4.12.2008 | 18:33
Um daginn og veginn!
En þarna sat hún, venjulega mamman með 5 öðrum rithöfundum sem virtust aðeins skýtnari (það er ekki neikvætt né eitthvað betra samt). Það var alveg svakalega gaman að fylgjast með þeim öllum - ótrúlega ólíkir rithöfundar.
Hitti Jónu þrisvar, og ég ætla að vera alveg ótrúlega hreinskilin, Jóna er bara æðisleg manneskja, af þessum stuttu kynnum við hana hef ég áttað mig á því. Traust og góð!
Ég fékk áritun í bókina mína frá henni..
Takk kærlega fyrir upplesturinn og fyrir að gefa þér smá tíma til að tala við mig Jóna mín, hlakka til að hitta þig næst, hvenær sem það verður!
Sýningar á Blekkingin eru hættar svo ykkar missir var okkar missir... hehe!
Knús til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.12.2008 | 15:24
Upplestur rithöfunda í kvöld í Pakkhúsinu!
í kvöld verður viðburður sem ég hef hlakkað til í sirka tvær vikur, því flottir rithöfundar eru að koma hingað til Hafnar og lesa upp úr bókum sínum. Þetta verður kl. 20.00 í kvöld út í Pakkhúsi, mæli svo eindregið með því að Hornfirðingar og aðrir sem hér eru mæti.
Þar verða;
Jóna Á. Gísladóttir að lesa uppúr bókinni sinni, Sá einhverfi og við hin, uppáhaldsrithöfundurinn minn!
Sigrún Eldjárn með bók sýna Eyja Sólfuglsins.
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir les uppúr ljóðabók sinni Loftnet klóra himin.
Þorvaldur Kristinsson les úr ævisögunni Lárus Pálsson leikari.
Guðmundur Andri Thorsson les úr skáldsögunni Segðu mömmu að mér líði vel,
& Sjón les uppúr sinni bók, Rökkurbýsni.
Ég ætla að mæta, kemur þú?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.11.2008 | 18:16
Annað smáinnskot í fríinu!
Minni á frumsýninguna á Blekkingunni, svo verða sýningar á mánudag og þriðjudag - ekki missa af þessu einstaka tækifæri....
Knús til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.11.2008 | 01:29
Smá innskot í fríinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
20.11.2008 | 15:09
Hætt í einhvern tíma...
Áhugaleysið hefur verið í hámarki undanfarnar vikur, enda eins og ég segi stendur á ströngu hjá mér og ég hef lítinn sem engan tíma til þess að kreista eitthvað upp úr mér.
Það er margt á seiði í mínu lífi og ég verð að snúa mér að því.... en ég kíki á ykkur og set inn komment hjá einhverjum, svo ekki örvænta, ég kem fyrr en varið....
Hafið það sem langbest þangað til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)