveginn eins og svo margt annað!

Annars ætla ég að græja mig fyrir morgundaginn, þannig er mál með vexti að við í Sindra 3 - meistaraflokks förum til Egilsstaða í æfingarferð.

KnúsHeart


Þessi fallegi dagur...

Í dag skein sólin í heiði, þrestirnir sungu og kvennakórar þustu um bæinn, allstaðar sá maður þær.

Ég vaknaði heldur snemma, talaði við Rafn og frétti það að ég gæti komið til hans. Ég fór í sturtu og dreif mig út í góða veðrið. Gekk í hinn enda bæjarins til Rafns ( það vill svo skemmtilega til að við búum næstum eins langt og hægt er innan Hafnar). Við fórum í laufléttan göngutúr þegar klukkan var að detta í 12, fórum og fengum okkur ís og gengum hring eftir hring, alltaf sáum við sömu rútuna með sama kvennakórnum í.
Margt var nú lífið í bænum, enda lætur fólk sjá sig þegar sólin skín svona skært. Iðandi lífið smitaði gleðina í manni, við fórum einnig út í bakarí, því að ég hafði drifið mig svo mikið að ég gleymdi að borða morgunmat, þar fékk ég mér hundraðognítíukróna snúð sem var ekki alveg þess virði, upp á stærðina að gera.
Áttum leið fram hjá húsi, þar sem lítil skellibjalla hoppaði út úr dyrunum, jú, jú, engin önnur en hún Snædís litla vinkona mín sem ég kynntist í gær! Hún var að blása sápukúlur, og vitiði hvað! Hún spurði okkur ,, veistu hvað ??" spurningunni. Og benti á kött sem hún átti, algjör dúlla. Þegar við vorum komin nokkuð langt framhjá heyrðum við hana syngja um sól og sumar. Ótrúlega krúttlegt!

Við komum heim til mín, og ákváðum að ganga niður í Miðbæinn í bókasafnið og taka svo til tvær bækur, eina fyrir mömmu og eina fyrir mig. Ég tók Baróninn fyrir hana mömmu mína eftir Þórarinn Eldjárn ef ég man rétt og fyrir sjálfa mig tók ég Bak við bláu augun eftir Þorgrím Þráinsson. Alltaf er ég sílesandi bækur eftir þennan mann, enda rosalega gott skáld þar á ferð!
Gengum aftur heim, mætti okkur þá Gauti pabbi hans Rafns á bíl og spurði okkur hversvegna við værum búin að vera að ganga svona mikið.
Ég held við gengum a.m.k. nokkra kílómetra í dag, alveg augljóslega. Kíktum heim, og kúrðum það sem eftir var, þangað til hann fór heim.

Lokasýningin á Rocky Horror var í kvöld, og gekk hún hreint út sagt svo ótrúlega vel, glæsilegur salur og ótrúlega gaman að leika. Núna held ég að það sé eitthvað partý í gangi, en mig langar ekki að fara, ætla bara að hvíla mig vel, því að ég á allan morgundaginn til stefnu. Ætla mér alveg örugglega að kíkja á dagskránna hjá kvennakórunum, þar sem það er líklegt að ég verði ekki heima á sunnudaginn þegar aðalsjóvin eru.

Núna ætla ég hinsvegar að þrífa mig og kannski byrja að lesa.

Ég vil þakka þessum yndislegu krökkum í Leikfélagi Hornafjarðar fyrir samveruna síðustu nær þrjá mánuði, þetta er búin að vera fræðandi og skemmtilegt, og erfitt um leið. Ég er búin að kynnast mörgum frábærum karakterum, og öðrum aðeins verriDevil ..
Ótrúlega skemmtilegt fólk hér á ferð, og allt heilaklabbið, sminkurnar líka, allavega Anna Kristín gella!LoL Ég er að segja ykkur að þetta er ótrúlega fræðandi að taka þátt í svona verkefni og styrkjandi.
Gæti verið að við förum með sýningu í bæinn, ef við verðum heppin! Þá læt ég ykkur vita, kæru blogglesendur svo þið getið pantað ykkur miða og séð stelpuna á sviði!Smile

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband