Færsluflokkur: Bloggar
13.2.2008 | 16:40
Ekki Rocky Horror?
Ég hef verið að spá í dag, hvort ég hafi yfir höfuð tíma, frá kl. 20.00 á hverju kvöldi, eða allavega það næstu tvo mánuði. Ég er að fara núna um helgina suður til Reykjavíkur að keppa í fótbolta, verð þar auðvitað yfir helgina. Í mars verð ég á Laugum í Sælingsdal í 6 daga að ég held, fer stuttu eftir það til Reykjavíkur að hitta allt liðið mitt, sem ég hef ekki hitt í langann tíma. Endilega þið sem viljið pantið tíma til að hitta mig..
Allavega já, má alls ekki missa úr fótboltanum, þar sem ég þarf að vera á æfingum, slæmt að missa allt form, þó svo það sé nú eitthvað mjög lítið form. Ætla að tala við leikstjórann í kvöld, klára morgundaginn. Þetta mun allt koma niður á lærdómnum og ég þarf að vera dugleg ef samræmduprófin verða á næsta ári, til að geta komist í skólann sem ég ætla í.
Annars vildi ég deila því með ykkur að frönsk súkkulaðikaka, með vanillu ís og rjóma er bara gott í morgunmat. Mæli eindregið með því, bökuðum einmitt franska köku í fyrsta tíma í morgun, hugsið ykkur hvað þetta var æðislega gott
Mér þykir vænt um ykkur öll mín kæru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2008 | 23:29
Smá mynd!

Ég er nokkuð ánægð með klippinguna, en ekki myndina, búin að hamst við að reyna að taka góða mynd af mér, og ég læt þetta bara duga!
Annars gekk leikæfingin vel, og var mikið hlegið og skemmt sér ,, mikil gleði, mikið grín, mikið gaman"..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 17:15
Rocky Horror
Fyrsta leikæfing er í kvöld, og verður það mjög spennandi þar sem við erum að fara að leika okkur, gæti kallað það að gera sig að fífli.Allskonar æfingar og leikir, til að hrista hópinn saman. Eitthvað mikið fyrir mig að gera svoleiðis, þar sem mig vantar alltaf athygli

Vaknaði við þvílíkan hávaða frá símanum mínum og stökk fram úr um leið til að vekja engan, en fattaði svo að það væri enginn heima, allir í vinnu. Frekar fyndið, en ákvað bara að græja mig, klæða, borða og tannbursta og greiða mér. Fékk far með Sædísi systur, og hoppaði út hjá Hárgreiðslustofu Jónu ogEllýjar. Að þessu sinni klippti Ellý mig og tókst henni það bara nokkuð vel. Lét nokkrar léttar strípur í hárið mitt, bara nokkrar svo þið hafið það á hreinu. Klippti hallandi topp og snyrti hárið mitt aðeins.
Skelli inn mynd við tækifæri þar sem ég myndast hrikalega illa þegar ég tek myndina sjálf

Ætla að fara að græja mig fyrir fótboltaæfingu, loksins gott veður, guði sé lof!
TOJ TOJ

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2008 | 18:49
Ómótstæðileg kaka

Er búin að vera frekar þreytt í dag þar sem ég fékk ekki alveg svefninn minn, sofnaði frekar seint sem er bara vont. Eins og frænka mín sagði við mig, það er óhollt fyrir mann að fara að sofa á ókristilegum tíma. Það er nokkuð vel tekið til orða, reyndar líður mér best á kvöldin, er oftast í langbesta skapinu þá. Var einmitt að stríða þessari sömu frænku minni, segja henni að ég ætti afmæli á morgun, en hét samt að það væru 190 dagur í afmælið mitt, og hún spurði nú bara hvort ég væri nokkuð full


En náttúrulega á ég og þið öll afmæli á morgun, verðum öll deginum eldri, og það er afrek þannig séð.
Jæja einn klukkutími og korter í fund og ég ekki alveg ákveðin hvort ég eigi að skella mér eður eigi, ég er ekkert sjarmerandi þegar að komið er að söngnum ástkæra. Reyndar er þetta nú Rocky Horror svo það getur nú ekki verið algjör "horror" að ég fái að vera með

Ætla að finna mér eitthvað sem er gott á bragðið og heitir ekki kaka.
KNÚS

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2008 | 20:18
Bloggræpa, bókstaflega!
Mér finnst alveg tilvalið fyrst ég er hér með þetta blogg og segja ykkur frá nokkrum manneskjum sem ég hef kynnst um ævina.
Ég þarf ekki að segja frá Rafni meira held ég, en hér er bloggfærslan um hann ef þið viljið lesa það: http://roslin.blog.is/blog/roslin/entry/431926/#comments
Salóme er 17 ára stelpa sem býr í bænum. Við kynntumst fyrir 4 árum að ég held og ekki á skemmtilegan hátt. Frekar fyndið þegar maður hugsar núna út í það, en það var í gegnum þetta blessaða Idol. Þessi stelpa er magnaður karakter og stendur sko svo hrikalega á sínu að hún verður rosalega pirruð þegar maður fer að stríða henni útaf því. Hún hefur áhuga á ljósmyndun og tekur rosalegar myndir og syngur svo vel að fá orð geta lýst því. Ég ætlaði alltaf með henni í Idolið þegar hún myndi hafa aldur til, en því miður var Idol hætt þá.
Sveinborg langamma mín heitin var og er mér rosalega mikilvæg manneskja. Hún bjó á Selfossi og man ég alltaf eftir því þegar ég kom inn til hennar og langafa í heimsókn. Lyktin sem mætti manni þegar maður kom inn, kexið og ostasmjörið sem hún bar alltaf á borð þó svo að við sögðum henni að við værum ekki svöng. Ég man líka rosalega vel eftir því þegar við systir mín fórum alltaf inn í gestaherbergið og lituðum í litabækur með fimmhyrndum vaxlitum, og máttum ekki láta illa í stofunni. Mér þótti alltaf svo gaman að skoða myndirnar, man að á skeinkinum þegar maður kom inn beint fyrir framan mann var mynd af henni og systkinum hennar. Inni í stofunni var stór mynd af fossi eða þvíumlíkt og síminn var þegar maður kom innan úr forstofunni til hægri á litlu borði. Stóri lykillinn sem var á veggnum hjá útidyrunum til hægri. Ég man hvernig amma sat alltaf við borðið, ef hún var ekki að fikta í höndunum á sér var hún með aðra öndina undir höfðinu og fylgdist alltaf áhugaverð með því sem við vorum að segja, brosti svo hlýlega til manns að manni fannst maður aldrei vilja halda leiðina ýmist heim eða til Reykjavíkur, bara sitja þarna og fylgjast með þessari áhrifaríku konu. Þessar minningar er gott að hugsa um, hvað hún amma var áhrifarík og góð kona.
Guðbjörg Elísa, stúlka sem er heilum 9 árum eldri en ég. Ég kynntist henni í "gegnum" idolið, og varð svo hrikalega mikið fan á sínum tíma að það var ekki fyndið. Hún er falleg að utan sem og innan, hún hefur hjálpað mér mjög mikið í gegnum erfiða tíma og talað mig til. Hún er ótrúlega skemmtileg og rosalega gleymin, varð bara að láta það fylgja. Já, ég segi falleg að utan sem og innan, hún er ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og með rosalega sæta spékoppa. Hún syngur líkt og engill, ótrúanlega falleg röddin hennar. Ég get sagt henni allt og hún kemur alltaf með góð ráð, hún er bara eins og stóra systir mín
.
Guðbjörg Valdís. Ég má bara til að nefna hana hérna. Á sínum tíma þegar hún var ólétt, fékk ég einmitt að segja henni allt í heiminum og hún tók alltaf samsinnis undir hjá mér. Sagði mér margt og var einstaklega fyndin með hluti sem voru samt grafalvarlegir. Fyrir áramót talaði ég mjög mikið við hana og lét hana alltaf vita hvernig mér liði og fékk að skíra allt betur út. Hún var einmitt með bróður mínum í bekk, og bjó í sömu götu og ég. Kynntist henni aftur í hitt í fyrra að ég held. Núna hefur hún um margt annað að hugsa, fæddi dreng í janúar, sem er bara sætur strákur. En ég heyri af og til í henni.
Eva Kristín, einstaklega þrjósk manneskja, sem er bara gott! Ég hef verið með henni í bekk síðan í 3. bekk. Ég þoldi hana ekki á tímabili, og var næstum farin að grenja í hvert skipti í Hafnarskóla þegar var dregið okkur saman í sæti. Ég veit ekki ástæðuna af hverju við þoldum ekki hvor aðra, en það er bara fyndið að hugsa út í það að hafa ekki kynnst henni fyrr. Eva hefur alltaf stutt mig vel í gegnum allt og hjálpar mér mikið. Tel hana langbestu vinkonu mína, enda bara frábær stelpa og gaman að umgangast hana. Hún er ótrúlega æðisleg, og stundum ógeðslega kaldhæðin sem er ógeðslega fyndið! Hún er sú sem nennir að gera allt með manni, og hefur áhuga á svipuðum hlutum og ég. Hún er hress og skemmtileg stelpa, og þið sem missið af því að kynnast henni eruð óheppin, og líka þið sem vanmetið hana.
Milla, Guðrún Emilía. Ég bara verð að skrifa líka um hana. Eitthvað sem segir mér að það sé bara þannig og þá geri ég það. Milla hefur haft mjög góð áhrif á mig. Hún kom eins og kölluð, eða eitthvað svoleiðis. Hún hefur verið mér mjög mikil hvatning í að skrifa, að hafa fengið þetta æðislega komment, og blogg um mig hjá henni var bara eitthvað sem ég var næstum farin yfir um af ánægju. Fyrsta skipti sem fólk tekur mig bókstaflega alvarlega, og metur mig fyrir það sem ég er og geri. Milla er bara æðisleg, og ekki má gleyma að hún er rosalega ungleg miðað við aldur - þó hún sé ekki gömul!! Takk kærlega fyrir mig Milla - örugglega í fimmtugasta skipti!
Auðvitað þykir mér vænt um foreldra mína, ættingja og systkini, svo má ég alls ekki gleyma t.d. Ragnheiði mömmu Rafns, hún er algjört æði, Þórdísi Imsland, vinkonu minni í Danmörku. Árdísi Drífu, sem er góð vinkona mín, og svo marga aðra.
En ég má alls ekki missa af dagskránni á stöð 2
RISAKNÚS á ykkur öll
Þykir rosalega vænt um ykkur, eða þið sem ég þekki..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.2.2008 | 17:50
Loksins byrjuð..
.. að taka til! Þó svo það sé a.m.k. vika síðan ég sagðist fyrst ætla að gera það. Má alls ekki gleyma mér, mamma er búin að hóta að verða reið út í mig ef ég klára þetta ekki í dag, svo það er bara eins gott að ég drífi í þessu. Enda löngu kominn tími til. Langar mikið frekar að hjálpa við að elda, mér finnst það skemmtilegra. Bakaði áðan pönnukökur með mömmu, brögðuðust ótrúlega vel.
En veðrið hér á Hornafirði fer held ég skánandi. Allavega hálkan byrjuð að bráðna og bara smá vindkviður, snjórinn hættur og svo framvegis.
Gærkvöldið var tekið með kósíleg heitum, og kúrði ég með Rafni mínum yfir sjónvarpinu. Ótrúlega þægilegt skal ég sko segja ykkur!!
Jæja, verð að fara að halda áfram að taka til, borða og fara í sturtu áður en Rafn kemur.
Enn tveir dagar eftir af helginni hjá mér, bara vakna um korter yfir ellefu og fara að hitta kennarann og sjá hvernig ég stend mig nú. Ætla að reyna að gera eitthvað af viti á morgun. Er bara búin að vera að horfa á sjónvarpið og taka myndir í dag, bjó til mitt eigið stúdíó, að vísu pínu lítið.
Smá sýnishorn;
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.2.2008 | 18:17
Sælinú
Hér sit ég að venju og heng í tölvunni. Var á æfingu áðan, í futsal. Mér gekk aðeins betur en á síðustu æfingum, ég er bara ekki alveg að fitta inn í mitt hlutverk þessa dagana. Held að við eigum að fara í bæinn, já í bæinn segi ég að keppa á Íslandsmótinu, áttum að fara á morgun austur en sem betur fer verður ekkert úr því. Þið sem eigið heima í bænum, fylgist þið vel með mér í vikunni svo þið getið kíkt á mig, endilega mæta og heilsa uppá stelpuna. Rosalega gott að knúsa ótrúlega svitafýlu...
Loksins hef ég ákveðið klippinguna mína, og leyfi ykkur svo að sjá útkomuna þegar að því kemur, ætla ekki að kjafta í alla því þá verður þetta ekkert spennandi. En ég skal segja ykkur það að ég er hætt við að hafa stutt öðrumegin og sítt hinumegin.
Ég er ekki enn byrjuð að taka til síðan ég sagði það fyrst hér á blogginu. Finnst það bara einstaklega leiðinlegt.
En hvernig lýst ykkur nú á "bannerinn" ? lagði hellings vinnu í þetta..
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.2.2008 | 00:15
Mórall
Sumir eru bara með eintóman móral, ég setti skoðanakönnunina meira í gríni heldur en alvöru. Það er alveg greinilegt að einhverjir þola mig ekki, þar sem ég fékk bæði sæmilegt og ömurlegt. Ég ákvað að hætta með þessa skoðanakönnun, þar sem ég sé að fólk hefur engan húmor...
Vil taka það SKÝRT fram að ég tek þetta ekki inná mig! ég er mjög mikill grínisti, eins og fólk hefur vel tekið eftir, en þó er aldrei stutt í alvöruna - og pirringsþráðurinn er líka mjög stuttur hjá mér.
Ég ætla aðeins að laga þennan banner minn, finnst hann heldur tómur, mjög ólíkt mér. Í öllu því sem ég geri er mikið af þessu og hinu, og ætla ég að bæta einhverjum sætum myndum inná.
Í þar síðustu bloggfærslu sendi ég inn tvö myndbönd af youtube síðunni minni. Eins og þið kannski sáuð er ég rosalega athyglissjúk og vil helst vera miðpunktur athyglinnar allstaðar sem ég kem. Þó svo veit ég hvenær ég má það og hvenær ég má það ekki.
Veðrið ógeðslega er búið að færast hingað yfir frá Reykjavík, afhverju vilduð þið ekki hafa það aðeins lengur Reykvíkingar? Heyri bara í hávaða roki og rigningu hérna berjandi á gluggan minn.
Ég horfði á Bandið hans Bubba með honum Rafni mínum, einn héðan frá Höfn, Elvar Bragi ÁFRAM HANN!!!!
Jæja ætla að byrja á þessu blessaða photoshop standi..
Síkáta Róslín kveður að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 18:17
Í dag
Ég fékk loksins skiptin mín fyrir geisladisk sem ég fékk í jólagjöf, fékk engan annan disk en Ökutíma með Lay Low. Rosalega góður diskur, elska þessa frábæru rödd, frábrugðin öllum öðrum. Minnir samt smá á Emiliönu Torrini, en samt ekki. Skólinn í dag var stuttur og fremur lítið að gera, byrjuðum á því að fara í tölvur og gerðum kynningu á uppáhalds leiknum okkar. Þar sem ég á engann uppáhalds leik, gerði ég bara þvílíkt glærusjóv fyrir mig og Yrsu. Bjó til "cover" á leik sem ég nefndi Hit The Ben, ég veit ekki hvaðan hugmyndin kom, fékk reyndar ekki leyfi fyrir því að búa til minn eigin leik. En þegar ég rétti Bjössa kennara prentið af glærunni gat hann nú ekki annað en brosað.
Í stærðfræði gerðum við einhvern kassa, úr blöðum, hrikalegt stuð. Tennis var í íþróttum, og viti menn, ég bað einmitt íþróttakennarann um það í gær. Fólk farið að hlusta! Ég og Yrsa vorum saman í liði, gekk ágætlega, fyrsta skotið mitt fór óvart alla leið yfir í hinn vegginn, engin smá kraftur í manni. Þarf þess samt ekki, þar sem það er bara létt að meiða einhvern óvart með tennisspaða og svona bolta.
Hef verið að vinna í myndum í dag, fór með pabba að taka myndir. Hér er eitthvað af afrakstrinum, er ekki sátt. En er farin á æfingu, gætuð heyrt í mér betur í kvöld..


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 23:20
Ég, um mig, frá mér, til mín!
Svona, nú fáið þið ágæta sýn á það hvað ég er furðuleg. Reyndar eru þetta bæði eldri en eins árs myndbönd að ég held...
Góða nótt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)