Færsluflokkur: Bloggar
26.3.2008 | 00:28
TAKK MILLA :)!
Hafið þið einhvern tíma lent í því ef þið og þegar þið borðið kjúklinganúðlusúpu að það leki úr nefinu á ykkur? Ég skal segja ykkur hvers vegna. Auðvitað ef þið setjið chilli-ið ofan í, þá er það ekki furða, hann er hrikalega sterkur! Annars veit ég enga aðra...
Ég er búin að æfa mig á trommurnar í dag og að mála líka, sem er hreint afrek á einum degi.
Eins og margir vita núna var skorið söngvara Dalton aftan á hnakka hérna um helgina, ég ætla að leiðrétta fréttina af Vísi sem ég sá, að hann var ekki að syngja hér. Þeir voru á leiðinni austur að spila, stoppuðu hér á balli. Hann var jú fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, en það skal ég segja ykkur að hann flaug aftur til baka til að spila á ballinu svo að það hefur ekki eyðilagt mikið fyrir honum.
Og vil ég biðja þá sem eru fljótir að dæma, að ekki eru allir hér á Hornafirði einskis nýtir, ég þekki mikið af dugnaðarfólki. Þessi skuggi leggst oft svo mikið yfir það fólk sem ber af, af þessum fáu "lögbrotum" sem framin eru hér.
Var allt í einu að muna hvernig fólk fór að "finna" mig á blogginu mínu. Það var mín kæra Milla sem fann mig, og bloggaði, um mig, sjáið hvað hún skrifar fallega um mig!!

En það sem ég vil gera hér að lokum þessa blogg;
Takk æðislega Milla, þú færðir mér margt án þess kannski endilega að taka eftir því sjálf, enda er ég fyrst að fatta þetta allt saman núna, en takk æðislega Milla mín!



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 01:54
Mislukkuð fyndni!
Einhvernvegin hefur mig svo mikið langað til síðustu daga að skrifa eitthvað skemmtilegt, sem myndi hrífa alla! En eins og ég er nú alls gáfuð er ég ekki svo gáfuð að vita um hvað það á að vera. Ég er mjög mikið fyrir að ímynda mér hina ýmsu hluti, sögur og fólk.
Sköpunargleði mín kemur sér stundum ágætlega fyrir, ég var á vafri hér um netið að leita að flottri setningu, sem varð svo að lífsmottói mínu. Myndina málaði ég og hengdi upp á vegg þar sem ég geng út úr herbergi mínu. Ef þið skilduð ekki hvað á því stóð þá stendur þar ,, Að vera elskaður sjálfs síns vegna er hámark hamingjunnar ". Þetta ætla ég að ganga í gegnum lífið alltaf með í huga!
Í dag var sett upp ein hilla undir allar myndavélarnar mínar, græna geisladiskagrind upp á vegg og fyrir framan mig er núna nokkuð flott "hilla" undir málningardótið mitt. Svo negldi ég einn nagla með hjálp pabba í vegginn svo ég gæti sett upp mynd

Vaknaði seint en truntaðist í sturtu, og sat heillengi út í bílskúr að glamra á trommusettið, bara gaman. Lærði einmitt nokkrar nótur þar á meðal hef ég núna verið að spila þetta ;
http://onlinedrummer.com/beat_sheets/quarter_notes1.pdf - þetta er ekkert erfitt!
http://onlinedrummer.com/beat_sheets/sweet_quarters_and_eighths.pdf - þetta varð svolítið flókið í fyrstu, en ekkert mál núna, sérstaklega gaman að spila eitt þarna!
http://onlinedrummer.com/beat_sheets/sixteenths_quarters_eighths_soup.pdf - þetta er nokk erfitt finnst mér, enda þarf ég að telja á ensku og það er alveg nógu ruglandi!!
En ég er farin að horfa á sjónvarpið, ætla að reyna að vakna snemma á morgun, þar sem skólinn er á þriðjudaginn!
Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.3.2008 | 23:34
Lífsmóttóið mitt!
(mynd)
Hengdi hana upp á vegg, svo ég geti séð þetta á hverjum einasta degi þegar ég vakna!
Annað var það ekki,

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 23:35
Stjórnmál - það sem ég veit og veit ekki!
Það er viss afstaða að hleypa fólki undir þeim aldri sem þarf að vera á til að komast inn í ungliða hreyfingu, það sýnir bara traust þess flokks, a.m.k. það ef það er vit í fólki. Ég vona að ég muni eiga mér einhverja framtíð í þessum flotta flokki, þar sem hlustað er á alla, á hvaða aldri sem er.
Það sem mér finnst þó fyndnast við þetta allt saman, öll þessi stjórnmál er það að ég veit ekki í hvaða flokki allir þessir menn (og konur) eru í sem stjórna. Þó man ég nokkur nöfn sem flestir ættu að vera farnir að kannast við úr sjónvarpi og fjölmiðlum, dæmi má nefna Þorgerði Katrínu, Siv ( bara því mamma heitir það ), Ingibjörg Sólrúnu ( ef hún er nú í flokki?), Vilhjálmur og bara nefnið það......
Mjög lítið er auglýst hvað flokkarnir styðja, heldur bara " kjósið þennan flokk og fáið þetta í staðinn", svona skólabókadæmi. Gott fyrir framtíðina að geta bara skilað öllum sínum málum á þannig málrómum.
Eftir að hafa skráð mig á þetta blogg og eignast þennan fína hóp af bloggvinum, hefur það svolítið stutt mig til þess að læra það sem kallast stjórnmálafræði, reyndar á eftir því sem ég stefni á. En stjórnmálafræði er svolítið sniðugt fyrirbæri, þar sem maður þarf oftar en ekki að standa fyrir framan fjöldann af fólki og segja ,, ágæti dómari, félagsmenn og aðrir góðir gestir ...", fjalla svo um hvað maður getur gert betur á Íslandi, sem er kannski manni sjálfri bara til sóma, eins og hefur gerst svo oft áður hjá þessu stjórnmálafólki.

Ég er enn að furða mig á þessu sem gekk á fyrir hundrað öldum -> http://roslin.blog.is/blog/roslin/entry/424096/
Þetta er allt að ganga í hringi, tíska!
Nú vil ég að Frjálslyndir fari að vekja fólk upp til lífsins og taki einhverjar frekari afstöður.
Bloggar | Breytt 24.3.2008 kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2008 | 18:39
Á kostnað mömmu minnar..
En ég hef ákveðið að segja frá því hvað mamma mín var rosalega heppin á heimleiðinni í gær, á kostnað hennar. Hún les þetta ekki, en ég veit að a.m.k. systir mín gerir það og muni segja henni þetta, svo að ef hún vill má hún kæra mig fyrir þetta, mér er sama

Þannig var nú mál með vexti, að hundurinn hafði dvalið á hóteli á meðan dvöl okkar í Reykjavíkinni hafði staðið yfir. Auðvitað tókum við hundinn með á heimleiðinni. Eins og ég sagði í síðustu færslu, skammaðist mamma sín svo mikið að það var ekki frásögu færandi. Ég vona að þetta muni ekki gerast aftur fyrir grey konuna. Þá kemur að sögunni. Við vorum á milli Klausturs og Jökulsárlóns, þar er stórt, stórt tré og flott útsýni, og við vön að stoppa þegar hundurinn er með í för. Við sáum að þarna væri fólk, mamma var ekki alveg ákveðin í því að fara en beygði þó þegar að því kom. Síðan leyst henni ekki á blikuna, þetta er einmitt sveitavegur gert fyrir einn bíl. Hún ákvað rétt eftir að við hefðum beygt inn á að hætta við og stoppa bara við Jökulsárlón, allt í lagi með það. Við snérum við, og allt í einu PÚMM! Hrökk bíllinn niður af veginum aftan frá, þegar við vorum að snúa við ( kannist við það þegar maður bakkar úr stæði). Ég steig út úr bílnum sem var alveg við malarveginn, mamma setti mottu undir annað dekkið í von um að hún gæti bjargað sér þannig út úr þessu, en það skaust undan. Hún stoppaði tvo bíla, í öðrum bílnum var nú hann Beggi, sem er Hornfirðingur, en hann hafði ekkert band svo hann gat lítið gert. Í seinni bílnum voru útlendingar og mamma bjargaði sér á ensku og sagði þeim að þetta yrði í lagi, þarna kom svo fólk ( ekki viss frá hvaða landi), en maðurinn hafði ágæt tök á íslenskunni, Beggi fór þar sem við höfðum fengið hjálp. Þau hétu Matthías og Jóhanna, hann varð allur drullu skítugur eftir þetta, en tókst að draga bílinn upp. Mamma var alveg miður sín en þakkaði þeim kærlega fyrir.
Þar hafið þið það, á meðan á öllu þessu stóð var ég ógeðslega mikið kvikindi, stóð úti og tók myndir og inn á milli við það að springa úr hlátri!


Enn meira kvikindi er ég og ætla að setja eina mynd með. Er annars búin að hanga út í bílskúr í mest allan dag hjá trommusettinu, búin að læra að lesa nokkrar nótur, ótrúlega sjálfbjarga


Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3.2008 | 00:55
Femínismi :D ( mynd af settinu komin!)
Við mamma keyrðum heim með Lubba um kl. 3 leitið og ferðasagan er nú ekki frásögu færandi. Ég ætla að bíða og sjá hvort að mamma leyfi mér nú almennt að segja þessa klaufasögu, hún skammast sín nefnilega svo hrikalega. Þetta hefur aldrei gerst fyrir hana og mun ekki gerast aftur, því hún er góður bílstjóri. Söguna fáið þig að heyra seinna, en þá er það sem við tvær spáðum í alla leiðina heim, karlmenn hættið að lesa hér ef þið þolið ekki smá femínisma (erfitt orð!).
Við tókum alfarið eftir því hvað konur voru oft undir stíri, með karlmann í bílnum, örugglega aksturshæfann ( engann undir lögaldri þess að geta ekki keyrt meina ég nú ). Þá vil ég meina það, að í dag eru kvenmenn ( á Íslandi a.m.k.) alfarið mikið betri ökumenn heldur en karlar. Þeir hugsa um að spara bensínið eða díselinn, og keyra eins og hænur. Konur halda ferðinni áfram og eru ekkert að væla.
Við komum heim um átta leitið sökum þess að hundurinn var með í för, og myndavélin, og það sem ég vil ekki nefna!
Síðan að við komum var bara beðið eftir honum föður mínum sem kom á nýju Sindrarútunni, með trommusettið í för. Það var rifið út úr rútunni, skellt inn í bílskúr og fyr en varið var ég farin að rífa þetta allt saman upp. Við pabbi vorum líka að enda við að setja þetta fína, fína, fína trommusett upp! Ótrúlega stolt, reyndar vitum við ekki alveg hvernig hi-hatið á að koma saman, vinsamlegast einhver hjálpsamur að skíra það út fyrir mér þakka ykkur kærlega fyrir, pent!
Eins og menn vita þá á ég enga mynd af því ennþá, hún kemur á morgun eða í dag réttara sagt, þá skal ég skella henni inn, með mér inná skælbrosandi, er nefnilega búin að ákveða að skella upp kastaranum og taka nokkrar myndir á vélina. Ætli maður fari ekki að kíkja á þessar myndir sem teknar voru í þessari ferð, fara yfir þær, og læt einhverja fylgja í stað trommusettsins.
Eitt kom mér og pabba þó á óvart, það var bara einn cymbali og eitt hi-hat, en svo var standur fyrir annan cymbala, á það að vera svoleiðis? Þetta er bara byrjanda sett eins og ég er búin að segja áður.
en læt fylgja spurningu til ykkar;
Hvort eru karlmenn eða kvenmenn betri undir stýri?
Þið vitið mitt svar,
knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2008 | 00:41
Endalausi kvartarinn!
Ég hef ekkert verið að auglýsa það neitt, en hef tekið þá afstöðu að segja það hér og nú. Í kvöld var ég í matarboði ásamt foreldrum mínum, systur pabba henni Sigrúnu og manni hennar honum Snorra, hjá ömmu Öddu og Einari afa. Þar sagði ég þeim þetta, og ýmsir svipir komu upp, en þegar ég fór að skíra mitt mál þá annað hvort hlógu þau að mér eða horfðu bara á mig.
Þannig er það nú að ég tók eftir því þegar ég fór að kynnast Höllu Rut bloggvinu minni pínu pons, að Frjálslyndi flokkurinn er það sem mér finnst ég geta stutt. Ég skráði mig þar af leiðandi í Landsamband ungra Frjálslyndra og fékk þar inngang. Einhversstaðar verður maður að byrja, og ég ætla að byrja þar. Þannig er mál með vexti að mig langar að taka eftir námið sem ég vil læra ætla ég í stjórnmálafræði, ég held að þess yrði þörf að bæta fleiri kvenmönnum með viti í þessa ágætu pólitík, ekki satt?
Ég var með myndavélina mína þarna og var að þrífa linsurnar, tóku þau síðan eftir XB merkinu á klútnum, og sögðu mér frá því ( ég vissi nú af því þarna áður ). Svo að ég kom með það ágæta svar, sýndi þeim klútinn, og sagði þeim að hann væri skítugur og þetta væri nú ágætis klútur til að þrífa skítinn af linsunum. Ekki taka þetta inn á ykkur, þar sem ég var nú bara að segja þetta til að kæta liðið, oft gerir maður óvart grín á kostnað annarra.
Það gæti vel verið að fólk missi allt álit á mér núna, þar sem ég er búin að skrá mig í flokk. EN þó ættu þeir sem taka þetta inn á sig, að vita betur, ég er ekki verri manneskja fyrir því. Ég er ung manneskja sem reynir að koma sér á framfæri, og kynna sér hina ýmsu hliðar á landanum.
Þið segið mig kannski með mikið sjálfstraust og álit, en maður verður að stefna hátt til að enda ( þá meina ég byrja frekar ) hátt.
Það að biðja Evu Maríu að bjóða mér í sinn þátt, var bara til þess að sýna að við unglingarnir erum ekki allir eins, sem betur fer. Fjölhæft fólk er líka oft vanmetið, talið of montið ef ég tek einhver dæmi. Ég viðurkenni það vel að ég er montin, og hef oft heyrt það.
En aftur að Evu Maríu, þá hef ég oft heyrt ,, hvað í andskotanum vilt þú þangað?" og ,, hvað ætlarðu eiginlega segja við hana, þorirðu þessu eitthvað?", nú spyr ég til baka, útaf hverju styður fólk mig ekki bara áfram í þessu heldur en að segja þetta, þó það hafi engan áhuga á þessu, má samt alveg vera jákvæð við mig. Reyndar er mér farið að vera slétt sama hver viðbrögð fólks er, ef þau eru góð tek ég vel í gírinn, ef þau eru neikvæð er ég ekkert mikið fyrir að svara því.
Þeir sem þekkja mig vel, vita hve athyglissjúk ég er, og hve skrítin ég er í leiðinni, það er bara þannig og því vil ég ekki breyta.
Það að ég kommenta hjá öðrum sem vita ekkert hver ég er, er bara almenn kurteisi, því að ég var þarna inni og mér finnst allt í lagi að láta vita af því. Ef fólki finnst það ekki við hæfi, má það vel segja mér það, en þar sem ég vil vita hverjir kíkja á mína síðu efa ég það ekki að aðrir vilji vita hverjir kíki á sína. Fyndnast finnst mér þó þegar er hrósað mér fyrir að tala vel, þá vil ég byrja á allt öðru máli.
Frá því að ég man eftir því að ég var í tölvu, sem er nú fyrir all löngu, og ég fékk mitt fyrsta MSN, þá fannst mér ekkert eins pirrandi og þegar fólk var að stytta óþarfar orð. Ekki með þessum "heilbrigðu" styttingum, heldur einhverjum sem eru bara byggðar upp á því hvernig orðið er sagt, mér er skítt sama hvernig maður segir orðin, bara að þau séu skrifuð rétt. T.d. þetta indæla orð, eitthvað, krökkum og öðrum finnst styttra að skrifa eikkað, sem er nú ekkert mikið styttra, og pirrar mann frekar............
Svo vil ég leiðrétta mig aftur, amma og afi komu frá Kanarí ekki Tenerife...
Ég er farin að hátta mig, eða allavega klæða mig í náttföt!
Knús
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.3.2008 | 01:22
Bloggræpa sem vonandi er varið í..
Aldrei svo að ég muni hefur birst mér í draumi fráfallinn ættingi, þýðir það þá að ég fái ekki heimsókn að handan?
Stundum kemur það fyrir að ég muni ekki drauminn, svo allt í einu þegar ég er ekkert að hugsa, poppar hann upp. Þegar ég sé hina ýmsu hluti, sem viðkoma draumunum, rifjast þetta allt upp fyrir mér og þá man ég kannski draum sem ég hafði dreymt fyrir einhverjum árum. Elsti draumur sem ég man þó er síðan ég var bara oggulítil, þá dreymdi mig ljótan kall sem batt mig og einhvern þá nákominn mér við trjádrumb og ætlaði að saga okkur með stórri vélsög í sundur. Þegar blaðið var alveg að koma að mér, þá hrökk ég upp og læddist grátandi upp í til mömmu og pabba.
"Flash-back" er eitthvað sem manni dreymir, eða sér, og þegar það kemur upp fæ ég hrikalegt sjokk og segi strax ,, flash back!", ótrúlega óþægileg tilfinning.
Þegar er talað um farna ættingja eða vini við mig í persónu, þá missi ég stundum máttinn og fæ hroll um mig alla og oft tárast ég. Ekki veit ég hvers vegna, en eitthvað hlýtur að valda því. Ekki að ég er viðkvæm fyrir þessu eða neitt svoleiðis. Oft þegar ég hugsa til langömmu Sveinu, finn ég það á mér að hún er í kring um mig, og passar mig, ég vona að það sé rétt hjá mér, þar sem hún var góð í að passa upp á fólk.
Ef einhver veit um þetta allt, má hann endilega fræða mig um það. Ég er búin að kíkja á Vísindavefinn enn fæ engin svör þar.
Ég er full af allskonar spurningum og full af innblástri til að skrifa, svo ég vil deila þessum hugsunum með ykkur.
Þið hafið oft heyrt það að nöfn passi oft við manneskjur, og þeir sem heita sömu nöfnum eru eitthvað líkir á skrítinn hátt. Ég þekki þó bara eina nöfnu mína, hana ömmu Rósu. Amma Rósa er að mínu mati einlæg manneskja og góðlát. Ég hef aldrei kynnst henni pirraðri né neitt í áttina að því. Hún gefur öllum séns, og er góð við alla á meðan þeir eru góðir við hana. Hún er þó mjög ákveðin líka og stendur sko harðlega á sínu. Vinkonur mínar sem hafa hitt hana og verið pínulítið í kringum hana sjá strax hvað hún er góð og segja mér hvað þeim finnist hún vera góð, sem er æðislegt.
Ég veit ekki um betri kokk, né bakara en hana ömmu mína Rósu, ef þið borðið ekki eitthvað og hún matreiðir það sama síðan, þá gætuð þið ekki gert neitt annað en að borða það, þar sem að það verður gott hjá henni. Meira að segja ég get borðað fisk hjá henni, sem ég borða voða sjaldan, ótrúlegt alveg hreint!
Hún er líka einnig mjög gjaflynd, alltaf þegar við komum hingað til þeirra bíður hún langoftast upp á nammi, þó maður hafi nú ekki gott af því. Hún bakaði t.d. köku sem mér finnst svo rosalega góð, sem ég smakkaði þegar ég var hér síðast hjá þeim. Án efa ein besta kaka sem ég hef nokkurn tíma á ævi minni smakkað. Heit súkkulaðikaka með ís og jarðaberjum, gerist ekki betra

Sú spurning hefur oft komið upp í huga mér, hvort að unglingar í dag fermist bara gjafanna vegna. Ég skil ekki hvers vegna sumir unglingar fermast eingöngu til þess, skrá sig úr söfnuðinum og snýr sér að Vísindakirkjunni eða öðru. Betra hefði verið að fermast Borgarlega eða fermast bara ekki yfir höfuð. Þessa ákvörðun er maður að taka því að við skírn er veitt manni þann vott um að mega ganga til kristinna, margir eru enn óvitar á fermingaraldrinum og misnota þennan rétt sinn. Ég trúi því að Guð hafi sent Jesú Krist til þess að koma því á framfæri sem bera skildi, færa fólki frið og kærleika. Sama er mér hvers kyns Guð hafi verið eða hvernig húðlitur Guðs er. Guð er andi, sem tekur við öllum þeim sem fara frá okkar heimi, og gera þau ýmist að betri manneskjum eða sýna þeim ást og frið.
Skólaganga, þann heiður fá ekki allir sem vilja að ganga í gegnum. En það sem ég vil gera eftir grunnskólann er að fara í nám við Borgarholtsskóla á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut. sú braut hentar mér örugglega vel þar sem að þar er líka mikið um verklegt nám í því sem mér finnst skemmtilegt að gera. Eftir Borgarholtsskólann vona ég að ég fái inngöngu í Kvikmyndaskóla Íslands, en þar er ég ekki ákveðin hvaða stefnu mig langar að taka. Kannski eftir það mun ég reyna fyrir mér aðrar námsgreinar, t.d. ættfræði - eða jafnvel stjórnfræði ef það er hægt?
Frægð og frami er eitthvað sem ég þrái og þrái ekki. Mig langar í framtíðinni að hjálpa til hjá landanum, vera ég, sem er talað vel um hjá samlöndum mínum. Þó svo að enginn er dáður og dýrkaður af öllum, þá má koma þannig manneskja, en það verður ekki ég. Ég vil vera manneskja sem er talað vel um, sumir hata ( þá hefur maður einhverja mótspyrnu ) og sumum er alveg sama um. Það sem Rafn kærastinn minn sagði við mig um daginn, er alveg hárrétt. Ýmist hatar fólk mig, eða elskar, það er enginn millivegur. Núna í dag er ég enn að reyna að koma mér á framfæri eins og þið hafið vel tekið eftir, eignast flotta og skemmtilega bloggvini sem eru sífellt að hrósa mér, sem hvetur mig eindregið að halda því áfram að gera góða hluti.
Ég vil ekki vera fræg útá lúkkið eða hvernig peningamálin standa ( þó ég vona að ég muni bara eiga nóg fyrir mig og mína, ekki endilega moka inn peningum).
Meira var það ekki í bili, ég búin að skrifa alveg nóg, takk fyrir að lesa þetta ef þið nenntuð því, annars ekki!
Knús

Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 19:08
Skautar & heimsókn!


Um 4 leitið drifum við okkur svo að sækja Mayu frænku mína, villtumst aðeins en rötuðum á endanum. Ég og mamma kíktum inn til að segja hæ við Laufeyju og Töru, og ég fékk að pissa

Maya var bara eins og einhver PRO, skautaði þarna eins og hún hefði fæðst á svelli

Mætti okkur þessi dýrindis lykt í stigaganginum og auðvitað var það af lambinu sem amma er að elda, hlakka bara til að borða það.
Kvöldið er óráðið, kannski ég sitji heima, eða eitthvað annað!
Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 00:17
Dagurinn í dag..

Í dag var tekið ágætt búðarráp, byrjuðum í Smáralindinni, og ekki vorum við mamma alveg hinir bestu mátar. Smáralindaferðin gekk nokk illa, keyptum gjafir, nærföt og málningardót fyrir mig, fullt af því!

Það gekk ekki sérlega vel, svo að við gengum með lúnu fæturna okkar niður í Jóa Fel með pabba sem var þá kominn úr alskyns ferðum. Ég fékk mér snúð með karamellukremi og kakómjólk, gaman að segja frá því að ég var með glassúr út um allt andlit og puttarnir frekar klístraðir.
Eftir Jóa Fel ferðina keyrðum við yfir í Kringluna, þá fór þetta allt saman að koma, við kíktum í hinar og þessar búðir og ég endaði uppi með þrjá boli, gallabuxur, peysu og skó, eitthvað sem hefur aldrei gerst áður að ég held á einum degi.
Ég fékk Ken tökkí frætstjikken í matinn, mér til mikillar skemmtunar. Amma og afi voru að koma frá Tenerife áðan, ekki Kanarí. Amma sagðist hafa keypt bol á mig, hlakka til að sjá hann

Planið fyrir morgundaginn er að kíkja til Ingu ( systur pabba) og Tóta mannsins hennar, síðan fer ég á skauta með Mayu frænku minni



Ég hlakka líka til þess að koma heim og setja trommusettið saman, svona lítur djásnið út;


Ég fann hvergi mynd af því eins og það er á litinn, en það er mikið flottara en þetta

Knús

Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)