Montblogg

Jákvæðar fréttir berast oft frá mér, svo mér finnst alveg sjálfsagt að segja frá því hvað hefur drifið á daga mína upp á síðkastið og örlítið um framtíðina!

Leikæfingar eru strangar og ganga ótrúlega vel held ég bara, hópurinn hittist að ég held vonandi allur saman í kvöld. Ég held ég megi ljóstra því upp að leikritið heitir hvorki meira né minna en Makalaus sambúð, ótrúlega skemmtilegt leikrit svo ég segi nú ekki meira um það.

Ég byrjaði að vinna á föstudaginn var í Nettó, fékk miða og allt að ég væri ný svo að ég fékk gott viðmót frá kannski óþolinmóðu fólki sem var að flýta sér á kassanum, en ég að sjálfsögðu frekar lengi enda aldrei gert þetta áður. Ótrúlega fínn vinnustaður og gott samstarfsfólk. Þess má geta að ég var alveg UPPGEFIN eftir daginn, þar sem ég var frá 8-12:25 í skólanum, 13-19:25 í vinnunni og 8- eitthvað á leikæfingu!

Skólinn gengur ágætlega og ekkert fleira um það að segja.

Herbergisframkvæmdir eru hafnar, förum að panta veggfóðrið og ég er komin útúr herberginu og inn í annað.

Og síðast en ekki síst þá er ég farin að hugsa mikið um að fara í bæinn sem fyrst í skóla, var að senda inn umsókn í Kvikmyndaskóla Íslands, en er því miður enn of ung, svo ég held ég komist ekki inn þetta árið. En það þýðir bara að ég bíð þar til næst og reyni aftur þá! Grin

Annars náði ég tónfræðiprófi sem ég var í áðan, og er rosalega glöð!

Hafið það sem allra best!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gangi þér allt í haginn littla rauð

Ómar Ingi, 15.3.2010 kl. 19:53

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er allt í lagi að monta sig pínulítið af því sem manni gengur vel með. Fyndnir menn orða það líka eitthvað á þessa leið: "If you don't blow your own horn, somebody else will pee in it!"

Sannleikskorn í þessu og á sömu nótum er sú fullyrðing að enginn geti fyllt okkur vanmetakennd nema fá til þess samþykki okkar.

Flosi Kristjánsson, 15.3.2010 kl. 21:12

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú flotta rósin mín, þér mun ganga vel með allt sem þú gerir og montaðu þig eins mikið og þú vilt, tek undir með Flosa, við höfum sjálf valið.

Knús og aftur knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2010 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband