Færsluflokkur: Bloggar
19.5.2008 | 14:53
Í amstri dagsins..
Ég fór út á hjúkrunarheimili áðan vegna exems og fótameiðsla. En allt í lagi, mér var sagt að gera hitt og þetta, og vonandi mun það hjálpa mér.
En ég ætlaði þó ekki að skrifa um það, á biðstofunni biðum við mamma, viti menn hverja ég sá ganga inn á hjúkrunarheimilið. Litla ljóshærða, krúttlega stelpan hún Snædís sem ég er búin að skrifa um hér áður. Hún kom með pabba sínum inn og þau settust við hliðina á mér á biðstofunni, skottan gengur að bókaskáp og nær sér í bók. Sest við hlið pabba síns á lausan stól sem var hliðina á lausa stólnum við vinstri hönd mér.
Hún byrjar að fletta í gegnum bókina, og ætlaðist svo til að mér heyrðist að pabbi hennar læsi fyrir hana, en hann benti henni á að hún gæti bara skoðað myndirnar núna. Allt í lagi með það, svo fer stelpan að söngla, mikil einbeitingar vinna þar í gangi, ótrúlega krúttlegt. Síðan voru þau kölluð inn.
Í dag fórum við á fyrirlestur hjá Begga að mig minnir að hann heitir, sem er blindur. Hann sagði okkur ýmislegt frá því hvernig á að umgangast blint fólk og margt. Hann skírði það út fyrir okkur að hann hefði fengið herpes í augað, þó ekki kynsjúkdóminn heldur einskonar frunsu í augað.
Hann hefur bara 1-2 prósent sjón sem er voða lítið, eða eins og hann sagði ,, staurblindur ", hann getur séð útlínur ef það er ljós og svona. Svo var hann svo næmur að Sverrir sem sat hliðina á mér var að fikta í rennilásnum að hann heyrði hljóð sem var eins og einhver væri að smella penna og benti hvert.
Þessi fyrirlestur var mjög fræðandi og skemmtilegur á sinn hátt.
Mig langar að leyfa ykkur að lesa þetta, allflestir kannast við þetta ljóð, þetta þurftum við krakkarnir að læra í 5. eða 6. bekk.
Slysaskot í Palestínu
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
| |
|
...Jæja, ég er farin að gera eitthvað!
Knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.5.2008 | 19:11
Bloggvinalisti, óvissuferð og ungmennaþing..
Mig langar að byrja á því að koma því á hreint. Ég hef undanfarna mánuði eignast fleiri og fleiri bloggvini hérna á moggablogginu. Ég fylgist misvel með þeim, enda feikna hópur sem er komin í hús. Ég viðurkenni það alveg að núna er ég í hnút við að vita hvað ég get sagt við hvern og einn ( get allteins sagt hverja og eina ), enda þykir mér oftast nær gaman að lesa skrifin hjá flestum.
Ég vil alls ekki gera upp á milli og hreinsa útaf þá sem mér líst ekki á eða eitthvað svoleiðis, þá er ég að gera upp á milli, svo það sjáist mjög vel. Það kemur fyrir að ég rekist á einhvern rosalega skemmtilegan bloggara sem ég verð að senda "boðsmiða" til að verða vinur minn svo ég geti fylgst betur með.
Það kom einmitt fyrir mig í gær að ég rakst á bloggara sem ég hef mikinn áhuga á að fylgjast með, þar sem hún er að vinna við eitthvað sem mig langar að starfa við í framtíðinni að hálfu leiti. Svo það er ágætis innsæi í að fylgjast með svoleiðis, loksins þegar tækifæri gefst til. Auðvitað greip ég það!
Ég er enn að bíða, en hlakka mikið til að sjá hvort sú vilji vera ein af bloggvinum mínum.
Ég vona að fólk fari ekki í fýlu yfir því ef ég kvitti ekki hjá því, þó ég komi inn og lesi þá þarf ekki alltaf að vera að ég viti nokkurn veginn hvað ég get skrifað, svo bara krossleggið fingurna

Annars fór ég í óvissuferð í gær með leikfélaginu, mættum flest kl. 3 upp í Hlöðu og vissu fáir hvað væri á döfinni. En ferðin byrjaði á löngum ratleik, þar sem við gengum bæinn, eða mitt lið a.m.k. fram og til baka allmörgu sinnum. Enduðum svo á spíttbát út á Austurstrendur eða eitthvað svoleiðis, frá Skinney Þinganesi, og þaðan keyrðum við svo öll heim til Siffa sem býr upp í sveit og krakkarnir fóru í náttúrulega heita potta. Eftir langa viðveru þar var keyrt heim til Nönnu Halldóru og Hafþórs í grillaðar pylsur og hamborgara. Þar á eftir horfðum við á Rocky Horror upptökuna af leikritinu og hlógum og skemmtum okkur yfir henni, æðislegur dagur þó ég hafi fengið kvef vegna allrar útiverunnar.
Í dag fór ég á ungmennaþing, sem var þó meira af öldnum en ungum, ef satt má segja. Ég kom með hugmynd sem pabbi hefur reynt að koma með áður og þarna var tekið vel í hana, enda ekki einhver maður út í bæ sem " stakk upp á henni ".
Ég er reynslunni ríkari, þ.e.a.s. á því sviði að fólk þarf að vera frekt til að komast til máls á svona þingum, þó svo að það hafi nú ekki verið fjölmennt. En ég get sagt ykkur það að fundurinn var góður og vonandi verður haldið áfram þeirri stefnu sem komist var að á fundinum.
Núna þarf ég að kveðja og fara á vit lærdómsins.
Knús á ykkur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
17.5.2008 | 01:58
Kennarar og þeirra verk
Kennarar eru ekki eins góð og þau eru mörg. Ég hef lært af því af eigin reynslu, fengið misgóða kennara í gegnum skólaárin. Ég get þó sagt ykkur það að ég ber virðingu fyrir öllu þessu fólki sem hefur kennt mér í gegnum árin, enda mikið starf að standa yfir krökkum og unglingum alla liðlanga daga og sjá til þess að þeir læri um lífið og tilveruna og eitthvað sem er minna og tilgangslausara en það. Til þess að halda þeim á dagheimilinu til einskis.
Fyrstu 3 kennararnir sem kenndu mér voru öll mjög góð, þau Hreinn Eiríksson, Kristín Gestsdóttir og Brynja Baldursdóttir. Einnig á Kristín Gísladóttir mikinn þátt í því hve ég hef góð tök á íslenskunni, þrátt fyrir lesblindu, þar sem hún barðist með mér í gegnum lesblinduna í þau 3 árin sem ég var í Nesjaskóla.
Það var mikið um gott fólk í Nesjaskóla, skólastjórinn Þorvaldur Viktorsson, sem ég þurfti aldrei að fara á fund með, vegna þess hve gott og skemmtilegt barn ég var í skóla. Mér finnst skemmtilegt að segja frá því að ég tók við af honum á Árshátíð Grunnskólans hér á Hornafirði, eftir að hafa verið í skólanum hjá honum fyrir nær 7 árum.
Í Nesjaskóla fyrstu tvö árin að mig minnir var eldri kona sem gekk alltaf með okkur yfir götuna, yfir í íþróttahúsið til að sjá til þess að enginn varð fyrir bíl. Allir vildu leiða þessa góðu konu, en svo að mig minnir kvaddi hún starf sitt þegar við vorum komin í 7. bekk og tók móðir árgangsbræðra minna við af henni.
Ég fór upp í Hafnarskóla og þar fór mér á mis við suma kennara, vegna þess að sum af þeim báru ekki sömu virðingu og ég hefði þá borið fyrir þeim. En ég segi ekki þó það hafi verið bara 2 manneskjur í þeim skóla sem mér fannst ekkert merkilegt við bæði í framkomu frá þeim og hvernig þær manneskjur kenndu.
Umsjónakennarar mínir þar voru hinar einu sönnu Eygló Illugadóttir sem kenndi bekknum í 4-5. bekk, svo skemmtilega vill til að hún kennir okkur af og til enn í dag. Þar tók Sigrún Ólöf Björgvinsdóttir við af Eygló í 6. bekk og Björk Guðnadóttir kom þar á eftir, í lok 6 bekkjar og allan 7. bekkinn ef mig minnir rétt. Allt rosalega mismunandi, en þó góðir kennarar þar á ferð.
Óánægðust er ég með bygginguna sem ég er í, í dag. Mér finnst einhverjir kennarar, því ég vil alls ekki nefna nein nöfn, ekki vera að vinna vinnuna sína. Ég veit að margir nemendurnir og foreldrarnir eru hjartanlega sammála mér að þessu leiti, en þó get ég sagt ykkur það að ég ber virðingu fyrir öllum þeim sem vinna í byggingunni, og hef ég ekki kynnst neinu öðru en góðs af þeim.
Allt hið fínasta fólk utan starfa, og bara mjög gott.
En ég má til með að nefna þrjá kennara, verklega kennara, þar sem mér finnst þau þrjú fögin langskemmtilegust. Það eru þau Birna sem er með matreiðsluna, Gunnhildur með handmenntunina og Eiríkur með smíði.
Eins og margir hafa kynnst, þá finnst mér einstaklega gaman að baka, og enn skemmtilegra að borða það sem ég baka ef það er gott. Þess vegna finnst mér einstaklega gaman hjá Birnu, því ég legg mig alla fram ef það er eitthvað gott á boðstólnum. Hef bjargað nokkrum pottum frá því að sjóða upp úr og svona, en er jákvæð en frekar önug við að smakka allt sem færi gefst á.
Hjá Gunnhildi er alltaf gert eitthvað skemmtilegt, og með árunum hef ég alltaf lagt mig betur og betur fram við vinnuna í handmennt. Ég hef gert margt hjá henni, en er núna búin að gera þrennt mjög nytsamlegt núna í tveimur síðustu mánuðum að ég held, og eru 4 tímar eftir svo ég er alveg í hnút hvað ég get gert næst.
Ég læt fylgja myndir af þessum þremur hlutum hér á eftir, og skýri betur út fyrir neðan.
Hjá Eiríki hef ég oft verið mjög neikvæð vegna fullkomnunaráráttu minnar, en mér hefur oftast tekist vel við verkin þar. Ég reyni þó að vera ákveðin og jákvæð, en sjálfsbjörgunina vantar alveg þar.
En það að læra grunnsporin að smíða og svoleiðis alskyns hluti, er bara skemmtileg tilbreyting frá þessu skriflega námi.
Svo vil ég deila því með ykkur að með teiknimyndaröddina, þá unnu strákur og stelpa fædd í kringum 1996 ef ég man rétt, og óska ég þeim til hamingju með það. Þetta voru eins og Jóhanna orðaði það að gæti þar af leiðandi ekki verið mín örlög.
Peningaveskið sem ég gerði næst fyrst af allri leðurvinnunni, ég held mikið upp á það!
Fyrsta verkefnið var ekkert til að hrópa húrra fyrir, og ég er ekkert að ljúga því.
Þriðja verkefnið, bókamerki sem ég þurfti að teikna mynstur á þunnan pappír og í gegn á leiður, barði leðrið svo eftir því og málaði og fékk smá hjálp frá Gunnhildi við að mála þetta svarta.

Kortaveskið mitt, held einnig mjög mikið upp á það, fengum að ráða hvort við myndum gera, peningaveskið eða kortaveskið í öðru verkefninu, en ég fékk að gera þetta sem frjálst verkefni, s.s. verkefni nr. 4.
Stelpurnar eru farnar til Akureyrar og ef ég veit rétt kepptu þær æfingarleik í kvöld sem ég hef ekki hugmynd hvernig fór, skallatennis hjá þeim í fyrramálið í einhverjum fallegum skógi þarna á Akureyri og ég vona svo sannarlega að þær skemmti sér vel!
Knús á ykkur öll!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.5.2008 | 19:35
Klaufi & misheppnispúkinn hlaupinn í mig!
Langt síðan ég hef getað sagt ykkur skemmtilega hluti en svona allsvakalega hluti lenti ég í, í morgun í skólanum;
Ég á það til að vera hrikalega klaufsk og misheppnuð, en það eru bara gullmolar sem koma út úr því, a.m.k. oftast. En í dag tókst mér, næstumþví-fyrirmyndarnemanum , hvorki meira né minna en að henda ljósi niður úr loftinu, en ég vil ekki skíra nánar út frá því enda hrikalegur klaufaskapur.
En það sem var fyndnast við þetta allt saman ( þó ég hafi fengið nett samviskubit í leiðinni ), þá hef ég aldrei séð Rafn hlæja jafn mikið, hann lá bara í gólfinu af hlátri! Gott að svona hlutir geta glatt hjartað hans.
Ég veit bara hvað ég á að gera ef hann verður eitthvað niðurlútur, ganga berserksgang yfir alla dauða hluti!
Ég fór gangandi eins og krakkarnir í 9. bekk út á Hjúkrunarheimili með Rafni ( þess má geta að þetta var nú fyrir atburðinn fyrir ofan). Á leiðinni í bólusetningu, við vorum að láta bólusetja okkur fyrir stífkrampa, barnaveiki og mænusótt ef ég man rétt, og eftir það í heyrnamælingu.
Eftir ekki svo langan tíma í biðstofunni var næsti kallaður inn, og næsti og þar til að kom að mér, allt í lagi með það. Ég spjallaði bara við hjúkrunarkonuna, spurði hvort ég fengi ekki sprautuna í vinstri höndina svo ég gæti kannski sleppt skóla ( talandi um fyrirmyndarnemanda!).
Svo bar hún eitthvað á mig og stakk þessari ljótu nál í mig og það sveið ver en að láta spritt í sár!
Ég fór síðan í heyrnamælingu og fékk þá niðurstöðu að það væri engin afsökun ef ég segði við mömmu að ég heyrði ekki í henni!
En þegar ég kom svo fram beið Rafn eftir mér og við fórum síðan saman upp í skóla, og þá fékk ég þessa svakalegu vöðvabólgu!! Gat voða lítið hreyft höndina og fann næstum marblettinn bara myndast á hendinni á mér. Nú er mér ennþá frekar illt í hendinni, en þetta grær vonandi áður en ég gifti mig, nema að ég gifti mig á morgun, þá er ég í vondum málum!
Marbletturinn er á við 5 króna pening, svo að þetta hverfur að lokum, en verkurinn er bland af sting og beinverki, ég er ekki sátt!
Svo má þess til geta að í morgun, kl. 05.30, já ég er sammála ykkur, mjög ókristilegur tími, vaknaði ég og byrjaði að hafa mig til fyrir æfingu. Mætti á æfingu kl. 6 í morgun, fótboltaæfingu og gekk svona ágætlega. Hjólaði á æfingu, og til baka heim, fór í sturtu og gerði mig pínu sæta fyrir skólann. Setti nestið sem mamma hafði smurt í töskuna og hjólaði af stað upp í skóla, og vitið þið hvern ég hitti þar????
Sætasta kærastann minn sem ég gæti ímyndað mér!
Nú er ég farin að segja fleirum þessar yndislegu sögur sem ég átti í amstri dagsins mín kæru!
Knús á ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
12.5.2008 | 20:45
Enn bíð ég og bíð!
Hjá mörgum ungum krökkum er markmiðið að verða fræg/ur íþróttakona/maður eða í leiklist eða í tónlist.
Þetta er enn mitt markmið, að nafn mitt verði þekkt. Margir þekkja það nú þegar og kannast eitthvað við mig, kannski ekki margir, en nokkrir miðað við það sem ég hef verið að gera.
Samkvæmt google.is þá er ég nú langt komin með frægðina, maður getur skrifað heilt nafn mitt og það koma yfir 10 aukasíður sem maður þarf að fletta.
Frægð skiptir ekki máli, og getur eyðilagt líf sumra sem geta ekki farið rétt með hana. Því höfum við öll getað fylgst með fyr á árinu. Ég vona, ef ég verð þekkt á landinu að ég eyðileggi ekki sjálfa mig né neitt.
Ég ætla að lofa mér að vera ég sjálf, hvað sem gerist, ég kem alltaf fram sem ég sjálf, engin önnur

Ég sendi ykkur knús!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.5.2008 | 20:41
Orðlaus!
Ég hef skrifað mjög fá orð síðustu daga, enda hálfgerð skrifstífla, setningarnar eiga erfitt með að myndast í kollinum á mér, svo að ekkert leiðir fram í putta.
En ég hef voða fátt merkilegt gert, ég lærði í gækvöldi og tók til í dag, annað ekki.
Ég ferðast smá á næstu þremur vikum og er að fara norður um næstu helgi með stelpunum í fótboltanum að keppa æfingarleiki og hrista liðið saman.
Mun svo helgina eftir það fara í útskriftarveislu hjá frænku minni. Þar mun ég líka að laugardeginum til kíkja í ljósmyndakonugrúbbu hitting, ótrúlega gaman örugglega að hitta margar af konunum í grúbbunni!
En eins og ég segi, þá er ég ekki með það á hreinu hvað ég get skrifað, svo ég læt þetta duga í bili, endilega hafiði samt samband við mig ef þið viljið heyra í mér

E.s. Ég fékk leyfi frá The Nanas um að setja lög sem ég á með þeim inná síðuna mína og hér sjáið þið til vinstri í tónlistarspilaranum lagið I'll give it up svo endilega hlustið á það

Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.5.2008 | 21:11
Nú kvet ég ykkur...
Sama í hvaða veðri þá er það mikið hollara heldur en að sitja í bíl, og mikið betra fyrir náttúruna.
Eða þá að þið getið labbað, eflaust hafa einhver fyrirtæki tekið þátt í þeirri keppni, og þar á meðal skólinn sem mamma vinnur í.
Pabbi ákvað að hjóla líka í vinnuna, svo að mér gefst ekkert annað fært en að fara hjólandi, ég neita því allavega að ganga!
Annars hefur voða lítið á daga mína drifið, hef þó drifið mig á æfingar og klárað þær, það kom nú tími til að ég gæti það.
Meisi kom áðan að stilla trommusettið fyrir mig svo að núna loksins get ég spilað á trommusett sem er ekki falskt!
En því miður er ég alveg tóm, þó mig langi að segja svo margt, þá veit ég ekki hvernig ég á að setja það saman, orðin hringla eitt og eitt í höfðinu á mér, ekkert samsett!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.5.2008 | 17:58
The Nanas
The Nanas er hljómsveit skipuð af Guðrúnu Láru Alfredsdóttur og Arndísi Hreiðarsdóttur, betur þekktar sem Nana ( Guðrún ) og Dísa ( Arndís ).
Ferill þeirra er nokkuð fínn og gæti verið að þið kannist við Nönu úr síðustu Idol seríunni sem var 2005 - 2006, hún var með þeim langbestu þar og ég er nú frekar þakklát að hún hafi ekki unnið það þó hún hefði vel getað það.

Þær hafa komið fram á Gay Pride og ég held að fólk hafi hrifist mjög mikið af þeim þar, enda feikna flottar stelpur þarna á ferð!
Ég hitti þær eftir Idol þátt sem ég fór með vinkonum mínum Salóme og Rakel og finnst mér af þeim hittingi að dæma þær æðislegar báðar tvær.
Þið getið heyrt tónlistina þeirra á síðunni þeirra; www.myspace.com/thenanas
Flottar stelpur sem við munum áreiðanlega heyra vel frá í framtíðinni.
Knús á ykkur fólk!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 21:19
Ættfræði..
Undanfarin nokkur ár, eða frá 2004 - 2005 hef ég mikið verið að grúska í ættinni minni í móðurætt. Ég hef fengið hin ýmsu svör frá hinum ýmsu ættingjum bæði skyld mér í gegnum ömmu og afa.
Það gekk upp og ofan oft á tíðum og hef ég ekki verið í miklu sambandi við flest þetta fólk, en þó hef ég kynnst tveimur frænkum, önnur er hérna á bloggvinalistanum.
Ég hef þó voða lítið heyrt frá þeim tveimur sökum anna og þessháttar.
Ég hef oft fengið þvílík harðmæli gagnvart því að ég vildi kynnast ættingjum mínum 12 - 13 ára gömul. Eldra fólk sem sagðist ekki vilja tala við mig en alltaf hélt ég áfram að grúska í ættinni. Ég fékk reyndar yfirdrifið nóg af því að fá mörg nei eða glata sambandinu, svo ég er voða lítið í þessu í dag.
Ég ef þó líka verið að finna ættingja sem ég hef alltaf vitað að væru þarna, t.d. reyni ég að vera í góðu sambandi við frændfólk mitt í báðum ættum sem ég hef alltaf þekkt og er að taka upp á því að tala við það bara þá og þegar.
Fólki finnst oft skrítið að unglingar vilji ekki hitta fjölskyldu sína, ættingja og ömmu og afa. En hjá mér er þetta allt þveröfugt við það, mér finnst æðislegt að hitta afa mína og ömmur enda yndislegt fólk þar á ferð. Alltaf þegar maður kemur til þeirra er alltaf gott að borða og eins og ég hef sagt svo oft hef ég ekki fundið og mun ekki finna betri kokk og bakara en hana Róslín ömmu mína. Uppáhalds kökuuppskriftina á hún, það er heit súkkulaðikaka sem er gott að hafa ís með.
Ég vonandi mun reyna að hitta sem flesta í bænum þegar ég á leið þangað einhverja helgina, yndislegt fólk allt!
Knús á ykkur inn í nóttina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.5.2008 | 16:50
Útivistareglur!
En þær spurningar renna fram fyrir mér, hverjum kemur það eiginlega við ef maður er úti eftir klukkan 24.00, ef ég myndi t.d. vera lengur úti en það, hvað er gert í því?
Hefur lögreglan þá leyfi ef hún sér mig úti á vappinu að skipa mér að fara heim, ef ég er ekki að gera neitt af mér og hef fengið leyfi frá foreldrum að vera svona langt fram eftir?
Lokaspurningin hljómar svona;
Við sem erum á mínum aldri megum vera úti til kl. 24.00, en hvenær megum við þá fara út úr húsi?
Endilega svarið þessum spurningum fyrir mig, þar sem ég hef ekki hugmynd um svörin, og segið mér ykkar álit, ég vil sjá hvernig fólk bregst við

Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)