Færsluflokkur: Bloggar

Listaverkin mín..

P3010728

 Var að mála og setja þessa saman rétt áðan.. það stendur orðrétt ; Rafn er bráðsnjall, góður, harðjaxl og fallegasta kraftaverk heims af guðs náð.

P3010729

Eitt af mínum átrúnaðargóðum,Oprah Winfrey

P3010731

Málaði þessa í dag......

Jæja, ætla að horfa á Barber shop 2..

KnúsHeart


Eitt það besta sem ég geri..

Einmitt núna er ég að gera fimm hluti sem mér finnst best að gera, og er ágæt í.

Ég er að mála, ég geri það þegar mér líður ekki alltof vel, en það veitir mér ákveðna útrás og gleði einhvernvegin. Þó svo að ég máli ekki flottustu myndir í heimi, þá er ég alltaf að gera þetta bara fyrir mig, og fólk myndi örugglega hlæja af sumum myndum sem ég hef málað, en svona er þetta bara.

Ég er ein, eitthvað sem er gott fyrir flest alla einhverntíma á ævinni. Stundum finnst mér bara þægilegt að vera ein með sjálfri mér að dunda mér að taka myndir, mála, krossgátum og allskonar hugsunarleikjum. Það er þroskandi og sýnir að maður getur verið einn.

Ég er að hlusta á tónlist, eitt það besta sem ég gæti gert. Ég hlusta á allskonar tónlist, fer bara eftir skapinu. Er núna að hlusta á rapp, ótrúlega þægilegt að hlusta á það þó ég segi það sjálf. Finnst reyndar bara æði að hlusta á tónlist á öllum stundum, hjálpar mér oft. Var reyndar að skipta yfir í No doubt núna, en það er góð hljómsveit.

Ég er að skrifa. Veitir mér ákveðna útrás, hugsunarlega séð. Eins og þið hafið séð, er ég stundum málglöð, og stundum er hrikalega leiðinlegt að lesa bloggin mín. Einmitt eins og Þröstur Unnar benti mér á, að ég er meira að skrifa fyrir sjálfa mig. Því tók ég ekki eftir fyr en hann sagði þetta. Þakka þér kærlega fyrir það Þröstur Unnar!

Ég er að borða. Ég er óhugsanlega mikið matvönd, án alls gríns. En þegar kemur að mat og nammi sem mér finnst gott, þá er eins og ég hafi ekki borðað í margar vikur. Mér finnst óendanlega gaman og gott að borða. Gaman að segja frá því, hversu veik sem ég er, get ég alltaf borðað!! Reyndar hef ég ekki verið veik lengi..

Það er margt annað sem mér finnst best að gera. T.d. að hafa Rafn hjá mér veitir mér ákveðið öryggi og traust. Líður alltaf vel þegar hann er nálægt.
Ég elska að hitta fólk, ættingja og vini, fólk á öllum aldri. Enginn er of glataður til að ég geti talað við manneskjuna. Ég er alls ekki svoleiðis, ég get umgengist alla, hversu skrítið sem fólk er. Ef fólk er líka í ágætu skapi á ég ekki erfitt með að koma því í rosalega gott skap, ef ég er í rétta skapinuTounge ..

Ætla að halda áfram að mála, gæti verið að ég skanni inn myndirnar mínar og set þær hér inn, fer eftir hvað þið viljið..LoL

Ætla ekki að læsa síðunni, þar sem að síðast þegar ég kíkti voru komin 9 nei og ekkert já, svo mér finnst það ekki við hæfi ef fólk vill það ekki..

KnúsHeart

Krossgátur

Er aðeins að taka mér hvíld frá tölvunni, sit reyndar við hana með krossgátublað. Ég veit ekki alveg hvað ég er búin með mikið, en örugglega 3 orð úr hverri krossgátu fyrir sig, svo næ ég ekki lengra. Reyndar er þetta fyrir fullorðna svo að ég skildi það kannski aðeins betur þegar ég áttaði mig á því.
Er bara að bíða eftir að móðir mín komi heim úr göngutúr með Lubba, ætla að reyna að fá hana til að koma með mér út í búð að kaupa nammi, þar sem það er nú einu sinni nammidagur og ég vill fá gott nammi, áður en það klárast!

Ætla bara að halda áfram í bókinni, svo í sturtu!

Eigið góðan dag..Heart

Glæsilegt!

Vildi bara óska bloggvinkonu minni innilega til hamingju með þetta. Alveg æðislegt þegar fólk nær að gera það sem það dreymir um.
Að sitja ekki bara á rassinum heima og bíða eftir að draumastarfið setjist upp í hendurnar á manni, standa upp og gera eitthvað í sínum málum með stæl og fá það svoGrin, bara glæsilegt.
Sönnun þess að fólk getur það sem það dreymir um.

Enn einu sinni til hamingju KristínGrin.

Knús,

RóslínHeart


mbl.is Fékk draumastarfið á ÓL í Vancouver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri maður

Dagurinn í dag var ágætur, ekkert sérstakt sem stendur uppúr nema ljóskuskapurinn í mér.
Þannig er það nú að ég hef lengi reynt að opna iTunes ( forrit með lögunum sem ég á ) og aldrei tekst mér það. Stakk síðan iPodinum mínum í samband, þá allt í einu vildi það endilega opnast, og ég búin að reyna að opna það í nokkra dagaAngry..

Skrifaði grein fyrir Þorrablótið og er slóðin á hana hér;
http://hornafjordur.is/grunnskoli/efni/frettir/2008/02/28/nr/5232

ætla að láta fylgja hér smá texta eftir Ragnheiði Bjarnadóttur, sungið og spilað af uppáhalds hljómsveitinni minni Bermuda.


Betri maður


Þú munt aldrei vita hver ég er
í eigin persónu er ég sjaldnast hér
Á bakvið grímu alla daga
Þú skalt bara koma og sjá
Birtist sífellt betri maður
þegar dagur rís

Hér er ég með andlit gullið,
unglegt, gamalt, hvítt
eða dapurt, glatt og alltaf nýtt
Þú veist aldrei hvar ég er, hver ég er
Ég á þúsund andlit enn
og ég er sá sem allir vilja vera

Seint að kvöldi held ég heim og fer
úr gervi þessa dags og halla mér
Gleður hjartað góður fengur
en glaðar þó er
yfir öllum þessum brosum
sem að bíða mín

O.s.frv.


Þykir þetta fallegt lag og þykir líka vænt um það.

Er farin að græja mig fyrir fótboltaæfingu..

KnúsHeart


Myndir

Ég skal vegna þess að ég hef einhvern tíma, setja einhverjar myndir inn hérna bara á bloggið fyrir ykkur. Langar líka að segja ykkur frá því að við matarborðið var pabbi minn að tala og sagði svo eitthvað í þessa áttina ,, ég skil ekki gamlar konur, ég verð að skreppa frá að baka pönnslur. Og eftir kannski klukkutíma kemur annað , jæja þá er ég búin að baka pönnslunar". Spurðum hann hvort hann væri að tala um blogg, og hvort hann hefði verið að lesa svoleiðis blogg, þar gripum við hann a.m.k. glóðvolgann, hann les þetta allavegaW00t.



Þarna er ég hress..Tounge

P2260675

 
Við Rafn minnHeart Bæði með colgate brosið á hreinuGrin

P2260719


Við Rafn afturHeart


Ætla að halda áfram að læra undir próf, og er búin að senda greinina mína til deildarstjóra skólansTounge


Þorrablót

Góðan daginn,

í stað þess að blogga í dag langar mig frekar að fá mér smá lúr. Fékk alltof lítinn svefn ( miðað við vanalega ) í nótt. Þoli ekki hvað kennararnir halda að við þurfum að sofa lítið. Annars var þorrablótið bara fínt. Tókst bara mjög vel að ég held, allavega af minni hálfu. Í einu atriðinu sungu stelpurnar í tíunda bekk við Nínu lagið - og einmitt eigum við Rafn metið í Heppuskóla, að vera lengst saman, nálgast óðum 1 og hálfu áriSmile.

Fékk blað með laginu á og svona er byrjunin ( lagið verður svo um fleira í skólanum). Fyrsta erendið er um okkur einmitt;

Farðu ekki frá mér Rafn minn
Vertu bara hjá mér elskan
Og kúrum hérna saman ástin
Því þú veist að ég mun aldrei fara
aldrei, aldrei, aldrei fara
aldrei fara burt frá þér.

Þeir sem horfðu á mig þegar það var sungið, sáu einn stóran tómat, var líka alveg að bráðna úr roðniBlush..

Ætla að fara að hvíla mig í svona eina klst. gæti veirð að ég setji inn myndir svo, þarf reyndar að skrifa eitt stykki grein fyrir einn kennaran hana Eygló. Læri svo undir dönsku próf seinna.

KnúsHeart


ÚPS!

Eina sem ég get sagt við því máli sem ég var að lesa mig til um.

Þannig er það nú, alltaf er eitthvað með Eurovision og Íslendinga. Í þessu máli styð ég Friðrik Ómar. Áreitið þegar hann kom upp á svið var að hans sögn svo gróft að hann nefni það ekki, og líka að það hafi verið um mömmu hans. Ótrúlegt hvað aðdáendur Mercedes Club eru ótrúlega huglausir, afsakið að ég nota þetta orð. En áreiti á mann sem ekki hefur gert þeim neitt, talandi illa um mömmu hans, sem mér sýndist bara vera ótrúlega góð mamma, krúttleg líka. Sumt fólk heldur að fræga fólkið hafi engar tilfinningar og geta gengið í gegnum þetta allt. Þið hafið nú séð allar feilstjörnurnar, t.d. Britney.

En það er víst bannað að leggja nafn Guðs við hégóma, ótrúlegt hvað allt fór í krass þegar Friðrik sagði „Glymur hæst í tómri tunnu", ég held ég skilji þetta orðatiltæki, en finnst það nú ekki beint særandi, bara flott comeback hjá piltinum.

Friðrik, ég stend með þér í þessum málum svo við höfum það á hreinu!

 

En yfir í allt aðra sálma, dagurinn var bara þessi týpíski skóladagur, gera svo ekkert eftir skóla, nema ég fór með móður minni út í Apótek og við keyptum fínt meik, bólufelara og síðast en ekki síst gelluneglur ( gervineglur ). Ég ætla bara að vera algjör gella annað kvöld, fólk mun ekki þekkja migW00t.
 Fór svo til tilbreytingar á Björgunarsveitafund fyrir unglinga, lærðum að binda mann niður í börur og gengum með þann sem lá í einn hring úti. Eftir það var bara kennt okkur að binda hnúta, kann núna að gera áttu og man ekki hvað hann hét aftur, en geri hann nú samt frekar vitlaust að ég held.

Er reyndar búin að vera í trommusettaleit í dag á netinu, fundum eitt og sendum fyrirspurn gá hvort það væri möguleiki hvort það gæti sent það til Íslands, en allt kom fyrir ekki. Núna á næstu dögum þó finnum við gott trommusett sem ég borga svo foreldrum mínum upp ef allt fer eins og ég óska mér. Er komin með leyfi og allesSmile.

Ætla að kíkja á síðustu staðina á netinu áður en ég fer að tía mig í rúmiðGrin

KnúsHeart


Dagur eftir þennan dag

Góða kvöldið kæru landsmenn nær sem og fjær!

Dagurinn í dag hefur verið svona upp á við og líka niður á við. Byrjaði daginn snemma, miðað við að það sé sunnudagur. Vaknaði tíu mínútur í tíu og byrjaði að græja mig fyrir fótboltaæfingu. Jóna Benný og Sandra nýju þjálfarar okkar í 3. og meistaraflokki fyrir sumarið, mættu þessa helgi og höfðu æfingar. Fór reyndar ekki í gær, en í dag mætti ég á slaginu ellefu. Æfingin var mjög góð og eftir hana talaði Sandra við okkur, þar sem Jóna Benný var rúmliggjandi heima veik. Tal Söndru kom spenningi í liðið - allavega er maður ótrúlega spenntur, þar sem það mun bara vera gaman í sumar í fótboltanum, mig klæjar í lófana úr hlökkunGrin ..




Eftir æfingu bakaði faðir minn pönnukökur í tilefni dagsins, á meðan stökk ég bara í sturtu og svona. Eftir pönnukökuátið var mér sagt að kvöldmaturinn væri kl. 17.00 svo að pabbi gæti eldað, vegna þess að hann fór á sjó 17.30. Eftir já pönnslurnar skutumst við mamma í smá bíltúr með myndavélina og komu engar smá flottar myndir út úr því sem hægt er að skoða á www.flickr.com/photos/roslinv.



Komum heim og ég var með þvílíkan hausverk, sem fylgir enn ef ég er mikið að hreyfa mig. Lá bara uppí sófa og svona fínlegheit. Fengum okkur að borða dýrindis grillað lambalæri og meðlæti. Mamma var svo að enda við að plokka mig og lita, svona fyrir Þorrablótið.

Ætla núna bara að læra, horfa svo á Cold Case, síðan í sturtu.

Knús á ykkurHeart

Draumórar og sögur úr fortíðinni

Sit hérna sem oft áður við tölvuna og er að skoða á eBay. Alltaf þegar ég er að skoða á eBay skoða ég það sama, bara þetta eina.

Þegar ég var 4-7 ára og bjó á Kirkjubrautinni, og mamma var inní eldhúsi, sat ég oft með nokkra potta á gólfinu og box, með trésleifar í sitthvorri hendi. Sló eins og ég gat á pottana og boxin. 11 - 12 ára var ég í leynilegri " hljómsveit " og var þar á trommum, sem voru úr plastboxum og boxum utan af makkítossi. 14 ára, eða fyrir fermingu fór ég að hafa enn meiri áhuga á því að spila á trommur, munaði svo litlu að ég hefði keypt svoleiðis fyrir ekki svo mörgum mánuðum. En maðurinn hætti við að selja það á síðustu stundu.

Enn og aftur í dag er ég föst fyrir framan tölvuskjáinn að leita að hinu einu sanna trommusetti sem ég bíð eftir að fá að slá á. Ótrúlegt hvað sama hljóðfærið er fast í huga manns lengi. Ég er reyndar lesblind og ótrúlega lesblind á nótur og þessháttar og átti mjög erfitt með að læra á blokkflautu í 1 - 3. bekkjar. Fannst líka trommusett mest spennandi af öllum hljóðfærum, og ég hef svo mikinn áhuga á tónlist að mig langar að geta tekið þátt.

Svo finnst mér alltaf jafn gaman að minnast á það að ég datt á vegasalti þegar ég var á leiksskóla. Beint á andlitið og var hrikalega bólgin, er með tvö ör fyrir neðan nefið sem koma alltaf betur og betur í ljós, svo höldum við mamma að ég sé með eitt ör eftir það að ég fékk líka gat í nefið þegar ég datt.

Mér fannst alltaf gaman af því að monta mig í vinkonu mína Þórdísi að Sigga Beinteins væri frænka mín en ekki hennar. Einn daginn var mér svo sagt að hún væri ekki frænka mín, en afi minn í pabba míns ætt sagði mér svo að hún væri það barasta víst, og hún er þaðGrin. Líka Rúnar Júl, sem ég söng með í afmælinu hans afa ,, er ég kem heim Búðardal bíður mín brúðarval". Mamma hennar Laufeyjar frænku minnar, Andrea Jóns. er líka frænka mín í móðurætt, mikið skildari mér heldur en Rúnar og Sigga.Lét alla vita af því að Andrea Jónsd. væri sko frænka mín í 6-7. bekk W00t.

 Ég elskaði Idol, það íslenska á sínum tíma. Þekkti alla, vissi í hvaða sæti og þætti þessi hafi verið og framvegis. Það gekk svo langt í 3. seríunni í Idol að margir úr 3. seríunni vissu hver ég væri, og sumir muna enn, og þekkja mig ennGrin . T.d. Nana og Gugga Lísa, þær eru alllllllllgjör æðiGrin .


Jæja, ætla ekkert að segja frá deginum þar sem ykkur langar alls ekki að vita í hvað hann fór. Nema bara að skoða trommusett, er einmitt búin að finna það sem ég ætla að fá.Bandit
Reyndar var ég með mömmu í eldhúsinu, komum upp smá ljósmyndastúdíói og hér er ein mynd þaðan, frekar skökk samt;



KnÚsHeart
Eigið gott laugardags kvöld og munið að kjósa rétt! Þá eruð þið í góðum málumJoyful .

This is my life - Eurobandið ( Regína Ósk & Friðrik Ómar)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband