Færsluflokkur: Bloggar

Eldri sál í yngri búk

Hér sit ég, við tölvuna, með heitt te við hlið mér, bætt með mjólk og sykri. Ekki vegna þess að ég sé kvefuð, það er vegna þess að þegar ég gekk inn í eldhús í leit að einhverju ætu, þá rakst ég á stauk með tepokum í. Auðvitað varð ég heldur fúl þegar ég sá að Melrose's, uppáhalds teið mitt, en lét mig hafa það að fá mér bara " English breakfast" eða eitthvað svoleiðis. Bragðast hreint ágætlega.

Þannig vildi svo til, að þegar ég var yngri fékk ég mér oft kaffi með pabba. Þessvegna stækkaði ég ekki meira en þetta. Ég fékk eitt sinn súkkulaði og eitthvað annað bragð í kaffi og sagði þá við pabba; Pabbi, þetta er sko EKTA!
Kaffidrykkjan fór nú minnkandi með árunum, en breyttist þó í tedrykkju, bauð mömmu og Bjarney að mig minnir í teboð, með rauðum plastkönnum, ótrúlega krúttlegum. Auðvitað var það með alvöru TE ( ekki kaffi eins og ég skrifaðiLoL ), og drakk ég það með góðri list. Síðan þá hefur mér alltaf þótt gott að fá mér af og til te með sykri og mjólk.

Ég hef það ekki lengra í bili.

KnúsHeart


( Þið sjáið kannski nýja mynd af mér í Höfundaboxinu, ástæðan fyrir því, að svona er ég hálfan daginn, og maður verður líka að sýna aðrar hliðar stundum, ef ykkur mislíkar það að bros mitt breiði ekki yfir skjáinn, þá endilega bendið mér á þaðSmile, ef það liggur voðalega á hjarta ykkar. Svona er ég stundum, og andlitið mitt gjörbreytist þegar ég lyfti upp munnvikunumW00t)

Merkisdagur!

 

Þann 6. október 2006 byrjaði nýr kafli í lífi mínu. Þessi kafli er eitt það besta sem komið hefur fyrir mig. Ég byrjaði með strák, sem var búinn að hrífa mig frá því ég sá hann fyrst. Hann flutti hingað í 6. bekk og gerði margt af sér, enda algjör villingur með sítt hár og alles, bara sætur strákur.
Bros hans heillaði marga og einlægu augu hans bræddu mig, þetta var æðislegasti drengur sem ég hafði séð. Í byrjun 8. bekkjar fékk ég að kynnast þessum æðislega dreng mikið betur. Við vorum orðnir mjög góðir vinir, töluðum endalaust saman á msn en voða lítið í skólanum vegna feimnis.
Sunnudaginn 24. september var ég heima hjá Lejlu vinkonu minni, og hún var að mála mig og svona fínerí. Vorum að tala við Rafn á msn. Á endanum spurði Lejla fyrir mig hvort hann vildi byrja með mér ( ég veit frekar svona 1. bekkjar dæmi, en bara krúttlegt þegar maður hugsar til baka ), en ég fékk að bíða þar til 6. októbers. Á þeim tíma var dragshow föstudeginum eftir 24. sept. og sá ég um Rafn á því, hann fékk að vera í þessum fínu fötum og vá hvað hann var flottur, algjör gellaLoL . Hann fékk rós í viðurkenningu fyrir það að taka þátt, og færði mér hana. Þessa rós á ég enn og þykir mér ævinlega vænt um hana. Hún er fyrir ofan rúmið mitt í þykkum myndaramma fyrir einmitt eitthvað svona. Deginum áður vorum við úti ásamt fleirum góðum vinum, og skildu þau okkur eftir á hól rétt hjá N1, og þar lágum við bara saman að horfa á stjörnurnar. Þegar ég var komin heim og komin í tölvuna, fékk ég að heyra það frá honum að hann hefði ekki þorað að segja já við mig, en vildi gera það auga fyrir auga. Þann 6. október um kl. 21.-- fékk ég loks svar, og þar með vorum við byrjuð saman.
Samband okkar hefur þróast æðislega, og ekkert vesen. Þessi frábæri drengur hefur staðið með mér í gegnum vinamissi, sorg, gleði og endalaust sem ég get talið upp. Við getum hlegið að hvort öðru óendanlega mikið, bara vegna klaufaláta og alskyns hlutum.
Fallegri, einlægnari og skemmtilegri dreng hef ég aldrei áður kynnst og vonandi að ég fái að eyða mikið lengri tíma með honum í viðbót. Rafn færir mér ljós í líf mitt, gullmolinn minnInLove .

Þannig er mál með vexti, að við Rafn erum búin að vera saman í eitt og hálft ár, og ég vona eins og ég segi að þau fái að vera fleiri. Ég á eftir að kynnast þessum dreng enn betur, og sjá þennan fallega persónuleika vaxa með árunumHeart .

Ég elska þig Rafn Svan minnKissing InLove Heart !!



Og þið hin, takk fyrir að lesa, knús á ykkurHeart

Kjánaprikið ég!

Í dag ætla ég bara að kúra heima og vera úthvíld fyrir vikuna sem er að hefjast. 5 dagar í frumsýningu, leikæfingar verða ef til vill strangar, ljósamaðurinn Siggi úr Loftkastalanum kemur í vikunni að ég held. Við erum búin að stilla upp salnum, ég veit ekki hvort það sé búið að raða stólunum, en ég veit að þetta verður rosalega flott!
Sýningin er öll að smella saman eins og smurt brauð með skinku. Krakkarnir þarna eru rosalega skemmtilegir og skal ég segja ykkur sögur frá því á gær á æfingu.

Ég er mjög mikið athyglissjúk stundum, og þarna er strákur að nafni Júlli, hann er um 21-22 ára gamall. Mér finnst rosalega gaman að stríða honum, enda tekur hann því oftast vel. En í gær var ég að þykjast lemja hann, og lamdi í bringuna á mér til að skapa "hávaðann", og lamdi víst svo fast í hálsmenið mitt sem er ofarlega á bringunni, að ég var nær því að kafna. Þarna stóð hann og hló að mér eins og ég væri algjör api!
Síðan finnst mér æðislega gaman að gretta mig, og ég einmitt gretti mig oft framan í hann, og í gær tók hann mynd af mér á símann sinn og setti það sem mynd á skjánum sínum, og sagði að ef hann bara gæti, myndi hann prenta hana út sem plaggatLoL !
Þarna er aðkominn ljósamaður til að gera hvað hann getur, hann var að hjálpa okkur að setja upp palla fyrir sætin. Við stóðum þarna og ég sagði við Júlla ,, ég ætla ekki að vera nálægt þér " og gekk í burtu. Þá fengum við þessa bráðfyndnu athugasemd frá ljósamanninum því hann spurði ,, eruð þið systkini???"W00t Og auðvitað þverneitaði ég fyrir það!

Var líka mjög lífleg að troða einhverju af blómvendi upp í nefið á mér og spurði nokkra hvort þeim langaði ekki rosalega í þessi blóm. Var líka að sína þeim atriði úr Aladdín ,, PÓKAHANTAAAAS" og úr bróðir minn Ljónshjarta ,, JÓNATAN, ÉG SÉ LJÓSIÐ!" og hoppaði í báðum atriðum af pöllunum.
En ég gerði ýmislegt gagnlegt og gaman á þeirri æfingunni, kjánaskapurinn í mér....Smile

Afsaka bloggleysið, búin að missa marga aðdáendur á stuttum tímaLoL ! Mér er svo sem nokk sama...

Eigið góðan dag rýjurnar mínar og ekki gera neitt illt af ykkur!

KnúsHeart

Fjölhæfni? ( bætt..)

Eitt veit ég, ég gæti örugglega ekki verið í stjórnmálum vegna þess hve ólygin ég er. Ég kann ekki að ljúga, svo að það er kannski ókostur í sjálfu sér. Hreinskilin manneskja er ég, og allflest sem ég læt út úr mér er bara ég með mína hreinskilni. Eins og þið kannski tókuð eftir tókst mér illa að ljúga að Brynju og Kötlu (Rafn benti mér meira að segja á það! haha). Svo að ég ætla ekki að leggja það að vana að ljúga að fólki, því þá mun ég bara falla í lífinu.

En það sem ég er einmitt að gera á þessari stundu er að bíða eftir kjúklingaleggjum sem ég eldaði alveg sjálf! Tók þá meira að segja sjálf úr frystinum. Reyndar held ég að ég hafi fæðst til að elda og baka, því að ég er sú manngerð að allt sem ég baka, borða ég. Ég er núna alltaf að bæta við í eldamennskuna og fæ mömmu til að hjálpa mér stundum. Næst á dagskrá hjá mér í bökunarmálum er að baka brauð handa þeim hjúunum foreldrum mínum, uppskriftina sem Sigga setti á sitt blogg!Smile

Reyndar var ég í þessum töluðu orðum að taka kjúklingana út, og viti menn, án efa einir bestu kjúklingar sem ég hef borðað! Vel eldað og kryddað. Býð ykkur einhvern daginn í mat!

Annars er ég að gera "margt" þessa daga, reyndar bara leikæfingar og skóli. Þið sem teljið mig svo duglega, þá er ég það ekkert sérstaklega mikið. Mér leiðist mjög oft og ég veit stundum ekkert hvað ég get gert af mér.
Í dag hafði ég ekkert betra að gera en að leggjast upp í rúm og horfa á barnaefni Stöðvar 2. Reyndar er ég svo uppgefin af svefnleysi og pirringi að ég sofnaði yfir Dora the Explore eða hvað sem það heitir nú! Mamma hélt að Rafn kæmi örugglega til mín í kvöld svo að hún ákvað að vekja mig um hálf átta. Ég ætlaði sko ekki að vakna og sagði henni bara sofandi að ég ætlaði BARA að kúra aðeins! Sagði það víst tvisvar sinnum og þegar mamma var farin að hreyfa við mér, þá varð ég bara mjög REIÐ!W00t

Það sem ég ætlaði mér að skrifa um í þessu bloggi er yfir höfuð hversu fjölhæf ég er í raun og veru. Ég get voða lítið dæmt um það sjálf, því ég er ekki alveg viss hvort ég sé það á einhvern hátt, en ég tel mig góðan vin í flestum tilfellum, fínt fordæmi fyrir yngri krakka og mér finnst gaman að tala og leika!

Mér finnst æðislegt ef persónuleiki minn heillar fólk, vegna þess að þetta er bara ég, og ég kem til dyranna eins og ég er klædd.

Í dag þegar ég fór í íþróttir, þá var ég að labba inn í íþróttahús í gegnum skólann, þarna sá ég Jóku, starfsmann íþróttahússins, labba ganginn sem kemur að ganginum sem ég var að labba. Ég bakkaði, og heilsaði henni að venju ,, HÆÆÆ JÓKAAA!Grin" og fékk heilsu til baka. Ég spurði hana hvað hún segði og svona, svo sagði hún mér að henni fyndist svo skemmtilegt að fá svona kveðjur frá mér, að það væri alltaf líf í kringum migJoyful. Mér þykir rosalega vænt um þessa konu, hana Jóku, ég hef þekkt hana síðan ég man eftir mér, alltaf var hún í íþróttahúsinu þegar ég var þarna og við alltaf jafn góðar vinkonur. Mér finnst bara æðislegt að þekkja svona góða konu, og að hún hafi fylgst með mér meðan ég óx. Gott að þekkja gott fólk!Grin

Jæja, ég er farin í sturtu, hefði mamma ekki vakt mig væri ég sofandi einmitt núna og svæfi til svona kl. 6 í fyrramálið, en svo gekk ekki upp.

Góða nótt,

knúsHeart

Læt fylgja með mynd af Lubba, sem ég var að taka, á meðan ég borðaði beið hann þarna;

P4020422


SMÁ HJÁLP!

Ef einhver sem hefur fengið botnlangabólgu eða því um líkt, eða veit eitthvað um málið, vill sú/sá og hin/hinn sama/sami senda mér e-mail á roslinvaldemars@gmail.com um málið , það væri vel þegið!!!
Undecided

Ísland í dag - nei takk!

Ég hef ráfað um bloggið, þar sem ég skil ekki almennilega fréttavefinn MBL.IS. Ég finn aldrei fréttir sem mig langar til að lesa. Merkilegt er það nokk, að á hverjum einasta degi kemur eitthvað um þetta sama fólk.  Ég hef oft lesið þessar sömu fréttir í bloggum hjá bloggvinum sem og öðrum bloggurum.
Ég er að fá mig fullsadda af þessu öllu!

Kreppa: Allt fer hækkandi, vegna þess að þau ríku vilja bara endalaust kaupa og kaupa.
Skattur: Hann hækkar, eða það held ég með þessu áframhaldi.
Fara laun ekki að lækka ?

Endalausir innflytjendur streyma hingað inn, sumir neita alfarið að læra málið, vinna sín verk, en koma þó alltaf með fleiri úr fjölskyldunni því það eru svo góð laun hérna. Á endanum flytur þetta fólk aftur til síns heima, og peningarnir hverfa um leið!

Kannski veit ég ekki alveg hvernig þetta er, en nei takk segi ég, ég vil ekki búa í svona lélegu samfélagi. Íslendingar, nú stöndum við öll saman og segjum þessu fólki sem stjórnar landinu að nú sé nóg komið, við viljum heilbrigt land!

Hrekk alveg í hnút!

Geysilegar vinsældir á bloggi mínu hafa farið fjölgandi. Hátt í hundrað IP tölur hafa komið inn á síðuna mína. 93 komu inn 1. apríl og enn fleiri 31. mars! Ég sagði þetta allt saman í gríni þegar ég lét alla vita að ég ætlaði að reyna að komast á topp 50 listann, en í dag hoppaði ég um 30 sæti, ekki meira né minna en það!! Ég fylgist af og til með vinsældarlistanum, og hef ég á aðeins meira en einni viku hækkað upp um nær 100 sæti!
Þetta kemur mér bara í opna skjöldu og veit ég ekkert hvað ég get gert eða sagt, innlitin hingað eru yfirdrifin miðað við fyrstu bloggdaga mína! Þá komu ekki einu sinni ein einasta sála inn. En eins og ég segi er ég frekar hrædd við þetta allt saman, þar sem að þetta er nú þvílíkur fjöldi. 

Í dag fór ég á söngæfingu og þar gerðum við æfingar og svona. Í kvöld hitti ég LOKSINS minn heittelskaða Rafn, höfum ekkert hist síðan í mars, fyrir utan skóla. Hlakka rosalega til eftir leikritið að geta hitt hann oftar, magnaður drengur alveg hreintInLove!!

En nú krefst ég frá ættingjum mínum sem líta hingað inn ( það getur ekki verið að bara einn hafi kosið um 13 sinnum að hann væri ættingi minn), megi láta vita af sér. Ég mun ekki hætta að blogga eða bíta ykkur, alls ekki!Wink

KNÚSHeart


Allt í lagi þá!

1. APRÍLL!

 

En annað sem ég hef í fréttum. Þetta er ekki plat, því ég fékk tölvupóst frá skólastjóranum í 4.-7. bekkjar deildinni í skólanum og það hljómar svona:


SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Netinu og tengdum miðlum, stendur fyrir opnum málþingum um allt land nú í apríl og maí 2008.
Markmið málþingsins er að draga annars vegar fram sýn nemenda og hins vegar foreldra og
kennara á helstu kostum og göllum Netsins. Einnig verður áhersla lögð á að fá fram framtíðarsýn hópanna varðandi örugga og ánægjulega notkun og þróun Netsins. Þátt takendur vinna fyrst í tveimur málstofum en málþinginu lýkur með sameiginlegri málstofu nemenda, foreldra og kennara þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum. Málþingið er öllum opið og þátt tökugjald er ekkert. Nemendur á aldrinum 11-16 ára eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt foreldrum sínum og kennurum. Mikilvægt er að þessir aðilar styðji við forvarnir í netöryggismálum.

. Egilsstaðir - Grunnskólinn á Egilsstöðum, 7. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Reyðarfjörður - Grunnskóli Reyðarfjarðar, 8. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Ísafjörður - Grunnskólinn á Ísafirði, 10. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Stykkishólmur - Fjölbrautaskóli Snæfellinga, 14. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Sauðarkrókur - Árskóli, 15. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Akureyri - Brekkuskóli, 16. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Höfn - Nýheimar, 21. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Selfoss - Sunnulækjarskóli, 23. apríl kl. 20:00 - 22:00
. Borganes - Félagsmiðstöðin Óðal, 13. maí kl. 20:00 - 22:00
. Vestmanneyjar - Hamarsskóli, 14. maí kl. 20:00 - 22:00
Nánari upplýsingar um fundarstaði, tímasetningar og dagskrá
má finna á www.saft .is





Þar sem ég hef mínar skoðanir á þessum málum ætla ég að láta sjá mig og taka þátt ef sýning skellur ekki á þarna á milli. Vonandi mun ég geta sagt mitt, og hvernig netið getur verið betra.

Byrjuð til starfa!

Núna er það ykkar mínir kæru bloggvinir og aðrir lesendur að drífa ykkur út í búð og ná í eitt stykki blað. Ekki segi ég hvaða blað, nema bara að það flokkast undir að vera fréttablað sem kemur út á hverjum degi. Þið þurfið að vanda val ykkar og taka eina sort af hverju til að vera viss um að þið missið ekki af fréttinni minni. Þar skrifaði ég um framtíð Íslands og meirað segja fylgdi þessu mynd með fréttinni;



Endilega, ef þið viljið, kíkið á þessa fínu fregn!GrinGrinGrin
Ég held ég fái eitthvað yfir 80 þús. fyrir mánuðinn að skrifa tvisvar í viku, það í samningnum að ég fengi eitthvað um svoleiðis upphæð. Fínasti peningur alveg hreintGrin!!!!!!


Heppnin fylgir manni!

Ég hef verið að kvarta undan því að enginn lesi bloggið mitt. Reyndar bara við sjálfa mig, en það er allt annað. Mér finnst rosalega margir hafa komið inn á síðuna mína í gær, s.s. 31. mars. 95 gestir og 93 IP tölur sem lét mig hækka upp í töluna 280! Nokkuð myndarlegt bara.

Æfing var í kvöld á Rocky Horror og þar var í einu hléinu verið að stríða mér allmikið, og ég var búin að hlæja svo mikið, að ég var farin að gráta í bókstaflegri merkingu! Ég gat ekki andað og það komu bara tár í staðin, Elvar Bragi, Sólveig og Þórður voru öll að ulla á mig og purra með tungunni og flestir hinir horfðu á. Þarna sat ég og grét úr hlátri, og því að Elvar var búinn að vera frekar vondur við mig ( eða hann var búin að vera að stríða mér svo mikið).

Í dag er góður dagur, ég fékk e-mail um að ég fái að rita hjá einu blaðinu og að ég fái mjög góð laun fyrir. Ég fékk þessa fregn í dag, óendanleg hamingja barðist í hjarta mér og hér sit ég við tölvuna full gleði og tilhlökkunar!!!!Grin Grin

Knús, nú fer ég að sofa!Heart

Náttúrfræði í dag, ekki í þá daga!

Ég ætla að deila með ykkur þessari setningu, sem við glósuðum í dag í náttúrufræðitíma. Mér finnst ekki von, né furða hvað mér gengur yfirleitt illa á þessari námsbraut. Enda þið sem eldri voruð, lærðuð nokkurn tíma þetta sem kallast náttúrufræði?

,, 1. Frævun frjókorn berst frá frjóhnappi frævils yfir á fræni á frævunni. "

Ég furða mig einnig á því hvernig ég gat skilið skrif mín. En þessa setningu get ég bara alls ekki sett í samhengi. Ég held ég viti hvað þetta þýðir, en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Að læra um blóm og víxlun þeirra er eitt leiðinlegasta nám og minnsti tilgangur með. Skilið þið sem eruð komin yfir fimmtugt þetta?, eða þið sem eruð yfir 25 ára?

Ef ég fengi að ráða, þá myndi ég ekki vera í þessu fagi, þar sem ég skil ekki eitt einasta orð í þessum blessuðu bókum, og þó ég glósi upp úr pínu litlum kafla yfir 4 troðfullar blaðsíður og fæ rétt yfir fimm þá skil ég ekki hvað ég á að gera.
Ég er farin að fylgjast með Rocky Horror á YoutubeSmile ..

KnúsHeart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband