19.11.2008 | 21:03
Uppáhalds lagið mitt þessa dagana...
Annars ætlaði ég að deila með ykkur uppáhalds laginu mínu um þessar mundir, það er ekki inn á youtube svo ég gaf mér það bessaleyfi að setja það í spilarann hjá mér þar sem að þið verðið að heyra það!
Freedome
She moved away to another world
She could just fly away
Sometimes i see her by my window
She has found another life
So why cant we all fly away
So why cant we all fly away
Freedom she says thats worth livin for
And no one can take that away
Shes not comin back, like she did before
She has found another life
So why cant we all fly away
So why cant we all fly away
She has the guts that no one had before,
now she can fly
Shes shown the world that the way it
should be done Why dont you try
So why cant we all fly away
So why cant we all fly away
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.11.2008 | 23:45
Þrír rauðhausar!
Ég var náttúrulega yfir mig ánægð að sjá hárlitssystur mínar fylla í öll sæti tilnefninga enda ekki á hverjum degi í íslenskri leiklistarsögu sem þrjár rauðhærðar konur geta hlotið svona verðlaun!
En annars er ég ótrúlega ánægð með frammistöðu minna uppáhalda, Lolla og Ilmur í baráttu um aukahlutverk og Lolla vann þá lotuna, við eigum svo sannarlega landslið leikara, það fer ekki á milli mála.
Sólveig Arnarsdóttir hlaut eins og ég er búin að segja Edduna fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Svörtum Englum, enda stóð hún sig með prýði í þeim þætti, missti ekki af einum einasta!
Ég ætla núna í háttinn enda langur dagur á morgun, hlakka allra mest til þess þegar við förum krakkarnir í skólanum að horfa á Ólafíu Hrönn syngja, búin að hlakka til frá því ég heyrði af þessu...
Verð síðan á leikæfingu að æfa leikritið Blekkingin frá kl. 18 til líklegast kl. 22.00, og þannig verður öll næsta vika hjá mér, þar sem við frumsýnum á sunnudaginn!
Knús á ykkur inn í vikuna frá fröken ánægðu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.11.2008 | 21:14
Sagan um Ell...
Lúlli og Lúlla voru að lulla rétt áður en þau fóru að lúlla. Lúlla lumaði á lumbrulegum Lundúnum og lumpulegum lundum. Lúlli lumbraði á lundunum og bætti út í þá lummu-sveppum. Lúlli var þó ekki lullari en Lúlla og hafði lumsað handa konu sinni einum lumnum lúrfisk. Lungað í Lúllu var orðið heldur luntalegt og lék á alls luntaraskaps oddi. Lurður lurkur sótti ásamt lúsarlegum lúsum á dóttur þeirra, Lúsíu. Þau steiktu lussalegan lúsífer þar sem þau höfðu lúskrað á honum fyrr í vikunni.
Lúra laut undan luralegri lús og lúnskaðist lúnsk og lúp inn í þeirra herrans borg, Lundúnar.
Gleðilegt laugardagskvöld og til hamingju með að kunna að mótmæla ekki með blöðrum!
41 orð sem byrjar á ell á móti 100 ef ég taldi rétt!
Bloggar | Breytt 16.11.2008 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 23:51
Besta pæling sem ég hef komið með;
Endar Biblían á amen?
Besta svarið var frá Guðbjörgu Valdísi vinkonu minni; Nei hún endar á THE END!
Þessi færsla er í boði Nýja Landbankans!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
12.11.2008 | 19:07
Borað í nefið með stæl!
Eins og ég segi, þegar ég var lítil slitnaði varla horið á milli fingurs og nefs, en þegar ég var 7-8 ára gömul að mig minnir, kom frænka mín hún Inga Rún í heimsókn með Kamillu litlu frænku mína, sem er 3 árum yngri en ég. Þá var ég búin að finna hrikalega snilld upp (að ég hélt), þar sem ég þurfti bara að bíða eftir því að horið væri komið svo langt niður svo að ég gat bara sogið það með tungunni.
Ég man svo vel hvað Inga Rún sagði við Kamillu; Þetta má ekki! Held að ég hafi eitthvað þrasað við hana um þessa tækni mína, en annars varð ég rosalega móðguð út í frænku mína....
Mér finnst horsögur svo ótrúlega skondnar, hér er færsla um bók sem ég las þegar ég var lítil!
Ég fékk út úr Sögu 103, fyrsta lotuprófinu af þremur í dag, ég náði með 7.5 , svo fengum við út úr Nýlendustefnuritgerðum í dag og ég var hæðst ásamt einum öðrum með 9.5....
Knús á ykkkuuuur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)