Færsluflokkur: Bloggar
3.2.2008 | 14:34
Bolludagur
Bolludagur genginn er í garð. Ég aftur á móti búin að borða tvær bollur, og fögur var ekki sjónin af mér þá. Mamma tók myndir af mér þegar ég var að borða, og greinilega kann ég ekki að borða þar sem ég borða með öllu andlitinu, súkkulaði s.s. út um allt!
Margt sem maður á eftir ógert hérna heima. Gleymi mér alltaf í einhverju allt öðru en ég á að vera að gera. Núna þarf ég að fara að koma mér í "taka til" gírinn. Finnst bara mikið meira kósí að sitja í tölvunni og hlusta á tónlist. En ég er alltaf að furða mig á því, hversvegna fólk borðar harðfisk, en ekki venjulega matreiddan fisk. Svoleiðis er ég, ef ég kemst í harðfisk þá hætti ég ekki fyrr en hann er allur búinn, einskonar sælgæti. En aftur á móti hef ég aldrei borðað fisk, bara hugsunin hryllir við mér. Ég samt borða humar, enda Hornafjörður þekktur sem humarbærinn. Þó bara í hófi.
Emiliana Torrini, hún er núna í spilun hjá mér svo að ég gríp tækifærið að rita niður nokkrar línur sem við tengjast henni. Ég hef mest hlustað á hana af öllum söngvörum og hljómsveitum. Upp yfir 3000 skipti sem ég hef hlustað á lögin hennar, að vísu langt síðan ég reiknaði það út, svo það hlýtur að vera komin hærri tala. Hún syngur mismunandi lög, um mismunandi hluti. Ég hef skemmtilega sögu að segja af mér þegar hún sá mig, þegar ég var í kringum 5 ára gömul.
Ég fór með foreldrum mínum á eitthvern veitingastaðinn, sat engin önnur en Emiliana Torrini og var að þrasa í símann. Ég gekk þarna inn í teiknimyndabol, pilsi, sokkabuxum, stígvélum, með frekar úfið hár. Man ekki hvort ég hafi verið í fýlu eða skoppandi glöð. En aftur á móti þegar hún kom auga á mig, skellti hún á og horfði á mig og hló. Ég fékk eiginhandaráritun og allt saman segir mamma mín mér, en aldrei finn ég hana..
En ég rak augun í þetta ljóð, samið af mér og Mist í íslensku tíma í 8. bekk..
LÍFIÐ
Ég
er frábærust
Þú ert æðibiti
vinirnir góðir, allir hinir
farnir
Fæddist ungur en
gamall er í lífinu
dregur dauði að
Haturið
endar ástinni
friður í dag
stríðið leggst yfir morgunndaginn
sorg
Sumarið heitt
vetur frosinn vorið blítt
haust fellir laufblöð
Höf: Mist & Róslín.
Er farin að tía mig í að taka til og í sturtu.. maður veit eigi hvað dagurinn ber í skauti sér.
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.2.2008 | 23:04
Austurland er ömurlegt!!!
Afsakið, en það finnst mér, guði sé lof að við tilheyrum Suðurlandinu meira, þar sem við Hornfirðingar erum gjörsamlega hötuð af nágrannabæjum okkar. Oftast eru okkar lið betri í fótboltanum, og allt reynt til að við komum til allra en aldrei neinn til okkar. Þoli ekki þetta blessaða lið hérna á Austurlandi, afsakið en þetta pakk fer bara algjörlega í mínar fínustu taugar einmitt í dag. Það var búið að fresta leikjum sem áttu á vera hérna heima, hjá 4. flokki að ég held. Foreldrar hringdu uppí íþróttahús og hingað heim, vegna þess að pabbi vinnur eitthvað við þetta. Við fórum aftur á móti okkar leið til Neskaupstaðar. Vorum í sambandi við mótstjórann, og hann sagði okkur bara að koma. Ég var líka í sambandi við þjálfarann hjá Fjörðum. Hann sagðist ekki þarna á Fáskrúðsfirði sjá yfir í næsta hús. Ég spyr nú bara hvað er langt milli húsanna þarna? Þar sem við keyrðum þarna og alla leið á Reiðarfjörð, veðrið á Oddskarði var upp í 30 metra á sekúndu. Við biðum þarna í klukkutíma eftir svari, þar sem þjálfarinn okkar var að fara til Reykjavíkur með meistaraflokkinn kom bróðir minn með okkur. Á endanum hringdi Chakki þjálfari í okkur og sagði okkur bara að drífa okkur heim aftur.
Hvað finnst ykkur í þessari stöðu að keyra allt í allt í 7 klst. og bíða inná sjoppu í 1 klst. við vorum eina liðið af þessum þremur sem reyndu okkar besta að komast, því við ætluðum að sýna þessum liðum okkar besta. Við ætlum ekki aftur að keyra þangað, þau geta vel komið bara hingað. Eða bara semja hvaða lið fer til Reykjavíkur að keppa á Íslandsmótinu....
Ég keppti bara í staðinn á dodgeball móti, og voru það stelpurnar í bekknum + ein í hinum bekknum. Við vorum svo góðar að tapa öllum leikjunum okkar...
Ætla að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera, t.d. klára Evan Almighty, já góð hugmynd, fer bara að kúra í koddana mína og hann Snússa bangsann minn..
KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.2.2008 | 23:18
Frá hjartanu
Fyrir sirka einu og hálfu ári kynntist ég manneskju. Ég hafði vitað af henni, en aldrei fengið að kynnast henni almennilega fyrr en þarna. Persónuleikinn, eignlægnin og þetta bræðandi bros dáleiddi mann. Ég hafði aldrei áður á ævi minni fundið fyrir þessari tilfinningu svona sterklega áður. Ég hugsa um, og til þessara manneskju á hverjum einasta degi, gæti ekki hugsað hvar ég stæði núna hefði ég aldrei kynnst manneskjunni. Hann fyllir upp í allt það sem ég kann ekki, og stendur alltaf við bakið á mér. Auðvitað er ég að tala um hann Rafn Svan minn, núna á miðvikudaginn næsta, 6. febrúar höfum við verið saman í heila 15 mánuði. Hæfileikaríkari dreng hef ég örugglega ekki séð áður, hann spilar fótbolta og er einn af þeim bestu í sínum flokk. Hann hefur æft á píanó ég veit ekki hvað lengi, og allar íþróttir sem hann spilar fellur hann algjörlega inn í. Hann er hvetjandi, fyndinn og hress.
Fallegur er hann auðvitað, bæði að utan sem og að innan. Hann hefur staðið við bakið á mér í gegnum allt síðastliðið ár, og styrkt mig til að halda áfram.
Eitt orð sem lýsir þessum þessum dreng fullkomlega er yndislegur, þar sem yndislegur getur táknað á alls konar hátt. Það besta sem ég veit um er að kúra með honum yfir sjónvarpinu, tala við hann og fá þetta bræðandi bros á móti manni.
Þá hef ég losað mig við þránna til skrifta, mig langaði svo mikið að koma þessu á framfæri.
Ég elska þig Rafn minn
Knús til ykkar hinna!
Við s(k)jáumst vonandi annað kvöld eða á sunnudaginn, óskið mér góðs gengis á Neskaupstað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2008 | 14:40
Heppan komin út!!

Fimleikadeildin er búin að ræna af okkur tímanum sem við eigum inni í kvöld, en það var leyft okkur sem betur fer að hafa æfingu kl. 8 þar sem við höfum flestar ekki spilað Futsal í vikur. Ætla líka í almennilegum fötum á æfingu til að geta varið eitthvað, ætla svo að fylgjast með Bandinu hans Bubba, þar sem ég styð minn heimamann, já það er strákur héðan frá Hornafirði kominn svolítið langt áfram að ég held!!

Jæja farin í tiltekirnar og slappa svo af!
Knús

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
31.1.2008 | 18:05
Kvartanabelgurinn Róslín!!
Svona er það með suma unglinga, haldandi það að geta gert eins og aðrir skipti máli. Að falla inní hópinn, hafa sömu klippinguna, ganga í sömu tískufötunum, apa upp eftir öðrum um áhugarmál o.s.f.v. Þetta er farið að gerast allt of oft. Litlar stelpur í 4 - 6. bekk byrjaðar að setja maskara á sig og mála sig svo hrikalega illa að maður endar með því að segja oj barasta.
Hvað er að gerast fyrir framtíð Íslands?, og hvað er alltaf verið að tala um að við eigum að taka upp á enskunni, á Ísland ekki bara að verða eins og einn af þessum unglingum??

Jæja, hætt að kvarta og læt ykkur vita í leiðinni að ég var að uppgera Um mig, bæta einhverju þangað inn, og svona til þess að teygja aðeins úr lopanum er uppáhalds liturinn minn GRÆNN, til að koma því á framfæri

Farin að græja mig á ííískalda fótbolta æfingu - austurlandsmótið á Neskaupstað á laugardaginn!
KNÚS

P.S. Þar sem ég skrifaði þetta ekki í dálkinn um mig, langaði mig líka að deila því með ykkur að ég hef skrifað grein í Morgunblaðið, og varð ekkert smá ánægð að það hefði verið tekið mark á greininni minni, aldrei að vita nema maður skrifi aftur, enda með bullandi áhuga á því að skrifa niður hugsanir mínar um Ísland og því sem við tengist því!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.1.2008 | 15:31
Áður en ég fæ mér að borða...
Vildi bara deila með ykkur skemmtilegri sögu.
Í hádegismatnum gengu ég og vinir mínir út í miðbæ, og mættum engum öðrum en Guðna Ágústssyni, Valgerði Sverrisdóttur og manni sem ég er ekki viss hver var. Ég var kurteis og bauð góðan daginn. Fékk sömu kveðju til baka og Guðni bað okkur um að fara gætilega í hálkunni, og við sögðum að sjálfsögðu sömuleiðis.
Þegar ég var búin að borða og Yrsa var við það klára kökuna sína, settist mamma Árdísar vinkonu minnar, sem vinnur þarna í bakaríinu hjá okkur og talaði við okkur, gengu þau svo inn og Guðni talaði spakmælislega við hana. Allt benti samtalið til okkar, yngri kynslóðinni, framtíð Hornafjarðar!
Ég hef bara eitt að segja um þennan mann, hann er yndæll, og talar ekki jafn mikið í síma og hin tvö töluðu. Hann gekk um búðina og spjallaði við hina og þessa. Ég tók líka eftir því að það er rosalega ýkt allt grín að Guðna, hann talar ekki alveg svona eins og menn halda..
Eigiði það gott sem eftir lifi dags!
Nú fæ ég mér að borða og að læra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2008 | 23:03
Biiiingóóó!


Bingóið gekk eins og í sögu, ég byrjaði á að segja tölurnar í nokkrum spilum, söng með minni æðislega fallegu rödd, í míkrófón. Heyrði mig syngja og hélt að þetta væri krakki í 4. bekk! Bara fyndið, sagði m.a. uppáhalds brandarann minn sem ekki margir hlógu að, bara kennararnir

En á leiðinni heim í dag þegar ég var að fara heim að borða, var ég elt af strákum í 3-4. bekkjar, og þeir voru að fræða mig um að þeir hefðu fundið dúkku og þið viljið ekki vita framhaldið. Orðaforðinn sem krakkar á þessum aldri eru farnir að læra, guð minn góður!! Svaraði þeim eiginlega ekki fyrr en þeir voru farnir að spyrja hvort ég væri heyrnalaus, þá talaði ég bara við þá, spurði í hvaða bekkjum þeir væru, annar strákurinn var svo óskírmæltur að ég skildi ekki 1/8 af því sem hann sagði greyið. Hann var greinilega eitthvað að drífa sig að tala heyrðist mér. Vonaði svo sannarlega að enginn hafði séð þetta, þar sem að ég þekkti þessa stráka ekki neitt, og ég þoli ekki þegar er hundsað mig, svo ég talaði bara við þá.

Jæja, þið hafið heyrt í mér þessa vikuna, ætla að fylgjast með Opruh, ein af mínum uppáhöldum og læra fyrir samfélagsfræðipróf.....
Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.1.2008 | 17:02
Björn Ingi hættur
Allavega á Ísland nóg annað um að ræða, ekki endalaust tal um stjórnmálamenn, við vitum öll að flest þeirra hafa nóg milli handanna. Það er meira að gerast á Íslandi, fátækt og allt milli himins og jarðar bara. Ég skil ekki hvað er alltaf verið að fjalla um sama fólkið í fréttum, af hverju að koma ekki af og til með einhverjar fréttir til að hressa upp á fólk?

Jæja, styttist óðum í að blaðið Heppan fer í prentun og útgáfu, ef prentvélin mun ganga verður gefið út blaðið hugsanlega á morgun. Vonandi leggst það vel í krakkana!
Ég fór áðan út með eldgömlu myndavélina hans pabba, hann keypti nefnilega filmu fyrir mig. Tók tvær myndir, þetta kostar nefnilega peninga!


Ætli maður fari ekki að gera eitthvað af viti.
Sæl að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.1.2008 | 19:38
NÝR DAGUR - BERMUDA
Í dag vaknaði ég mjög seint, eða eitthvað svoleiðis allavega. Sá skífupoka hjá sjónvarpinu og kíkti í hann, og þar var Nýr dagur með Bermuda!!!! Vá hvað ég var ánægð, bað bróður minn um að kaupa hann fyrir mig nefnilega í bænum. Ég þorði varla að taka hann úr plastinu, horfði á hann vel og lengi, tók mig svo til og opnaði hann. Setti hann í tölvuna og er búin að vera að hlusta á hann síðan.
Að mínu mati kom diskurinn mér stórlega á óvart, æðislega falleg lög sem koma manni í gott skap, bland af skemmtilegum og hressum lögum við róleg og yndislega falleg lög. Ég er alltaf að reyna að átta mig á því hvað ég verð undrandi að heyra þessa yndislegu rödd hennar Ernu Hrannar. Örugglega ein fallegasta söngrödd Íslands! Mann hlýnar hreinlega bara við hjartarætur

Mæli eindregið með þessari frábæru plötu sem færst víða í búðum, og innilega til hamingju þið krakkar í Bermuda með flottustu lögin


En núna þarf ég að fara að halda áfram að læra fyrir morgundaginn, víst alveg nóg eftir.
Kveðja,
Róslín Alma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 11:21
Löng helgi
Allt í lagi, svona hefði ég viljað byrja á þessari bloggfærslu, en svona er þetta í alvöru búið að vera;
Síðasti helgardagurinn, ég búin að hanga í tölvunni, fara að taka myndir með mömmu og allskonar. Vakna oftast um 6-8 á morgnana, og fer að sofa um 10. Rosalegt andlegt álag hvílir á mér að ég held. Er mjög þreytt yfir daginn útaf engu sem ég veit allavega um. En núna í morgun hef ég verið að vinna vinnu sem ég fæ bara ánægjuna af. Vaknaði bara og kíkti á símann þar sem ég hef ekkert heyrt í Rafni síðan í fyrradag, hann einmitt var á Reyðarfirði á landsliðs æfingu U16 og vonandi að honum hafi gengið vel



Ætli ég hlusti ekki á tónlistina mína og held áfram með blaðið, svo endilega að þið kíkið á www.flickr.com/photos/roslinv , nýjar myndir og svona

KNÚS

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)