15.9.2010 | 21:30
Auglýsi eftir...
.. skynsemi í námi, vilja til þess að læra, einbeitingu og stundvísi!
Nei, allt í lagi, en mig langar samt að auglýsa eftir gömlum plötum eða geisladiskum með Emilíönu Torrini, sjálf á ég Me and Armini (bæði á plötu og geisladisk), Fisherman's woman, Sunnyroad (svona smáskífa) og Love in the time of sciene (bæði á plötu og geisladisk).
EN það eru fullt af diskum sem ég á ekki og plötum sem ég get bara keypt af öðrum, ekki í búðum þar sem þeir eru hættir í framleiðslu.
Ef þú lumar á einhverjum af perlum Emilíönu og hefur ef til vill ekkert að gera við hana, þá held ég sko að þær eigi vel heima hjá mér - og að sjálfsögðu borga ég (nema að Íslendingar í dag séu svo góðir að gleðja lítið námsmannahjarta úti á landi.)
Getið sent mér póst á roslinvaldemars@gmail.com
Fréttir af mér, jú, ég hef alltaf einhverjar fréttir, skólinn byrjaður, ég búin að taka mig á, er í vinnu ( þó bara rosa lítið), alltaf að til minnsta kosti 4 á daginn og endalaust að gera! Fékk bílpróf nokkrum dögum eftir afmælið mitt - fékk eina villu í A hluta á bóklega og held ég 5 í verklega... en ég náði!
Kannski fer ég að finna mig aftur á blogginu - aldrei að vita..
Athugasemdir
Ég luma því miður ekki á neinum perlum Emilíönu :( Held að þú þurfir ekkert að auglýsa eftir þessu námstengda - þú hefur þetta allt í þér litli rauðhærði snillingur. Gangi þér allt í haginn ljúfust og - keyrðu varlega.
Knús í krús með hraðpósti til þín.
Gúnna, 16.9.2010 kl. 11:13
Takk Gúnna! :)
Knús tilbaka!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.9.2010 kl. 11:15
Svona perlur losar maður sig ekki við
Ómar Ingi, 16.9.2010 kl. 13:18
einhverjir sem hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á þeim og vilja græða í miðri kreppu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.9.2010 kl. 14:25
Ég á tvo diska með henni, Merman og Droucie d´oú lá ef þú hefur áhuga. Hlustaði einum of mikið á þá í den tid!
Íris Heiður (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 15:36
ÓVÁ, hvort ég hef Íris!! Eru þeir nokkuð eitthvað (mikið) rispaðir, þ.e. að það heyrist á þeim?
Og hvað viltu fá fyrir þá?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 16.9.2010 kl. 17:23
Á enga svona diska ;-)
Jóhanna Magnúsdóttir, 16.9.2010 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.