Færsluflokkur: Bloggar

Vikan

Gott kvöld.

Þessi vika sem er nú að líða, fyrsta skólavika ársins 2008, gekk einstaklega hratt fyrir sig. Fyrsti blaðamannafundurinn, Þórdís mín kær fór heim til sín til Danaveldis, stelpukvöld 9. I bekkjarins og margt annað. Lærdómurinn í sjálfu sér var mjög lítill þar sem vantaði fjölmarga kennara í skólann og lítið sem ekkert heimanám. Blaðamannafundurinn gekk ágætlega, klára blaðið fyrir miðvikudag, og svo ætlum við að koma því í prentun fyrir 25. janúar, eða það á að koma þá út. Þórdís var hér til þriðjudags, fór á miðvikudeginum til Reykjavíkur, og kemur hún ekki aftur fyrr en eftir sumarið!
Stelpukvöldið tókst með príði, ég og Yrsa gerðum okkur til og gengum til Þórdísar, rákumst svo á Lejlu sem var þarna að keyra með móður sinni og keyrði móðir hennar okkur upp að Ósinum. Þar hittum við svo stelpurnar, og pöntuðum flestar pítsu og franskar, en Kristjana sér salat hússins. Eftir það fórum við heim til Mistar og horfðum á einhverjar æðislegar myndir.
Þarsíðustu tvö kvöld hef ég sofnað um 22.00 leytið vegna þreytu! Í gærkvöldi kom hinsvegar Rafn til mín í heimsókn og horfðum við á The Nanny daiaries eða eitthvað svoleiðis og Bee Movie, alveg ágætar báðar. Rafn fór um tólf leitið og ég fór bara að sofa fyrir eitt leytið alveg að leka niður!
Í dag fór ég með mömmu að taka myndir út um allan Hornafjörð get ég sagt. Fórum fyrst að Horni og tókum þar myndir af rústunum og bara fjallsdýrðinni! Ókum í gegnum göngin og upp á Almannaskarð, tók ég þar einhverjar myndir. Ókum svo út að Bergádal í leit að hreindýrum, en engin hreindýr að sjá, aftur á móti sáum við helling af hestum og stoppuðum þar og tókum myndir af þeim Grin

Myndirnar getið þið svo séð á www.flickr.com/photos/roslinv vonandi í kvöld, annars er ég að dæla þeim inn!


Knús til ykkar!
Róslín Alma


Leikarar Íslands vanmetnir?

Það held ég allavega. Ég fylgist mikið með íslensku leikefni og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. En ég fjallaði um Queen Latifah í blogginu hér á undan og henni er tekið eins og hún er, en þrátt fyrir það eru allskonar sögur að ganga um hana á netinu. En ég held hún taki það alls ekki inn á sig og hún kemur fram alltaf af einlægni sem hún sjálf.

En það sem ég meina með ,, Leikarar Íslands vanmetnir?" er tæknilega séð frá því sjónarhorni að það er gefið skít í efnið þeirra áður en það kemur út. Ég er búin að horfa á báða Pressu þættina, en aftur á móti finnst mér þættirnir mikið betri en ég heyrði alla í kringum mig dæma þá áður en þeir urðu sýndir! En ég bjóst við einhverju góðu efni, og fékk enn betra efni en ég bjóst við.
Stelpurnar eru einnig í mesta uppáhaldi mínu og horfi ég alltaf á þær þegar ég er heima hjá mér, ég missi varla af einum þætti. Þó ég skilji ekki alltaf húmorinn hlæ ég hvort eð er því þær eru eintómir snillingar!
Ég vil einnig koma því á framfæri að Íslendingar ættu frekar að vera stoltir af framförum leikara okkar síðustu ára, við sjáum a.m.k 1 góðan leikara á hverju ári sem stendur algjörlega upp úr af þessum fullt af leikurum sem eru í pottinum. Íslendingar hafa áttað sig á því að við eigum enn fleiri heldur en þessa þekktustu.
Langar mig einnig ofboðslega að segja frá því að uppáhalds íslenska myndin mín sem ég hef séð um mína ævi er Síðasti bærinn í dalnum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, ég horfði mikið á þetta fyrir ári, og er alltaf að svipast eftir spólunni sem ég heimtaði að fá þegar ég var eitt sinn í Reykjavík, og það voru algjör kjarakaup sem þar voru á ferðum. Ég hef séð Mýrina og margar af þessum Íslensku myndum, en þetta er svo al íslenskt að ég veit ekki hvað, og ég hafði sko húmor fyrir þessu, var alltaf að leika atriði frá leikritinu í 6. og 7. bekk fyrir bekkjasystkini mín.

Ég ætlast til að það verði tekið á þessum málum, leikarar fái hærri laun fyrir öll þessi frábæru verk sem eru að komast í dagsins ljós. Þegar ég verð eldri, og vonandi útskrifuð sem einhverskonar leikkona, eða jafnvel kvikmyndasmiður, vona ég svo innilega að ég fái fyrir mín verk.

Af því ég tala um þetta hér, þá er ég núna staðráðin í að skrá mig í Kvikmyndaskóla Íslands þegar mér gefst aldur, nám og meiri reynslu til. Þangað til ætla ég að reyna að taka þátt í öllum leikverkum Lopa og einnig þegar ég get, skráð mig í eitthvert leikfélagið, hvar sem ég verð stödd á landinu.

En gangið hægt um gleðinnar dyr, þó svo að það sé lítið hægt að skemmta sér næstu daga, þar sem skólinn er að byrja á fullu.

Risaknús til ykkar allra,
Róslín AlmaCool

Queen Latifah

Róslín og Queen LatifahHér sit ég með vinkonu mína, Þórdísi sem býr út í Danmörku við hlið mér, og sú er svo þreytt að hún er bara sofandi. Klípi af og til í hana og minni hana á að taka linsur úr sér, þar sem það er ekki hollt að sofa með þær ( allavega held ég það ).

En það sem ég ætlaði að skrifa um er Queen Latifah, leikkona. Ekki að ég haldi mikið upp á íslenskar leikkonur sem eru bara að meika það hér á Íslandi. En af því að Latifah er nú aluppáhalds leikkonan mín þá tel ég mig alveg mega að fræða fólk um hana.

Þessi kona er mjög hæfileikarík manneskja, hún er ekki bara leikkona heldur byrjaði hún á að beat-boxa og rappa að ég held nú. Hún er líka mjög góð söngkona hef ég tekið eftir! Ég hef nokkrar myndir séð þar sem hún leikur í. T.d. Last Holiday, Hairspray, Beauty shop og Taxi. Þessi meiriháttar leikkona er ekkert alveg eins og þessar Hollywood leikkonur í dag, þar sem hún er stór um sig, og tekur sig æðislega vel út í öllu því sem hún gengur í. Hún er líka rosalega sæt og fín eins og hún er bara! Þarf ekki að bæta neitt, hún er æði LoL

Ég er að lesa mig til um hana á Wikipedia og komst að því að hún hefur bara átt frekar eðlilega æsku, en svona til að láta fólk vita er ég ekki sú besta í ensku en ég reyni mitt besta við að skilja þetta. Í Háskóla var hún í körfubolta og var kröftugur framherji ( ef það má segja um körfubolta.. ).

Eftir Háskóla fór hún að svo kallað beat-boxa í rapp grúppunni "Ladies Fresh" og svo var hún í mörgum öðrum grúppum. Hún hefur unnið við nærfatadeild og á Pizza Hut. Bróðir hennar dó í mótorhjólaslysi árið 1992, en Latifah hafði gefið honum hjólið. Enn í dag er hún með lykilinn af mótorhjólinu um hálsinn á sér.

Svo er margt sem stendur þarna, en ég held mest upp á þessa mögnuðu leikkonu, er einmitt að hlusta á rapp sem hún syngur, rosalega töffPolice
Ég óska þess innilega að ég fái að hitta hana einhverntíma á minni löngu lífsævi!

Góða nótt kæra fólk!


Ellý Ármanns að auglýsa Bermuda - ÆÐI :)

Gleðilegt nýtt ár kæru landar!
Fannst einstaklega fyndið blogg grínið í skaupinu, bloggbloggblogg blooooogggggg
Grin En annað sem ég tók eftir var að auglýst var nýjan disk sem var formlega gefinn út í dag ; NÝR DAGUR með Bermuda, mínum uppáhalds uppáhalds mest uppáhalds sko! Og annað sem ég tók eftir að Ellý okkar kæra fyrrverandi þula og meistaralegi bloggari var aðalatriði auglýsingarinnar ( eða svona þannig séð) og tókst henni þetta bara nokkuð vel, er mjög stolt, ég benti á sjónvarpið og hrópaði upp yfir mig ,, ÉG ÆTLA AÐ FÁ HANN !!!" Enda ekki skrítið.. Ég hlakka ótrúlega til að fá diskinn í hendurnar og setja hann í tækið og reyna að syngja dátt með :)
 Um þessi áramót gerði ég mjöööög lítið miðað við síðustu áramót, en allt í lagi með það. Það sem kom mér í besta skapið og var rosalega ánægð með þegar ég fór inn í herbergi systur minnar í leit að há hæluðum skóm, sá þessa fínu skó og tók þá, settist upp í rúm og við mér blasti þessi sjón. Undir skósólanum stóð einmitt svona ,, Lækka hæla , Sveinborg ". Ég fékk svona gleði um allan líkamann, þar sem þetta er nú ástkær langamma mín heitin sem átti sumsé þessa skó
Joyful Og sem betur fer kom mér það til að hugsa til hennar, því hún á stóran hluta í hjarta mínu, hún er mín stærsta hetja, enda besta kona í heiminum öllum Heart
Mér þykir óendanlega vænt um þessa manneskju, og þarf ég ekki við nein rök að styðjast um það.

Svona ein raunarsaga fyrst ég tala nú um langömmu mína.
Þannig er mál með vexti að ég er ein af tveimur erfingjum hennar sem eru rauðhærðir, ef ég fer með rétt mál. En ég er svo heppin að vera með mjööög líkan, ef til vill alveg eins háralit og hún var með. Í nóvember 2006, þá einmitt gerði ég þann klunnaskap að setja strípur í mig, og á meðan á því stóð, datt ég frekar út úr heiminum eins og gerist nú stundum fyrir fólk, og þegar ég áttaði mig á því þá fékk ég svona einskonar hroll um mig. Ég hugsaði eiginlega hvað ég væri að gera þarna, fannst þetta allt ómögulegt, var næstum farin að gráta mér leið svo illa. En ég held ég reyni að sverja það að ég mun aldrei lita á mér hárið, þar sem ég á að vera stolt af þvíWink

En nú er ég farin að gera eitthvað allt annað en að umgangast bloggheiminn, við sjáumst sæl að sinni!

Gleðileg jól!

Jæja, nú er er annar í jólum að líða, og þakka ég kærlega fyrir mig og mínaHeart
Þessi jól voru frekar fámenn, allavega á aðfangadag, þar sem við fjölskyldan vorum bara, engir aðrir.
En að öðrum málum, það sem ég fékk í jólagjöf VONANDI gleymi ég ekki neinum því þá fæ ég hrikalegt samviskubit þar sem ég er rosalega ánægð með allt. Bara að monta mig aðeins, en ég fékk jú tvær bækur í jólagjöf og er búin með aðra og er næstum hálfnuð með hina!! Lesblind, tjahh, ég tækla þetta samt!!

En að jólagjöfunum;

Mömmu og pabba; Tösku fyrir Olympus E-500 myndavélina mína, svo náttúrulega var ferðin til Manchester á leikinn og allt sem í henni var, Allt fyrir ástina - Páll Óskar, Fisheye linsu fyrir vélina mína og svo fékk ég svona svolítið langt fyrir jólagjöf, Bara .. með Hara.

Sædísi systur; Mjög sætan kertastjaka.

Axel Bró; Bol, reyndar ætla ég að skipta honum þar sem ég á frekar erfitt með að anda því það er svona dæmi um hálsinn sem maður bindir.. fæ eitthvað flott í staðinn.

Ömmu og Afa í Kóp; Peysu, rosalega hlýja og mjúkaGrin

Ömmu og Afa í Kef; Puma ilmvatn, með sturtu sápu og held ég body lotion

Nonna frænda og Lindu frænku; Kossar & Ólífur ( bók ), Ef væri ég ... - Regína Ósk og eyrnalokka í mínum stíl.

Sigrúnu ( systir pabba) og Snorra manninum hennar ; litla gínu og Ef þú bara vissir .. eftir Mörtu Maríu J. og Þóru Sigurðard.

Jóhönnu frænku og co ; Náttföt sem ég er ekki enn farin úr síðan ég opnaði pakkann Halo

Rafni sætaHeart: Armband og fínan bol Grin

Bjarneyju; Sturtu sápur frá body shop Smile

Árdísi ; GRÆNAN kodda og Naomi Campell ilmvatn

Evu ; Ef væri ég ... - Regína Ósk

Óskari ; The Notebook

Svo á ég eftir að fá frá Þórdísi danaprinsessu hihihTounge

Takk kærlega fyrir migHeart


Jóóóla hvaaaað?

Þá er komið að einu bloggi frá mér, vildi byrja á því að þakka þér Guðbjörg fyrir kommentið og láta ykkur öll vita að leikritið gekk mjög vel. Við sýndum fyrir allan Grunnskóla Hornafjarðar og hjá yngstu krökkunum s.s. 6-8 ára var laaang skemmtilegast að sýna fyrir. Við sem lékum tröllin áttum að fara út í sal og leita að jólasveinunum og þetta var svo krúttlegt, jólasveinarnir voru ekkert búnir að koma fram en allir krakkarnir bentu hingað og þangað og kölluðu að þeir væru þarna. Alltaf gaman að gleðja litla krakka, sem betur fer urðu þau ekki hrædd. Eftir þá sýningu fórum við út í sal til krakkana, og þá kom litli bróðir Rafns til mín og sagði að ég væri frekar skítug í andlitinu, bara fyndið. Svo komu litlar stelpur til mín og ein spurði mig af hverju ég væri svona skítug, og ég sagði henni að svona væru tröll skítug og hún beygði sig niður og potaði í tærnar á mér og sagði ,, líka á tánum ! ", gaman að segja frá því að ég var berfættTounge.
En allar sýningar gengu vel, en þó misvel. Ætli fólk fái ekki að sjá þetta á dvd, ef það endilega vill. En hins vegar er núna kominn 22. desember og á morgun, s.s. sunnudag meina ég er Þorláksmessa og þá ætla ég að hjálpa móður minni að skreyta jólatréð, þó svo að mamma lagi það alltaf eftir á. Í ár skammaðist ég mín frekar mikið fyrir að geta ekki gefið foreldrum mínum neitt vegna peningaleysi míns. Man það bara fyrir næstu jól að geyma pening til að kaupa eitthvað fallegt handa þeim, reyndar var ég svo hrikalega sniðug að gera jólaskraut í glersmíði handa mömmu, bæta örlítið í safnið. Gæti verið að ég hendi inn myndum af því þegar það er komið á jólatréð.
Jólin í ár verða öðruvísi en síðustu ár þar sem við verðum bara 6 í ár, ég, mamma, pabbi, Sædís, Axel og Lubbi, amma og afi ákváðu að vera heima hjá sér og Nonni frændi og Linda verða hjá kærustu Nonna.
Ég get sagt ykkur það að mig langar í nýja Bermuda diskinn sem kemur held ég út milli jóla og nýárs, enda líka uppáhalds hljómsveitin mín þar á ferð. Ein flottasta söngrödd landsins, og strákarnir eru ekkert síðri á sínum hljóðfærum. Algjör æði þar á ferð, diskurinn heitir Nýr dagur, og má heyra lög af disknum á heimasíðu þeirra ; www.bermuda.is mæli eindregið með þessu massíva fólkiGrin

Ætli ég geri ekki svona stuttan annál yfir árið í hnotuskurn hjá mér þó svo að það hafi ekkert verið neitt svaðalega merkilegt;

Snemma á árinu kynntist ég frábærri vinkonu minni, þó svo að ég hataði hana nú á mínum yngri árum. Sú æðislega stelpa heitir Eva Kristín og er núna ein af bestustu vinum mínum.

Mmmm... Ég fór á X-factor með elskulegu Salóme minni, og þar hittum við eiginlega alla keppendurna, og mjög gaman að segja frá því að við sátum hjá öllu Jógvan liðinu og fengum Færeyski folinn bol í láni og alles!

Í maí fór ég í bæinn að kaupa fermingakjól og svoleiðis dót fyrir ferminguna, og sú sem hjálpaði mér að stórum hluta að velja kjól var hin eina og sanna Guðbjörg Elísa, og mun sú minning ávalt sitja í sálu minni Grin

Ég er ekki viss um hvenær það var, en allavega fór ég að hitta uppáhalds hljómsveitina mína Bermuda í Þrykkjuna, og þetta fólk er bara yndislegt sko, ég fékk áritað plaggat sem er uppi á hurðinni minni.

27. maí fermdist ég, og sá dagur er mér mjög kær. Ég hitti flestalla ættingja mína, eitthvað sem ég hef þráð lengi, og ég sigraðist á feimni minni og gekk á milli borða og sast hjá öllum og spjallaði við gestina, einnig þegar ég var að biðja um þögn notaði ég kökuhníf og disk til þess, enda var engin skeið og glas nálægt mér.

Ég sendi grein í Morgunblaðið og var hún gefin út, og var það oft sem maður fékk hrós, einnig kom Siggi Mar, ritstjóri Eystrahornsins til mín og bað um að setja hana líka í Eystrahorn. Þar hófst ferill minn á frægðinniPolice

6. október 2007 var mér metinn til mikils, á þeim merkisdegi var eins árs sambands afmæli okkar Rafns, sem fer að verða 15 mánuðir núna 6. janúar.

Í Nóvember fór ég út til Manchester og upplifði draum hvers manchester united manns að fara á Old Trafford og horfa á liðið sitt vinnaWink Einnig var þetta mjög skemmtileg fjölskylduferð - Axel og Lubbi.. Ég og Sædís þurftum að deila hótelherbergi, rúmi og sæng!

Nú bara man ég ekki meir skemmtilegt.. jæja, ætli maður fari ekki bara að halda áfram að blasta Bermuda, í nýju stóru heyrnatólunum mínumGrin Og bíða eftir að aðfangadagur gangi í garð, hlakka til, hlakka til!!

 

Ég held að ég muni ekkert blogga fyrr en eftir Jól, svo að ég vil óska öllum bloggurum og bara öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju áriKissing

Lubbi sæti



Og passið ykkur á jólahundinum Lubbmaster, hann er rosalega svangur um þessar mundir!


Jólagjafalistinn

Frumsýningin á Jólagjafalistanum var í dag, og leik ég tröll ; hér er smá mynd sem var tekin áðan, mæli ekki með þessari hárgreiðslu, frekar vont!!!
mæli með sýningunni, og ég er með fyndnustu setninguna án efa, enda var mest hlegið af henni :D

Tralla


Frumsýning á Jólagjafalistanum á sunnud.

Upp er runninn laugardagur, og ég veit ekki meir. Ég fæ loksins minn langþráða svefn, SOFA ÚT! Vakna reyndar um tólf leitið á morgun til að þrífa mig og svona, fer svo upp í Mánagarð á leikæfingu, hlakka ótrúlega til að sýna. Ég ætla sko að meika'ða án efa. Vona að fólk sýni okkur smá virðingu og mætir til að sjá hvort það sé ekki eitthvað varið í þetta. A.m.k. eru atriðin sem ég, Yrsa og Hjördís komum fram í flott og efa ég nú að hin eru eitthvað síðri. Þetta verður rosalega skemmtilegt, svo er maður alveg að lifa sig inn í þetta eins og maður hafi bara fæðst í hlutverkið.
Eins og sumir vita þá finnst mér rosalega gaman að skrifa sögur, greinar og bara nefndu það. Langar rosalega að semja jólasögu þar sem ég mun þá geta unnið vegleg verðlaun. Ég samt er alveg tóm í dag, en eins og fólk kannski veit hef ég nú skrifað grein í sjálfan moggann og er ég alls ekki hætt því, svo skal ég láta ykkur vita að ég mun setja eina sögu sem ég er mjög svo stolt af hér inn, vonandi fyrir jól. Sú saga er bara svona stutt og heitir því indæla nafni ,, Drengurinn og ég ". Gæti þurft að betur um bæta hana þar sem ég endurtók mig í nokkur skipti.
Ohh, finnst agalegt að geta ekki sýnt ykkur greinina mína, ef þið kannski lesið moggann fram og til baka ættuð þið að hafa rekist á hana einhvern tíma í nóvember ef ég man rétt. Kannski eruð þið áskrifendur moggans, þá getið þið leitað að greininni á mbl.is, farið bara í greinasafn og skrifið Róslín, þá er það komiðWink
En ég er alls ekki hætt, ég mun láta heyrast í mér í framtíðinni, og þá mun meira, annað hvort sem forseti Íslands eða leikkona ( held samt frekar leikkona.. ). Bara að leggja nafn mitt á minnið, þá er aldrei að vita nema að þið sjáið mig í framtíðinniHalo

Allavega, knús til ykkar allra!Heart


Róslín upptekna...

Í skoðanakönnuninni, þá svar svarað ,, afhverju spyrðu ?", og hér skal ég láta ykkur vita hvað ég á við. Ýmist ef ég skoða heimasíður og er að lesa um hitt kynið hjá fólki og krökkum er oft svarað ,, allir háralitir, nema rauðir..", mér finnst það nokk ljótt. Þar sem fólk veit ekki hvort það hittir svo hina einu sönnu / hinn eina sanna, og sá aðili er kannski rauðhærður.

 En já, blogg um eitthvað annað, það er búið að ákveða að frumsýning á verkinu Jólagjafalistinn, eftir Magnús J. Magnússon ( leikstjórann okkar) verði sunnudaginn 16. des. Við Yrsa erum búnar að vinna hörðum höndum og Hjördís sem er þriðji aðilinn sem er með okkur í hóp er ekki búin að vera neitt hérna og er ekki alveg með stjórn á textanum. Vonandi að ég verði ekki eins og í fyrra, stóð þarna að reyna að skjálfa ekki og leika eitthvað þvílíkt alvarlegann ferðalanga. Reyndar er ég með snilldarhlutverk, og vonandi verð ég flottGrin
Jæja, jólin að koma, engir peningar til að kaupa gjafir handa mömmu og pabbaCrying Frekar leiðinlegt, en maður reynir að redda sér einhvernveginn. Ég er búin að kaupa annars fyrir alla vini mína og aðeins ein eftirGrin Svo það er ekkert stress í gangi, engin próf, enn betra. Hlakka til á fimmtudaginn, þá er ég eiginlega komin í svona gott frí. Mér skilst að það eigi að vera sameiginlegt bekkjarkvöld hjá 8, 9 og 10. bekk 18. des, 20. des litlujól og núna í skólanum er held ég annan hvern dag samvera á sal og syngjum við í hvert sinn, og auðvitað tekur maður rosa ánægður undir.

Ætli maður reyni ekki að sofna, sársvöng. Ég mæli með því að vera ekki mandvandur, þá fer maður oft sem alltaf saddur í rúmið, annað en ég. Ég hvet líka alla að pína grænmeti og ávexti í börnin sín áður en þau verða of þrjósk. 

Förum úr skólanum hálf eitt - eitt upp í mánagarð að æfa leikritið góða. Fáum semsagt frí í 2-3 tímum á morgun, lúxus að vera í Lopa, samt ekki. Hlakka til þegar jólafríið byrjar, þá get ég gefið mér meiri tíma í vini mína og fjölskyldu. T.d. er mottóið mitt að vera meira með Evu, svona EVA nú veistu þaðGrin Þú verður bráðum ofsótt eins og lamb....

....... fórnarlamb mittBandit haha djók,  allavega þá verður maður að hugsa um þá sem manni eru næstir, ég er búin að hugsa mikið um Rafn undanfarið, hitti hann oft á kvöldin og svona, maður verður að þróa sambandið, ekki samt misskilja þettaJoyful.


Mér þykir óskaplega vænt um ykkur elsku kleinurnar mínarHeart

Vill bara hafa það á hreinu, þar sem ég er ekkert best í að sýna fólki það..

Núna er ég farin fram að leita mér að einhverju ætu, að minni hálfu a.m.k. og sofa meira en fyrri nætur
Sleeping

Góða nótt ástirHeart


Nýjar myndir inná flickr

Þá eru loksins farnar að dælast fleiri myndir inn á flickr-ið mitt.

Nokkur sýnishorn af síðunni minni;


 
 
 
 

Mun vera mjög upptekin næstu viku, síðasta vikan fyrir frumsýninguna og æfingar á hverjum degi frá kl 4 til um 8. Svo eru jólin á næsta leiti og ef fólk lítur inn í herbergið mitt má sjá að jólin eru að ganga í garð.

Knús, Róslín A.Heart
 
 
 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband