Queen Latifah

Róslín og Queen LatifahHér sit ég með vinkonu mína, Þórdísi sem býr út í Danmörku við hlið mér, og sú er svo þreytt að hún er bara sofandi. Klípi af og til í hana og minni hana á að taka linsur úr sér, þar sem það er ekki hollt að sofa með þær ( allavega held ég það ).

En það sem ég ætlaði að skrifa um er Queen Latifah, leikkona. Ekki að ég haldi mikið upp á íslenskar leikkonur sem eru bara að meika það hér á Íslandi. En af því að Latifah er nú aluppáhalds leikkonan mín þá tel ég mig alveg mega að fræða fólk um hana.

Þessi kona er mjög hæfileikarík manneskja, hún er ekki bara leikkona heldur byrjaði hún á að beat-boxa og rappa að ég held nú. Hún er líka mjög góð söngkona hef ég tekið eftir! Ég hef nokkrar myndir séð þar sem hún leikur í. T.d. Last Holiday, Hairspray, Beauty shop og Taxi. Þessi meiriháttar leikkona er ekkert alveg eins og þessar Hollywood leikkonur í dag, þar sem hún er stór um sig, og tekur sig æðislega vel út í öllu því sem hún gengur í. Hún er líka rosalega sæt og fín eins og hún er bara! Þarf ekki að bæta neitt, hún er æði LoL

Ég er að lesa mig til um hana á Wikipedia og komst að því að hún hefur bara átt frekar eðlilega æsku, en svona til að láta fólk vita er ég ekki sú besta í ensku en ég reyni mitt besta við að skilja þetta. Í Háskóla var hún í körfubolta og var kröftugur framherji ( ef það má segja um körfubolta.. ).

Eftir Háskóla fór hún að svo kallað beat-boxa í rapp grúppunni "Ladies Fresh" og svo var hún í mörgum öðrum grúppum. Hún hefur unnið við nærfatadeild og á Pizza Hut. Bróðir hennar dó í mótorhjólaslysi árið 1992, en Latifah hafði gefið honum hjólið. Enn í dag er hún með lykilinn af mótorhjólinu um hálsinn á sér.

Svo er margt sem stendur þarna, en ég held mest upp á þessa mögnuðu leikkonu, er einmitt að hlusta á rapp sem hún syngur, rosalega töffPolice
Ég óska þess innilega að ég fái að hitta hana einhverntíma á minni löngu lífsævi!

Góða nótt kæra fólk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég var einmitt mikill aðdáandi hennar þegar ég var á svipuðum aldri og þú. Man auðvitað best eftir henni sem rappara en hún er líka fín leikkona.

Ég er semsagt formlega orðin gömul

Laufey Ólafsdóttir, 18.1.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mér finnst þú alltaf hrikalega ungleg að sjá. Alltaf að furða mig á því að þú ættir að vera yngri.. útlitslega séð allavega

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.1.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

úbbs, þetta hefur örugglega misskilist stórlega!!! Ég meina auðvitað að þú ættir að vera yngri að árum því þú lítur svo unglega út

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband