Færsluflokkur: Bloggar
30.3.2009 | 19:46
Skötuselur...
Hér á þessu heimili er svo sannarlega skammtað á diska, þegar mamma kom inn í herbergi og sagði mér að það væri kominn matur var ég farin að finna það á mér og var nýbúin að taka heyrnatólin af eyrunum. Ég gekk rétt á eftir henni inn í eldhús og á borðinu stóð grænn diskur, grænn með Simba og Nölu, eldgamall. En á disknum var fiskur, eða fiskibiti getum við sagt. Skötuselur.
Ojbara
En mömmu fannst hann samt góður, ég skil það ekki, verra en seigur kjúklingur, þó ég hafi aldrei smakkað svoleiðis, en það er annað mál.
Ég taldi franskarnar sem mamma hafði líka verið búin að setja á diskinn, ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö alveg upp í 29, fyrra skiptið voru þær 28 samt. Þær voru eldaðar í ofni, mér finnst það ekki gott, en ég fæ engu ráðið, þetta skal eg eta eður ég frýs úti. Heldur vil ég nú frjósa úti, takk.
Það sem meira var, var að ég borðaði pínubita af skötuselinum og kláraði ekki 29 franskarnar..
... ef þær hefðu verið 30 hefði það verið allt annað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2009 | 22:22
Þó ég sé hvorki Samfylkingarmaður né Sjálfstæðismaður..
Og sömuleiðis verð ég að vera ánægð fyrir hönd Sjálfstæðismanna að hafa Þorgerði Katrínu sem varaformann.
Svo er ég líka stolt af Vinstri grænum að hafa Katrínu Jakobsdóttur í sínu liði, ef þessar konur væru saman í liði ásamt einhverjum fleirum, t.d. Bjarna Benedikts, Degi og.. afsakið, þið verðið að bæta við einum karlmanni hérna með mér, ég er alveg tóm núna..
En við það lið myndi ég vilja fá enga aðra eeeeen, dururururuuuuummmmm; Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur, aðstoðarskólastýru og lífskúnstner með meiru!
Svo mega forsetahjónin fylgja líka... hihihi!
Annars er ég sko ekki í neinum flokki, enda ekki hægt að binda sig við flokka sem eru sífellt á hreyfingu, standa fyrir einu einn daginn og öðru hinn daginn - svo stendur fólk og fellur með því.
.... það ætti að vera stofnaður sér flokkur fyrir vitleysinga, ég tilheyri honum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2009 | 17:56
365 - ein mynd á dag
Þið megið endilega fylgjast með mér, svo ætla ég að þykjast lofa ykkur því að blogga oftar og koma með skemmtilegri blogg - ég hendi kannski einu inn seint í kvöld!
Annars er fyrsta myndin, sem ég tók núna í dag þessi hérna;
Ég var að reyna að taka sæta mynd af mér og Lubba, það gekk ekki svo ég fór í fýlu eins og sést vel!
Knús og eigið gott laugardagskvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2009 | 20:36
Skapsveiflur vs. veðurfar!
Veður! Haha, það er frábært fyrirbæri, tölum um veður.
Í gærmorgun snjóaði botnfylli og aðeins meira en það, svo ringdi og það var eiginlega flest orðið þurrt þegar ég gekk heim úr skólanum um kl. 16.10.
Í morgun var allt hvítt aftur, og hann snjóaði nær fram eftir degi, voða jólalegt hér, 30 cm allstaðar og hærra sumstaðar. Hvítur og fallegur snjór.
Ég hef lengi pælt í veðurfarinu hérna, þar sem það var sól og maður gat verið út á þunnri peysu næstum því bara á mánudaginn, og svo þessi skítakuldi í dag.
Skapsveiflur unglings eru líka svona, skapsveiflur og veðurfar... passar ágætlega saman..
Annars upplifði ég einn skemmtilegasta skóladag ævi minnar í dag, var að taka myndir, í allan dag, frá 8:30 til 14.00. Fór í íþróttahúsið þar sem var danskennsla, upp í Nesjaskóla þar sem krakkar í 1.-3. bekk æfðu sig og leyfðu mér að taka myndir af sér, algjörar rúsínur þar. Sá líka gamlar myndir af mér, agalega sæt. Fórum í Hafnarskóla þar sem 4.-7. bekkur var líka að undirbúa árshátíðina. Ég fór líka upp í Sindrabæ, þar sem ég sá annan 9. bekkinn æfa atriði úr Karíus og Baktus.
Þetta stefnir í flotta árshátíð sem verður á morgun!
Læt hér fylgja mynd sem ég tók í dag, "á leiðinni" heim úr skólanum.. tók mér smá labbitúr...
LOFA betri færslu sem fyrst - er að læra sko!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.3.2009 | 14:12
Frumsýning á Ísvélinni OG Dúkkulísu í kvöld!
Þjóðleikur er verkefni til að efla leikhús ungmenna hér á Austurlandi, 13 hópar taka þátt og 14 uppsetningar af þremur mismunandi leikverkum. Þegar allir hópar hafa frumsýnt verður stór leiklistahátíð á Egilsstöðum þar sem hver leikhópur flytur verk sitt tvisvar sinnum, sú hátíð fer fram síðsutu helgina í apríl.
Ég er viss um að það séu lausir miðar, það kostar 1500 kr. inn, svo endilega Hornfirðingar, eða fólk sem er á Höfn um þessar mundir, getið þið pantað miða í síma 478 1462!
Kærleikskveðjur til ykkar allra frá mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.3.2009 | 01:28
Ég ætla í framboð!
Alveg ótrúlega fallegt lag, dadadadadaaa, heyrið þetta ekki hljóma í eyrum ykkar?
We don't say goodbye...
Æ, Róslín, ekki væmin.
.. suss.
Ég ætla í framboð, það var það sem ég ætlaði að segja, en strax þegar ég skrifaði þessa setningu í ,, Hvað ert þú að gera núna? " boxið á andlitsbókinni, svo ég tali ágæta íslensku, þá fattaði ég stórgáfulega athugasemd. Eða uppgötvun frekar, ég er upprennandi heimspekingur, vittu til ágæti lesandi!
Ég má ekki bjóða mig fram, ekki núna, ekki strax. Samt er kosið ungra krakka til að gegna konungshlutverki og drottningarhlutverki úti í heimi. Ósanngjarnt, krakkar sem eru yngri en ég.
Hmm.. svo ætlaði ég nú að ákveða stöðu mína áður, í hvaða flokk ég myndi bjóða mig fram í, en það er enginn sem stendur í smáa letrinu að standi fyrir málstað rauðhærðra. Né lesblindum. Ekki heldur örvhentum. Og líklega ekki örfættum...
Kannski lesblindum, en ekki þessu öllu saman, og örugglega enginn flokkur sem stefnir að því að gera skóla sveigjanlegri, sem leyfir krökkum að læra það sem þeim listir.
Ég er ekki skráð í neinn flokk, enda ætti ég ekki að mega það. En þar sem ég er ég, rauðhærða, málglaða, lesblinda, en velskrifandi stelpan utan af landi sem er voðalega kammó, í þykjó, þá fengi ég að ganga í hvaða flokk sem er, í ungliðahreyfingu - það er ég viss um. En ég vil það ekki, nanananabúbú!
Kreppan er dottin úr tísku, svona svo þið vissuð af því.
Nýr málsháttur fyrir ykkur að japla á, á sætum laugardegi; Gamall teymir, ungur gleymir...
Svo mikið Ísland í dag, eruð þið ekki örlítið sammála?
Kreppuráð helgarinnar; hættið að downloada, sækið gamla plötuspilarann út í skúr og takið nokkrar vel valdar plötur, stillið ykkur upp með helst Eagles, Queen, The Beatles, The Police eða jafnvel Led Zeppelin og látið eins og þið séuð ung í annað sinn - þau sem lifðu ekki á plötutímabilinu lifðu örugglega á kasettu tímabilinu. Þið farið út í skúr og finnið kasettutækið, vasadiskó helst, og gömlu headphonin, gamla upptöku af ykkur syngja eða helst upptöku úr útvarpi á þeim tíma og dansið á síðum nærbuxum og ullarsokkum, og helst í skyrtu að ofan...
Ætla að deila með ykkur vel völdu lagi í djúkboxinu svona rétt í lokin, voðalega fallegt lag sem ég var einmitt að uppgötva fyrir ekki svö löngu. "Why" með Emilíönu Torrini, gjöri yður svo vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.3.2009 | 21:59
Andlaus!
Þegar maður er gjörsamlega tómur þá er ekki sniðugt að blogga.
Einhvernveginn kemst ég samt ekki hjá því svo að fólk sem er utan allt annað samfélag en bloggheima og Mbl.is og Vísi og alla þessa fréttavefi, kannski leikjavefum líka sjái að ég er kannski ekki dauð eftir allt saman!
En jæja, er á fullu bara á leikæfingum, nóg að gera alltaf hreint á þeim, frumsýnum á næsta þriðjudag, held að það sé 10. mars!
Að sjálfsögðu kvet ég alla til að mæta á sýningar, þar sem þetta eru rosalega flottar leiksýningar, Dúkkulísa og Ísvélin, og að sjálfsögðu við krakkarnir sem erum að leika.... það vantar ekki!
Kreppuráð dagsins í dag:
Málið ykkar eigin listaverk og segið öllum hvað það hafi verið rosalega dýrt.. þá hækkar sjálfstraustið og samviskubitið örugglega um leið!
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.2.2009 | 22:48
Hamstraskítsplattar með osti..
Einu sinni var sett mig á súpukúr (reyndar var það nú bara djók), svo fór ég að reyna að borða allan mat. Ætla hinsvegar að sleppa saltkjötinu í dag. Eðal matur var á boðstólnum í dag, þessir yndislegu hamstraskítsplattar með osti, hverjum dettur svoleiðis vitleysa í hug?
Jú, foreldrum mínum dettur í hug að gera mér þann grikk að elda svona.
Löngu búin að segja þeim að mig langi alls ekki í hakk, þeim er nákvæmlega sama og búa til allskyns rétti og ég verð að gjöra svo vel að troða þessu upp í mig eða bollum (sem mér finnst varla betri kostur..). Rjómabollum þið vitið. Ég torgaði einni og hálfri (borðaði ofan af annarri sko, hinn helminginn fékk pabbi).
Útaf öllum bollunum sem ég borðaði í dag, jújú, margar bollur, tvær kjötbollur í hádeginu, ein og hálf rjómabolla og tvær og hálf bolla af hamstraskít með osti. Þá varð ég að halda uppi heiðrinum og samviskunni og skella mér í blak þar sem ég hef enga afsökun fyrir því að mæta ekki, leikæfing á næsta sunnudag þið vitið.
Ótrúlegt hvað ég get verið seig í íþróttum, yfir úr fótboltanum fór ég í blak og badminton. Já bætti badmintoni við þar sem mamma verður að hafa mig til halds og stuðnings, svo er ég nú bara asskoti góð þó ég segi sjálf frá. Svo reyndar er trommusláttur viss íþrótt þar sem það reynir á handarvöðvana og hægri fótinn. S.s. yfir úr fótafli í handafl - það verður örugglega ferlegt að mæta mér í framtíðinni í húsasundi og ætla að ræna mig....
Þegar ég var lítil langaði mig að læra á fiðlu (og trommusett líka) og mig langaði rosalega að læra ballett.. ég var í fimleikum þegar ég var lítil sko, en núna er ég bara ég.
Yndislegasturinnminn - leiklist - trommur - skóli - blak - badminton... nóg að gera!
Segið svo ekki að ég sé alltaf í tölvunni - svei!
Langur skóladagur á morgun svo ég er farin í háttinn, trommur og ég hef æft mig í minnst hálftíma á dag síðan ég var í síðasta tíma svo ég held þetta komi allt.. Ég ætla, ég get, ég vil!
Fæ útúr grunnteikningunni á morgun - sjáum hvað setur, hvort ég þurfi að taka áfangann aftur eður eigi.. ég held eigi!
Eigið góðan morgundag kæra fólk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.2.2009 | 02:09
Týpísk bloggfærsla...
Einkunnir
Skóli
Leiklist
Hugsanlega gæti maður fengið milljónir hugsana upp við að lesa þessi orð. Líkt með alþingi og fólkið þar, það talar í stikkorðum. Við eigum að skilja rest.
Annars þá langaði mig til að segja ykkur frá því að ég fékk 7 í öðru lotuprófinu af 3 í Sögu 103, er alls ekki sátt. En þó sátt með að ná yfir falleinkunn. Annars voru allar einkunnir 8 og yfir, ég þoli ekki einkunnir. En mér gekk samt vel þessa önnina og ætla að klára síðustu önnina í grunnskóla með stæl!
Ég þoli ekki skóla, mig langar til að vera hippi...
Við frumsýnum Dúkkulísu og Ísvélina 8. mars kl. 20.00, æfingar ganga vel. Ég er í aðalhlutverki í Dúkkulísu, bara gaman þar!
Nei annars, þetta er leiðinleg færsla, hver nennir að lesa svona, það sem liggur á mínu hjarta er hrikalega púkalegur draumur og þjóðfélagið - fann góða mynd af þjóðfélaginu úr einkasafni, hún kemur seinna við í færslunni!
Mig langar til að bera drauminn undir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um þetta. Því síðast þegar mig dreymdi eitthvað sem hræddi mig svo mikið að ég varð agndofa, þá var það þegar ég var lítil og dreymdi sög og ljótann mann og ég var föst við trjádrumb.. þessi var raunverulegri, án ljóta mannsins, hrikalega púkó draumur!
Þjóðfélagið finnst mér alveg vera búið að kúka upp á bak, til hamingju!
Mynd úr einkaeign!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.2.2009 | 17:38
Í svartasta skammdeginu er gott að sitja og lesa..
Leitin að Helgu bleiku tómati
,, Lýst er eftir tómati, rauðum tómati í íþróttaskóm og bleikum jogging galla, brúnleitt hár skreytt bleiku svitabandi, sem svarar nafninu Helga.
Sagði fréttamaðurinn í sjónvarpinu, broddgölturinn Sighvatur.
,, Sá sem sér hana veltast einhverstaðar er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma lögreglunnar eða láta Gulla hjálm vita í síma 411-5114. Hún sást seinast heima hjá sér.
Gulli hjálmur nagaði sig í handabökin heima hjá sér, gekk um gólf eins og taugaveiklaður maður. Helga tómatur hafi verið í pössun hjá móðurbróður sínum og horfið, týpískt fyrir grey Gulla.
Á meðan Gulli blótaði niður í bringu og stappaði hægri fæti í gólfið og skall hausnum í borðið var Helga ekki óhult.
,, Hvar er ég eiginlega?
Spurði Helga en fékk ekkert svar, hún var í helli.
,, Haaaaalllllóóóóóóó! Leðurblökur flögruðu við bergmálið, Helga kyngdi stóru ópi. Hvað hafði hún eiginlega komið sér í, í þetta skipti.
,, Múúúhamúhamúhaaaahahahahaha.
Heyrði hún og þar var enginn annar en sjálfur Drakúla mættur í öllu sínu veldi. Helga hélt hún myndi annað hvort pissa á sig af hlátri eða að þetta væri eitthvað algjört grín. Hvað var eiginlega í gangi.
,, Hvað ert þú eiginlega? spurði hún með vanþóknunarsvipinn uppmálaðan.
,, Múhahaha, ég er DraaaaAAaaaAkúúlaaa, svaraði skrítni maðurinn sem líktíst helst kanínu með stórar vígtennur, og gráu hárin sáust betur en þau svörtu.
,, og ég ætla að éta af þér hendurnar, múúúhaaha!
Helga furðaði sig á því hvað hann var rosalega kjánalegur og missti út úr sér hláturgoluna.
,, En, en þú ert ekki með liggur við neinar tennur og þú er allur að detta í sundur, ég er mikið sterkari en þú! gaspraði hún útúr sér í öllum hlátrinum.
,, Þú heldur að þú sért algjör glaumgosi mín kæra, en mér er fullalvara! sagði Drakúla og sperrti út bringuna, rassinn á honum krepptist saman og skikkjan flaksaði.
,, Jiiiiiimiiiinnnnn! hraut útúr Helgu á meðan hún var nánast köfnuð á innsoginu við hláturinn.
,, Hefur einhver einhvern tíma tekið þér alvarlega? spurði hún svo eftir að hún var búin að róa sig aðeins niður.
,, Ég ætla að byrja á þumalputta og enda á þeim litla.
,, Gússi, öskraði Drakúla og stuttu seinna kom fram grámyglaður graslaukur úr einhverju af skúmaskotunum inni í hellinum.
,, viltu gjöra svo vel og taka kistilinn atarna og fara og sækja svo sem einn vel beittan hníf inn í eldhús, hér er góður tómatsbiti sem við getum snætt hendurnar af. tautaði hann niður til Gússa.
Þegar Helga uppgötvaði að þeim væri alvara, fór hún að sprikla og reyna að ná sér niður af vegg sem hún var bundin upp á í járnum. Kallaði endalaust á hjálp.
Þeir færðu hana niður og í kistilinn og ætluðu að byrja að skera puttana af, en þá birtust þeir, löggurnar, Lási pizzaofn, Brjánn gúrka og Skúli fúli. Komnir til að bjarga Helgu tómatinum bleika.
En þá brutust út hin mestu læti, þetta voru ekki slagsmál heldur keppni hver gæti öskrað hærra, löggan vann með Lása fremstan í flokki. Og Helga tómatur gat aftur farið út að skokka í bleika jogging gallanum sínum og Gulli hjálmur frændi hennar þurfti ekki að hafa áhyggjur framar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)