Færsluflokkur: Bloggar
7.3.2008 | 02:51
Ég í þetta!
Afhverju ekki að stefna svo hátt, að stefna á hetju manns?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 18:22
Veðrið er yndislegt, ég geri það sem ég vil...


Frábær strákur og yndislegur, og vantar ekki fegurðina, hvorki að innan né að utan, hann er hreint frábær og fjölhæfur drengur, Rafn minn til hamingju með daginn



En það var nú eitt sem ég ætlaði að ræða hérna, varðandi þáttinn Sunnudagskvöld með Evu Maríu, þá hef ég ekki fengið neitt svar ennþá, vonandi samt að ég fái svar, þó það væri nei. Ég hefði kannski átt að spyrjast fyrir í öðrum þætti, þó það yrði ekki nær því eins gaman, t.d. í Kastljósinu eða því um líkt. Eða hvað finnst ykkur?
Ég hef ekki meira að segja í þetta skipti, svo ég bið bara kærlega að heilsa ykkur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
5.3.2008 | 19:24
Rocky Horror
Ekki var nægur tími til að útdeila stjörnufræðiritgerðunum, svo að eftir skóla beið ég, og þegar röðin var komið að mér, þá þurfti kennarinn að fara á fund! Gat verið, ég er alveg örugglega að fá eitt risastórt 0 í kladdann. Annars skrifaði ég um heillarplánetuna Júpíter, ein ómerkilegasta ritgerð sem ég hef unnið.
Minnist þess þegar ég skrifaði um leiklist, fékk tækifæri til að senda einni af uppáhalds leikkonunum mínum ( sem eru þónokkuð margar ) viðtal um leiklist og hvernig maður gerist leikari, sendi engri annarri en Gullu úr Svínasúpunni, stelpunum og bara nefndu það! Hef líka skrifað um margt áhugaverðara, en svona er lífið, ég skila mínu.
En áðan kl. hálf fimm fór ég á söngæfingu, gekk ágætlega, og mun í kvöld kl. 9 fara út í Mánagarð á æfingu, fitta mann á sviðinu. Sem minnir mig á æðislega minningu úr jólaleikritinu;
Vorum að taka franskan leik á þetta, gengum rosahratt yfir sviðið og fórum með setningarnar mjög hratt. Þegar ég kom á sviðið með hinum tröllunum, í öðru atriði. Ég var alveg að pissa á mig, en ætlaði að halda þetta út á þrjóskunni, langaði ekki að pissa á þessu ógeðis klósetti. Dreyf mig upp á svið, fór með mínar setningar, krakkarnir rugluðust og fórum þannig í þrjá hringi með sama textann óvart, á endanum stóð ég upp á kassanum með fæturnar í kross beygjandi mig niður VÆLANDI af hlátri, segjandi ,, ÉG ER AÐ PISSA Á MIG " og allir voru skellihlæjandi, endaði með því að ég þaut út af sviðinu og niður á klósettið grenjandi

(bætt inn í)
Lýsir þetta mér? Skil ekki allt, en lýst vel á sumt..

August Babies
Outgoing personality. takes risks. feeds on attention. No self-control. Kind hearted. Self-confident. Loud and boisterous. VERY revengeful. Easy to get along with and talk to. Has an everythings peachy attitude. Likes talking and singing. Loves music. Daydreamer. Easily distracted. Hates not being trusted. BIG imagination. Loves to be loved. Hates studying. in need of that someone. Longs for freedom. Rebellious when withheld or restricted. Lives by no pain no gain caring. Always a suspect. Playful. Mysterious. charming or beautiful to everyone. stubborn. curious. Independent. Strong willed. A fighter.
Knús

Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.3.2008 | 20:54
Síðasti bærinn í dalnum
Ég man ennþá eftir myndinni mjög vel, horfði á hana hvert kvöld í einhverja mánuði, alltaf áður en ég fór að sofa. Leikararnir eru 6, ég þekki ekki tvö þeirra, en Hildigunnur leikur Sólrúnu, sem er uppáhalds karekterinn minn, og hún ein uppáhalds leikkonan mín. Gunni leikur dverginn Rindil, Björk eiginkona hans lék ömmuna, ég man aldrei hvað hann heitir maðurinn með krullurnar sem var alltaf með leikritin í Stundinni okkar, hann heitir Bergur í þessu leikriti, svo voru það tröllkarl og kerling, sem breyttu sér í menn.
Uppáhalds atriðin mín hljóma einhvernvegin svona;
Bergur er að tuða að vanda, segjandi að pabbi hans segi að tröll og hindurvitni séu ekki til, þá byrjar Sólrún ,, Pabbi segir, pabbi segir " þá byrjar Bergur aftur ,, en pabbi..." Sólrún ,, Pabbi segir, pabbi segir ".. o.frv.
Ykkur finnst ef til vill ekkert gaman að lesa þetta, en samt ég held áfram!
Þarna lærði ég að segja ,, kistilinn a'tarna " og fullt fullt, ótrúlega fræðandi saga, ekta íslenskt. Ef þið hafið áhuga á þessari mynd, endilega farið út í bókasafn, því ég er viss um að þau eiga þessa mynd ( allavega á bókasafnið hér á Höfn myndina svo það hlýtur að vera..)
Jæja, ætla ekki að gera ykkur leiðari en þið eruð á að lesa, en aftur á móti hef ég æðisgengda sögu að segja, ég er "FRÆG", svona næstum fimmtán mínútna frægð.
Kom fram í Hér&Nú blaðinu árið 2006, með Margréti Láru yndislegu Idol stjörnu og góðvinkonu minni Þórdísi Imsland, þar var tekið fullt af flottum myndum af okkur, í keppni á línuskautum þar á meðal, vikuna eftir kom spurning og var spurt um hvaðan við Þórdís værum.
Svo hef ég nú tvisvar skrifað í moggan svo þetta er í fínasta lagi.
Ég hendi inn myndinni ef ég finn hana af Hér & Nú blaðinu

KnúS

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2008 | 17:26
Smitast í yngri kynslóðir mannkynsins
![]() |
Börnin „lagfærð“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 16:09
Búin að fá mig fullsadda!
Ég er algjörlega komin með nóg af því að mega ekki sitja hliðin á Rafni í tímum og fá aldrei að vera með honum í liði í íþróttum. Hvað er í gangi ?
Ekki höfum við sýnt það að við getum ekki setið saman, við getum alveg lært og höfum ekki hátt, allavega ekki hærra en aðrir. Í áttunda bekk sat ég hliðin á honum og Sigga vini mínum í samfélagsfræðitíma, þegar kennarinn áttaði sig á því að við værum saman, þá fór hún að færa hann eða mig ýmist í burtu, alveg glatað.
Núna í dag gerðust undur og stórmerki, Garðar lögga kom og hélt fyrirlestur um netnotkun og margt sem tengist henni, en það var ekki málið, við Rafn sátum saman og ekki var fært okkur!
Nýr kennari er komin til starfa í samfélagsfræði, þá sátum við Rafn saman og allt gekk barasta vel. Hvað hefur fólk undan að kvarta?
Ég veit það einmitt ekki heldur...
Búin bara að vera þreytt og pirruð í dag, æfing í kvöld og veit ekki hvað ég eyði kvöldinu í.
Ætla að leggja mig og horfa á sjónvarpið, verð að ná upp svefninum
knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 16:46
Ruglingur o.fl.
Segi ekkert frá deginum þar sem hann var ekkert merkilegri en aðrir, nema að ég var ótrúlega pirruð og í ensku tíma sat ég og lærði, með iPodinn í eyrunum. Gekk rosa vel og búin að skrifa eitt bréf á síðu ( aldrei að vita nema að ég birti það hér ef þið viljið ), var að leyfa hugmyndarfluginu að reika. Vissi ekki fyr en allir voru farnir að kalla eitthvað á mig, þá átti ég að segja frá því sem ég gerði, ég fletti upp á dæmið og sagði eitthvað alveg út úr samhengi, komst að því að það væri ekki rétt dæmi o.s.frv. greinilega ekki í alveg besta hlutverki þennan daginn


En eitt sem ég vil fá hjálp við, hvar get ég fengið mína eigin e-mail addressu fyrir utan hjá Vísi.is ? Það kemur víst ekki að góðum notum þegar maður er að reyna að koma sér á framfæri að ég haldi. Endilega bendið mér á eitthvað fyrir utan hotmailið sem er alveg hrikalega glatað fyrir utan að maður notar það fyrir msn, sem ég hef nú.

Er annars búin að vera rosa dugleg með krossgáturnar, og líka að hlusta á tónlist. Alls ekki öðru samt

Svona hefur maður líka góðan húmor hér til vinstri..
Og eitt að lokum, ef ykkur langar að tala við mig ( geri mér samt grein fyrir því að ekki allir vilja það ) þá er ég búin að gefa upp e-mailið mitt hér ofarlega til vinstri. Ég er opin fyrir e-mailum

Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2008 | 20:50
,,Afhverju býður Eva María mér ekki í viðtal?
Væri sko meira en til í það, sýna hver þessi Róslín Alma er. Veit ekki hvort margir myndu horfa á það, en ég myndi allavega horfa! Allt í lagi að fá svona inn á milli einn og einn ungling, allavega einn.
Ég hef margt um að ræða, get alveg sagt fólki mínar hliðar á pólitíkinni og öllu því rugli, frá lífi mínu, hvernig er að vera svona ótrúlega öfug. Þá meina ég, rauðhærð, örvhent, örfætt og lesblind..
Gæti m.a. sýnt fólki það sem ég hef afborið í lífinu, gamlar myndir, ljósmyndirnar mínar, myndbönd af mér, ljóð sem ég hef ort, myndir sem ég hef málað og margt annað.
Ef svo vill til að einhver hér sem les þetta þekkir Evu Maríu má nefna mig á nafn, mín vegna.....

Man að þegar Ellý Ármanns hélt uppi Sviðsljósinu hér á netinu, á vegum mbl.is, þá sendi ég henni e-mail um að taka viðtal við einhverja sem eru kannski ekki frægir. Fékk þó ekkert svar til baka ( svei þér Ellý


Upp á grínið vil ég svo segja ykkur nokkrar staðreyndir um sjálfa mig, sem þið sum hafið kannski heyrt áður ( ef til vill mjög oft áður )...
- Ég sef með bangsa. Þá meina ég að ég sofna oftast með hann í fanginu, og grænan kodda sem vinkona mín Árdís gaf mér í jólagjöf í fyrra. Bangsinn heitir Snússi ( já frumlegt nafn, heita það einmitt allir svona bangsar). Fékk hann í jólagjöf 4,5, eða 6 ára gömul, er ekki alveg viss. En jólanóttina ældi ég yfir hann, svo hann fór í sinn fyrsta þvott þá
.
- Ég er ótrúlega hrikalega matsár, þegar ég var lítil á jólum og áramótum þá þurfti ég alltaf að háma í mig svo ég fengi mest af nammi og snakki. Endaði þær nætur eins og ég hafi verið á góðu fylleríi ælandi yfir allt
...
- Meirihluti þess sem ég segi vini mína vera eru flest eldri en ég, þá meina ég ekki mánuðum eldri heldur nokkrum árum eldri. Svona er ég gömul sál, reyndar eins og ég hef sagt mörgum, þá finnst mér mikið skemmtilegra að tala við eldra fólk heldur en jafnaldra mína. Eldra fólk tekur meira mark á mér.
- Ég er mjög mikill ættfræðingur ( gæti þess vegna lært það ). Erfði það frá afa mínum Einari Ingimundarsyni. Ég er ótrúlega stolt af mínu fólki, og finnst ég alltaf eiga að geta kynnst því, reyndar hefur mér tekist það misvel. Sumir vilja ekkert með mann hafa, en aðrir taka á móti manni með opnum örmum. Þykir einmitt ótrúlega vænt um allt þetta fólk, þó að ég þekki það endilega ekki eins og lófann á mér ( þekki hann reyndar mjög lítið ).
- Fyrst ég var nú að tala um lófann á mér, þá er lífslínan mín á báðum lófum frekar mjög löng, hættir ekki fyrr en hún er komin frekar langt út fyrir lófann. Sem segir mér að ég verði eldgömul, vonandi eins og Sólveig heitin, hún einmitt fæddist á sama degi og ég, eða fyrir allmörgum árum þó. Hún var orðin 106 ára ef ég fer með rétt mál.
- Finnst tilvalið að þetta fái að fylgja; hrikaleg staðreynd. Systir mín hún Sædís ( vil skrifa þetta hér því ég veit hún les þetta), hataði mig mest í heimi þegar ég fæddist og þangað til örugglega bara til hún var 19 ára, sem hún var á síðasta ári. Gaman að segja frá því, hún naut þess að sparka í rassinn á mér og svona......
Eva María, just call me and I'll be there



Knús

Bloggar | Breytt 3.3.2008 kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.3.2008 | 17:18
Dear Mr President
Góðan daginn sveitungar og ekki sveitungar
Ekkert mikið hefur drifið á dag minn. Vaknaði um 11 og fór á æfingu kl. 12.00. Sem gekk nú bara nokk vel, mitt lið vann, reyndar bara 8-7, en unnum þrátt fyrir það. Svona melló æfing bara, góð.
Þegar ég kom heim hafði tók ég leik við Axel bróðir minn í Pro Elution Soccer 2008, gaman að segja frá því að ég var mikið betri, átti flestöll skotin, en í tvö skipti fór ég aðeins í mannin inní teyg og fékk á mig vítaspyrnu, svo staðan endaði 2-0 honum í vil. Er að tala um fótboltaleik ef þið vissuð það ekki.
Fór svo auðvitað í sturtu, og beið lengi, lengi eftir djöflatertu. Sem ég var nú að borða núna rétt áðan, mjög góð!
Sit núna bara með krossgátublaðið góða fyrir framan mig og No Doubt í eyrunum, flott hljómsveit.
Hendi inn þessum myndum sem ég málaði í gærkvöldi, bara fyrir Önnu Guðný..
Merkilegri er þessi nú ekki....
Önnur mynd sem ég eyddi eiginlega öllum svarta málningarlitnum mínum í...
Vildi deila þessu myndbandi með ykkur;
Fann ekki textan, en fyrst ég skil þetta hljótið þið að skilja þetta..
Ætla að halda áfram að lesa einhver blogg og leysa krossgátur - búin að leysa eina, samt fékk smá hjálp aftast í bókinni
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 01:14
Fleiri listaverk!
Set myndirnar inn á morgun, þetta tekur alltof langann tíma og ég er svo þreytt....
En fyrst ég er nú að blogga vil ég tala um tilgangslausa bloggara. Ég rakst á einn svoleiðis, en ég vil ekki nefna nein nöfn eða einstakling. Ég skal lofa ykkur mínir kæru bloggvinir að það er ekki eitt af ykkur, annars myndi ég nú ekki höndla að lesa bloggin ykkar

Manneskja sem setur tilganglausar myndir af alskonar síðum, eitthvað sem allir eru búnir að skoða áður á t.d. b2.is. Skil ekki svona gaura, græða ekkert á því..
Vona svo sannarlega að ég virki ekki svona hjá ykkur, bara einhver stelpuræfill frá Austurlandi að blogga um ekkert sem skiptir máli. Allavega tek ég ekki eftir því að fólk taki illa á móti mér hérna, sem betur fer


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)