Færsluflokkur: Bloggar
22.2.2008 | 16:52
BATMAN

Ætlaði að setja nýjan banner hér, en finnst hann frekar dauðlegur. Þannig að ég hef þennan barasta áfram

Skóladagurinn var nú frekar amalegur, byrjuðum í tölvutíma að læra á Excel, leiðinlegt, fengum að fara fyrr. Eftir frímínútur var Guðmundur Ingi með smá messu. Því að krakkarnir sem fóru í Skólahreysti lentu í öðru sæti hér á Austurlandi. Eftir það fórum við í stærðfræði og fengum að spila þar sem það var svo lítill tími eftir. Engar íþróttir vegna danskennslu hjá Hafnarskóla, tímafreku krakkar maður! Fór með Yrsu út í bakarí og við fengum okkur að borða, danskan var svo eftir hádegi og þurftum að lesa smásögur, og skólinn sem betur fer búinn um 1 leitið. Er búin að sitja og gera ekki neitt frá því, reyni að gera eitthvað af viti en það verður ekkert vit úr því.
Ætla bara að horfa á teiknimyndirnar á stöð 2

Endilega svarið spurningunni hjá mér, ætla að sjá til hvort ég læsi síðunni eður eigi.
Vonandi svo hef ég það bara gott í kvöld með Rafni mínum

Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.2.2008 | 23:04
Læsa síðunni?

Þó þið þekkið mig ekki neitt, þá skiptir það litlu, ég být ekki

Allavega er ég farin að sofa, góða nótt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2008 | 19:01
Pólverjar og margt..
Góða kvöldið.
Sólin er farin að vera lengur á lofti, kemur snemma upp en farin um hálf sex leitið. Gaman að því að veðurið er búin að vera mikið betra veður en bara fyrir um 10 dögum.
Er núna að horfa á stöð 2, hefði viljað vera á tónleikunum hjá Bubba og öllu frábæru tónlistarfólkinu. Ótrúlega flott hjá Bubba að gera þetta. Ef ég fer nú með rétt mál eru það pólverjar sem eru að byggja við N1 hérna á Höfn og sáum við þetta þjóta upp á innan við tveimur vikum. Ég er ekkert ósátt með þá á meðan þeir gera eitthvað gagn hérna á Íslandi. Launin fyrir þessi störf eru sum hlæjileg, spyr bara afhverju er fólk að kvarta yfir þeim, ef þau geta ekki gert alla svona vinnu sjálf? Nei ég bara spyr.
Dagurinn fór í að sitja barasta í skólanum, sem var nú ágætt. Fengum þrefalt gat svo að ég kíkti bara heim til Rafns míns. Gekk bara heim eftir skóla og beið í einhvern hálftímann, mamma kom og bipaði hérna fyrir framan og við þutum út í Lón, vorum þar í um tvo tíma að finna föt fyrir þorrablótið. Það gekk ágætlega, fann samt ekki kjól, síðan bol og þröngar gallabuxur, svo ef Jóna Á. les þetta, þá fann ég nú svona bol sem virkar eins og korseletta.. fékk einmitt svoleiðis líka, þar sem línurnar verða að vera í lagi, hehe. Fórum út í búð og keyptum inn, og auðvitað flotta skó í Tangó. Er bara tilbúin fyrir þorrablótið, vantar bara einhvern sem kann að gera hárgreiðsluna sem mig langar að hafa.. hver bíður sig fram??????
Jæja, ætla að fá mér að borða og í sturtu, Rafn minn fer svo vonandi að koma á eftir
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 15:49
Dagurinn í dag!
Ekkert smá flott lagið á ensku, hlakka til að sjá þau á laugardaginn
Jæja, er að reyna að rita eitthvað niður, þessi ritstífla má ekki hrjá mig mikið lengur. Er nú ekkert búin að gera í dag nema fara í þennan blessaða skóla. Ekkert sem ég gerði neitt merkilegt þar, reyndar var gat í staðin fyrir íþróttir, svo að ég fór bara í mat og svo til Rafns.
Dagurinn mun ekki fara í mikið, er núna að bíða eftir foreldrum mínum, sem fara að koma vonandi. Ætla að reyna að fá mömmu með mér út í búðir, finna Þorrablótskjól - já Þorrablótið er ekki enn búið hérna megin. Hlakka til að geta dansað á balli, vantar bara klæðnaðinn samt. Ætla líka að reyna að fá nýjan blýpenna og blý, það sem mig vantar þessa dagana.
En það er nú með eindæmum hvað rigningin leggst yfir Hornafjörð, enda kenndur við rigningu, reyndar líka humar. Vonandi fer sólin brátt að skína, en nú kveð ég, ætla að koma mér fyrir uppi í rúmi og horfa á bíó rásina.
Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2008 | 20:23
Smásaga
Einu sinni var rauðhærð stelpa. Hún var bara 14 ára gömul og átti allt lífið framundan. Hún var mjög sjálfstæð og lét yfirleitt aldrei neitt eyðileggja fyrir sér. Einn vinur hennar var henni mjög kær, fjölskylda hennar líka. Hún var mjög lífsglöð manneskja og gerði það sem henni sýndist, steig þó aldrei yfir mörkin. Hún var langt frá því að vera eins og hinar stelpurnar, hún gekk í þeim fötum sem henni fannst þægileg og flott, leit alltaf út fyrir að vera mjög glöð manneskja. En í raun og veru gat hún bara opnað sig algjörlega fyrir þremur manneskjum sem henni þótti einnar mest vænt um. Hún var ekki söm að innan og hún sýndist vera að utan. Í alvöru var hún bara unglingur sem er á þessu skeiði að eiga mjög fáa, en góða vini. Enn að útkljá sín "vandamál". En þótti vænt um ósköp marga, og fannst gaman að hressa og gleðja aðra. En er lífsglöð, þó allt öðruvísi en aðrir, og átti marga hnappa eftir að hneppa.
Er núna farin að læra,
knús á ykkur!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
18.2.2008 | 16:53
Helgin..
Sælinú!
Ég kom heim í gærkvöldi um átta leytið og var nú frekar sibbin eftir erfiða helgi. Í gærmorgun átti ég rosalega erfitt með að vakna, vegna þess að tvær stelpur, Hulda og Árdís héldu fyrir mér vöku, og voru að leika Mr. Bean, eða Hulda allavega. Reyndar sýndi ég þeim atriðið bara með Snússa þegar hann svæfði bangsan sinn. Með því að smella fingri bara. Vaknaði allt of seint líka vegna þess að þær vöktu mig ekki, allavega held ég því fram. Fékk ekkert að borða, og drifum okkur bara niður í Austurberg, fyrsta leik áttum við, á móti Val. Unnum þær 1-0 sem betur fer, komumst í undanúrslit en enduðum í 4 sæti. Ég var sem betur fer ekki sett inná, þar sem Hulda lifði þetta af. Drifum okkur svo á Selfoss og stoppuðum til að borða, fór á KFC og borðaði mikið meira en ég er vön að gera, enda klukkan orðin 2 og ég hafði lifað á nammi ( sem var ekki það besta í heimi ) frá því kl hálf níu um morguninn! Bað pabba meirað segja að kaupa meira sem hann gerði, og eftir það drifum við okkur bara heim, ekkert merkilegt sem gerðist á leiðinni svo ég muni, var mestallann tímann bara að hlusta á iPodinn minn, og reyna að sofa.
Þegar ég vaknaði í morgun var ég nú næstum því aftur búin að leggja mig upp við hilluna með höfðinu, en datt frekar bara niður aftur en mamma náði mér upp. Hún rak á eftir mér eins og lang oftast, og ég var komin upp í skóla um 8 leitið. Er búin að vera frekar þreytt bara og langar ótrúlega að taka mér svona klukkutíma svefn. Ætli maður fari nú ekki að skrifa grein í Eystrahornið og taka til samt, klára það sem ég á eftir svo get ég séð til hvað ég geri, hitti svo vonandi Rafninn minn í kvöld!
Er farin að halda áfram,
knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.2.2008 | 22:13
5. sæti
Sturtuðum okkur, og ljóskan ég gleymdi kortinu mínu í vasa í buxum heima hjá ömmu og afa, svo við þurftum að fara þangað að sækja það. Fórum út í kringlu og gerðum varla neitt, fann ekkert á þessum örstutta tíma.
Ég ætlaði í bíó, og Hulda, Árdís og Eva, en við Hulda hættum við og fórum bara heim að kvíla okkur, og ekki er það nú amaleg hvíld, fengum æðislega súkkulaðiköku og ís áðan. Horfðum á laugardagslögin sem var kannski ekkert það skemmtilegasta í heimi en var allt í lagi.
Fer bara snemma að sofa, því við þurfum að vakna um 7 leitið að græja okkur, því 2. flokkur fer að keppa á morgun í fótboltanum. Verð á bekknum því að Hulda er eitthvað meidd í bakinu og ef hún finnur rosalega til fer ég held ég inná, svo óskið mér góðs gengis

Komst að því að 6. febrúar var sett greinin mín, ótrúlega stolt

Hér er Róslín
Um Róslín
Frá Róslín
Til Róslínar
Það var einmitt um hæfileikarík ungmenni, bara gaman að sjá að Morgunblaðið hafi áhuga á mínum skrifum

Þið leitið bara að "Hæfileikarík Ungmenni!" í greinasafninu..
Takk fyrir mig Morgunblað

KNÚS

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.2.2008 | 12:51
Reykjavík
Góðan daginn,
er að leggja lokahönd á öll mín verk áður en ég legg af stað í leiðangur. Förum á rútu og faðir minn verður sjálfur bílstjórinn eins og svo oft áður. Keppum okkar fyrsta leik um hálf tólf á morgun og erum að fara að keppa á móti Breiðablik, Keflavík og Þrótti R. Ætlum svo að kíkja í kringluna og kaupa föt og svona, bara hafa það fínt.
Æfingin í gær gekk bara vel fyrir sig og fékk ég að vita mitt hlutverk, er í kórnum, svo að þeir sem mæta og horfa munu sjá mig ansi oft Þarf að kunna öll lög utan að, og verður það mitt hlutverk að hafa kveikt á disknum í öllum tækifærum sem mér gefst til.
En verð að halda áfram að taka mig til, hafið það gott yfir helgina
KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 17:52
Blogg frá mér til ykkar..

Sem minnir mig á eina bráðskemmtilega ferð frá Reykjavík og heim, fyrir frekar löngu vorum við alltaf með svona sindrabúning lítinn uppi í glugganum, festur með sogskál. Ég var svo hrikalega sniðug og klessti sogskálina vel og lengi á ennið á mér og hafði hana þar í frekar langan tíma og bjóst ekki við þeim afleiðingum sem biðu mín. Þegar ég loksins tók hana af, var ég með heljarinnar sogblett á enninu og var hann nú fastur frekar lengi á mér.

En já, fékk skólapeysuna mína í dag, ekkert smá þægileg maður!! Enda mjög stór og svona, fékk líka mínu framgengt að það stæði Róslín A. og guði sé lof að það var rétt stafað! Var að venju skoppandi um allan skólann, ekki ólíkt mér. Íslenskutíminn reyndar fór mestur í spjall, enda ekki annað hægt margt að fara að gerast og svona.
Í kvöld eigum við svo á leikæfingu að sýna eitthvað smá úr leikritinu fyrir hina. Þó svo ekki okkar hlutverk bara sýna honum hvernig við leikum. Mótleikari minn er Kristín, vorum að æfa í dag og gekk bara ágætlega get ég sagt. Vonandi að ég verði ekki bara búin að gleyma textanum.
Ætla að fara að græja mig fyrir æfingu og svona

Knús

P.s. Anna Guðný spurði mig í þar síðustu færslu hvort ég myndi þá ekki blogga minna eða í þá áttina, og ég vil bara að þið hafið það á hreinu, ég finn mér alltaf tíma til að blogga. Ekki vafi á því

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.2.2008 | 23:58
13. febrúar 2005
.. langamma mín heitin Sveina, yndisleg kona og frábær kvaddi okkur á þessum degi fyrir þremur árum.
Blessuð sé minning þín langamma, þú ert alltaf hjá mér í huganum, hvert sem ég fer




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)