Stutt kveðja frá sveitarstelpunni;

TIL HAMINGJU ÍSLAND, MEÐ AÐ VERA BÚIN AÐ VINNA SIG INN Í EM 2009!Heart
OG TIL HAMINGJU ÍSLAND, MEÐ AÐ EIGA SVONA FRÁBÆRAR OG MAGNAÐAR FÓTBOLTASTELPUR, SÝNUM ÞEIM LIT OG STYÐJUM ÞÆR Í GEGNUM EM, ÁFRAM ÍSLAND!

Bless, bless sveit!

Ég ætla að hörfa í Borg Óttans á morgun, fara með foreldrum mínum að heimsækja Sædísi.
Við fengum miða á fyrstu leiksýninguna mína í alvöru leikhúsi, jú, þið heyrið rétt, framtíðarleikkonan hefur aldrei stigið inn fyrir hússins dyr í alvöru leikhúsi!
Svo það sem ég hlakka alveg jafn mikið til, er leikurinn á morgun, Ísland - Írland. Fyrsti kvennaleikur sem ég fer á hjá íslenska landsliðinu í fótbolta og vona þeim allt það besta, ÁFRAM ÍSLAND!

Ég er farin í helgarfrí, og ætla þessvegna að deila með ykkur gullmola dagsins í dag;

Ég sit á móti Berglindi kennara í tímum hjá henni, og hún var að segja okkur frá mynd sem hún vissi ekki hvað héti og að við ættum að sjá hana. Vegna þess að það væri góð mynd til að horfa á við það sem við erum að læra núna.
Hún var eitthvað að pæla hvort hún gæti fundið myndina, og ég ætlaði að vera svakalega fyndin og benda henni á gúgle og sagði;
Þú ferð bara inná gúggúl, það er skrifað svona ; GÉ, O, O, ELL..... svo stoppaði ég þegar ég ætlaði að halda áfram og fattaði að ég hafi meira að segja stafað google vitlaust!

B-O-B-A .... BOMBAAA!Tounge

Aftur á móti ætla ég rétt að vona að ég fái ekki pestina sem er að ganga, Rafn minn er lagstur í hana svo að ég veit aldrei hvort mín bíður einhver veikindi...GetLost
Láttu þér batna Rafn minn, og þar sem Bjarney er líka veik, þá láttu þér líka batna Bjarney mín!


Kveðja á ykkur hin, og ekki hika við að heilsa upp á mig ef þið sjáið mig á göngu einhverstaðar, eða kjura, skiptir ekki öllu!

Mánudagsbakþanki..



Ég hef löngu komist að því að mánudagar eru ekki mínir dagar, alls ekki þegar skóli á við..
Tók þetta vídjó upp fyrir einhverju, og vonandi að þetta hjálpi einhverjum að brosa inn í daginn, þar sem ég hef lítið brosaði í dag!

Bara svona, því það styttist óðum í jólin!


Í hugarheimi lítillar prinsessu, hluti 1.

,, Nei mér langar það ekki! "
Hrópaði lítil velfreknótt, brúneygð þriggja ára stelpa á pabba sinn þegar hann ætlaði að hjálpa henni í lillableiku prinsessuúlpuna hennar.
,, Jú, Alda mín, þú komst ekki með neina aðra úlpu frá mömmu þinni. "
Svaraði pabbi Öldu á móti, á svona neitunum byrjuðu oftast pabbahelgarnar, rétt áður en þau gengu niður að Reykjarvíkurtjörn, eftir að pabbi hennar hafði sótt hana af leiksskólanum.
Áður en að Gummi, pabbi Öldu náði að sannfæra prinsessuna sína um það að lillableika úlpan hennar væri mun hlýrri svona á veturna, grét hún oftast lengi. Á innsoginu umlaði hún um að hana langaði til mömmu, því hin úlpan hennar var þar, ekki prinsessu dúnúlpan.
Þau gengu eins og á hverjum föstudegi, klukkan að verða þrjú, niður að Reykjarvíkurtjörn og gáfu fuglunum á tjörninni brauð. Eins og oftast, kom þar krumpaður eldri maður, með hatt, heldur lágvaxin og að venju brosandi um klukkan hálf fjögur. Þetta var útigangsmaður sem var rosalega blíðlegur og spjallaði heillengi við Gumma og hlustaði afar áhugasamur á Öldu segja frá því hvernig fuglarnir væru á litinn, og hve hátt hún gat talið.
En þó þótti Gumma eitthvað ekki rétt við útigangsmanninn, sem hann átti eftir að komast að seinna, en vissi ekki hvernig.
Alda var algjört skott og hélt sig alltaf í vissri fjarlægð frá tjörninni, en ætlaði sér þó oft að hlaupa á eftir fuglunum.
,, nei, nei, essku pabbi minn, ég passa mig alveg á fullunum og tjöddninni. "
Vinirnir, Gummi og gamli maðurinn gátu ekki annað en brosað saman af litlu hnátunni, þar sem þeir sátu á bekk ekki langt frá, til að geta fylgst með. Þeir vissu vel að úr þessari stelpu yrði eitthvað stórfenglegt, bara ef rétt væri alið hana upp.

Heimilishættir Öldu voru mjög skrautlegir á heimili móður sinnar, móðirin var oftar en ekki úti með vinkonum sínum, eða einum og einum "vin", þar sem hún skipti á þeim eins og sokkapörum.
Það má segja að Alda var oftast nær hjá ömmu sinni og afa, frekar en nokkurn tíma mömmu hennar. Svo reyndist vera að Alda bað oft um mömmu, en þar sem mamma hafði ekki tíma fyrir litlu hnátuna sína lofaði hún meiriháttar hlutum. Þar á meðal að fara í Dýragarðinn, sem gerðist þó aldrei, nema þegar amma og afi voru farin að segja mömmu hennar til.
Gummi hafði lengi hugsað út í það að fá fullt forræði yfir litlu dömunni, þar sem honum leyst ekki á lauslátu barnsmóður sína. En sökum ömmu og afa Öldu, vildi hann það ekki, vegna þess hve vel þau hugsuðu um hana þegar mamman var alveg að missa sig í skemmtiskap...


Viðbætur við söguna koma síðar, eins og deig, þá tekur söguna langan tíma að verða eitthvað úr..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband