Færsluflokkur: Bloggar

Bloggvinir...

Það sem er ólíkt blog.is kerfinu og öllum hinum bloggkerfunum er það hvað blog.is er miklu samfelldara, fólk deilir á og deilir hlutum. Hingað inn á þetta kerfi kemur fólk til að gagnrýna fréttir, skrifa til annarra eða einfaldlega útaf félagsskapnum.
Á flest öllum öðrum bloggkerfum er oftast verið að blogga fyrir sjálfa sig og reyna að ná vinsældum, þar sem vinir halda uppi svokölluðum "crewum" og slúðra um aðra. Ekki sjaldan sem það verður eitthvað drama út af því.

Hér á moggablogginu hef ég kynnst allskonar fólki, fólki sem ég kæri mig ekkert um að vita og fullt af öðrum sem mig langar mikið til að fylgjast með. Flestir í mínum bloggvinahóp eru kvenkyns, enda er ég ekki í þeim hugarlundi að eignast fullorðna kallmenn sem bloggvini, það misskilst oft..

Ég get ómögulega ákveðið mig hvernig bloggvinahópurinn á að vera uppraðaður enda fullt af flottum bloggvinum sem mig langar mikið til að fylgjast með. Ég er löt að kommenta hjá þessum og hinum, en kommenta á flestar færslum hjá einhverjum. Það er oftast þannig vegna þess að oft er málefnið eitthvað sem ég get ekki tjáð mig um eða veit ekkert hvað ég get sagt.

Ég á fullt af flottum bloggvinkonum sem mér þykir endalaust gaman að stríða, og ég veit ekki hvort sumar fatti það yfir höfuð hvort mér sé full alvara eða öfugt.
Fólki finnst ég oft á tíðum mjög skrítin og ótrúlega rugluð á köflum, en það er það sem gerir lífið skemmtilegra, mismunandi fólk með mismunandi skoðanir.

Fólkið mitt utan bloggsins er mér mjög kært líka og þykir mér ósköp vænt um þau öllSmile Heart !
Reyndar þykir mér líka pínu vænt um suma bloggvini mína...Blush Joyful

Ég ætla að halda áfram að mála, og sýni ykkur svo afraksturinn, knús á ykkurHeart

Skólaslit og einkunnargjöf

Í dag fór fram fyrstu skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar, heldur langdregið.
Það var margt sem hefði ekkert þurft að vera og sumt var bráðnauðsynlegt.
Kvatt var nokkra kennara, aðra starfskrafta og einnig 10. bekkinn sem nú fara flest að sinna Framhaldsskólum hvarvetna á landinu og munu vonandi láta gott af sér leiða.

Allar einkunnirnar mínar voru yfir 6, sem betur fer! Veit ekki hvort þær séu marktækar til að setja hingað inn en ég geri það þó, ég er nú ekkert hrikalega montin með þetta..

Íslenska   8.0
Danska    8.0
Enska      8.0
Stæ.        7.0
Líffr.         6.5
Stjörnuf.  6.0
Samf.       6.5
Matur frá ýmsum löndum 9.0
Upplýsingatækni   9.0
Leðurvinna            9.0
Íþróttir      8.0

Allt ágætis einkunnir og nú fer ég að borða!

KnúsHeart

ÓJÁ!


ÉG GAT, ÉG GAT, ÉG GAT!

SKRIFAÐ BLOGGFÆRSLU!!

Í gær átti ég hinn fínasta dag. Vaknaði snemma og gerði mig til fyrir daginn.
Mætti með mömmu minni út á hóteltún og við settum af stað blásarana í hoppukastalana og þarna stóð ég í tvo tíma, var hetja, var elskuð, það var líka knúsað mig!

Ég hef nú ekki svo ég muni verið eitthvað sem börn þykir gaman að, en núna í dag hef ég eignast nokkra vini. Litlu frænku Árdísar vinkonu minnar, hana Díönu, en ég kynntist henni nú þegar hún var mikið yngri. Hún var á staðnum og þegar hún sá mig kallaði hún á mig ,, Róslííín! Komdu og knúsaðu mig!Grin ", auðvitað gekk ég til hennar og spurði hana um daginn og veginn. Algjör dúlla! Seinna heyrði ég frá henni kalla til mín á meðan hún klæddi sig í skóna ,, Róslín, ég elska þigSmile ", eins og ég segi bara krúttleg stelpa.
Hitti líka aðra vinkonu mína sem ég reyndi að koma í röðina, hún vildi eitthvað smygla sér inn, sú er nú algjört krútt líka...Grin
Svo hitti ég litla bróður vinar míns, hann Auðbjörn! Hann kallaði sífellt að mér ,, Þú ert kærastan hans Óskars !!" og ég reyndi nú að koma því á hreint að hann héti nú Rafn sem væri kærastinn minn ekki hann Óskar, en pilturinn var nú ekkert að ná því inn að sér, og þá var litla vinkona mín byrjuð að hjálpa mér....LoL
Ég hitti líka hina og þessa, en sá hvergi litlu vinkonu mína hana Snædísi, eða "veistuhvaðstelpan"..LoL


Eftir tveggja klukkutíma stund þar sem ég hafði nákvæmlega voða lítið vald á litlu brjáluðu krökkunum var tekið loft úr köstulunum og við mamma lögðum af stað heim. Ég fór út að selja SÁÁ álfana með Kristjönu og við seldum heila 14 í tveimur götum, einn hafði keypt álfinn áður og einn neitaði okkur, svo voru margir ekki heima.

Í morgun vaknaði ég tilbúin til skóla, nánar tiltekið að undirbúa íþróttahúsið til notkunar fyrir Skólaslitin á morgun. Ég gerðist svo hugdjörf að bjóða mig fram til að skúra, fyrsta skipti sem ég skúra og skúraði nokkuð vel, 1/3 af salnum hvorki meira né minna! Og ég get sagt ykkur það að þetta er frekar erfitt verk, maður svitnar alveg lengst niður í tær, reyndar var ég nær blaut í gegnum skóna og sokkana líka útaf því að ég sullaði svolítið á skóna...Whistling
Ég blés í nokkrar blöðrur, batt þær saman og hengdi upp, málaði ótrúlega fallegt blóm..........
og spurði veistu hvað og á ég að segja þér spurninga, taldi stólana sem voru 354 talsins og þess má geta að Rafn reyndi að rugla mig smá, en auðvitað ruglaðist ég ekkert, enda hlusta ég svo oft á sjálfa mig..
Fórum snemma heim og það sem kemur næst er ekki fyrir viðkvæma. Þar sem ég er kvefuð er ég með nefið fullt af hori í þokkabót ( aha, girnilegt ég veit!) og rétt tók eitthvað smá hor úr nebbanum og viti menn, það nær fossblæddi! Þegar ég hélt að þetta var búið, tók ég eftir einhverju rauðu inní nefinu mínu og dró frekar langa blóðklessu úr nefinu mínu. Ég er farin að hugsa um að láta brenna fyrir þessa æð, því ég sko skalf úr hræðslu!

Svo seinna í dag var ég alveg í spreng og hljóp inn á klósett, og dyragættirnar koma hornsinnis hjá klósettinu og herbergi mömmu og pabba, og viti menn hverju ég mætti.

Kalli litli könguló klifraði niður úr dyragættinni,
hann reyndi að komast niður en komst ekki lengra en í klósettið.
Því hún Sædís litla stóra systir mín kramdi greyið með klósettpappííír!
Whistling ( sungið með Kalla litla könguló laginu sko!)

Núna bíð ég bara eftir kjúklingabringunum, og síðan held ég í sturtu og Rafn ætlar svo að koma til mín, hann fer til Danmörku á næsta laugardag með hands hele familie


Knús til ykkurHeart

En endilega ef þið vitið ástæðuna hvers vegna, megið þið segja mér af hverju það komu svona margir inná síðuna mína í dag og gær...Gasp

Ég er bókstaflega tóm!

Svo ég sendi ykkur bara knús, á ekki orð með þessar óskaplega háu tölur sem komu hingað inn í dag..
Það sem ein lítil spurning getur orðið stór, hversvegna?

Heart Heart

Hvar er Jóna Á. Gísladóttir?

Þar sem ég get hvorki beðið Jónu okkar Á. Gísladóttur um lykilorð á síðunni hennar eða sent henni e-mail vil ég spyrja ykkur hvar hún Jóna er eiginlega?

Ég er bara að spá, skemmtilegu skrif hennar birtast mér ekki þegar ég ætla að opna bloggsíðuna hennar!

Annars vil ég deila með ykkur listaverksmyndunum mínum!



ULLL

Og líka þessari hér;

Í mogganum!!




Hvað líður tímanum?

Nú bara ef ég vissi það, sú spurning hefur hvarflað að mér að spyrja fólk síðustu daga.
Ég var að taka lokaprófin fyrir 9. bekk í vikunni sem er að líða, hvað þýðir það?
Jú, ég er að eldast og er alveg að verða búin með grunnskólann, 10. bekkur næsta haust, þegar ég er búinn að vinna mér inn peninga. Það styttist ótrúlega hratt í það að ég verði að ákveða mig með framhaldið, ekki heimabærinn né fjölskyldan sem ákveður neitt fyrir mig. Ég fer að fara út á vinnumarkaðinn, ég verð sjálfráða eftir 3 ár, bílprófið kemur eftir 2 ár og ég verð vonandi búin með framhaldsskólann og byrjuð að undirbúa mig undir háskóla eftir 5 ár.
Hvað segir þetta mér?
Jú, ég er að að fara á þau stig þar sem ég undirbý mig fyrir sjálfstætt líf, ein, þó vonandi með einhverjum förunauti.
Sumum finnst ótrúlegt hvernig ég hef planað mig út í lífið, hvað mig langar um hitt og þetta. Þó verð ég að mæta hindrunum út í lífið, höfnunum fyrir einhverju sem ég hef kannski undirbúið mig fyrir síðan ég man eftir mér. En í dag hef ég mörg "varaplön", því ég hef áhuga á svo allt of mörgu að ég veit ekki hvað ég vil leggja að fótum mér.

Eins og allir sem hafa spurt mig hvað mig langi til að verða, og hvað ég ætla mér að gera þegar ég verð stór þá langar mig mest út á leiklistarbrautina. Það er erfitt hér á Íslandi að koma sér á framfæri í leiklist, enda svo ótrúlega fá tækifæri sem manni eru gefin.
Mér var sagt af stráki úr leikhópnum að það gæti verið minni möguleiki útaf háralit!

Sumir telja mig hugmyndaríka, stundum á köflum er það alveg satt hjá fólki, en af og til get ég verið ótrúlega sein í hugsunum, þó er það svo oft þannig að ég næ ekki að framkvæma helminginn af þeim snilldar hugmyndum sem upp í koll mér koma.

Mig langar að spurja ykkur,



hvar haldið þið og viljið að þessi manneskja verði eftir 6-10 ár?



KnúsHeart

E.s. Ég ætla að halda áfram með bókina sem Hallgerður bloggvina mín vildi að ég læsi, heimsspekibókina Veröld Soffíu.


Afsakið... hlé...

BÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ(andar inn)ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍB  (lesið eitt "í" í einu... )

Nei afsakið, ætlaði ekki að segja þetta, ég ætlaði að afsaka fyrri færslu mína. Þið kannski skiljið að þegar maður er búinn að vera meira og minna einn í tölvu og að læra í nokkra daga og ekki fengið að fara út þá endist þetta oft svona, að maður missi sig!
En í dag (alltaf segi ég það saman..) þá fór ég í próf, byrjaði á samfélagsfræðiprófi og held að ég hafi komið ágætlega út úr því, í millitíðinni fengum við Eva að taka íslensku hlustunarskilning eða eitthvað svoleiðis og síðan eftir það var íslenskupróf sem mér gekk bara ágætlega í.
Ég er óttalegur sóði, þegar ég til er allt komið á hvolf daginn eftir, ég held ég sé töframaður í því að láta dót hverfa og koma í ljós aftur. Ég tók til og söng af hástöfum á tímabili með tölvunni. Ég er á leiðinni í sturtu og langar að gera hitt og þetta en ekki er alltaf tími til alls.
Held þó að öll þessi orka sem allt í einu kom fram hafi verið útaf einu sem mér lýst ótrúlega vel á og finnst rosalega spennandi og gefandi. Ég get því miður ekki sagt það strax, enda er ég ekki komin með staðfestingu á því. Annars er þetta með vinnu í sumar, hlakka ótrúlega til að fá svar
Grin !!
En fyrir þá sem ekki vissu setti ég upp nýja spurningu með hinni í tilefni af því að svona margir hafi svarað og vonandi þorið þið að svara.

Ég er farin að halda áfram, knúsHeart

Til að vera eins og allir aðrir! ( endurbætt )

Þá verð ég að koma með hérna innskot útaf jarðskjálftunum í dag, þannig er mál með vöxtum að ættfólk mitt býr nú margt þarna suður á Selfossi, en ég hef nú ekkert heyrt  frá þeim og hvort illa hefur farið.
En aftur á móti eiga amma mín og afi sumarbústað þarna uppeftir í Grímsnesi og sem betur fer fór ekki allt fjandans til þar, og því er ég afarþakklát!
Aftur á móti er fólk sem missti nær aleigu sína sem mér finnst afar erfitt að horfa uppá hér á Íslandi, náttúruhamfarir sem eyðilagði hús! Hvurslags og annað eins, er Ísland að ryðga í sundur eða hvað?
Nei einmitt ég bara spurði!
Búin að hamast við það í dag að reyna að muna hvar hitt og þetta er á landakorti og ef ég fæ ekki gott fyrir það verð ég kolbrjáluð, ég meina það, kolBRJÁLUÐ!

 En ó mæ sko, hvað ég hef misst af góðu veðri, og því að borða ÍS!
Ég er nú ekki á því stigi í heilsunni að mega það, hver veit hvort ég myndi ekki bara hósta úr mér líftúruna eða hvað sem það nú heitir! Ég ætla að fara í verkfall á móti kvefi þegar er sól! Ég vil ekki sjáidda!


En lásuð þið fréttina um jarðarförina á torginu þarna í Reykjavík? Ég gerði það reyndar ekki, allavega ekki alla, en í fyrstu hélt ég að Sturla væri hrokkinn upp! Úff hvað ég ætlaði að vorkenna grey manninum, að standa svona í miðri bensín-baráttu! Eða Dísel, ég veit ekki.
Kannski stálu þeir kistunum? Nei, ég kenni ekki einhverjum um nema að ég viti að það sé satt..

Mér finnst það aftur á móti gott að þeir gáfu Jóhönnu blóm, hún á það svo sannarlega skilið... held ég!
Allavega, erum við ekki í samfélagi sem ríkir lýðveldi? Nei ég held nefnilega ekki, eina sem gefur það til merkis er hún Jóhanna að ég held, af þingmönnum yfirleitt... nei uss Róslín!

Ég skammast mín fyrir þessi orð, en þetta held ég!

Og nú er að klára að læra undir samfélagsfræði!

SMÁ ENDURBÆTING!
Var að koma úr íslensku- og samfélagsfræðiprófi og mér gekk hreint ágætlega í hvorutveggja að ég held, núna er skólinn lærdómséð búinnGrin ! Og skólaslitin á þriðjudaginn!!

Bara af því að mér þykir Emiliana Torrini æðislegust!

Þá ætla ég að setja uppáhalds lagið mitt með henni hér á myndband og textann sem laginu fylgir.
Þetta lag á mjög sérstakan stað í hjarta mínu og er mér mjög þýðingarmikið og er eitt fallegasta sungna og spilaða lag sem ég hef heyrt, einlægni og bara ég veit ekki hvað!

Þess má vel geta að ég hef hlustað mest af allri tónlist á hana Emiliönu Torrini, enda yndislega falleg söngrödd sem hún hefur og ég efa það ekki að hún sé yndisleg manneskja!

Here you go my lovely peopleHeart
Knús frá mér til ykkarHeart
Á núna tvö próf eftir og gekk ágætlega í stærðfræðinni og enskunni í dag, tek íslensku og samfélagsfræði á morgun og þá er skólinn eiginlega búinn!



Wrote you this
I hope you got it safe
It's been so long
I don't know what to say
I've traveled 'round
Through deserts on my horse
But jokes aside
I wanna come back home
You know that night
I said i had to go
You said you'd meet me
On the sunny road

It's time, meet me on
the sunny road
it's time, meet me on
the sunny road

I never married
Never had those kids
I loved too many
Now heaven's closed its gates.
I know I'm bad
To jump on you like this
Some things don't change
My middle name's still 'Risk'
I know that night
So long long time ago
Will you still meet me
On the sunny road

It's time, meet me on
the sunny road
It's time, meet me on
the sunny road

Well, this is it
I'm running out of space
Here is my address
And number just in case.
This time as one
We'll find which way to go
Now come and meet me
On the sunny road

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband