Færsluflokkur: Bloggar

Langur dagur!

Ég vaknaði í morgun á Hornafirðinum fagra, ókum af stað, ég og foreldrar mínir, áleiðis til Reykjavíkur þegar klukkan var að ganga 9. Þegar til Reykjavíkur var komið fórum við með Lubba út fyrir Mosfellsbæ á Hundahótel. Leituðum að hljóðfærabúðinni Gítarinn, fundum hana og kíktum inn, fljót vorum við að taka eitt stykki trommusett, hlakka rosalega til að setja það upp þegar ég kem heim!
Fékk kjuða með, á meðan mamma og pabbi fóru í búðir sat ég með tónlistina í eyrunum að leika mér með kjuðana, því að ekki vildi ég láta mömmu skammast sín fyrir mig, klæðaburðurinn á mér var ekki sem fínastur né hárið hreint ( ég með mitt skammtímarminni....).
Keyrðum út um alla Reykjavík og Kópavog í leit að hinu og þessu, enduðum í Rúmfatarlagernum í Smáranum og mamma og pabbi borðuðu þar, ég sat á móti lyftunni, allt í lagi með það. Ég smakkaði á hjá þeim og fannst þetta ekkert sérlega gott, svo allt í einu heyri ég rosalega kunnuga rödd og þá Wizard datt það svona upp í huga mér, Eva María var þarna beint fyrir framan mig, og ég nýbúin að vera að blogga um það afhverju hún myndi ekki bjóða mér í þáttinn. Hún stóð á móti mér, og ég reyndi að láta sem minnst á mér bera, sem betur fer sá hún mig ekki og fór með börnin sín upp á aðra hæð!

Eftir að við vorum búin í Rúmfatarlagernum var Stjáni Stuð, ekki skrítið afhverju hann gengur undir því nafni, hoppandi glaður, syngjandi fyrir alla að hann væri að fara í Páskafrí, ótrúlega ánægðurSmile

Ég fékk síðan pítsu frá Hróa Hetti, og er búin að sitja hérna við tölvuna frá því um kl. átta að reyna að komast á netið!

Á morgun förum við í búðir að kaupa allskonar sniðugt, þar á meðal föt, veit ekki með allan daginn samt! Afi og amma koma annað kvöld heim frá Kanarí, þau eru alltaf á ferðalögum! Fer svo í einhverja heimsóknina annað kvöld, hlakka til þessGrin

KnúsHeart

Æfingar

Góða kvöldið.

Dagurinn minn hefur verið frekar langdreginn má segja, þar sem ég hef þurft að mæta á leikæfingu þrisvar í dag. Ágætar svosem, byrjuðum kl 10.00 og vorum þar til 13.00, önnur æfingin byrjaði kl. 15.00 og var til 17.00 og þar æfðum við dans og svona flottheit, bara gaman, og síðasta æfingin var áðan frá 20.00 - 23.00, þá vorum við bara að æfa sönginn.

Í fyrramálið þarf ég að vakna á óKristilegum tíma ( frá minni hlið séð), kl. um hálf átta, keyrum svo af stað til Reykjavíkur, þar verðum ég, mamma og pabbi fram á laugardag. Planið er að kíkja á einhverja ættingja, kannski fara í leikhús, kaupa föt og kaupa trommusett. Ég hlakka rosalega til, því að loksins fæ ég það sem mig hefur lengi langað í.
Við gistum heima hjá ömmu og afa og þar kemst ég á netið, svo fólk getur heyrt í mér.

KnúsHeart

Idol vitleysingur!

Ég vona það eindregið að allir séu búnir að gleyma Idol ruglinu í mér. Þannig er mál með vöxtum að ég var hrikaleg fyrir 1-3 árum. Margrir af Idol krökkunum vissu hver ég var og vita kannski enn. En ég rakst á blogg sjá vinkonu vinkonu minnar, og fékk það nett sjokk og er búin að biðjast fyrirgefningar einni úr Idol. Svona fór þetta með mig, og í dag skammast ég mín all hrikalega mikið fyrir það hvernig ég "hagaði" mér í þá daga.
Idol er samt ennþá uppáhalds þátturinn minn, þar sem ég horfði voða lítið á sjónvarp, og geri enn.

Ég hef þroskast, sem betur fer, síðan þetta var og lært að ég ætla að verða þekkt á mínum eigin forsendum, ekki vegna þess að ég held upp á þennan eða hinn. Það er þó gott að eiga sér einhverjar fyrirmyndir og gaman að hugsa til þess að í gamla daga hafði ég gert hitt og þetta.

Í dag hef ég bara verið að baka dýrindis jógúrtbollur, nóg handa öllum! Mamma sagði að ég væri kokkur, sem betur fer, mér finnst rosalega gaman að baka, ég spyr nú bara hvernig verður maturinn þegar ég fer að eldaW00t ...

Ég bað Ellý Ármanns að spá fyrir mér, hún bað um fæðingardag og ég vona að ég megi birta þetta hérna, allavega sagði hún orðrétt:

,, Látum okkur sjá mín kæra. Þú ert ákaflega rómantísk manneskja sem vill lifa til fulls og ég ráðlegg þér að láta hjarta þitt alltaf ráða för því ef egóið þitt fær að stjórna kemstu ekki eins lagt og þú ætlar þér. Fróðlegt er að sjá að það er eins og þú sért meðvituð um að tíminn er námsgagn og að ljósið þitt er kristaltært og hreint og það geislar frá sér fegurð og kærleika. Það sem þú þarft að læra er að minnka væntingar þínar og leyfa sköpunarþörf þinni að njóta sín en hún er vægast sagt gífurleg og hana verður þú að rækta. Í dag ættir þú að leggja þig mun betur fram við að skynja því þú gleymir stundum að næra sálina þína. Svo máttu vera opnari gagnvart fólkinu sem elskar þig og sigrast á tregðu þinni við að viðurkenna mistök. Þú veist hvenær þú hefur á réttu að standa og þú sýnir ást þína og umhyggju í verki og þú veist líka mætavel að karma annarra er ekki á þínu valdi, þeir verða að taka ábyrgð á sjálfum sér! En þú ert mjög sterk kona, afskaplega þrjósk (góður kostur) og töfrandi. Í framtíðinni verður breytilegt hvernig þú munt beita hæfileikum þínum og það verður þér eflaust sífelllt umhugsunarefni. Svo birtist líka skær fallegur gylltur litur þegar stjarna þín er skoðuð en hann táknar að þú ert gefandi og kýst að fylgja köllun þinni.

Gangi þér vel að sigra heiminnWink"

Takk fyrir þetta Ellý, margt af þessu mjög sattGasp Blush

Málfrelsi unglinga

Því hef ég tekið eftir hér á moggablogginu, að ég er ekki velkomin frá sumum aðilum að segja mínar skoðanir á málum. Sumir telja mig of unga til að mega yfir höfuð sjá þessar og hinar hliðar á umheiminum sem er ekki sanngjarnt. Skrítið finnst mér þó, þegar fólk hefur ekkert annað að segja, þegar ég set mínar skoðanir fram, að benda mér á það hvað ég er ung.
Ég og jafnaldrar mínir, sem eru m.a. framtíð Íslands verðum að sjá hvar samfélagið stendur í raun og veru, ekki að fólk feli það vonda fyrir okkur eða lætur lítið á því bera. Við erum þau sem gætu sameiginlega hjálpað til að gera Ísland að betri þjóð, styrkja góð málefni og líta á alla sem fólk.

Ég hef tekið eftir því einnig að sumstaðar eru unglingar álitnir ekkert geta, hafa ekki vit á neinu eða að þeir hafi ekki áhuga á að vita. Sá hópur er bara smámunahópur miðað við þá sem vilja vita, hafa áhuga og geta gert eitthvað og sagt í þeim alskyns málum sem á standa hérlendis.
T.d. berst bloggvinkona mín, Halla Rut, fyrir því að það verði hjálpað fötluðum með sitt, styð ég hana í því.

Þó svo að fólk sem sér mig út í búð, í mínum hversdagslegu lufsum, heldur mig skrítna, jafnvel frekar klikkaða. Þá hefur það lítið til gruns að bera, því þau vita varla hver ég er að innan, og það er allt sem höfuð skiptir máli. Vonandi að þið takið mark á mínum skrifum, þar sem ég vil að fólk taki eftir því að unglingar hafa skoðanir líka.

Ég kann ekki að vera veik...

Gullkorn úr ferðinni sem ég gleymdi algjörlega að segja frá:

Við Rafn vorum oft í billjard, ég var stundum svo heppin að hitta enga kúlu, og svindlaði smá. Hljóp oftast eftir kúlunni og stillti henni upp á sama stað aftur, svoleiðis gekk það nú nokkrum sinnum fyrir sig í röð.
Í eitt skipti hitti ég nokkrar kúlur, og svo skemmtilega vildi til að ég fór með kjuðann í andlitið á Rafni, brást frekar snöggt við því og var fljótað afsaka mig og gá hvort það væri ekki í lagi með hann. Það var í lagi, en sem meira var að ég hitti minni kúlu ofan í í leiðinniW00t .

Annars þá kann ég ekki að vera veik, ég er með einhver einkenni þess að vera veik. Anna Magga spáði veikindum annað hvort hjá mér eða einhverjum nákomnum þegar ég kæmi frá Laugum. Það fór þannig að ég vaknaði ælandi á gólfið Sick . Svona var mamma mín þá heppin, fór fram til hennar og þreyf mér í framan og á höndunum, þegar mamma var búin að þrífa þetta upp, setti hún ælufötuna góðu við rúmið, vatn í glas og ég upp í rúm. Sofnaði og svaf til kl. 15.00.
Þau einkenni sem eru að angra mig núna er svimi og er með æluna upp í koki, svona ef þið vilduð vita það. Eins og ég segi, ég kann ekki að vera veik. Mér finnst allt of leiðinlegt að liggja upp í rúmi og láta vorkenna mér, ég bíð bara eftir því að þetta lagast allt saman og þá verð ég orðin góð.

Ég er í svona einkennilegu skrifstuði, svo að ég ætla aðeins að nýta mér það meira í dag, gaman líka að segja frá því að á þriðjudaginn er ég á leiðinni til Reykjavíkinnar góðu, svona til að láta ykkur vitaGrin . Þið heyrið meira í mér á eftir!

Laugar í Sælingsdal

Ég ætla ekki að hafa þetta leiðinlegt blogg, svo ég tek bara það eftirminnilegasta úr þessari ferð.

Við s.s. lögðum af stað á sunnudaginn, eftir 11 klst. í rútu fékk ég hrikalegan hermannabedda, en Árdís og Eva fengu mjúk og góð rúm. Daginn eftir var farið í eitt og annað, þar á meðal íþróttatíma og skipt okkur upp í tvo hópa, Þursana og Jörgen, sem kepptu svo í hinu ýmsu hlutverkum.
Við gerðum brjóstsykur sem voru rosalega góðir. Ég var mjög mikið með honum Rafni mínum sem var bara æðislegt og gaman. Vorum oft í billjard og gaman að segja frá því að ég vann hann með heppni 2 af sirka bát 15 skiptum. Ég fór í sund, eitthvað sem ég hef ekki gert í einhverja mánuði, reyndar var ég þá bara með Rafni, og einhverjir nokkrir aðrir ofan í lauginni líka. Fengum heimsókn frá krökkunum í Búðardalsskóla.
Fórum í draugaóvissuferð, ég og Rafn hættum við eftir fyrstu söguna, og þegar þau komu aftur upp fengum við heitt kakó og mjólkurkex. Eva fór inn á herbergi og ég á eftir, henni brá svo hrikalega að hún öskraði og mér brá þá líka og fékk nær hland fyrir hjartað. Ég sagði Jörgen, manninum sem var með okkur í íþróttum og fór með í óvissuferðina, að ég hafi fengið minn skammt útaf því. Kom hann stuttu síðar út úr eldhúsinu með grímu fyrir andlitinu, gekk í átt að mér eins og Kvasí Módó, ég leit upp í sekúndubroti, hélt áfram að borða, leit snöggt aftur upp og hvað upp þetta skelfingaróp. Grenjaði síðan útaf losta, mér brá svo allhrikalega, en síðan urðu tárin bara að hláturtárumTounge , leið nær yfir hana Evu, og á meðan horfði Rafn á mig eins og ég væri eitthvað hrikalega furðuleg.
Við lærðum að spá í bolla og á spil og margt, Anna Magga ( kona sem vinnur þarna með krökkum á Laugum)  kom með spurningu um það hvort að Þursarnir myndu vinna Landnámsleikana í Völvuspá, og hafði Völvuspáin rangt fyrir sér þar sem að okkar lið átti að tapa. Við hertum okkur svo allverulega á og styrktum liðsheildina, klæddumst öll eins og eins máluð. Við Þursarnir tókum þetta með stæl og unnum Landnámsleikana.
Skemmtilega má segja frá því að ég lenti í 4-6. sæti í rökræðikeppni milli liðanna af 32 krökkum, og er þar með nokkuð stoltGrin .

Ég mun setja inn myndir á eftir, en vil þakka fyrir, krakkar fyrir góða ferð, Bryndísi og Guðmundi Inga fyrir þolinmæði, og síðast en ekki síst Jörgen, Önnu Möggu, Freyju, Aldísi og Irenu kærlega fyrir mig. Ég var mjög kurteis eftir hverja máltíð að líta við í eldhúsinu einmitt og þakka fyrir matinn, og ég borðaði allt til þess að ég yrði ekki svöng, sem virkaði þó voða lítið þar sem ég borðaði frekar lítið.

KnúsHeart

P.s. Ég var að skoða gömul 24 stunda blöð hér á netinu, 4. mars kom í bloggurum mín færsla um að ég vildi fá boð til Evu Maríu. En ég vona að þetta fari allt vel, þar sem að í bollaspánni kom fram að eftir mánuð yrði fullt af fólki í kringum mig.


Eldri minningar!

Ég var að dandalast í heimilistölvunni og fann gömul verkefni sem ég átti að skila í skólann, finnst sumt af þeim rosalega fyndið, þar sem ég hef nú aðeins skánað í skrifumGrin
Ætla að deila þessu með ykkur, því eitthvað verðið þið að hafa að lesa í vikunni frá mér. Vil taka það fram að ég ritskoða þetta ekki núna, þar sem ég greinilega gerði það ekki þegar ég var að þessu, bara gaman að lesa þetta eins og ég skrifaðiTounge..

Ef ég væri forseti

Þá mundi ég búa á Bessastöðum. Síðan þyrfti ég að skrifa unir full af skjölum
frá Alþingi. Þá mundi ég líka þurfa að fara í fullt af veislum bæði hér heima
og í útlöndum. Svo þyrfti ég sjálfsagt að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum
halda þeim góðar veislur. Ég mundi hafa góðan einkabílstjóra og eiga fullt af
flottum bílum.


Fullkomin dagur
(ekki ritskoðað eins og ég segi)


Fullkomin dagur væri svona.Ég mundi byrja á því vakna kl. 7:30.

Þá mundi ég fá mér kokopops og fara aftur að sofa. Ég mundi fá mér kjúkling.
 Síðan mundi ég fara í fótbolta í íþróttahúsinu. Þá mundi ég hafa pizzu í
kvöldmatinn og kók með. Um kvöldið mundi ég horfa á góða spólu og fara síðan að
sofa um kl. 10 leitið.


Já, mér finnst rosalega gott að borða eins og sést hér að ofan, enda líka myndirnar af mér maður!W00t
Eins og sumir vita skrifaði ég sögu sem ég kláraði aldrei, ég fann þessa sögu í tölvunni og þegar ég fer yfir hana aftur er hún ekki eins góð og mér þótti hún vera á sínum tíma, ég skrifaði þessa sögu í 6. eða 7. bekk.

 

Ég heiti Elísa Björg

 

Ég er að verða 13 ára. Ég er með nokkrar freknur, brún augu og skollitað hár. Ég er sirka 170 á hæð, og er þar með stærri en allar vinkonur mínar. Fjölskyldan mín er mjög stór. Mamma mín heitir Aðalheiður og vinnur á skrifstofu og pabbi minn heitir Gunnar og er lagasmiður. Ég á þrjá bræður sem eru allir yngri en ég og heita Haraldur Jón, Björn Úlfur og Sigurður Már, og ég á eina hálf systur sem heitir Sólrún, hún er eldri en við hin. Ég bý á Akureyri og á fullt af vinkonum. En þær sem ég er alltaf með heita Silvía Rán, Jóhanna, Ragnheiður og Bergdís kölluð Bíbí. Ég á líka einn kött, hann Sölmund. Ég fékk hann þegar ég var að verða 9 ára frá ömmu og afa í afmælisgjöf. Hann er mjög mannblendinn. Ég æfi fótbolta með KA og er eini markmaðurinn, og ég er í 4. flokk, og spila líka með 3. flokk, talin mjög góður leikmaður. Ég er reyndar alltaf í sókn þegar ég er með 3. flokk. Allar vonkonur mínar spila fótbolta nema Ragnheiður og Silvía Rán. Þær eru meira hrifnar af strákunum spila, og horfa á þá í öllum frímínútunum. Ég fer bara með Bergdísi og Jóhönnu í “Asna” og “Klukku”. Ég fer þrisvar út að skokka með Jóhönnu og Bergdísi, því að þjálfarinn segir að efað við ætlum að geta orðið góðar fótboltakonur þurfum við alltaf að vera með gott þol, borða vel og reglulega og vera með góða tækni. Ég er mjög söngelsk og er í Barnakór Akureyrar, og syng stundum einsöng. Ég er með miklu öðruvísi tónlistarsmekk heldur en hinar stelpurnar, ég hlusta mikið á Queen, Abba og svo elska ég tónlistina hennar Emilíönu Torrini og Bjarkar, ég hlusta mikið á Pál Óskar, Bubba Morthens og Siggu Beinteins. En ég þoli ekki þungarokk, og alls ekki Metallicu, Korn og SlipKnot, þótt ég hafi ekkert á móti þeim. Mér finnst mjög skemmtilegt að leika í leikritum, og vil altaf taka þátt í öllum leikritum sem eru gerð. Ég stefni í MA og svo í Leiklistaskóla Íslands, og læra að verða leikkona, svo ætla ég líka að vera söngkona.

 


Þarna greinilega gerði ég engan milliveg á lífi mínu og sögupersónu minni, margt sem sést í mér. Þarna má m.a. sjá nafnið Sólrún, og draumóra mína, rosalega er ég glær manneskja..

Síðast en alls ekki síst er það uppáhalds ritgerðin mín sem ég hef skrifað, vorönn 2006 í Hafnarskóla. Áttum að skrifa okkar framtíðarstarf, og fá upplýsingar hvernig við gætum orðið það, og svona hljómar mín ritgerð.

Leiklist
Inngangur

Í þessari ritgerð fjalla ég um hvernig maður getur orðið leikkona / leikari, því ég hef ákveðið að taka það starf að mér þegar ég verð fullorðin, því mig hefur alltaf langað að verða fræg leikkona síðan ég var bara 4 ára, einnig langaði mig alltaf að verða fræg leikkona vegna þess að maður fær svo mikla athygli. Svo hefur það alltaf verið draumur um að gefa litlum börnum eiginhandaráritanir.

Meginmál

 

Þegar ég fer í Heppuskóla ætla ég að fara í Leikfélag lopa, og gá hvernig mér líkar leiklistin, og hvort leiklist henti mér. Eftir Heppuskóla hafði ég hugsað mér að ganga í Menntarskólann á Akureyri, og fara þar á félagsfræðibraut, ég þarf helst að klára 6 einingar í íslensku og 12 einingar í erlendum tungumálum eða samtals 123 einingar, og á meðan ég er í Menntarskólanum á Akureyri ætla ég að spila fótbolta með KA eða Þór og spila þar í marki. Ég stefni svo á að fá inngöngu í Listaháskólann á leiklistabraut eftir stúdent, eða að fara kannski til Bretlands í leiklistarnám, því þar eru margir góðir háskólar með leiklistarbraut, en leiklistarnám á Íslandi tekur fjögur ár. Ég hafði samband við Guðlaugu Elísabetu leikkonu og hún sagði mér að í leiklistarnámi er lögð mikil áhersla á íslenskt mál, mælt og ritað og þess vegna væri gott að hafa góðan grunn í íslensku. Auk þess væri nauðsynlegt að hafa nokkuð gott vald á ensku, dönsku og einhverju þriðja máli vegna þess að lesefni í skólanum er margt ekki fáanlegt á íslensku, en ég ætla að læra frönsku sem þriðja mál. En hún segir að það sé líka gott að kynna sér ný verk erlendra höfunda. 

Þegar ég verð búin í Listaháskólanum, ætla ég kannski að fara að leika í Loftkastalanum, Þjóðleikhúsinu,Borgarleikhúsinu eða Austurbæ. Í leiklist held ég mikið uppá Ilmi Kristjánsdóttur, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, Helgu Braga og fremst í þeim hóp er Edda Heiðrún Backman, sem er búin að leika í mörgum fallegum, fyndnum og sorglegum leikritum. Allar þessar konur eru fyrirmyndir mínar í leiklist, því þær eru allar fyndnar, skemmtilegar, skrítnar og magnaðar. Svo kannski á ég eftir að leika með einhverri þeirra, það væri ábyggilega mjög lærdómsríkt. Mig hlakkar mikið til framtíðarinnar, efað ég næ að verða leikkona, því það er örugglega skemmtilegasta starf í heimi.


Lokaorð

Ég á mjög góða framtíð fyrir mér, því ég gæti alveg farið í tölvufræði og verið markmaður í Val og íslenska landsliðinu í fótbolta efað leiklistarnámið klikkar, en leiklistarnámið klikkar ekki. Annars var mjög gaman að vinna þetta verkefni, því það er rosalega gaman að vinna í tölvum, og líka rosalega gaman að fá að skoða hvernig leiklistarnámið er. Takk fyrir mig.


Auðvitað hafa plön mín breyst síðan ég skrifaði þetta, en alltaf er gaman að lesa gömul verkefni eftir mann sjálfan
Smile.

KnúsHeart

 P.s. svo þið saknið mín líka ekki allt of mikið, þá skil ég eftir slóðina á youtube síðuna mína, þar eru fleiri "verk" eftir mig.

www.youtube.com/user/roslinvaldemars

Ég mun sakna ykkar líka, en þetta er síðasta færslan mín áður en ég fer, eigið yndislega vikuHeart

 


Minningar..

.. geta verið klikkaðar!

Hér eru myndbönd af mér og vinkonu minni Þórdísi Danadrottningu!





Svona getur maður verið klikkaður....

Ef þið heyrið ekki meira í mér, þá er ég á leiðinni á morgun til Lauga í Sælingsdal, hafið það gottHeart

RisaknúsHeart

Laufey svei þér!

... það er ekki lítil ástæða afhverju bloggfærslan byrjar svona, ég er ótrúlega þreytt. Talaði endalaust við frænku mína Laufey langt fram eftir öllu í gærnótt má segja. Lá í hláturskrampa, en það var þess virðiTounge. Er núna að leka niður af þreytu, komin með smá bauga og nokkuð ferskleg að sjá, sígeispandi og fínleg heit.

En út í allt aðra sammála, Bandið hans Bubba er núna í sjónvarpinu og ég hef ekki einu sinni litið á það, frekar leiðinlegur þáttur fyrirgefið. Maður veit hverjir vinna, og birtingin og myndin er svo hrikalega léleg og leiðinleg. Ég giska á að Eyþór eða Arnar vinni, sem er satt.
Fyrirsjáanlegri þátt hef ég aldrei á ævi minni litið áður á.

Eitt sem ég hef verið að spá, það er Silfur Egils. Þegar mamma vill horfa á það, kíki ég stundum líka á það í sjónvarpinu, og það eina sem ég geri er að hlæja þegar þau fara að rífastW00t, það væri bara myndarlegt ef hann myndi hleypa mér í þáttinn, og ég sæti bara hlæjandi af fólkinu sem væri þarna, og þyrfti að fara úr mynd til að þurka mér um augun, get vel hugsað mér út í þaðDevil..

KnúsHeart


Dagurinn í dag!

Góðan daginn kæru hálsar!

Vaknaði mjög þreytt í morgun, við Laufey frænka vitum ekki afhverjuW00t Bandit ...
Byrjaði skóladaginn á því að reyna að sofna áður en skólinn hófst, í tölvutíma komst ég ekki upp með að reyna að kvíla mig á töskunni hans Rafns, og varð að gera eitthvað ómerkilegt í Ecxel, sko ég veit ekki einu sinni hvernig það er skrifað!
Stærðfræðitíminn fór í að spila, ég spilaði við Rafn, og auðvitað er barnið úr Reykjavík og kann þar af leiðandi engin skemmtileg spil, bara ólsen ólsen, veiðimann og lærði ólsen ólsen upp og niður í dag! Alveg hreint magnað hvað krakkar í bænum alast upp við ólíkari aðstæður en við sem búum út á landi. Íþróttatíminn var ágætur, fórum í eltingaleikinn hlaupabóla sem við fórum í í 1-5. bekk. Maturinn góði og langþráði beið út í bakaríi, lá svo leiðin upp í skóla í dönsku. Tókum tvö próf, annað sagna og hitt upp úr kafla, fékk 7 fyrir kaflaprófið og 10 fyrir sagnaprófið. Tókum svo könnun fyrir lesblindu eftir það. Fór með náttúrufr. kennaranum niður á skrifstofu og fékk ritgerðina mína um Júpíter, og var frekar ánægð að sjá ekki núll á blaðinu mínu, fékk 8 fyrir hana í heild, sem er nokk gottGrin !

Ætlaði á söngæfingu upp í tónskóla fyrir Rocky Horror með Yrsu, fórum fyr og ég fór upp og bað um að fá að sækja um í tónlistarskólann, skrifaði undir umsóknarblað og allesGrin . Ég er að fara að kaupa mér trommusett, svo að það er nú ágætt að fá kennslu á það líka, verður vonandi bara gamanGrin
En engin æfing var svo ég gekk aftur heim í frekar köldu veðri, kvöldið er ekki ákveðið enn, held að það sé engin æfing því að það er varla fært á gervigrasinu. Ég er svöng svo að ég er farin fram að borða!

KnúsHeart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband