11.11.2010 | 15:25
HJÁLP, TALIÐ UM ÞETTA!
Lesið þessa grein: http://www.dv.is/frettir/2010/11/11/domsmalaraduneytid-hotar-ad-senda-3-born-ur-landi/
Þetta er Hjördís, systir Röggu tengdó, hún er yndisleg og stelpurnar hennar þrjár sem talað er um í þessari grein líka. Þær eiga heima hérna hjá mömmu sinni, bróður og allri fjölskyldunni, litlu stelpurnar, Emma, Matilda og Mía. Ekki í Danmörku þar sem pabbi þeirra býr. Dómsmálaráðuneytið vill koma þeim til föður síns, sem er danskur. ATH. íslenska Dómsmálaráðuneytið.... þetta er mjööööög sorglegt!!
Hjördís er mesta hetjan sem ég þekki!
Látið þetta berast,
ást,
Róslín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2010 | 13:02
Tíska vetrarins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2010 | 18:33
Hjálp!
Ég er bara með Gimp, forrit sem gæti ekki farið meira á mis við mig, svo mig vantar photoshop, ég á ekki photoshop og hef engann pening til að kaupa mér það. Mig langar samt rosalega í það, ég kann ekki að setja neitt upp sjálf og klúðra því. En ef einhver getur gefið mér photoshop í makkann minn þá verð ég honum eða henni ævinlega þakklát.
Ætlaði að setja inn fáránlega skemmtilega færslu, svo fáránlega skemmtilega að mér yrði boðið pláss annarsstaðar á öðru bloggi! Ég lofa!
Þið getið haft samband um hvorutveggja (photoshop og annað bloggsvæði.. ) á roslinvaldemars@gmail.com, ATH það er sko E ekki I.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2010 | 16:28
Hugleiðingar
Ég er rosalega góð í að lofa einhverju, að eitthvað verði klárað á réttum tíma með puttana óvísvitandi krossaða fyrir aftan bak og oftast tærnar líka.
Ef ég ætti að segja frá sjálfri mér í eins fáum orðum og ég gæti, þá myndi ég segja að ég væri óskipulögð, ábyrg og óábyrg, rauðhærð stór eða lítil rjómabolla.. margt sem hægt væri að laga þar, mig langar rosalega til þess og er aðeins að reyna að fikra mig áfram. En það sem mér finnst ekki skemmtilegt og hef engann áhuga á er rosalega erfitt að gera (námið) og ég er byrjuð að vinna í sjálfri mér líkamlega en ég hef bara svo mikla ást á mat (og nammi).
Núna sit ég inní köldu eldhúsi að berja í hausinn á mér að ég þurfi að skrifa ritgerð sem ég alltof sein með, ég ætla að skrifa um Halldór Kiljan Laxness, ekkert mál, en mál að fara að drífa sig í það. Hér rignir sem aldrei fyrr (veðurlausi Hornafjörður) og allur minn hugur reykar til höfuðborgarinnar, þaðan sem við Rafn keyrðum heim í gær. Mig langar í leikhús, mig langar að labba um gamalt fallegt hverfi, mig langar að hitta ættingja mína sem ég hitti sjaldan og mig langar að hitta vini mína sem ég hitti sjaldan.
Ég var næstum farin í bæinn þetta haustið, en ég sótti ekki um skóla, nema Kvikmyndaskóla Íslands þar sem ég komst ekki inn, ég á heldur ekki peninga. Ef einhver ríkur les þetta má hann gefa mér íbúð í bænum, helst 101 og leyfa mér að innrétta íbúðina... svo fær sá sami margfalt til baka, gleðina og vonandi einhverntíman borgað allt til baka!
Annars þá langar mig að lífga upp á bloggið mitt, ég skal sýna ykkur myndir af hinu og þessu... þegar ég er búin að skrifa ritgerðina!
Knús
P.s. mig langar rosalega að fá blogg annarsstaðar, þar sem það er tengt við einhverja svona fréttasíðu, ekki hliðarsíða fréttasíðu þar sem þeir skammast sín fyrir bloggarana... samt elska ég allt við moggabloggið fyrir utan það!
Til hamingju með daginn Axel afi minn og til hamingju með daginn konur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2010 | 21:30
Auglýsi eftir...
.. skynsemi í námi, vilja til þess að læra, einbeitingu og stundvísi!
Nei, allt í lagi, en mig langar samt að auglýsa eftir gömlum plötum eða geisladiskum með Emilíönu Torrini, sjálf á ég Me and Armini (bæði á plötu og geisladisk), Fisherman's woman, Sunnyroad (svona smáskífa) og Love in the time of sciene (bæði á plötu og geisladisk).
EN það eru fullt af diskum sem ég á ekki og plötum sem ég get bara keypt af öðrum, ekki í búðum þar sem þeir eru hættir í framleiðslu.
Ef þú lumar á einhverjum af perlum Emilíönu og hefur ef til vill ekkert að gera við hana, þá held ég sko að þær eigi vel heima hjá mér - og að sjálfsögðu borga ég (nema að Íslendingar í dag séu svo góðir að gleðja lítið námsmannahjarta úti á landi.)
Getið sent mér póst á roslinvaldemars@gmail.com
Fréttir af mér, jú, ég hef alltaf einhverjar fréttir, skólinn byrjaður, ég búin að taka mig á, er í vinnu ( þó bara rosa lítið), alltaf að til minnsta kosti 4 á daginn og endalaust að gera! Fékk bílpróf nokkrum dögum eftir afmælið mitt - fékk eina villu í A hluta á bóklega og held ég 5 í verklega... en ég náði!
Kannski fer ég að finna mig aftur á blogginu - aldrei að vita..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)