Færsluflokkur: Bloggar

Neyðarkall frá Sri Lanka!

Ég á að vera að skrifa uppkast að ritgerð, en hvað um það.

Ég á vinkonur sem búa á Sri Lanka, þær eru systur, önnur er tveimur árum yngri en ég, en hin er að verða 21.

Fyrir íslenskutíma í dag var ég á Facebook og eldri systirin var farin að tala við mig og biðja mig um að reyna að koma þessu á framfæri. Að 75% af Srí Lanka búum væru ekki ánægðir með forseta sinn, og hreinlega bara hræddir við hann.

Þetta er m.a. það sem hún hefur sent mér;


General's security totally withdrawn. his life is in a big risk. For those who in Colombo or near to Colombo, pls Come in front of the lake house immediately....

Army genaral Mr. Sarath Fonseka, still stuck in the hotel, no one to help him, coz he knows da truth.

Hún nefnir einnig að engin þjóð viti sannleikann um það að kosningarnar á forsetanum voru alfarið svindl.

Ég veit ekki hvernig þessi mál standa og verð að vera hreinskilin að ég veit bara ekkert um þetta nema það sem hún hefur sagt mér. Við vorum fyrst til að koma til Haítí að hjálpa til þar. Við getum líka verið dugleg að veifa þessu fyrir framan Bandaríkin og reyna að koma þessum skilaboðum til þeirra, allavega bað vinkona mín um að það yrði gert, að þau gætu gripið inní.

Þarf að gefa mér tíma til að leita að fréttum og svoleiðis, mér líst ekkert á þetta frá þessu sjónarhorni litið!

Ég, um mig, frá mér, til mín..

Ég er léleg, virkilega léleg í stærðfræði, en náði þó 103 áfanganum með 6 í meðaleinkunn í fyrra. Ég er einnig virkilega léleg í dönsku, þó svo að ég sé farin aðeins að skilja tungumálið, þá mun ég aldrei skilja talaða dönsku. Íslensk málfræði vefst virkilega fyrir mér og eins oft og henni hefur verið hamrað í hausinn á mér, næ ég henni aldrei. Ég er ekki góð í að tala ensku né hafa það sem ég skrifa í réttum tíðum og föllum. Ég kann einföldustu útreikningana í stærðfræði, ásamt prósentureikningi (mér þykir hann einmitt rosalega skemmtilegur!!) og einhverju sem ég man ekki hvað er.
Spænska virkar skemmtilega á mig, enda nýbyrjuð að læra, flókin en ekki svo flókin að ekki er hægt að læra hana. Saga finnst mér skemmtileg, ef að hægt er að fara hægar í efnið, svo finnst mér íslensk saga upp úr 1900 æðisleg (var alltaf með 9-10 á þeim prófum í 10. bekk).

Ég heyrði fyrsta "slúðrið" um mig í langan tíma í fyrradag, fannst það rosalega skemmtilegt! Mig langar bara að segja til þeirra Hornfirðinga sem halda það, þá er ég (því miður) ekki að gefa út bók, ef þetta hefu dreifst eitthvað útum sýsluna. En mig langar það.

Sumir hafa fengið bréf frá mér, sent með póstinum, það þykir mér gaman, og að fá sendan póst til mín hvort sem það er bíl, flug eða netleiðis finnst mér alltaf gaman að svara til baka. Eða svona, oftast.

Ég er lesblind eins og stendur greinilega hér til vinstri í höfundaboxinu. Ég var að læra í Sögu 203 tíma í fyrradag, og stóð sjálfa mig að verkum. Ég las og skrifaði í svörum Sardínuríki og fannst ekkert skrýtið við það, enda oft skrýtin nöfn í Sögu. T.d. má nefna Prússland, sem var og hét, en nú er það oftast þekkt sem Þýskaland í daglegu tali ef ég man rétt. Nei, þá var þetta Saridínuríki, og ég hló með sjálfri mér og benti Rafni á það hve rugluð ég get stundum verið. Sama dag reiknaði ég einmitt vitlaust í huganum líka, hef aldrei verið góð í hugarreikningi... 14/2 = 8.

Nei það er 7, stundum virkar hausinn á mér bara ekki..

Þegar ég verð stór ætla ég að verða fræg - JÁ, fyrir að vera asnaleg og glötuð.. OG barnsleg og athyglissjúk. Tounge

Íslensk/Róslínsk orðabók
asnaleg,heimskuleg / er eins og maður sjálfur vill vera (ekki láta samfélagið móta sig)
glataður sem á sér ekki viðreisnar von; dæmdur til útskúfunar / dæmd til þess að vera ekki eins og allir aðrir í fasi og klæðnaði og útskúfuð af staðaltýpum.. (þetta síðasta er djók, finnst endilega eins og manneskjan sem sagði þetta við mig í kommentum sé staðaltýpa því að henni er greinilega ekki sama að ég skuli ekki vera eins og allir aðrir)
barnslegur, saklaus, hrekklaus / jú, ég samþykki orðabókina, en vil bæta því við að sá er barnslegur sem heldur í barnið í sér.
Athyglissýki, engin útskýring á því / að vilja koma sér á framfæri.

Endilega látið ljós ykkar skína hvað varðar þessi fjögur orð, mér þykir þau nú bara henta mér ansi vel!
(Og já, mér finnst gaman að tönglast á þessu, enda hef ég ekki heyrt frá manneskjunni síðan ég fékk þetta flotta komment, en hef þó IP töluna mér til halds og trausts!) 


Kreppuráð nr. 2 - fyrir nemendur og foreldra þeirra

Kannist þið við að brauðið mygli, hálfur brauðpoki ónýtur, áleggin á heimilinu fara að segja til sín og ávextirnir farnir að taka lit?

Jújú, það var alþekkt á mínu heimili þangað til að ég átti ekki pening til þess að kaupa mér mat í hádeginu í skólanum (og ef þið hugsið eitthvað mjög heimskulegt eins og; þá bara í morgunmat? þá er ég að sjálfsögðu að tala um yfir allan daginn). Í stað þess að fá pening hjá mömmu og pabba þá plata ég mömmu til þess að útbúa samlokur handa mér með í nesti. Ég er B-manneskja og sef alveg fram á ystu nöf og mæti alltaf með baugu í skólann því að ég á svo erfitt með að vakna, þessvegna fær mamma að smyrja.

Þetta er mjög hagstætt því matur fer síður til spillis og það er frekar gróði heldur en tap. Það er alltaf tap þegar maður þarf að henda mat, það vita nú flest allir.

Brauð með epli er mjög gott, sömuleiðis með banana! Ég mæli með svoleiðis, þó er alltaf léttast að fá bara spæjó með, minna vesen að kljást við það á morgnana heldur en að skera epli og banana.

Það er jú kreppa, nýtum allt úr ískápnum og skápunum! Smile

P.s. Ég vissi að ég gæti haldið þessum lið í blogginu aðeins á lofti..

P.p.s. Rafn á afmæli á laugardaginn (16. janúar), hann verður hvorki meira né minna en 17 ára! Til hamingju með það elsku besti Rafninn minn HeartKissingInLove!!

P.p.p.s. Þá vil ég taka það fram að þessi liður í blogginu, "kreppuráð", er bara til gamans og enginn þarf að taka mig alvarlega hvað hann varðar.


Áhugamál unglingsins - ljósmyndir..

Það getur vel verið að ég sé bara barnalegur athyglissjúkur montrass, en þá er ég líka barnalegur athyglissjúkur montrass sem á sér heldur mörg áhugamál. Skóli er því miður ekki meðal þeirra, allavega ekki bækur um eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja og finnst hreint út sagt leiðinlegt. Á hrikalega erfitt með að einbeita mér að einhverju leiðinlegu.

Eins og margir vita þá langar mig mest til þess að verða leikkona þegar ég verð eldri, og stefni eins og ég get að því. Ég æfi líka á trommur, ég reyni eins og ég get að spila á trommusettið og held að mér fari fram, ég á líka ukulele gítar, ég mála þegar eitthvað svoleiðs dettur í hausinn á mér, skrifa ef ég þarf að losna við eitthvað, t.d. pirring. Mér þykir ógeðslega gaman að vera uppi á sviði og leika, það er svo krefjandi og ég vill að fólk verði sátt með að hafa eytt peningi og tíma í að horfa á leiksýningar. Ég elska skemmtilega fólkið í kringum mig, fjölskylduna, kærastann, vinina og fólkið í kring.

Ég get líka skemmt sjálfri mér, ruglað fólki saman og verið voða kjánaleg, tókst meðal annars að segja Rafni að Friðrik Þór, sem var hjá Loga hefði leikið í Merrild auglýsingunni og maður sem kom aðeins fyrir í Dumb and Dumber hafði leikið líka í Charlies angels.

En nú ætla ég að taka fyrir í þessu bloggi, áhugamál sem ég er af og til dugleg að rækta, en það er að taka ljósmyndir. Ég ætla að sýna ykkur vinsælustu myndirnar mínar og uppáhalds myndirnar mínar, sem ég hef tekið.

Þetta var fyrsta myndin mín sem ég var VIRKILEGA sátt með og fólk var greinilega sammála, næstvinsælasta myndin mín;

 

 Þessi er í miklu uppáhaldi, tekin hjá Horni, eða þar rétt hjá, fór með vinkonu minni, henni Yrsu að taka myndir af henni;

Yrsa by you.


Þessi er tekin í Óslandi;

15/365 by you.


Lubbi minn er alltaf í miklu uppáhaldi, og þetta er ein af fáum myndum sem ég er mjög ánægð með hann á, hann myndast ekkert vel annars greyið!

Lubbi við Bergárfoss by you.


Önnur sólarlagsmynd sem mér þykir vænt um;

Í fjörunni á Hornafirði by you.


Önnur sem mér þykir voða vænt um, vinkona mín hún Bjarney bað mig um að taka myndir af sér á hestbaki, hér er hún með Erpi;

Bjarney og Erpur by you.


Þessi er tekin uppí Lóni, á fisheye linsu;

8/365 by you.


Ég fór í Grasagarðinn með Konum og ljósmyndum í hitt í fyrra, við tókum líka myndir af fuglum;

hide and seek by you.

Mynd sem tengist önnu áhugamáli;

let me hear the bass by you.


Svo getið þið endilega skoðað fleiri myndir á; www.flickr.com/roslinv


Ég ætlaði út að taka myndir í dag, beið endalaust eftir mömmu svo við gætum keyrt einhvert, en þegar hún kom heim þá var búið að dimma svo rosalega. Ég hefði annars getað keyrt okkur, enda með æfingaleyfi!

Eigið góða viku!

Bréfaskipti stjórnarinnar við almenning..

Ég hef í tvígang sent Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra póst, í bæði skiptin fékk ég svar, ólíkt hinum 10 ára Rúnari Frey sem hefur í þrígang sent Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni bréf, og ekkert svar fengið. Á sínum tíma sendi ég einnig f. Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir í tvígang, hún svaraði báðum bréfunum.

Það kom mér stórkostlega á óvart svarið frá Katrínu J. í fyrra skiptið, hún svaraði mér af mikilli nákvæmni og ég fékk upplýsingar sem ég hef ekki séð annarsstaðar áður um það hvernig þarf að spara í landinu.
Einnig sendi ég henni skilaboð á samskiptavefnum Facebook þegar ég var í 10. bekk hvað varðaði samræmdu prófin, eins og allir vita voru þau felld niður hjá 10. bekk í fyrra og lenti það svoleiðis á að ég var ein af þeim heppnu sem þurfti ekki að naga mig í handarbökin yfir einu stóru prófi, heldur þurfti að leggja mig fram alla önnina í minni próf. Mun þægilegra.

Ekki þarf mikið til þess að fólk verði ánægt með bréfaskipti, ef t.d. forsætisráðherra og fjármálaráðherra myndu svara mótmælabréfi Rúnars í stuttu máli, verður ekkert mál úr þessu gert. Þó fólk æsi sig ýmist yfir því að ef þau myndu svara honum og hvers vegna þau svari honum ekki, þá er það ágætt fyrir drenginn að fá svar - það er jú það sem hann vill.

Persónulega finnst mér það brúa bilið til hlýtar milli almennings og stjórnar ef það er hægt að hafa mannleg samskipti. Það friðar til innan landsins og ljótu orðin verða síður látin falla.

Í amstri dagsins - draumar/martraðir...

Ég er ekki berdreymin, og þakka kærlega fyrir það þar sem ég er nógu stressuð manneskja fyrir. En tvisvar hefur mig dreymt einhverskonar heimsókn frá liðnum ættingjum, í fyrra skipti birtist mér langamma mín heitin, Sveinborg Jónsdóttir, og það var allt svo bjart og fallegt í kringum hana, dreymdi þann draum 2007, fann hann skrifaðan og skal leyfa ykkur að sjá;

Draumurinn var um það að ég hitti langömmu og varð svo ánægð, hljóp til hennar og faðmaði. Ég gekk með mömmu og langömmu, við gengum hjá frystihúsi og þar vorum við allt í einu komnar inní hús og þar var skip á floti. Allt í einu vorum við mamma bara hjá afa ( sonur langömmu) og þar fór ég að tala um að hún hefði horfið í dálítinn tíma og birst svo aftur og þá fór afi eitthvað í burtu og mamma var eitthvað að tala við mig um að þetta væri veikt mál. Svo í draumnum á endanum var ég að hugsa útaf hverju langamma hefði dáið og vaknað svo aftur til lífssins eftir nokkurn tíma og svo dáið aftur. ( Sem gerðist ekki í alvöru)

Hann er orðréttur frá árinu 2007, tvö og hálft ár síðan.

Seinni drauminn dreymdi mig í fyrra, um frænku sem var nýfallin frá og ég hitti hana í draumnum, og það sem mér fannst svo sérkennilegt var það að hún sagðist verða að fara að leggja sig. Fer ekki nánar út í þann draum nema fyrir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um hann.

Ég var í bæði skiptin mjög ánægð þegar ég vaknaði að hafa hitt þessar tvær góðu konur í draumi, og vona svo sannarlega að ég muni hitta þær aftur þar.

Fann þetta á Draumur.is undir Dauðinn:

Að dreyma látinn ættingja eða náinn ættingja og spjalla við hann getur verið tákn um að þú þurfir að takast á við vissa hluti úr einkalífinu sem gætu orðið sárir. Þó fer það nokkuð eftir orðum hins látna eða nafni hans.

En þá langar mig einnig að segja frá draumum sem eru eiginlega bara martraðir, ég hef oft, alltof alltof oft undanfarið eitt og hálft ár dreymt ýmist það að ég sé að rífa útúr með tennur eða að ég bíti svo fast að tennurnar brotni og ég hræki þeim í lofan á mér hálfum. Mig er farið að dreyma þetta svo oft að ég get vaknað uppúr drauminum sjálf og athugað eftir að hafa athugað í drauminum hvort að tennurnar séu ekki allar heilar og enn uppi í mér.

Í gærmorgun vaknaði ég um 7 vegna þess að mig dreymdi akkúrat að ég hafi bitið svo fast saman að tennurnar brotnuðu vinstra megin niðri, aftari tennurnar. Í nótt vaknaði ég um 5 vegna þess að mig hafði dreymt að ég hafi rifið fremsta jaxlinn og þriðja úr mér, það blæddi ekki úr gómnum né neitt, og svo var ég að athuga með tungunni og þá fann ég bara góminn en svo vaknaði ég og athugaði betur. Í gær gat ég ekki sofnað aftur en lá uppi í rúmi þangað til hálf 8, en sem betur fer tókst mér að sofna í morgun.

Mig hefur dreymt svipaða drauma örugglega yfir 20-30 sinnum síðastliðið eitt og hálft ár. Og ég fann þetta á Draumur.is:

Tennur

Hvítar, fallegar tennur í munni þínum eru fyrir hamingju og góðri stöðu. Séu tennur þínar mjög misstórar og óeðlilegt bil á milli þeirra, boðar það ágreining og deilur. Að missa tönn er fyrir vinamissi og ef blæðir eftir tannmissi eða þú sérð eftir tönninni er það fyrir ástvinamissi. Séu tennur þínar lausar merkir það veikindi. Að hitta einhvern með gervitennur er fyrir nýjum vinum, ef þær eru hvítar og fallegar reynast vinirnir traustir.



Mig vantar betri upplýsingar um þessa drauma, þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér eitthvað.


Annars eru jól í Eþíópíu í dag, ætla því að deila hér með ykkur heimasíðu hljómsveitar sem eþíópískur heimshornaflakkari sem ég þekki ágætlega er meðlimur í. Hann bað mig um að safna fyrir sig íslenskum aðdáendum! Svo ef þið hafið brennandi áhuga á tónlist, þá er hér eitthvað sem þið heyrið ekki á hverjum degi.. gjöriði svo vel og góða helgi!Smile

http://4epeople.tumblr.com/


Skattborgarinn og þjóðin

Ef ég skildi allt og allt rétt, þá verðum við í minnst 40 ár að borga Icesave samkvæmt lögunum sem þingmenn settu fram, og 33 samþykktu en 30 samþykktu ekki, ef ég man rétt.

Þegar ég er í vinnu, t.d. á sumrin eins og ég hef gert síðan árið 2007, þá hlaut ég góðs af árið 2007 og 2008. Í byrjun árs 2009 fékk ég ásamt öllum öðrum sem fæddir eru árið 1993 sent skattkort, einhvern miða sem er og heitir persónuafsláttur. Sumarið 2009 fékk ég laun án þess að þurfa að borga í skatt, vegna þess hve mikinn persónuafslátt ég hafði unnið mér inn vegna þess að ég vann ekkert með skólanum nema í nánast tvær vikur. Það er líka ágætt að taka það fram að ég hef ekki verið með há laun í sumarstörfum mínum, enda voru það bæjarvinnulaun. Ég vann svo með skólanum þegar humarvertíð var og mig minnir alveg örugglega að ég hafi notað persónuafsláttinn.

 Í lögfræðislögum nr. 71/1997 má finna þetta;

 
I. kafli. Lögræði.
Lögræði.
1. gr. 1. Lögráða verða menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða.
2. Nú stofnar maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, til hjúskapar, og er hann þá lögráða upp frá því.
Sjálfræði.
2. gr. Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Fjárræði.
3. gr. Fjárráða maður ræður einn fé sínu, nema lög mæli á annan veg.


Það sem ég er hér að segja, er að ég er ekki fjárráða, hversvegna er ég skuldbundin til að greiða skatt þegar ég er búin með persónuafsláttinn minn, án þess að vera fjárráða?
Mamma og pabbi geta tekið af mér peningana og sagt að ég megi ekki nota þá, en hvers vegna getur ríkið tekið af skatt af launum sem ég er að t.d. safna mér til að eiga í framtíðinni?

Í lögum um tekjuskatt er þetta að finna
;

6. gr. Barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, er ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna (þar með taldir kjörforeldrar, stjúpforeldrar, fósturforeldrar). Þó skulu þær tekjur barns sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. skattlagðar sérstaklega.
 Ég var innan 16 ára aldurs í sumar, og var því samkvæmt þessum lögum ekki sjálfstæður skattaðili, þar sem ég á afmæli 20. ágúst og ég hætti að vinna 16. sama mánuð ef ég man rétt. Ég er mjög forvitin núna og því ég var ekki sjálfstæður skattaðili þegar ég var ekki orðin 16 ára, er ég þá orðin sjálfstæður skattaðili í dag, þegar ég er orðin 16 ára, en ekki fjárráða?

Hvernig verður þetta eftir 40 ár? Verður eitthvað líf á Íslandi?
Þetta mun allt fara út í öfgar, og ég trúi því að Íslendingar munu flýja Ísland í mun meira magni en undanfarið ár. Þetta mun örugglega minna á kreppuna sem skall á í Færeyjum og þúsundir manna skila sér aldrei aftur heim og landið verður fátækara í mannskap.

Djúpar hugleiðingar og miklar pælingar eru í gangi hjá mér, mér þykir það bara einfaldlega ósanngjarnt að við sem erum enn að ganga í skóla og reyna að gera eitthvað til að geta átt betra líf fáum skertari námsmöguleika og þurfum að hafa hausverk yfir því að í framtíðinni gætu það verið börnin okkar sem fara á hausinn útaf of gáfuðum og sjálfsumglöðum útrásarvíkingum forðum daga.

Ég óska þess heitt og innilega að Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson skrifi ekki undir lög þingmanna, kosningin var tæp innan Alþingisveggina og stjórnin er klofin hvort eð er, og hálfpartinn er þjóðin þegar klofnuð. Ólafur getur neitað lögunum og með því móti frætt landsmenn betur um það hvað er að gerast og hægt er að semja betri lög, því ég veit að innst inni vita allir þingmennirnir að það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta hlýtur að hafa verið samþykkt í fljótfærni - fljótfærnisvilla.

Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla að krossleggja fingur og óska þess að hann hafi gert það rétta í stöðunni.

E.s. Ég vil afsaka það ef ég vitna ekki rétt í lögin, og ég vona svo sannarlega að það megi.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju ári og þakka það gamla.

Í tilefni þess að það er gamlársdagur og margt um að vera í kvöld, m.a. áramótaskaupið fræga, ætla ég að sýna ykkur eina senu þar sem Einar afi minn leikur afgreiðslumann!



Gleðileg jól elsku landar sem og aðrir!

Ég vildi bara óska ykkur öllum hvort sem það eru vinir, ættingjar, bloggvinir, kunningjar, jólasveinar, útrásarvíkingar, ráðherrar eða ótrúaðir gleðilegra jóla og eigið yndislegar stundir með fjölskyldum ykkar og vinum yfir hátíðarnar. Ég vona að þið öll hafið einhvern til að vera með sem ykkur þykir vænt um, ég er allavega svo heppin að hafa mína nánustu nálægt en þó ekki alla.

Borðið ekki endilega mikið yfir ykkur,  en nóg samt, og eigið farsælt komandi ár!

Takk fyrir árið sem er að líða, þó svo að við höfum ekki átt í neinum samskiptum þá er það örugglega eitthvað framtíðartengt eða jafnvel fortíðartengt..

Annars verð ég að láta fylgja smá frétt til þeirra sem vildu vita, þá var ég í fyrstu jólaprófunum mínum sem framhaldsskólanemi og er þá væntanlega á fyrsta ári, en ég náði öllum með fínustu einkunnum og hef ekki miklar áhyggjur af framhaldinu...

Knús til ykkar allra Heart


4210483075_d30d41b58f
(og hér fær jólakveðja að fylgja, Snússi bangsinn minn 10 ára í nýjum fötum sem ég saumaði alveg sjálf.. Tounge)


Jólagjafaóskalistinn minn þetta árið..

Ég er yfirleitt ótrúlega erfið þegar kemur að því að segja hvað mig langi í fyrir ýmist afmælis- eða jólagjafir. Þetta árið er engin undantekning, ég hef reyndar komið með þrjár bækur og nokkra geisladiska, dót á trommusettið mitt og eitthvað sem heitir silfurleir (mömmu lýst þó ekkert á það).

Mér þykir yfir höfuð óþægilegt og erfitt að þiggja eitthvað frá fólki, þó það sé mitt nánasta fólk, þetta er bara alltof erfitt. Fer nánast hjá mér, og er ánægð með allar gjafir, verð skiptir mig engu máli þegar ég fæ gjafir.

En jólagjafir eru alltaf spennandi, langar helst ekki til að vita neitt hvað er í þeim, vill láta koma mér á óvart.

Svo mun ég lesa ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur ef einhver utanaðkomandi gefur mér bókina, annars ætla ég að taka hana á bókasafninu einhvern tímann. Eins og ég sagði hér í einhverri bloggfærslunni ætla ég einn daginn að hitta þá konu!

Mig langar í ótrúlega margt, en ekkert sem ratar inn á jólagjafaóskalista, því ég held að það sé enginn að fara að gefa mér t.d. nýja myndavél eða eitthvað svoleiðis - kreppujól í ár!

.. kannski að jólin í ár hjá mér verði jól bókanna og geisladiskanna!

Annars finnst mér alltaf sælla að gefa en þiggja.. þó ég fari hjá mér í bæði skiptin!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband