Færsluflokkur: Bloggar

Bloggarinn - Vídjóblogg

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á öftustu síður 24. stunda. Þá aðeins til að kíkja á dálkinn " Bloggarinn ". Þar sem ég hafði einu sinni áður komið fyrir í þeim dálki, bjóst ég engan veginn við að ég myndi toppa hina vitleysuna í sjálfri mér, en það gat ég. Annarratungumálaferðamannafælnisbloggið komst núna á laugardaginn við í blaðinu.
Svo ég viti hef ég komist núna tvisvar fyrir í blaði með bloggið mitt, enda á ég það til að vera óskaplega fyndin, eða allavega mjög nálægt því.

Í tilefni af þessu, og þar sem ég er bara 14 ára enn, þá fannst mér tilvalið að vera enn vitlausari, og af því sem þau tóku saman úr blogginu mínu les ég upp eins og ég myndaði setningarnar í höfðinu á mér.



Á laugardaginn hitti ég Sylvíu ljósmyndavinkonu mína, alltaf gaman að sjá hana!Grin
Kepptum í gær ( sunnudag ) á móti Grindavík, 3. flokki í fótbolta. Töpuðum 4-1, og nei ég var ekki reið, það tekur því ekki, maður verður að njóta þess að fá að taka þátt sjáið til.

Ég ætla að sækja um í tónskólanum núna á fimmtudaginn, gá hvort ég fái inn, enda tími til að koma sér að verki í einhverju sem manni langar rosalega að gera. Trommusett er það sem ég ætla að læra á, enda bíður eitt svoleiðis flykki mín út í bílskúr. Ég þarf bara að kaupa fleiri trommukjuða þar sem mínir eru alveg að eyðast upp greyin atarna.

Afmælið mitt er svo núna á miðvikudaginn svo að ég skrepp út í búð á morgun til að kaupa í kökur og svo bökum við mamma. Svo er leikur hjá okkur í 3. flokk kvk á þriðjudaginn á móti Víði/Reyni, svo það er alveg nóg að gera hjá mér næstu daga.

Hafið það gottHeart


Bara af því að..

scan10042.jpg

Maður segir aldrei neitt of oft, frekar öfugt. Af því að systur minni þykir ég einstaklega mikil sleikja, þá vil ég koma því á framfæri að ég átti frábæran dag með mömmu, þar sem ég sat með henni í bíl og hún hjálpaði mér að sinna áhugamáli mínu ; að taka myndir. Við ókum um sveitina og ég tók nokkrar myndir og Lubbi fékk að hreyfa sig.

Mér þykir vænt um mömmu mínaHeart
Og pabba og Sædísi og Axel!Heart Og svo, svo marga aðra, OOOOOOG RafnHeart

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur hinum!

,, jú djöst gó ðer, eða nei, jú ken.. mmm.... bara gó aftör ðis vei ".....

Ég er haldin annarratungumálaferðamannafælni. Ég hef hjólað á hjóli sem var með alveg merkilega lítið loft í dekkjunum, og í hvert skipti sem ég hjóla fram og til baka um bæinn hjóla ég framhjá Olís og N1.
Á N1 fer ég til að pumpa í dekkin á hjólinu, en hef verið haldin svo mikilli svokallaðri annarratungumálaferðamannafælni. Að ég er hrædd um að ég verði spurð að einhverju, á ensku sem ég get ekki svarað, og staðið bara eins og hálfviti.
Það var kjörið að fara í dag, þar sem ég gat ekki hjólað vegna loftleysis í dekkjum, hjólaði á N1 því þar var ekkert af fólki á planinu. Þegar ég skrúfa tappann af afturdekkinu kemur þá ekki hjólandi ferðamaður að mér og bíður eftir því að geta pumpað í dekkin hjá sér. Ég var eins fljót og ég gat, rétti manninum svo loftdæluna líkt og ég væri að rétta honum skæri. Hann sagði thank you og þegar ég ætlaði að stíga upp á hjólið spurði hann mig hvort væri " súpermarkaður " á svæðinu.
Ég stóð þarna eins og hálfviti, með mína eðalíslensku-ensku að vopni, og sagði við hann ,, Æ gjess it is klós ná ". Hann spurði mig hvort það yrði opið á morgun og hvert hann ætti þá að fara. Ég benti í átt að göngustígnum sem ég hjóla á hverjum degi og sagði ,, jú djöst gó ðer "... horfði í kringum mig ,, eða nei.... " leit á Hafnarveginn benti á hann ,, jú ken.. mmmmm....... bara..... gó aftör ðis vei ".... hugsaði mig tvisvar um og hélt áfram ,, end ðen jú vill örugglega sí it ".
Grey maðurinn skildi varla mína fáguðu eðalíslensk-ensku. Horfði á mig eins og ég væri hálfviti og sagði thank you, I will find it.
Ég þarf að fara að herða mig á í ensku, ég held ég nái þessu með góðri æfingu!
Fór með mömmu að taka myndir, ég ætla að fara yfir þær núna og set svo þegar þær verða komnar á netið hingað inn í sömu bloggfærslu. Mamma minnti mig á skemmtilega sögu, sem gerðist þegar Lubbi var bara hvolpur.
Ég og pabbi fórum út í Húsgagnaval á gamla bláa fólksbílnum okkar og Lubbi aftan í opnu skotti. Eftir stutta veru inni í versluninni fórum við aftur og ætluðum inn í bílinn, var þá ekki hundurinn búinn að stíga á læsinguna og læsa sig inni og okkur úti - og bíllyklana inni hjá sér!
Við þurftum að bíða í einhvern tíma eftir að Axel bróðir kæmi með auka lykil, síðan þá hef ég aldrei vanmetið visku hundsins, hann er þrælgáfaður!
Eins og flestallir vita - eða öfugt, þá á ég afmæli eftir 6 daga, á þeim herrans fallega degi 20. ágúst. Ég er ljón, og passa mjööög vel inn í mitt stjörnumerki. Ég hef ekki pælt í neinum afmælisgjöfum, hef bara verið svo ánægð að vera ekki 14 ára lengur, ég er ENNÞÁ á fermingaraldri!

KnúsknúsknúsHeart

Fjölmiðlafælandi...

VARÚÐ; Enn ein bloggfærslan um mig.

Ég hef aldrei komið í sjónvarp, ekki verið krakkinn sem hoppar fyrir aftan í íþróttaviðtölum og þykist vera ótrúlega svöl. Ég hef aldrei fengið færi á því. Ég hef aldrei talað í útvarp, því ég hef aldrei verið talin nógu kostuleg til þess, enda með endalaust leiðinlega rödd og ótrúlega smábarnaleg í svörum.
Ég vil minna á færsluna mína, sem ég skrifaði fyrir 5 mánuðum síðan. Ég hafði fljótt samband við Evu Maríu, og hún bað mig um að hitta sig næst er ég kæmi í bæinn í spjall. Í einni af ferðum mínum í bæinn stóð svo umtalda konan beint fyrir framan nefið á mér, og ég gat ekki einu sinni kallað á hana.
Sá draumur þaut út um gluggann stuttu seinna, þar sem þáttum hennar lauk í lok maí mánaðar.
Ég, eins og stendur í þessari færslu, skrifaði Ellý Ármanns smá e-mail, en fékk ekki svar. Þar fannst mér ósanngjarnt að bara " fræga " fólkið. Skulum frekar kalla það þekkta fólkið, hér á Íslandi var í Sviðsljósinu, en í auglýsingum stóð eitthvað sem átti að vísa til allra manna. - Nei ég er ekki að skammast!
( Ellý er mjög ljúf og góð manneskja, ég er ekki að efast um það!).
Það kom að því að ég sendi inn grein í Morgunblaðið, sú grein var birt, og gleðin skein úr andliti mér. Ég hélt að allt væri að snúast mér í hag þá, neibb ég held svei mér ekki. Ég fer ekki lengra út í þau málin, en reyndar sama dag fékk ég að heyra að ég væri á leið til Manchester, svo hrundi það allt niður.
Greinin mín birtist í Eystrahorninu, jú, jú, heimablaði Hornfirðinga og nærsveitunga. Einhverjum mánuðum seinna sendi ég aftur grein í Morgunblaðið, sem var birt líka. Það sagði samt lítið um mig, þar sem ég var að skrifa greinarnar, þær voru ekki um sjálfa mig.
Jú, það má finna mynd af mér í einni bók. Íslensk Knattspyrna 2006, man ekki á hvaða bls. en þar er ég og 4. flokkur kvk Sindra, með Íslandsmeistarabikarinn okkar.
Ég hef komist að því að blöð fælast mig ekki, heldur netfjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.
Bloggið mitt til Evu Maríu birtist í 24 stundum. Ég kom við í frétt um Ljósmyndagrúbbu á Flickr, þar sem ég var á tveimur myndum, svo loksins birtist mynd af mér í Mogganum og frétt, á bls. 4 einhvern tíma. Útaf ljósmyndasýningunni minni!

Ég verð aldrei fræg með þessu áframhaldi.....

E.s. ÉG ER HÆTT AÐ VINNA
Smile !

E.e.s. Stjörnuspáin mín samkvæmt 24 stundum í dag, hljómar einhvern veginn svona;

Fagnaðu þessum áfanga í lífinu á eftirminnilegan hátt. Hvað langar þig mest?

Lítill snillingur

Næst síðasti dagurinn sem ég er vinnandi manneskja er senn á enda, og fannst mér rosalega skemmtilegt í dag í vinnunni.
Rétt eftir hádegi nefnilega sat ég í afgreiðslunni í bókasafninu því fólk verður að fá að borða víst, og þar kom maður gangandi inn með stuttan gutta með sér í eftirdragi. Það var enginn annar en Séra Baldur, bloggari m. meiru sem spurði mig til nafns og auðvitað vissi hann hver ég væri - enda við bloggvinir!
Annars skírði hann mig og mín systkini á sínum tíma og gifti foreldra mína.

Strákurinn hans er alveg hreint og beint einn magnaðasti strákur á þessum aldri og ég hef hitt. Rúnar heitir hann og er 6 ára, s.s. byrjar í skóla núna eftir sumarið. Hann kann víst ekki að lesa, en við spekúleruðum mikið í hinum ýmsu bókum, svo sagði hann mér ótrúlega mikið. Hann talaði eins og lítill heimsspekingur, reyndar sagði ég maður veit aldrei, og þá fór hann að segja það líka, ótrúlega gáfulegur strákur. Mjög tær, og vissi sko vel hvar hann væri á landinu og að allt sem kæmi fram í bókum væri að mestu leiti ekki satt!
Við spjölluðum alveg heillengi saman, fyrsti vinnudagurinn minn sem ég hef " slórað " eitthvað, en ég var með nagandi samviskubit að standa/sitja bara svona, svo ég fór bara að raða bókum í barna bóka deildinni.
Mér finnst alltaf jafn hálf kjánalegt þegar fólk kemur upp að mér eða allt í einu fer að tala um bloggin mín - ég og bloggin erum ekki sama manneskjan. Ekki málfræðilega séð a.m.k. , ég tala flækjutungulega og ef ég stama ekki þá segi ég allt í vitlausri röð og/eða rugla orðunum saman... erfitt líf, ég veit!
En aftur á móti þykir mér rosalega skemmtilegt og hvetjandi þegar fólk hrósar mér fyrir skrif mín eða þvíumlíkt.
Hitti svo æskuvinkonu mína, Þórdísi Imsland sem flutti til landsins aftur frá Danmörku áður en ég fór út til Noregs. Var ekkert búin að hitta hana svo það var nú alveg æðislegt að hitta hana!

Á morgun förum við svo í barnastarfinu ásamt krökkum í óvissuferð, en þar sem ég veit ekkert hvert við erum nákvæmlega að fara, er þetta svolítil óvissuferð fyrir mig líka. Síðasti vinnudagurinn minn verður örugglega æðislegur, enda fullt af ungum flottum snillingum!Smile

Eðal kjúklingur og gratínkartöflur a la Róslín!

Framkvæmdir eru í bakgarðinum, pall á leiðinni, já takk. Þar með var mér skipað fyrir að gjöra svo vel að elda matinn og matreiða. Mín biðu skrældar kartöflur, kjúklingur í plasti og kjúklingavængir í plasti,
Ég gerði mér lítið fyrir og skar kartöflurnar í þunnar sneiðar, raðaði þeim gaumgæfulega í fat og kryddaði tvisvar með síson all.
Þegar því lauk hrærði ég saman matreiðslurjóma og eitt egg, hellti því yfir, kryddaði aftur með síson all og skellti heilum pakka af Gratínosti, sem fæst út í búð í poka, " skrældur " niður.

Henti því inn í ofn og byrjaði að matreiða kjúklinginn, stökk út í garð og bað mömmu um að sýna mér einhverjar kryddjurtir, ég man bara eftir að það hafi verið Steinselja og einhver sítrónujurt og eitthvað eitt annað. Mjög smá laufblöð. Skar þetta allt niður, mjög smátt og hvítlaukinn líka, skildi smá eftir af hvítlauknum og skar það í stærri bita. Stakk nokkur göt á kjúklinginn og stakk þar inn hvítlauksbitunum. Kryddaði kjúklinginn með allskonar kjúklingakryddi og dreifði léttilega öllu því sem ég hafði skorið niður yfir.

Kjúklingavængirnir voru tilbúnir í pakka svo ég gerði mér lítið fyrir og skellti þeim í fat.

Núna bíð ég bara eftir því að maturinn verður tilbúinn, reyndar er ég stokkin út í garð að ná í eitthvað í salat. Framkvæmdarmennirnir, faðir minn og bróðir fóru að henda einhverju rusli og kaupa kók fyrir mig í leiðinni, enda á ég það skilið að fá kók með matnum, enda svo vel matreitt að það þýðir ekki annað!

Þessar uppskriftir eru "fundnar upp" af mér sjálfri, svo að þið megið endilega apa upp eftir mér!Grin

Tók mynd;

p8100394.jpg

Postulín

Ég hélt ég gæti haldið mig frá blogginu, gáð hvort að einhverjir myndu sakna mín, en ég saknaði bara bloggsins svo þetta gekk engan veginn!
Ég hef lofað mér því frá því að bókin Postulín kom út, að ég myndi lesa þessa bók. Ég er algjörlega búin að skipta um gír bóklega séð, áður las ég alltaf þessar týpísku unglinga sögur. En núna var ég að lesa Veröld Soffíu, sem er heimsspekibók, en því miður hef ég ekki tíma til að hugsa svona hrikalega mikið. Afsakið elsku Hallgerður mín, en ég lofa þér að ég muni klára hana þegar ég fer að gefa mér meiri tíma til þess að lesa.

Annars hef ég gengið bókasafnið sundur og saman, svo að ég veit næstum því hvar hver deild er og hvar ég gæti fundið þessa bókina eða hina. Svo að ég gekk rakleiðis að bókunum í nýrri kantinum og tók Postulín upp, las aftan á hana og það sem stendur á fyrstu blaðsíðunum. Leist svo vel á bókina að ég gekk svo að afgreiðsluborðinu, gaf kennitöluna mína og setti bókina niður í tösku eftir það.

Það sem ég hef lesið af bókinni, sem eru nú bara nokkrar blaðsíður, er mjög fræðandi og rosalega áhrifaríkt. Að eiga bara lítið eftir af lifað sem dregst alltaf lengra út, er nú bara kraftaverki nær. Freyja er alvöru baráttu kona og sýnir okkur hinum að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi!

Eigið góðan sunnudagHeart

Martraðir?

Margir hafa kannski lent í því að dreyma það sama oftar en tvisvar sinnum. Eitthvað algjört bull eða einhverja martröð, bara nefnið það.
Undanfarna tvo, þrjá mánuði hefur mig alltaf verið að dreyma einskonar draum með einhverju millibili, stundum líður vika og stundum dreymir mig þetta nótt eftir nótt.

Fyrst þegar mig byrjaði að dreyma þetta sama atriði þá hrökk ég alltaf við af og til og gáði hvort að það væri ekki í lagi með mig. Ég slapp samt engan veginn úr draumnum!

Það sem mig hefur verið að dreyma er alltaf það að ég þrýsti saman tönnunum og það brotnar af einhverjum jöxlum. stundum dreg ég heilu jaxlana út úr mér og með þvílíkum sársauka, en engu blóði, aldrei sé ég blóð á tönnunum né uppí mér. Það hefur einu sinni svo ég muni komið fyrir að það hafi framtönn dottið úr og einu sinni tók ég bara nokkrar tennur úr mér í einu.

Mér finnst þetta heldur óþægilegir draumar, þar sem ég get engan veginn vaknað og þetta er svo raunverulegt.

Það þýðir ekkert fyrir ykkur að segja mér hvað þetta þýðir því ég veit það nú þegar, sem kemur mér í enn verri stöðu, mér þykir þetta heldur óþægilegt enda langar mig ekkert rosalega til að missa fleiri nákomna mér, það væri bara ósanngjarnt!Undecided

Ef þið hafið einhverja aðra skýringu á þessu, þá endilega látið mig vita, ég nefnilega er ekki alveg að skilja þetta!!!

Eigið góða nóttHeart

Ég lif'í voninni....

... að ég geispi ekki golunni?

Nei ég man ekki textann, annars lif ég heldur í blekkingu frekar en í voninni - eitthvað vitlaust og snúið, ég veit. En ég með mína fyndni og ómótstæðulega blogg er greinilega ekki jafn fyndin og ómótstæðuleg og ég held.
Ég er meira svona í " hina " áttina held ég.

Samkvæmt skoðunum þessa bloggs hér á síðu Karls Tómassonar, þá er ég allavega ekki búin að fá eitt atkvæði... eða jú, eitt ógilt að vísu, enda kýs maður ekki sjálfan sig í svona lýðræðisstefnu...pakki..GetLost

Svo er leikferill minn senn á enda greinilega, af fólki að dæma er ég svo hrikalega vitlaus að ég fæ bara nokkur komment á þennan fyndna leik minn af 150 áhorfumCrying ..

Nú segi ég stopp við þessari vitleysu og fer í verkfall......

Ég vil ekki vera vitlaus, ég vil ekki vera vitlaus, ég vil ekki vera vitlaus........Angry

Upptaka, hljóð og myndir segja meira en þúsund orð...


Noregur 2008
Svona get ég verið hrikalega vitlaus!

E.s. ég er hvíslandi í vídjóinu, ég er ekki alveg eins skrítin og ég sýnist vera....Whistling

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband