Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2007 | 16:01
Futsal

Það versta við þetta er að ég veit ekkert hvort ég eigi að mæta á æfingu eða sitja og horfa á. Langar ógeðslega á æfingu þar sem það er futsal og vil ég ekki gera grey stelpunum það að þurfa að vera í marki. Þar sem það er ekkert sérstaklega þægilegt að fá þennan bolta í sig. Ég er orðin vön þessu, þó þetta sé alltaf jafn óþægilega vont.
Fór í dönsku sagnar próf í síðasta tímanum í dag og fékk 5.3

Alltaf eru nýir og nýir tónlistarmenn að heilla mig, þó það sé langt síðan þeir komu fram. Núna er ég farin að fýla Dido í botn, æðislega flott rödd og flott lög. Eitthvað svo týpískt mín tónlist, svona vælu.
En nú verð ég að reyna að finna mér eitthvað að borða, svo ég verði ekki eins og tröll í bókstaflegri merkingu á leikæfingu á eftir



Hugs and kisses,
Róslín Alma

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 19:02
Nöldurskjóða
Mæli eindregið að þið komið til Hornafjarðar, helgina 14 - 16. desember, þá getið þið séð leikrit, sem er reyndar gert sérstaklega fyrir yngri krakkana. Ég spái því að þetta verði skemmtilegt leikrit, a.m.k. skemmtilegt barnaleikrit, ef foreldrar verða eitthvað óhressir með þetta, þá gapi ég bara.
Annað verkefni sem ég er í gengur ekki jafn vel, Þrykkjublaðið s.s. but don't blame it on me!! Eða allavega ekki allt, ég reyni að nýta tíma minn, þar sem dagurinn fer nú oftast bara í leikæfingar, fótboltaæfingar og lærdóm.
Svefn er ekki alveg að gera sig hjá mér þessa dagana, þar sem ég verð þreytt mjög snemma, útaf öllum pirringi og því. Svo er ég með heiftarlega vonda vöðvabólgu, þar sem ég er alltaf frekar stíf.
Vikan er hin snarasta þessa dagana. Í gær var ég einmitt að spyrja Yrsu hvaða dagur væri, og hún svaraði miðvikudagur. Ég gapti bara, fékk nett sjokk réttara sagt. Fannst eins og helgin hefðu bara verið í fyrradag. Jæja, heppin ég, reyndar samt ekki, helgin fer eiginlega öll í að æfa leikritið, vakna hress og kát fyrir kl. hálf tíu og upp í skóla... á laugardegi!!
Engin jólapróf verða í ár, og er ég mjög kát með það, þar sem ég er ekkert sérlega góður námsmaður í öllu námi. Reyndar finnst mér stærðfræðin skemmtileg, íslenskan á léttu nótunum og enskan ágæt. Danskan og náttúrufræðin eru ekki eins góð. Tölum ekki um sundið, en íþróttir eru alltaf skemmtilegar. Samfélagsfræðin reynist manni frekar áhugaverð ( þó að á síðasta einkunnarblaði hafi kennarinn ekki hakað við að ég hefði áhuga á þessu.. ) og lífsleiknin er fremur fjölbreytt, alltaf gaman að fara í tíma þar sem maður þarf ekki að vera að gera það sama, svo er líka annar kennari með okkur í því, og er örugglega sú skemmtilegasta í skólanum af þessu kennaraliði.

O, jæja, ætli maður fari ekki einu sinni enn yfir sagnirnar fyrir sagnadönskupróf á morgun, svo náttúrulega í sturtu þar sem minn ástkæri Rafn Svan



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2007 | 22:21
Pirringur..
Jæja, langaði bara að rita hér inn nokkur orð. Eins og kannski fáir vita, líður mér frekar illa, en ég læt það ekki sjást á mér. En þegar ég fæ upp í kok af þessu öllu verð ég ekkert smá pirruð, og beiti því á alla, án þess að vilja neinum eitthvað. Ég verð svo rosalega þreytt af þessum vanlíða og pirringi að oftast verð ég að reyna mitt besta að sofna ekki um kl. 20.00. Þar sem ég sef ekki mikið, ég verð að beita þessum pirringi eitthvert allt annað en á fjölskyldu og ættingja, og fyndist sniðugt að fá trommusett, þar sem mig langar að spila á trommusett. Endilega ef þú ert einhver rosa rík/ur máttu splæsa einum slíkum dýrgrip, þar sem ég er bara blankur námsmaður.
En yfir í annað, ég er orðin frekar fúl yfir þessum fréttatilkynningum að krakkar á Íslandi séu 1 af hverjum 5, yfir kjörþyngd, og þá spyr ég, er það ekki bara allt í lagi á meðan krakkinn er ekki að velta sér af spiki. Vill fólk núna að krakkar fari að velta sér upp úr því hvort þau séu ekki í nógu góðu formi, hvort þau séu of feit, eða eitthvað í þá áttina. Við eigum aðeins eitt líf (trúi ég allavega), og vona ég að foreldrar eyðileggi ekki æsku barna með því að banna þeim að borða hitt og þetta því að þau gætu orðið feit af því. Sjálf var ég nú ekkert svaka mjó þegar ég var yngri og hef aldrei verið. Alltaf verið mesta bollan af stelpunum í bekknum, og hvað með það segi ég nú bara, ég átti mína vini, ég var ekki lögð í einelti, því að krökkum var ekki kennt að vera á móti þybbnara fólki, svo get ég svo sannarlega sagt ykkur það að þó fólk sé með fitu utan á sér, þá er það ekki verri manneskjur fyrir því!! Þetta á nú að vera í lagi ef börn eru í íþróttum og svona.
Alveg ótrúlegt það sem er að koma yfir íslensku þjóðina, þó ég styðji feministana í hinu og þessu, þá er stundum einum of langt gengið, og sama segi ég með karlremburnar hér á landi!!! Sem gera ekkert annað en að tuða yfir því að kvenmenn eigi að vera í lægra sæti, er ekki í lagi??
Eina sem ég segi og stend við ; ÉG vill Vigdísi Finnbogadóttur aftur sem forseta! Þó svo að ég var nú ekki lifandi á þeim tíma, en það er allt annað mál.
Jæja, þá er meira kvart í mér, ég skal segja ykkur hversu "vel" ég og heyrnatól ( fyrir t.d. iPod) eigum saman. Ég hef á þessu ári eyðilagt 4 svoleiðis stykki. Fyrsta sprakk, datt af öðru festing til þess að það væri ekki bara járn, skar ÓVART!!! í sundur það þriðja, og missti svo fjórða í gólfið í skólanum í dag, og það datt í sundur, og fann ekki dótið til þess að festa það aftur á, og svo datt sjálf heyrnatólið af!!!!!! En ég reddaði mér nýjum, fann eitthvað drasl inní skáp og læt það duga og óska þess að ég fái ný í jólagjöf!
JÓLAGJAFALISTINN, hefur aaaaldrei verið eins ófjölbreyttur áður, eina sem er á honum eru 5 geisladiskar, 4 bækur, trommusett og ef fólk vill endilega gefa mér eitthvað annað er það inní herbergið.. ekki er ég nú að óska mér neins mikils, miðað við seinustu jól..
En látum þetta gott heita, ég er farin að róast aðeins niður, loksins..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 20:34
Bara... með Hara
Ég er komið með eitthvað nett bloggæði, er að fýla þetta mbl bloggkerfi í tætlur! Svo fólk viti það, þá er ég hætt með blog.central.is síðuna mína og minn sirkus þar sem kerfin í því eru alveg að falla niður.
Annars ætlaði ég ekki að blogga um þetta. Áðan var ég á svokallaðri hlaupaæfingu, þar sem við hlupum 10 mínútur 3x, og á milli gerðum við magaæfingar, armbeygjur og bakæfingar. Ég sem er alveg hrikaleg með mitt þol, þoldi þetta! Reyndar var það iPodinum mínum að þakka, þetta tæki er alveg magnað, svo er ekkert verra að hafa stillt á Hara. Ég fékk diskinn um daginn þegar ég var að segja mömmu og pabba hvað mig langaði í jólagjöf, og nefndi einmitt þennan disk, bara... með Hara. Ég fór svo stuttu seinna í sturtu og þegar komið var inn í herbergi lá diskurinn einmitt á tölvunni, og sé ég alls ekki eftir því að hafa beðið um hann.
Hildur og Rakel, s.s. Hara systur, eru örugglega einar af bestu kvenskemmtikröftum á landinu að mínu mati, þær þykjast ekki vera glaðar með gervibros, þær eru brosandi því þær eru glaðar Ég fór einmitt á X-factor og man vel eftir þeirra atriði, sem var alveg rosalega flott!! Hitti þær svo eftir á og fékk mynd af okkur ( eins og með flestum reyndar), og má ég minnast þess að þær voru rosalega glaðar yfir því að láta taka mynd af sér með mér, vildu endilega hafa mig með á myndinni og Hildur kallaði á Rakel og bað hana um að koma. En ég vildi enda bloggið á því að hrósa þeim fyrir flott lög og vel sungin. Ég sé ALLS ekki eftir því að hafa látið mömmu og pabba eyða 2000 krónum í þennan disk, þetta er bara snilld
Takk kærlega fyrir mig!!!!
Hafið það sem best,
Róslín A.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2007 | 23:28
Skemmtunarbrannsinn..
Ég hef lengi pælt í því hve mikið mig langar að verða söngkona þegar ég verð eldri, sú spékulerun gæti aldrei gengið upp, vegna hversu vont tóneyra ég hef. Hrikalega fölsk og alles. Þá hef ég lengi pælt í því að vinna í hljómsveit, en það sem hindrar mig frá því er hversu hrikalega lesblind ég er á nótur. Þessi þrjú fyrstu skólaár mín sem ég þurfti að æfa á blokkflautu fóru allar bækurnar í því að láta krota heitin yfir nóturnar, þar sem ég mundi aldrei hvaða nóta var hvað. Svo frá blautu barnsbeini hefur mig lengi langað að spila á trommur þar sem það þarf að læra takta og svoleiðis, ekkert endilega að spila eftir nótum, bara takt, og hef ég lengi kvartað um að mig langi í trommusett, ég ætlaði að kaupa mér trommusett rétt eftir sumarið, en það varð aldrei neitt úr því. Núna á ég heldur ekki neinn pening til þess!
Frá því ég man eftir mér hef ég ALLTAF staðið á því sama að ég ætli að verða leikkona þegar ég verð stór, þó svo að ég sé með heilmikinn sviðskrekk á móts við hve athyglisjúk ég er ( hoppandi útum allt t.d. í skólanum fyrir framan alla og með rassinn lengst upp úr buxunum... það er bara ég..) þá er það frekar erfitt að átta sig á því hvað ég er hrikalega hrædd að standa upp á sviði. Reyndar er það líka svona með ættingja og fólk sem ég hitti sjaldan, annars er ég mjög málglöð og hávær!
Svo það er staðfest, ég ætla mér að verða ættfræðingur, trommuleikari og leikkona í framtíðinni!
Set hér svo myndband til að sýna hvernig ég er upp á mitt besta..
http://youtube.com/watch?v=GfTapeQiJPc
Bloggar | Breytt 2.12.2007 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2007 | 00:40
Fullveldisball og vont veður..
Undanfarna daga hefur ýmist verið ógeðslegt veður, eða ógeðslegt svell. Í fyrradag var fært um allan bæ á skautum, ef manni langaði á skauta var bara að hoppa í skautana og út á götu! Reyndar gerði ég það ekki þar sem ég hef verið frekar upptekin þessa dagana, svosem leikæfingar, þreyta og vanlíðan..
Ég hef reynt að vera lífsglöð manneskja, en síðustu vikur hefur mér gengið fremur illa í því. Þar sem allskyns hlutir "flæktust" fyrir mér. Ömurlegt að geta ekki verið síbrosandi, hlæjandi, talandi við alla og fólk er sátt við mann..
Í gærkvöldi var hið fræga Fullveldisball, reyndar fannst mér ekkert rosa gaman. Óli Geir var DJ, og get ég sagt að mig langar ekkert sérstaklega mikið á eitthvað svona aftur, a.m.k. ekki þegar er svona of mikið teknó. Ég verð að geta sungið með!!! Ég reyndi allavega að dansa og svona, frekar líka erfitt þegar maður er í svo léttum kjól að hann "fýkur" upp um mann þegar maður hoppar.
Jæja, ég verð að fara að sofa núna, leikæfing kl 12.00 svo það er best að fara í háttinn, annars stoppar ekki síminn fyrr en maður er komin út í skóla, ég er ekki að ýkja!
Sæl að sinni,
Ég og Rafn í gærkvöldi, hann ekkert alveg hrifinn af myndatökum :P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2007 | 23:37
SNJÓR
Ætla að reyna að draga eitthvað af þessu fólki sem ég þekki í bænum með mér í skautahöllina þegar ég kem næst í bæinn, þar sem að þar er svellið alveg slétt, og ljós!! Endilega bjallið í mig ef þið eigið heima í bænum og vitið þegar ég er í bænum og biðjið mig að koma með ykkur, þá munuð þið sjá rugludall á skautum!

Hefði ég verið svo glögg að taka með mér myndavél þá hefði ég getað sett hér myndir af mér hoppandi á skautum, sem allir munu án efa vilja sjá!
Annars styttist óðum í jólin, og ég farin að hlusta á jólalög og má byrja að skreyta herbergið um næstu helgi, það sem mín bíður í vikunni er skóli, leiklistaæfingar, fótboltaæfingar, 1. des BALL! og eitt og annað.


Ég, Árdís og Eva á góðum degi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.11.2007 | 00:11
"ættingjahjal"
En núna undanfarnar vikur hef ég verið með kvíðahnút í maganum, spenning og allt bara. Við ákváðum í leikhópnum Lopa að hætta við sýninguna, og setjum upp jólaleikrit fyrir yngri kynslóðina ( yngstu meina ég þá ). Hlakka til að sjá hvernig manni gengur nú í því

Svo á skólablaðið að vera gefið út í næstu / þarnæstu viku. Og einnig er ég stjórnandi blaðsins. Enda set ég það upp, tek sum viðtölin, og hanna þetta allt og er myndatökumaður einnig.
Það er svo opin þemavika í þessari viku, fjallað um tímann í kringum Hippatímabilið. Og skráði ég mig í blaðamannahópinn, þar sem verður fylgst með öllu og gert blað, og skoðað hvernig sjónvarpsefni var á þessum tíma.
Planið fyrir morgundaginn er að fara í skólann, leikæfingu, heimsækja Óskar vin minn með Rafni og fara á fund. Alltaf jafn mikið að gera í þessu blessaða lífi manns.
Maður býr sig undir eitthvað, en þegar það kemur, hrynur maður algjörlega niður í þá stöðu sem maður myndi ekki halda að maður myndi nokkurn tíma gera. Ég lýsi því hér með yfir, hvar sem er í heiminum, hvort það sé í dag, gær eða á morgun, þá þykir mér alltaf vænt um fjölskyldu mína, ættingja mína, vini mína og kunningja mína, og einnig þá sem ég sýnist hata.
Jæja, ef þið viljið ekki lesa meira af bulli þá myndi ég stoppa hér..
Annars ætla ég að koma með "ættingjahjal", þar sem að ég á ekki að vera á "mér þykir rosa vænt um ættingja mína " skeiðinu, þá er ég það samt. Ég hef alltaf elskað að vera í návist ættingja, og finnst ótrúlega leiðinlegt að búa svona langt útá landi, þar sem flestir eiga heima í Reykjavík og nágrenni. Á síðustu árum hef ég leitað uppi ættingja, og taka þeir því misvel. Hef bara samband við eina stelpu af öllu þessu fólki sem ég fann ennþá. Held að það hafi verið eitthvað fjölskylduvandamál, en þar sem ég er ekki fjölskylda mín, þá á ekki að láta það bitna á mér! Þessi eina stelpa sem nennir enn eitthvað að tala við mig heitir Arndís Ey, og hitti ég hana fyrr á árinu, indælis stelpa, hún er reyndar 10 árum eldri en ég. En ef fólk gerir sér grein fyrir því, þá á ekki að skipta máli hvort ég væri 14 ára eða 54, þó svo að ég lýti út fyrir að vera mjög ung og svona ( ég er það nú samt ), þá er ég mjög gömul sál. Vinir mínir líka stundum skilja ekkert í mér, og bara finnst mér alveg ömurlegt að frændfólk mitt heldur að það geti ekki talað við mig, þar sem ég elska að heimsækja það. Endilega eitthvað af þessu fólki sem eru ættingjar mínir og eru að lesa þetta, ekki vera hrædd við að tala við mig. Ég er ekki þessi típíski íslenski unglingur!
Og vil ég benda ykkur á að tveir af þremur blogg-vinum mínum hér á mbl blogginu eru frænkur mínar. Og eru þær eitt af þeim dæmum sem þora að tala við mig!

Allavega er ég hætt að kvarta, og barasta farin að hlusta á jólalögin mín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2007 | 00:27
Manchester =)


vi ses

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 22:09
Gútn atn! Jeg hedder Brýýýnhilda..
hér sit ég við tölvuna að pæla í því að fara að þrífa af hillunum. Ég einhvernvegin get aðeins hugsað þetta, ekki framkvæmt. Mamma er búin að tuða síðustu vikuna í mér um að taka til. Ég tók mér tak í dag og lærði það litla sem þarf að læra fyrir morgundaginn og gekk frá bókunum.
Þannig er mál með vexti að afi minn og amma mín eru að koma á morgun af þeirri ástæðu að afi var sjötugur í dag, og ætla þau að halda uppá afmælið með börnum og barnabörnum.
Eitt sem hrjáir mig í dag er hálsbólga eftir fótboltaæfinguna í gær. Fer hrikalega í taugarnar á mér, þar sem að þetta hefur gerst síðustu tvö haust líka, og flestar fótboltaæfingar úti. Ótrúlegt en satt erum við mamma alltaf að pæla í að fara með mig í kirtlatöku svo ég geti nú æft á veturna og ekki haft þetta eilífðar kvef. En bara sumir eru gleymnir og gleyma því strax.

Annars ætla ég bara að minna á ljósmyndasíðuna mína ;
www.flickr.com/photos/roslinv
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)