Færsluflokkur: Bloggar

Litla ég...

Jóna bloggvinkona mín veitti mér innblástur fyrir þessari færslu, svo þakkið henni, því þetta er enn ein röflfærslanLoL!
Hún var að skrifa um ófarir annarra og spurði svo um sögur um ófarir annarra, en ég hef bara mínar eigin, svo ég ætla að deila þeim með ykkur.

Í íþróttahúsinu hér á Hornafirði eru stigarnir upp í áhorfendastúku vel steyptir og sömuleiðis áhorfendastúkan. Í fyrra þegar það var til efsti flokkur körfuboltaliðsins hér á Höfn, þá voru þeir eitt sinn að keppa. Eftir leik er ég að fara, ég er á sokkunum og er á leiðinni niður í stiganum, tek eftir smá bleytu ofarlega í stiganum og er ekkert að kippa mér neitt upp við hana.
Stíg svo niður og í bleytuna, renn svo á rassinum alla leið niður á gólf, og sat þarna grátandi úr sársauka ( og viðbrögðum ).
Þar verðskuldaði ég einn risamarblett á vinstri rasskinn og vildi voða fáum sýna, enda ótrúlega óþægilegt.
En þarna var ég sko heppin að hafa ekki lent á rófubeininu, enda hefði ég líklegast rófubeinsbrotnað vegna fyrri hrakfalla minna.

Þegar ég var örugglega um 7-10 ára, fyrsta skipti sem ég hafði komið í Perluna svo ég muni. Þá hafði mamma keypt ís handa mér og við vorum á leiðinni niður í stiga. Ég var rosalega upptekin af þessum ótrúlega góða ís og var á einni af seinustu tröppunum að næstu hæð að neðan.
Ég datt niður og missti ísinn minn, og auðvitað fór litla stelpan að skæla, enda ísinn ónýtur og litlunni mjög brugðið.
Mamma var aðeins á undan mér í stiganum og auðvitað huggaði litla skinnið og þarna var líka kona sem var rosalega góð við mig. Hjálpaði mér upp og svona, gáði að mér. Ég man ekki eftir andlitinu, en ég vil þó þakka henni fyrir.

 Mörg höfum við nú upplifað það að týnast í stórverslunum. Ég var mjög móðursjúk og er reyndar enn ( en það er allt annað mál..). Þarna vorum við, í Blómaval eða Garðheimum, þið vitið hvar svarti páfagaukurinn er og var alltaf, sem flautaði á eftir fólki ( og líka ömmu mína meðaltaldna!Grin).
Ég hélt ég hafði týnst þar, og var með tárin í augunum, æddi út að leita að þáverandi bílnum hans hafa, silfurbláan RAV bíl. Alveg snöktandi gekk ég aftur inn, því leitina bar engan árangur.
Þá kom eldri kona til mín og spurði hvað amaði að, og ég lét hana vita að ég vissi ekki hvar fólkið mitt væri. Hún gekk með þessa litlu grátandi, rauðhærðu telpu smá spöl í búðinni.
Þarna var þá fólkið mitt, gat verið! Þau þökkuðu konunni fyrir og ég vil þakka henni núna.

 
En ég get endalaust talað um sjálfa mig, hvað sem það er, í alvöru talað!

Svo vil ég endilega segja ykkur frá því hvað ég er búin að vera að hlusta á síðustu vikur. Ég rakst á hana hérna á blogghringnum mínum,  Signý heitir sú stúlka, tónlistin hennar er ótrúlega góð!

En ég segi þetta gott í bili, puttarnir eru búnir að fá sýna útrás....LoL

KnúsHeart


Mig langar ekki, ég vil ekki, ég get ekki......

.. þessvegna ætla ég bara að skrifa um það jákvæða sem hefur gerst í dag og gær og skemmtilega....

Í gær fór ég eins og vanalega síðustu viku í vinnuna. Þar beið mín stafli af eldgömlum ( allavega að hluta til) myndum sem biðu spenntar eftir því að ég myndi skanna þær. Eftir einhverja stund fyrir hádegi fórum við Björg að þrífa styttur á Hóteltúninu, og bónuðum þær líka!
Töluðum um margt og mikið, svo söng hún líka smá úr laginu "Styttur bæjarins" fyrir mig....LoL

Styttur bæjarins - sem enginn nennir að horfa á

greyið stytturnar

aleinar - á stöllunum
 

Ég hitti svo mínar elskulegu gömlu myndir og bætti nokkrum inn í tölvuna, og reyndar vann ég aðeins framyfir tímann. Reyndar ætlaði ég bara að klára einn bunka, átti 13 umslög eftir og einmitt 13 mínútur eftir af vinnutímanum. Tvisvar lennti ég í því að fleiri en 10 myndir voru í umslaginu.
En í lok vikunnar er ég komin með 690 myndir og með því áframhaldandi þá á ég eftir að verða atvinnulaus snemma í sumar....W00t
Nei ég segi svona, ég held að mér verði útveguð önnur verkefni, enda dugleg!

Þið heyrið kannski seinna í kvöld í mér, er að fara yfir alskyns myndir.......GetLost

Knús til ykkarHeart

Pólitíkin, fréttir o.fl.

Nei sko, þarna gabbaði ég ykkur alveg í keng!LoL

Það sem skiptir þjóðina líka máli að vita......

Þá vil ég byrja á því að óska vinkonu minni Árdísi Drífu til hamingju með afmæliðGrin Heart

Ég er farin að kunna alltaf betur og betur við vinnuna mína og samstarfsliðið. Allir þarna eru mjög samheldir og hjálpast að með hitt og þetta tók ég eftir í dag. Í kaffitímum er spjallað um allt milli heima og geima, reyndar svo mikið meira en það.
VIÐ ( takið eftir því, ég er ekki að tala um sjálfa mig bara!) fólkið sem vinnum þarna saman erum öll á mjög mismunandi aldri, ég er þó yngst sem kemur reyndar engum á óvart. Ég ætla ekki að rugla neitt, en þó veit ég að eitthvað af fólkinu er vel yfir fimmtugt.
Í dag tókst mér að bæta vel inn í hópi myndanna sem ég á að skanna, og eru þær komnar hátt í 500 talsins, svo mikið er víst, frá mánudag. Reyndar í dag fórum við um kl. 11.00 nokkrar upp í Pakkhús að þrífa, þar þurfti ég sko að þrífa stóla, borð og klifra niður fyrir Bryndísi að ná í eina bjórdós sem þarna lá tóm.
Á morgun er vinna, auðvitað, þá ef gott veður er förum við Björg að ég held að þrífa minnisstyttu niður á Hótel túni fyrir 17. júní. Í næstu viku á ég síðan að fara í fuglaskoðun með krakkaskara!
Grin
Ég fór á ljósmyndanámskeið bæði í kvöld og í fyrrakvöld, lærði heilmargt enda ekki seinna vænna, nú fara að koma loksins almennilegar myndir frá mér!Tounge

En annars í dag ætlaði ég að laga til mynd í photoshop á meðan ég beið eftir Björgu, en svo kom hún þegar ég var búin að finna allt svo ég ætla að byrja upp á nýtt hérna, svo er það svefninn!



Knús á ykkur, ég skrifa betur á morgun til ykkar einhver falleg og vel vönduð orðHeart

Blogg EKKI bara um sjálfa mig...

Það er hægt að blogga um sjálfa sig, skrifa til vina og ættingja, blogga við frétt, blogga um vitleysu og blogga um stjórnmál og allt sem við tengist þeim.


Ég sendi e-mail til manns hér á moggablogginu og spurði út í forsíðubloggara, ég var kurteis og spurði hvort að ég mætti fylgja þeim hópi, einhvernvegin kemur maður sjálfum sér á forsíðu blaðana, en hvernig er spurningin.
Ég fékk ekki fullnægjandi svar, eða svo finnst mér.

Virðingarfyllst birti ég svarið frá honum/henni sem svaraði mér, og vonandi að ég geri það án þess að fá kæru eða eitthvað slíkt;

Í umræðuhópnum okkar, þ.e. hópi þeirra bloggara sem kalla má forsíðubloggara, eru bloggarar sem valdir eru eftir gæðum skrifa, þ.e. hversu vel þeir skrifa og hve títt og einnig litið til þess um hvað þeir skrifa. Skoðanir manna skipta ekki máli í þessu sambandi.


 Eins og ég segi virðingarfyllst, ég vill þessum manni vel, en bara ég er ekki sátt með þetta svar.

Eftir gæðum skrifa, þar gæti hann verið að gefa það í skyn að mín skrif séu ekki góð, og aftur gæti hann verið að gefa það í skyn með því að segja hversu vel þeir skrifa. Einnig litið til þess um hvað þeir skrifa, ef dæmi má gegna eru 85% færsla alltaf um eitthvað sem tengist stjórnmálum.
Ef ég tek bloggvinkonu mína Jónu Á. Gísladóttur sem er örugglega einnar best skrifandi hér á moggablogginu, þá skrifar hún alloft um sig og sína fjölskyldu. Það finnst mörgum gaman að lesa þetta, sumir hafa lúmskt gaman af því en hreyta einhverjum skítaorðum um hana.
Hún af og til bloggar um frétt, en ekkert rosalega oft. Ég hef alls ekkert á móti henni Jónu minni, þótt ég skrifi eins og ég sé eitthvað afbrýðissöm.

Annað gott dæmi má nefna hana Laufey Ólafsdóttur sem vill svo skemmtilega til að er frænka mín og með góða rithönd. Hún skrifar meira sitt á hvað, tónlist, hvernig gengur í vinnunni hjá henni og líka um dæturnar. Hún er þó heldur löt að blogga, (skamm þú, Laufey!LoL), og þar er dæmi um "títt"-ið sem hann/hún talar um.

Ég get svo gefið dæmi um allskonar bloggara, en mér langar ekkert til þess og kem með endann á póstinum sem ég fékk.


Mér sýnist þú helst skrifa um sjálfa þig, sem er gott og blessað og margt skemmtilegt að lesa á bloggi þínu, en ekki sýnist mér það eiga erindi í þjóðmálaumræðu.

 

 Ég yrði þá ekki sú fyrsta sem myndi birta bloggin mín svoleiðis, innsæi í allskonar heima eiga heima á forsíðu moggabloggsins, en þar er innsæi til foreldra einhverfs barns, eitthvað sem tengist pólitík, pólitík og pólitíkusar...
En ég þakka þó fyrir það, en ég er ekki alveg sammála að það eigi ekki erindi í þjóðmálaumræðu, hér er innsæi í líf unglings, sem er ekki alveg eins og þessir týpísku unglingar sem þjóðin sér liggur við bara. Ósköp óvenjuleg stelpa úti á landi sem vill vera framtíð Íslands, en á í erfiðleikum með það vegna þess hver margir neita að taka þátt í því.

Takk fyrir mig!

Knús á ykkur sem eru ekki óvinir mínir og eruð ekki vondu kagglarnirCryingHeart


Ekta skrifstofudjobb!

Ég get nú sagt ykkur það, að vinna á skrifstofu getur nú ekki verið svo erfitt, ég myndi reyndar örugglega sofna þrisvar sinnum fram á lyklaborðið, en það er allt annar handleggur.
Það sem ég hef verið að gera núna í dag og gær er ekki beinlínis sniðugt á sumrin, en betra en ekki neitt, þetta er kannski ekki þetta týpíska "skrifstofudjobb". Enda er ég nú bara á 15 ári og á kannski eftir að kynnast því síðar.
En ég er farin að þekkja vinnuumhverfið mitt sem ég mun áreiðanlega sitja við í sumar, allavega eitthvað meir, eins og ilina á mér, já við erum nefnilega ágætis vinkonur við ilin mín, vinstri.
En ef ég kem með grófa lýsingu á því við hvað ég vinn þá er þetta og gerist nákvæmlega svona;

Sæki kassann sem ég set nokkur umslög í, geng með hann að skrifstofuborðinu sem er ljósbrúnt eða svona týpískt skrifstofuborð bara. Legg kassann niður vinstra megin við tölvuskjáinn og lyklaborðið, myndirnar eru í hægra horninu á kassanum lengra frá mér. Ég tek umslag, opna það, tek myndina úr og þetta er svona eins og í lukkupotti, af hverju myndin skildi nú vera í þetta skiptið. Færi bláa stólinn og held í myndina eins og fjarsjóðskort, opna skannarann og legg niður myndina, hægra megin efst í hornið og færi mig við skjáinn og lyklaborðið.
Þá er komið að því að ýta á takkann ; SCAN, þegar myndin er komin inn breyti ég gæðunum í 300 og ýti á PREVIEW. Myndin kemur upp aftur og af og til kemur einhver furðulegur litur á hana svo ég ýti á PREVIEW aftur, merkilegt nokkuð. Eftir það laga ég kassann um myndina sem "kroppar" hana. Ýti á ACCEPT og breyti myndinni yfir í JPEG, og skrifa t.d. 1993-4-13, sem þýðir; árið sem myndin er gefin, númer gefanda og númer myndar frá honum.
Svo byrjar þetta allt upp á nýtt, frá umslaginu þ.e.a.s.

Kaldhæðnislegt held ég, en þetta er bara svona. " The real skrifstofu DJOBB ".

En það er alltaf gaman að sjá myndirnar, sumar frá 1930 og fleira, ótrúlegt alveg hreint hvað bros gat verið ósmitandi. Örugglega af þessum 241 mynd sem ég hef skannað inn á þessum tveimur dögum ( það tekur sko aldeilis sinn tíma..) þá hef ég séð bara 1/19 af myndum af fólki, sem það brosir, eða lyftir rétt upp munnvikunum.
Svo sé ég að fólk sem er með mjög blá og tær augu eiga ekki að láta mynda sig svarthvít, þá er eins og þau séu draugar, þannig var einn maður...Whistling

En því ég var orðin rangeygð af þreytu í morgun og dag þegar ég var að vinna þá er mér hollast að fara að hvíla mig, ég er komin með hausverk og svona fínleg heit!

Knús til ykkarHeart

E.s. Ég mæli eindregið með því að þegar kemur steypiregn að allir skelli sér í íþróttafötin sín og finni flott drullusvað og renni sér, helst með grasi á líka, prófið að renna ykkur á maganum!
Það er mögnuð tilfinning að halda að maður sé þvottapoki......

Fyrsti vinnudagur sumarsins liðinn...

Í gærkvöldi átti ég mjög erfitt með að festa svefn, hann Óli vinur minn Lokbrá hafði varla tíma til að reyna að hjálpa mér í vandræðum mínum.
En ég vaknaði eldhress tilbúin í slaginn, sama hvað veðrinu stóð, ég hlakkaði bara til að byrja að vinna, en þó með pínu hnút í maganum yfir nýju vinnu umhverfi.
Og þó, það var tekið vel á móti mér og sýnt mér eitt og annað, svo hófst ég handa og byrjaði að skanna inn myndir, gamlar myndir, allar teknar fyrir 40-60 árum svo ég viti. Fjölskyldumyndir, brjóstmyndir, náttúrumyndir og gamlar bæjamyndir. Samfélagið hefur mikið breyst og húsin með, tæknin er allt önnur og vegirnir betri.
Ég skannaði inn yfir 100 myndir, og það er erfiðara en að segja það skal ég segja ykkur!
Var líka mestallan tíman ein eftir hádegi, svaraði símanum og svona, nýbyrjuð og vissi ekki neitt um neitt...Blush Whistling
En ég hlakka bara til morgundagsins, og allt stress er horfið í bak og burt, svo kemur Björg sem er yfirmaðurinn minn held ég á miðvikudaginn og þá fæ ég betur að vita hvað ég á að gera.

KnúsHeart

Afsakið..

..Ég vil taka það fram að síðasta færsla var meira sögð í gríni heldur en alvöru!

En á morgun byrjar nýja vinnan mín, ég hlakka ótrúlega til að byrja. Held ekki svefni yfir þessu öllu saman, veit ekki hvernig ég lifi það af á morgun ef ég næ ekki að sofna í kvöld!

En í framhaldi af síðustu færslu vil ég tala um hana Hallgerði bloggvinkonu mína, hún er fín sú kona, þið þurfið ekki að efa það.
Fyrir svolitlu benti hún mér á þrjár bækur til lestrar, Veröld Soffíu, Íslandsklukkan og heimur Veroniku. Ég bað pabba um að fara út í bókasafn og biðja um eina af fyrrnefndum bókum, Veröld Soffíu. Ég er byrjuð að lesa hana og hún kemur mér sífellt á óvart, þarna benti hún vinkona mín, Hallgerður, mér á bók sem gæti af og til verið skrifuð upp eftir hugsunum mínum.
Á timapunktum verð ég bara hrædd við að lesa þessa bók!


Finnst ykkur ekki skrítið, þegar við lesum, eru sumir með svo sterkt ímyndunarafl að þeir búa bara til myndina í huganum. Svoleiðis er ég og það er eins og ég sé að lesa upp úr myndasögubók, eða að það birtast myndir í sjónvarpinu og rödd segir frá.
Svona erum við ólík....


Knús á ykkurHeart

,, Blöskrar þér ? ''....

... spurði Hallgerður bloggvina mín í nýjustu færslunni hjá sér.

Ójá, mér blöskraði, skal ég segja ykkur!
Þegar ég spurði mömmu mína fyrir einhverjum vikum hvort ég mætti ekki fara og hitta konurnar í ljósmyndagrúbbunni (það orð er víst ekki til hjá púkanum, kemur frekar ljósmyndagribbunniW00t ) Konur og Ljósmyndir / Photos by Icelandic woman, þá lét hún mig vita að þær myndu kannski klæmast ( segja dónabrandara ).
Auðvitað hefði ég nú alveg hlegið af þeim, enda þrælvön þeim frá ættingjunum úr föðurættW00t ..

En ég get sagt ykkur það ef mér bæðist til að hitta nokkrar af bloggvinkonum mínum einhverja ferðina í bæinn, þá myndi ég efast til að byrja með, útaf því að sumar geta verið hrikalegar þegar kemur að því að klæmast. Nema ef þær eru kannski feimnar eins og ég, ekki með tölvuna frammi fyrir mér.


Annars að deginum í dag, þá tók ég þátt í kvennahlaupinu í ár, já þið heyrðuð rétt. Langt síðan ég tók þátt í því síðast, annað skiptið á minni lífsævi. Mætingin var bara ágæt, betri en síðustu ár að ég held þó. Við mættum nokkrar úr meistaraflokk Sindra til að auglýsa leikinn. Við gerðumst svo hrikalega sniðugar að taka öfugan hring og mæta öllum og segja þeim frá leiknumGrin !
En Sindrastúlkurnar tóku á móti Völsungi sem var spáð tveimur efstu sætunum í deildinni eftir sumarið, og skemmtilega má segja frá því að okkur Sindraskvísum var spáð því neðsta.
Kraftaverkin gerðust ekki, heldur var það viljinn sem var að verki í þessum leik, Sindraskvísur voru 1-0 yfir í hálfleik og var það Jóna Benný með óverjandi skot ( Mig langar til að kalla hana fallbyssu, en ég veit ekki hvort að einhverjir misskilji orðaval mitt þá, en hún er örugglega ein besta kvenskyttan í Íslandssögunni. Hennar skot gætu handleggsbrotið mannCrying !) og þegar 10 mín. voru eftir af leiknum jöfnuðu Völsungstúlkurnar, en okkar stelpur gerðu betur og kom Heba með þvílík tilþrif og kom boltanum inn í markið! Svo lokastaðan var 2-1 fyrir stelpunum sem var spáð neðsta sætinu, og þvílík gleði sem var á vellinum og í kringum hann, ég hékk á flautunni hjá Ástu Steinunni! Aðeins að bípa á bæði liðin....W00t

Ég verð svo að bæta því við að ég er farin að sakna Rocky Horror sýninganna óaðfinnanlega mikið, er með diskinn í gangi og langar til að missa mig bara í söng..

Knús á ykkuuuurHeart

Að hafa fordóma gegn rauðhærðu fólki...

Allir hafa fordóma gegn einhverju, einhverjum eða bara mjög mörgu. Þó við vitum ekki og neitum því kannski í sjálfu sér, þegar maður er að því spurður.
Þar sem ég er rauðhærð hef ég alls enga fordóma gegn rauðhærðu fólki, finnst þó minn rauði litur fallegri en þessi og hinir, en þeir þó líka fallegir. Að hafa fordóma gegn rauðhærðu fólki má líkja við að hafa fordóma gegn fólki undir 1.60 á hæð, í alvöru talað!

Öll erum við hæfilega sérstök, og sum okkar pínlega sérstök og þykjast allt of merkileg fyrir hitt og þetta. Ég er t.d. allt of merkileg til að lita á mér hárið öðrum lit, það kemur hreint ekki til greina.
Ég er búin að vera að staulast um á google.is að gúgla upp rauðhært fólk, eða þið vitið um rauðhærða.

Tek sem dæmi af Hugi.is í einhverjum spjallþræðinum;

rauðhært fólk er ekkert slæmt fólk, þau eru bara öðruvísi, lifa frá sólinni, og eru ekki mörg fræg 

Þetta mannsbarn gefur það í skin að við sem rauðhærð erum, séum "bara öðruvísi", hvað er aðilinn að meina með því? Að lifa frá sólinni, I don't get it. Ég get nefnt einhverja rauðhærða fræga t.d. Nicole Kidman, elskulega hrakfallabálkinn okkar hana Lindsay Lohan sem mér finnst nú bara mjög góð leikkona þegar hún heldur sér þægri og Drew Barrymore lætur rauða litinn oft fylgja með sér.
http://artfiles.art.com/images/-/Drew-Barrymore-Photograph-C10048421.jpeg http://img2.timeinc.net/people/i/2006/celebdatabase/nicolekidman/nicole_kidman1_300_400.jpg http://img2.timeinc.net/people/i/2006/celebdatabase/lindsaylohan/lindsay_lohan1ALT_300_400.jpg

Þrjár glæsipíur, við getum nú ekki sætt okkur við annað, hver önnur betri leikkona, ég meina það, hver man ekki eftir Charlies Angels, Golden Compass og Freaky Friday??
Reyndar man ég nú ekki eftir Golden Compass, Rafn sagði mér frá henni, ég er ferleg í myndum, en ég man þessi þrjú nöfn sterklega!
Svo má ekki gleyma þeirri íslensku sem ég veit um og margir aðrir landsmenn, Sólveig Arnarsdóttir sem hefur leikið í svo mörgum íslenskum myndum að ég nenni alls ekki að telja þær upp. Ótrúlega skemmtileg leikkona þar á ferð!

Svo er hérna annað dæmi;

það er rétt rauðhært fólk er ekki slæmt fólk... því rauðhært fólk er alsekki fólk.

Þetta finnst mér ótrúlega illa sagt, ég sem hélt ég væri mennsk, hvað get ég þá annars verið??

Mér var sagt að það gæti verið erfitt fyrir mig að verða leikkona vegna háralits míns, það er með eindæmum ótrúlega fordómafullt ef svo er.
Ef fólk vill eyðileggja drauma annarra, með því að dæma það frá leiklist vegna þess að það hefur rautt hár, þá má það reyna að stoppa mig núna, því þá fá þau sem vilja gera það svoleiðis, fá það svo margfalt til baka!
Ég ætlaði að kíkja á leiklistanámskeið, en því miður hentar það engan veginn með fótboltanum, eða þið skiljið, staðsett í Reykjavík. En ég skal sko sannarlega næstum lofa ykkur því að þið munið sjá mig einhverstaðar á sviði í framtíðinni, og þá vonandi í leiklist!

Ég fékk ef ég skildi rétt starfið sem mig langaði rosalega, ég veit samt ekki alveg hvað fellst í því, en mér skildist svo ekki misskilja ef ég þarf kannski að leiðrétta mig, að ég muni vera að finna gamlar myndir og ljósrita, vinna held ég eitthvað í photoshop og fara í ferðir með krökkum, í lúruveiðar og fuglaskoðanir og þessháttar!Grin
Verð örugglega staðsett í Menningarmiðstöðinni hérna svo ég viti allavega, allt kemur í ljós betur með tímanum!


Nú segi ég bless, knúsHeart

Aldrei fæ ég mér kríu!

Góða kvöldið kæru hálsar og bloggvinir.

Í dag hafði ég það gott heima, enda komin í frí sem er þó heldur stutt, vinna á mánudaginn.
Ég tók mig til og málaði, því þetta hafði setið í hausnum á mér frá því ég vaknaði, svo ég varð að mála þennan fallega engil, læt ekki fylgja sagan á bakvið hann, hversvegna mig langaði til að mála hann.

En um klukkan 18.00 fórum við pabbi af stað ásamt fleiri af fólki út um allar trissur hér innan sýslunnar í þeim tilgangi að taka til á vegarköntum. Mér og Kristjönu var hent út við Hólmsá og þurftum við að labba aðeins suður.
Í fyrstu virtist þetta ætla að verða snögg og fín ferð, en þegar flugurnar fóru að uppgötva mann var tilfinningin eins og það væru fullt af stríðnispúkum í kringum mig, eins og að vera lögð í einelti af flugum einum talsins!
Ég stökk einu sinni út í mýri og sé svo sannarlega eftir því, enda er mér enn ískalt á vinstri fæti....Angry
Þegar fór að rigna fækkaði flugunum og ég bað í alvöru talað til Guðs um að láta koma hellidembu sem kom bara ekki neitt, nokkrir dropar þó til viðbótar, kæfði einhverjar flugurnar.
Á tímapunkti á meðan ég barðist við flugurnar og blótaði þeim í sand og ösku var ég við það að grenja úr pirringi, enda ótrúlega langt síðan þessar flugur hafi verið að abbast eitthvað upp á mig.
Það sem er ekki frásögu færandi í þessari sögu er það þegar kríurnar gerðu vart við sig, þá fyrst var ég hrædd. Ég hljóp um öskrandi og blótaði þeim eins og þær hefðu gert mér eitthvað verulega mikið. Lét þær vita að ég hataði þær, en þá komu þær bara nær og þá tók ég orð mín til baka og sagðist elska þær... stuttu seinna var ég farin að öskra mér til varnar.
Ef maður vill komast í form þá er bara að vera innan um kríur, hlaupandi undan þeim eins og andskotinn sé á eftir manni! Nema að maður vilji hafa hann á eftir sér, hver veit..

Svo var bjargað okkur og leið okkar lá í Suðursveitina og sátum við í bílnum og af og til stökk ég út til að ná í drasl. Annars var einn pabbinn helvíti duglegur við það!
Í eitt skiptið var laus hestur utan girðingar og ég vildi endilega fara að klappa honum og taka upp eitthvað drasl sem var þarna rétt hjá honum. Ég kallaði hoho á hestinn og skokkaði niður til hans, og viti menn sá var sko hræddur!! Hann bara spretti úr sporunum inn á sitt svæði, og ég sem hélt ég væri aðeins meira aðlaðandi en þetta...

En síðan var keyrt heim!

Vil endilega bæta við einni sögu sem örugglega einhverjir hafa heyrt áður.

Í Grímsnesinu í bústaðnum hjá afa og ömmu vorum við oft í heimsókn hér áður fyrr á sumrin. Það er mikið um mýflugur í kringum allan gróðurinn og voru ( og eru kannski enn ) til flugunet með hatti ofaná til að vera með úti. Ég var komin með leið á þessu blessaða neti og tók það af mér, þá var ég spurð hvort að ég vildi ekki hafa það útaf flugunum. Þá gerðist ég svo djörf og sagði sko bara á móti;
Ég ÉT þær þá bara!

Ef ég væri enn svo ung hefði ég áreiðanlega gert það bara í þessari ferð!

Góða nóttSmile Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband