Tilraun 3!

Jæja, loksins gef ég mér tíma til að klára hér!
Er farin að halda að ég eigi einhverja leyniaðdáendurWink.. Margir sem kíkja, en fá komment, en samt alltaf hlý kommentGrin, takk fyrir þau öll!!!
Annars já, var ég svona ágætis bland í poka á öskudaginn, ætlaði að vera með nornanef, en fannst það eitthvað svo líkt "einhverju" að ég vildi ekki hafa það. Ég var með þessar tennur í kjaftinum í allan dag og mig svíður enn í tannholdið. reif svolítið upp eitthvað í efri vörinni, þetta sem heldur efri vörinni og gómnum ( húðinni fyrir ofan tennurnar ) smá föstum saman, vonandi skiljið þið hvað ég er að fara. Svo er ég með þvílíkt munnangur. Ég endurtók próf í dag, og vonandi fæ ég aðeins hærri einkunn í því prófinu. Skilaði einmitt líka ritgerðinni minni, sem var hátt upp í 3000 stafir, ekki mikið frá mér í þessari ritgerð skal ég segja ykkur, ef þetta hefði verið um eitthvað áhugaverðara væri ritgerðin án efa hátt fyrir 6000 stöfum. Ákvað jú ekki að fara út að syngja eins og ég sagði hér fyrr í dag, feimnin mun fara með mig annars.
Á morgun ætla ég annað kvöld á fund með Leikfélagi Hornafjarðar og FAS, ætla að koma því á framfæri að ég hafi áhuga á að leika í einhverju. Örugglega mikið skemmtilegra að leika með eldri, þar sem maður mun eflaust læra svo miklu meira af þeim heldur en krökkum sem hafa sjaldan stigið á svið.

Langaði hinsvegar rosalega í bæinn um helgina þar sem það eru jú 4 daga helgi hjá mér, en mamma þarf að vinna, svo að það verður ekkert úr því. Held að fólk þarna í bænum væri alveg til í að sjá mitt brosmilda andlit og hlæja með mér. T.d. Salóme vinkona mín, hef ekki hitt hana síðan einhverntíma síðasta sumar ef ég man það nú!! Eða var það á X-factor?? úff allavega allt of langt síðan ég sá sum andlitin, einhverjir sem ég hef ekki hitt í tvö ár, bara verið í netsambandi við. Alveg hrikalegt sko!

Heyriði! Ég er að gleyma því sem ég ætlaði ekki að gleyma, endilega kíkið á þetta http://hornafjordur.is/frettir/2008/02/06/nr/5144 sko mig og aðra!Tounge
Mun koma með áhugaverðra blogg á morgun vonandi, allavega segi ég ykkur frá fundinum hvernig hann gekk fyrir sigGrin.

HEYR HEYR, ÉG ER AÐ LEITA MÉR AÐ STARFI SEM ER HÆGT AÐ VINNA Á NETINU EÐA BARA Í TÖLVUNNI, T.D. SMÁGREIN HJÁ BLÖÐUM EÐA EITTHVAÐ, FYRIR SMÁ PENING EÐA ENGANN, ENDILEGA HAFIÐI SAMBAND EF YKKUR LÝST EITTHVAÐ Á MIG Á NETFANG MITT  roslinv@visir.is ! Ég svara ekki símhringingum, enda yrði það frekar óhugnarlegt þar sem ég hef hvergi sett það inn. Ég get gefið þeim sem hefur samt áhuga símanúmerið hjá mérWink..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir þá hugmynd, aldrei að vita nema að maður slái til og hringi bara, ætla fyrst að bíða eftir mömmu samt

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband