9.11.2008 | 23:42
Heimshornaflakkarinn - Hættum að vorkenna okkur!
Einn af þeim sem ég kalla svona almenna vini mína af blogginu úr vinalistanum er Ommi, fyndið, en hann er eini karlmaðurinn á mínum blogglista sem ég hef talað við t.d. á Facebook!
Ég á tvær vinkonur frá Sri Lanka, önnur heitir Shanika og hin Sakila, ótrúlega skemmtilegar stelpur, önnur 19 ára og hin í kringum 12 ára aldurinn.
En sá vinur minn sem ég ætlaði að tala um, er heimshornaflakkari, frá Eþíópíu að nafni Ermias. Sá maður er 41 árs gamall, og er alltaf að ferðast allstaðar um heiminn, ótrúlegt hvað einn maður getur ferðast mikið. En í hans heimalandi fannst í kringum 1970 beinagrind af elstu konu í heimi sem vitað er um, Lucy. Auðvitað var hann ánægður að þetta hafi ég vitað um hans heimaland, en áðan fékk ég eftirfarandi skilaboð á Facebook;
i read about your country
so sorry
you will have to work hard when you grow up
Að ég (mín fjölskylda) ættum hús og 99.9 prósent þjóðarinnar þak yfir höfuðið. Að við þyrftum ekki að glíma við stríð né hungur. Að þetta væri nú ekki verra en fyrir Afríkubúa..
Að vissu leyti er þetta erfitt fyrir okkur, en núna er það í okkar höndum að standa saman, Ríkisstjórnin, bankastjórnin, LÝÐURINN...... hættum að vorkenna okkur og vinnum að því sem var eyðilagt fyrir okkur og höldum uppi íslensku krónunni okkar og látum ekki líta á okkur með vanþóknun!
Sínum að við getum barist á móti, Brown og Darling geta bara séð um sín mál sjálfir og hætt að kalla okkur hryðjuverkamenn! Snúum bökum í þá og stöndum þétt saman!
Sjáum það jákvæða í þessu, ég var að hughreysta Ermias, heimhornaflakkarann frá Eþíópíu!
Knús og ljós í hvert hús, og fjós....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.11.2008 | 21:36
Einu sinni "innbrotsþjófur", aldrei aftur "innbrotsþjófur"..
Ég fór í þeim tilgangi að sækja í tölvu bróður míns í íbúð frænda míns og frænku, þakklát fyrir að þurfa ekki að stunda þetta, til að afla mér fjárs... fjúff!
Núna sit ég að berjast að læra fyrir náttúrufræðipróf, ætla að láta það nægja fyrir kaflaprófið að lesa einu sinni yfir kaflann, gera dönsku stílinn og tryggja að allt sé á sínum stað, sem á að fylgja mér í skólann í fyrramálið.
Fæ einkunnina fyrir Sögu 103 prófið líklegast á morgun, og veit ekki hvort ég eigi að hlakka til eða hlakka ekki til þess........
Ánægjufréttir; Gáfnarljósin sem Hornafjörður á eru farin að gera vel vart við sig, það skýrir sig þannig út að 7. bekkur bæði í fyrra og núna hafa unnið Íslandsmótið í First lego keppninni. Við skulum ekkert tala um það þegar ég var í þessu í 7. bekk, þar sem okkar liði, Humrunum, gekk ótrúlega illa, að ég held lentum í næstsíðasta sæti, en vorum tilnefnd til tveggja annarra verðlauna, man að annað var fyrir verkefni sem var að veiða frekar í humargildrur en troll!
En til hamingju með þetta krakkar mínir, vegni ykkur nú vel í útlandinu og njótið þess að kynnast krökkum frá öðrum löndum, við erum svo ótrúlega fjölbreytt...
Frumsýning á Blekkingunni verður líklegast 20. nóvember og hvet ég ykkur sem flest til að flýja til Hornafjarðar á grunnskólaleikrit, sjá flotta krakka spreita sig á sviðinu... ég verð þarna einhverstaðar inn á milli atriða, enda alltof athyglissjúk til að vera ekki þar!
Tökum líklegast þátt í Þjóðleiksátakinu á næsta ári, vonandi fæ ég að fylgja með í þann hóp, þar sem leiklist er mögnuð og það er bara eitt skemmtilegasta sem hægt er að gera... finnst mér!
Ég sendi inn í merkjakeppni, þar sem flottasta merkið fyrir Þjóðleik fær 100 þúsund krónur í verðlaun, svo það var þess virði að taka þátt. Veit samt ekki hvort merkið hafi verið eitthvað sérstakt, en hver veit, Hornfirðingar hafa hreppt svo mörg verðlaun á þessu ári.. við erum æðiiii !
Ég get ekki beðið eftir jólatónleikum Frostrósa hérna á Hornafirði, hlakka allsvakalega til að sjá flotta söngfólkið okkar, fyrstu jólatónleikar sem ég fer á.
Hafið það sem langbest elsku bestu skinnin mín og farið varlega í umferðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 22:38
Kækir, brak og brestir!
Ég er samt sem áður rosalega mikið fyrirmyndabarn, fylgi flestum ásettum reglum samfélagsins ( jú, jú, held að ég brjóti eina þegar um útivist er að ræða, enda er það nú ekki á hvers manns koppi að fara heim kl. 10 á kvöldin!).
Skóli er ekki mín gráða, allavega ekki það sem hefur hingað til verið í skóla og ég hef lært, margt af því hefur ekkert gagnast mér en mun eflaust einhvern tíma gagnast mér þegar ég fer að leggja saman tvo og tvo og fæ út fimm, þá átta ég mig á því að það er víst fjórir en ekki fimm.
Ég reyndar á uppáhaldsfög og óuppáhaldsfög, en það er allt önnur saga í allt annarri bók.
Kækir hrjá mig af og til, og sækist ég eftir mörgum kækjum, eða sækist ekki á eftir þeim, þeir koma bara.
Ég er, í sjálfu sér bara með einn kæk, svo ég viti. Sá kækur hrjáir marga, að þurfa að braka í liðum.
Eftirfarandi staðir verð ég að braka í á hverjum degi;
Öllum liðum þumalputtanna, vísifingranna, löngutöngunum, baugfingrunum og litlu puttunum, einnig inni lófanum þar sem þumalputtaliður er, báðum úlnliðum, vinstri olnboga, vinstri öxl, baki, rófubeini ( neðsti hluti baksins ), höfðinu, kjálkanum hægra megin, öllum tíu tánum og af og til í liðnum í fætinum sem enginn getur sagt mér hvað heitir!
Held þá að ég sé búin að telja allt upp, og er þetta hollt; Nei, liðargigt getur stafað af þessu, en þetta er kækur, áunninn kækur sem hefur fylgt mér sumt í nokkur ár!
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili, fór á Sinfoníuhljómsveit Íslands eins og vel reitt hæna til fara og skammaðist mín niður í tær fyrir útganginn á mér - mömmu að kenna sko, hún sagði að maður mætti mæta hvernig sem maður vildi!
Við tölum ekkert um söguprófið þar sem ég veit ekki hvort mér gekk eitthvað vel, kemur bara í ljós þegar að að því kemur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
4.11.2008 | 17:57
Ferðalagið "mikla".....
Ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að byrja þessa færslu, ég húkti í Reykjavík og nágrenni um helgina!
"Kynntist" mestu nöldurskjóðum í heimi, Sif og Sædísi, það er ekki skrítið hversvegna ég er nöldrari..
Sumsé, mamma og systir mín gerðu útaf við mig og ég við þær í búðarrápum, þar sem ég er erfiður krakkadj.... þegar föt eru annarsvegar!
En þær eru líka pínur fyrir mig, þar sem önnur réttir mér alltaf rosalega svipaðan klæðnað, dökkblátt eitthvað til að vera við leggings og hin vill finna frekar eitthvað á sig en mig (mig sárvantar fötin... ekki hana!).
Á tímapunktum langaði mig mest til að leggjast í gólfið eins og ég gerði stundum þegar ég var lítil og grenja úr mér augun af allri minni frekju, en ég er nú aðeins stærri núna svo að svoleiðis kærir enginn sig um.
Ég reyndi hvað ég gat að vera ekki í búðum og kíkti á sem flesta sem ég þekkti, eins og kom í fyrri færslu.
Upplifði mína fyrstu leikhúsferð, fórum á Fló á skinni í Borgarleikhúsinu og þar stóðu glæsilegir leikarar á sviði og leiksýningin kætti mikið og bætti!
Ég og Sædís sátum á mjög góðum stað og grétum úr hlátri, með fullt af eldra fólki í kringum okkur sem hafa örugglega verið svakalega "ánægð" með okkur, þar sem við höfum ekki skemmtilegustu hlátrana...
Hitti ljósmyndakonur úr Konur og ljósmyndir grúbbunni á Flickr, mæli með þeirri grúbbu. Bara gaman að hitta þær, þó ég hafi hitt nokkrar áður voru þarna líka nokkrar sem ég hafði ekki hitt.
Á sunnudaginn fórum við heldur seint af stað heim, kíktum í Smáralindina í því tilefni að kaupa smá á mig og ég vildi kaupa bók!
Ég rölti ein inn í Eymundsson og gekk nokkra hringi í leit að einni bók. Var mest megnis eins og vilt hæna, en það er önnur saga. Þóttist vel vita hvað ég væri að gera og fann loks rekkann með bókinni sem ég leitaði að; Sá einhverfi og við hin eftir Jónu Á. Gísladóttur bloggara hér á moggablogginu!
Ég tók bókina upp og þarna stóð kona og horfði á mig eins og ég ætti ekki að vera að lesa aftan á kápuna, lagði bók frá sér og gekk í burtu. Veit ekki alveg hvort þetta var illt augnaráð, en það var allavega ekki gott!
Ég gekk stolt með bókina að afgreiðsluborðinu og rétti stráknum í afgreiðslunni hana. Og strákbjáninn spurði hvort ég vildi skiptimiða, og ég sagði í áttina að vera hvöss ; Nei takk!
Svo er ég núna að spara, til að lesa í lestrarátakinu í skólanum...
Sleppti henni varla á leiðinni heim, þar sem ég sat og las 100 blaðsíður en hætti svo til að geta lesið meira seinna, ótrúlegt að þurfa að skammta sér í bókalestri!
Á morgun fer ég í stærðfræðipróf og hinn daginn er próf í Sögu 103 áfanganum, svo ég þarf að læra ótrúlega vel og mikið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.10.2008 | 19:54
Týnd í höfuðborg Íslands...
Þoli ekki búðarráp, enda má sögusagnir í dag segja frá því að ég bara þoli ekki búðir.
Við byrjuðum í Hljóðfærabúð einhverri, verslaði mér tvær trommubækur og eitt par af eikar trommukjuðum. Þegar við keyrðum upp að einhverri búð þarna í bænum heyrðist frá mér ,, hvur andskotinn, þessi búð!", vegna þess að þarna var Menntaskólinn við Hraðbraut til húsa, ég fékk að skottast yfir að heilsa upp á Jógu bloggvinkonu.
Það birtist ég, í skólanum og spurði stelpu eitthvað eldri en ég ,, afsakið, geturðu sagt mér hvar aðstoðarskólastjórinn er ? ". Hún benti mér hvert ég skildi fara, sem var nú ekki langt frá, svo að þangað gekk ég inn og stóð og beið eftir Jógu. Þegar ég birtist í dyragættinni var hún ekki viss hver ég væri en þegar ég kom nær áttaði hún sig á því að þetta væri hún Róslín Alma!
Enda ekki á hverjum degi sem ég hleyp inn og heilsa fólki, þar sat ég í einhvern tíma og spjallaði við hana bloggvinkonu mína. Eftir einhvern tíma heyrðum við kallað fram á gangi ,, HALLÓ? " og auðvitað var það mamma.
Þá höfðu foreldrar mínir leitað af mér, rosa hrædd um dóttur sína úti í þessari rigningu!
Leið okkar lá þaðan niður í Smáralind, og mér tókst ekki að labba lengra en rétt inn fyrir dyr, að ég sá hana Hafdísi úr ljósmyndagrúbbu á flickr. Auðvitað heilsaði ég upp á hana!
Við náðum að ganga að Ice in a bucket, þar sá ég kunnuglegann mann og afsakaði mömmu og pabba þetta flakk á mér, að ég yrði að fara þangað inn. Stóð og beið eftir að engin önnur en Halla Rut kláraði að afgreiða!
Hún stóð þarna og spurði ,, ert þetta ekki þú? " og auðvitað var þetta ég. Spjallaði smávegis við hana.
Við náðum að versla einar gallabuxur, svo kíkti ég aftur inn í Ice in a bucket og keypti mér eyrnalokka, jább, hjartalaga eyrnalokka. Talaði örlítið við Höllu Rut og kíkti svo á foreldra mína í Hagkaupum og þar keyptum við Brúðgumann...
Veit ekki hvort ég ætli í heimsókn í kvöld.......... en maður veit aldrei!
Knús á ykkur frá Keflavík!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)