Örhugsanir á afmælisdaginn!

Í dag á ég afmæli, síðustu ár hef ég vakað þangað til að afmælisdagurinn minn rennur í hlað og tekið við kveðjum um leið. En það fyrsta sem ég hef einnig gert á afmælisdaginn minn síðustu árin eru að breyta ég er xx að verða xx, ég breytti til dæmis inni á facebook að ég væri 17 ára og einnig hér inni, og þegar rennur upp nýtt ár breyti ég því, að ég sé 17 á 18. ári.

Ég er orðin hundgömul alveg, tek bóklega bílprófið á sunnudaginn og verklega í næstu viku, ef ég næ bóklega.

Ég veit um fullt af afmælisbörnum í dag, t.d. Robert Plant og Yrsa æskubestavinkona mín...

 

Nú þarf ég að skunda út, til sýslumannsins með umsókn og út í búð að kaupa í köku sem ég lofaði starfsfélögunum!


VELVAKANDINN RÓSLÍN

Ég rak augun í Velvakandadálk í gömlu Morgunblaði. Ég les stundum Velvakandann, en þessi fékk mig virkilega til þess að hugsa. Þarna var maður, kannski strákur, kannski ungur maður, kannski maður á besta aldri og kannski gamall að nöldra yfir íþróttadagskránni sem RÚV sér um. Hinar stöðvarnar hafa tekið að sér einhverja íþróttaviðburði eins og t.d. golf.

Ég, eins og margir aðrir, fylgdist með HM eingöngu vegna þess að heima hjá mér er bara RÚV og á því tímabili var bara HM, viðtöl um HM og fréttir um HM og það sama sem hefur gengið á síðustu vikur, kreppa, kreppa, eldgos, eldgos, kreppa, eldgos, kreppueldgos.

Það sem Velvakandinn að þessu sinni var að meina, ef ég skildi hann rétt, var ekki nóg af íþróttaviðburðum á RÚV, gott væri að golfið, fótboltinn og Formúla 1 væri öll á sömu rásinni, sem allir 18 ára og eldri borga fyrir hvort sem þau horfa á stöðina eða ekki.

Þegar ég var búin að velta vöngum yfir þessu, þá fór ég að hugsa, hvað þyrfti RÚV að gera svo stöðin hentaði mér?

Mig langar að verða leikkona þegar ég verð eldri, samt þá helst strax, en æfingin skapar meistarann, og ég átti fund við eina merka leikkonu sem ég tek mér til mikillar fyrirmyndar og talaði þá við hana um hve erfitt væri að fylgjast með íslensku kvikmyndunum. Búandi á litlum stað sem þessum, þar sem ekkert bíó er og kostar heldur mikið að fara t.d. með flugi til Reykjavíkur til þess að fara í bíó á íslenskar kvikmyndir þegar þær koma út, þá missi ég hreinlega af öllum myndum.

Ég 'niðurhala' ýmsu, en ég vil helst sleppa íslensku efni. Ég kaupi kvikmyndir, geisladiska og plötur, frekar en að stela þeim, til þess að styrkja íslenska list. En nú í dag, eru svo fáar kvikmyndir gefnar út eftir sýningar í kvikmyndahúsum, að sveitalubbar eins og ég missa einfaldlega af öllu.

 Því spyr ég; hversvegna sýnir RÚV, sem er Ríkissjónvarp sem allir borga skatt fyrir, ekki íslenskar kvikmyndir og þáttagerðaraðir, frekar en að endursýna Klovn í fjórða skiptið og alla þessa dönsku þætti og heimildaþætti frá útlöndum. Það er örugglega dýrara, en íþróttaviðburðirnir eru jafnvel dýrari, uppihald á þeim sem sendir eru út til að fylgjast með, borga fyrir að fá að sýna leikina, borga þeim sem sjá um þætti sem snúast í kringum leikina og svo framvegis endalaust...

Ég nánast krefst þess að þetta verði lagað hið snarasta - og að sömu myndir verði ekki endursýndar ár eftir ár yfir jól þegar enginn hefur tíma til að horfa, og páska líka.

 
Einnig vil ég benda fólki á að ef það hefur hugmynd hvar hægt er að nálgast íslenskar myndir, gamlar sem og nýjar, má það endilega láta mig vita!

Róslín Alma Valdemarsdóttir,
framhaldsskólanemi og áhugaleikkona (þangað til hún verður alvöru leikkona)


Ofbeldismenn...

Hér er færsla sem ég vil koma á framfæri, skrifuð af Ragnheiði Rafnsdóttur, mömmu Rafns. Ég vil biðja ykkur um að deila þessari færslu eins og þið getið.

Mikið hefur verið talað um ofbeldismenn og það er eins og ofbeldi fari vaxandi.....Hins vegar er eitt ofbeldi þar sem dylst oft og lítið er talað um í fjölmiðlum....Heimilisofbeldi.

 

Þetta mál stendur mér nærri og því tæpi ég á þessu hér.....Í yfir hundrað ár hafa konur(stundum karlar) verið beittar miklum hrottaskap af eiginmanni og hafa þurft að þola mikla niðurlægingu, sársauka og vonleysi... Hvað er verra en að vera beittur ofbeldi inn á þínu eigin heimili fyrir framan börnin sem þú elskar meira en allt annað....Maður getur spurt sig afhverju fara þessar konur ekki? Afhverju láta þær bjóða sér þetta? En svarið við því er að þegar búið er að brjóta manneskjuna svona niður þá er ákaflega erfitt að stíga út úr þessum aðstæðum og það krefst mikils hugrekkis(þessar konur ættu skilið að fá fálkaorðuna). Oft á tíðum er það óvissan um peninga, það að geta séð börnum sínum farborða og annað sem stoppar konuna og sú trú að allt verði gott einn daginn.....Þessar konur eru frábærir leikarar og ótrúlega góðar að fela aðstæður....

En þegar konurnar stíga út og sýna með því ótrúlegt hugrekki þá byrjar nú ofbeldið frá kerfinu. Það getur engin hjálpað, enginn vill og tekur á þessum málum...Það er yndislegt fólk sem vinnur í Stígamótum og kvennaathverfinu en ég er að tala um þá sem öllu ráða....

Það sorglega er að enginn er að hugsa um börnin, það spáir engin í hvað sem þeim fyrir bestu....Þau eiga að hitta ofbeldismanninn tvisvar í viku hvort sem þau vilja eða ekki....Hver lætur börn til ofbeldismanna? Hvaða móðir gerir það? Ef hún hins vegar gerir það ekki þá þarf hún að mæta fyrir rétt eins og versti sakamaður....Hverjum er verið að refsa í þessu máli? Ekki ofbeldismanninum, ó nei það er verið að refsa konunni sem var svo hugrökk að stíga fram og vildi með því binda enda á þjáningu sem bæði hún og börnin verða fyrir....Því er borið við að hún hefði átt að kæra manninn fyrr og koma með sannanir...Hvernig er hægt að sanna það að þú hafir verið kölluð heimska, fífl og ég vona að þú brennir í helvíti? Hvernig er hægt að sanna að þú hafir verið kölluð aumingi, hóra, asni og margt ennþá verra fyrir framan börnin þín?  Hvernig ætlar þú að sanna að þú hafir ekki fengið peninga til að kaupa mat handa börnunum þínum svo mánuðum skiptir?  Hvernig getur þú sannað að þú sért leið og sár út í sjálfa þig yfir að hafa ekki stigið fram fyrr?  Hvenær og hver þorir að taka á þessum málum? Hver býður sig fram? Það hefur engin gert....

Í þessu tilviki eru líf fjögurra barna í hættu....Ásamt lífi móður þeirra....Og þeirra sem standa þeim næst...Því þetta er eitthvað sem öll stórfjölskyldan þjáist fyrir.....Og eins og þetta sé ekki nógu erfitt þá er staðan sú að fórnarlömbin búa í fjarlægu landi, þ.e. heimalandi ofbeldismannsins. Búið er að leita til alla ráðuneyta, sendiráðsins, barnaverndanefnda og fleiri og fleiri hafa verið grátbeðnir að hjálpa en nei sorry við skiptum okkur ekki af þessum málum.....ég hef alltaf verið svo barnaleg að halda að sendiráðin okkar erlendis væru til að hjálpa löndum sínum í erfiðleikum en svo er ekki....Ég spyr fyrir hvern andskotann erum við að borga? Er það málið að við erum að leggja afdala stjórnmálamönnum til vinnu? Svo þeir geti haldið áfram að lifa hátt.....já mér er spurn....

Ég bið ykkur sem þetta lesið að senda þetta áfram þangað til einhver sér þetta sem hefur kjark, dug og vilja til að taka að sér erfitt mál sem þarf að beita hörku en á sama tíma mikilli góðsemd til þeirra sem eiga um sárt að binda....

Einnig vil ég benda þeim konum á sem eru að upplifa ofbeldi á heimilum að fara til lögreglunnar og láta skrá niður það sem þær verða fyrir.....Og ég óska ykkur alls hins besta.....

Ragnheiður Rafnsdóttir,kona, dóttir, eiginkona, tengdadóttir, móðir, systir, mágkona, svilkona, frænka, vinkona, kunningi, vinnufélagi.

www.bjarmalandsgengid.blog.is


Fleiri gleðifréttir + gullmoli

Góðan kvöldið kæra fólk, vikurnar fljúga frá mér, enda nóg að gera og það er svo gaman!

Ég sendi umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands og fer í inntökupróf í maí, það er þó tvennt sem mun ekkert hjálpa mér við að komast inn og það er söngurinn og dansinn, vantar allar fínhreyfingar og líka fínu nóturnar. Ég hlakka samt ótrúlega til!

Og gullmolinn er status sem ég setti inn á facebook í gær, ég lofa ykkur því að ég er stundum rosalega vitlaus og kíki ekki í orðabók ef ég held að ég viti hvað orðin þýða.

Róslín A. Valdemarsdóttir finnst ekki sniðugt að fá "satisfactory" í umsögn í ritgerð frá Auri (Árý, enskukennarinn)..... en samt 7,7!

Komment:

Róslín A. Valdemarsdóttir
og neineinei, ég er alls ekki satisti, var að hrósa indverski menningu! (gæti verið satisti gagnvart okkar menningu?)

Og þá þurfti Sædís sys að vera gáfaðari en ég;

Sædís Ösp
hvað ertu að tala um ? þetta þýðir viðunandi eða ágætt ..

 

... enskukunnátta mín er ekki upp á marga fiska! Grin



Montblogg

Jákvæðar fréttir berast oft frá mér, svo mér finnst alveg sjálfsagt að segja frá því hvað hefur drifið á daga mína upp á síðkastið og örlítið um framtíðina!

Leikæfingar eru strangar og ganga ótrúlega vel held ég bara, hópurinn hittist að ég held vonandi allur saman í kvöld. Ég held ég megi ljóstra því upp að leikritið heitir hvorki meira né minna en Makalaus sambúð, ótrúlega skemmtilegt leikrit svo ég segi nú ekki meira um það.

Ég byrjaði að vinna á föstudaginn var í Nettó, fékk miða og allt að ég væri ný svo að ég fékk gott viðmót frá kannski óþolinmóðu fólki sem var að flýta sér á kassanum, en ég að sjálfsögðu frekar lengi enda aldrei gert þetta áður. Ótrúlega fínn vinnustaður og gott samstarfsfólk. Þess má geta að ég var alveg UPPGEFIN eftir daginn, þar sem ég var frá 8-12:25 í skólanum, 13-19:25 í vinnunni og 8- eitthvað á leikæfingu!

Skólinn gengur ágætlega og ekkert fleira um það að segja.

Herbergisframkvæmdir eru hafnar, förum að panta veggfóðrið og ég er komin útúr herberginu og inn í annað.

Og síðast en ekki síst þá er ég farin að hugsa mikið um að fara í bæinn sem fyrst í skóla, var að senda inn umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands, en er því miður enn of ung, svo ég held ég komist ekki inn þetta árið. En það þýðir bara að ég bíð þar til næst og reyni aftur þá! Grin

Annars náði ég tónfræðiprófi sem ég var í áðan, og er rosalega glöð!

Hafið það sem allra best!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband