14.12.2008 | 01:54
,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? "...
Ég er að skrifa til einhverra sem hafa ekki hugmynd að ég sé að skrifa til, sumir vita af því og það er að vísu fínt. En aldrei á minni lífsleið hefur mér tekist að fá jafnmörg eða 2/3 af þeim bréfum sem ég sjálf sendi. Svo að ég er orðin frekar ónæm á það, enda eins og stendur forðum ,, Sælla er að gefa en að þiggja ". Setjum þetta í tips, íslenska þjóð, tips!
Hér sit ég já, með sveitt ennið að föndra jólakort til ýmissa kvenna (vill svo skemmtilega til að ég sendi örugglega aðeins einum karlmanni jólakort og það er hann Rafn minn... ), t.d. einhverra hér á blogginu. Ég föndra svo seinna jólakortin sem ég sendi innanbæjar, en þau verða færri heldur en ég sendi utan bæjarins. Held að ég hafi talið 14 talsins fyrir hana móður mína, og þá kom þessi einstaka setning ,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? ". Þar sem ekki allir vita að ég ætli að senda þeim jólakort, þá kemur það engum á óvart að fólk eigi að vita sísona að það eigi að senda mér.
En þeir sem vilja mega endilega senda mér eins og eitt bréf, tala um daginn og veginn. Mér þykir gaman að fá handskrifuð bréf - þurfa ekki að vera jóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2008 | 19:54
Ég læt mig dreeeymaa........
Þegar ég var lítil, eða yngri, síðan ég man eftir mér allavega, þá var ein mynd í lang mestu uppáhaldi hjá mér og hefur mótað mig örlítið, svona án þess að vita af því. Fyrr en fyrst núna þegar ég fer að hugsa um það.
Sú kvikmynd heitir Perlur og svín, fyrir einhverri ástæðu varð hún mitt uppáhald þar sem hún var íslensk, á þeim tíma var lítið um það að horfa á íslenskar myndir.
Einhvernveginn æxlaðist það, að upphafslag myndarinnar, Perlur og svín, er sungið af uppáhalds söngkonunni minni, Emilíönu Torrini og ein af uppáhalds leikkonunum mínum leikur aðalhlutverkið, hún Lolla.
Ég held að það séu tónleikar í dag með Emilíönu Torrini, og ég læt mig sko aldeilis dreyma að vera þar, gæti gefið af mér litlu tána til þess að fara á tónleika með henni ( litla tærnar mínar eru nefninlega svo verðmætar!!!!! önnur kostar silljón! Svo þær kosta tvær silljónir til samans)..
Knús inn í kvöldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2008 | 23:19
Ólíkir karakterar...
Fólk er mismunandi. Feitt - mjótt, lágt - hátt, dökkhært - ljóshært og ég get lengi, lengi haldið áfram að telja svona upp, svo er náttúrulega meðallag á öllu svo. Athyglissjúkt og feimið, og sumir eru bæði. Ég sá tvær mjög svo ólíkar manneskjur samankomnar í sjónvarpinu á Stöð 2 í dag.
Önnur alveg ótrúlega íslensk, eða að mér finnst, eins og ekta íslendingur ætti að vera, en þó bara hálfíslensk og á móti því hálfítölsk. Emilíana Torrini, uppáhaldið okkar Omma. Hin held ég að sé alíslensk og þekkt fyrir mikla fegurð, tekur þátt í raunveruleikaþætti sem er víst í janúar núna á næsta ári, heitir The Million dollar woman. Ásdís Rán.
Persónulega finnst mér hún Emilíana alltaf jafn einlæg og góð, og kemur fram eins og hún er. Algjörlega í uppáhaldi hjá mér eins og hefur oft komið fram, enda finnst mér hún rosalega góð söngkona þó ég viti nú um marga sem eru alls ekki sammála því. Karakterinn hennar heillar mig, karakter sem er líkur Björk og Eivör, en er þó hennar eigin. Enda eru þær allar einhverjar svona bara verur með fullri virðingu fyrir þeim, verur sem eru bara þær sjálfar frá A til Ö. Það skín í gegn hjá henni allt, brosið er einlægt og hún sparar það ekki, en ofgerir það heldur ekki. Hún er ekki, svo ég viti, að keppast um eitt né neitt, allavega ekki í tónlistinni. Hún gefur út frá sér tónlist sem er henni einni lagið, einlæg tónlist og róleg. Ég held ég geti ekki gefið henni nein neikvæð komment, hún er eitthvað svo ótrúlega náttúruleg og klæðist eins og henni langar til. Ég horfði á hana síðasta laugardag hjá Ragnhildi Steinunni og þar söng hún með goði fjölskyldu hennar, Megas, Tvær stjörnur, eitt af uppáhalds lögunum mínum sem hún hefur sungið. Þau voru svo ótrúlega flott! Ég held ég geti endalaust fundið eitthvað til að tala um hana, enda hef ég hitt hana án þess að það sitji í minningunni, en ég kom henni víst til að brosa og ég er ánægð með það!
Mér fannst þær tvær svo ótrúlega ólíkar, Ásdís Rán og Emilíana, allt við þær, nema það eina að þær eru kynsystur. En ég þekki Ásdísi Rán svo rosalega lítið að ég get lítið talað um hana, nema að hún hefur eins og hver og einn veit, mikinn þokka, ber sig vel og stendur sig með prýði úti. Ég er ánægð með það að henni gengur svona vel úti!
Ég kann ekki að lýsa því hve ólíkar mér finnst þær vera, og ætla ekki að segja neitt þar sem ég veit að margir gætu túlkað orð mín á aðra vegu en ég meina og ég nenni því nú ekki - svona rétt fyrir jól.
Mig langar líka til að óska afasystur minni, Andreu Jónsdóttur, innilega til hamingju með Bjarkarlaufið, hún átti það svo sannarlega skilið - til hamingju elsku frænka!
En þar sem allir héldu líklegast að ég væri líklegast liðin - þá er ég næstumeldhress, bara með kvef og ekki alveg nógu hress á þá vegu.
Hafið það sem allra best elsku fólk og knúsið hvort annað frá mér!
Bloggar | Breytt 13.12.2008 kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
6.12.2008 | 18:58
Góðverk í amstri laugardags...
En við fórum, ég, mamma og pabbi í Bónus í Njarðvík áðan. Ég er ekki frá því að helmingurinn af fólkinu voru skrýtin þar. En við gengum þar einn hring, satt má segja að það voru rosalega margar rauðhærðar konur þarna, gaman að því!
Eins og ég er nú heimkomin í búðum, eða þið skiljið, þá geng ég alltaf frá körfunni eftir, enda óþolandi að rekast á fullt af kerrum og komast ekkert áfram.
Þarna var nýbúið að setja inn kerrurnar sem voru úti í rigningunni og það var kona að fara að ná sér í kerru og spurði mig þegar ég kom labbandi hvort kerran væri þurr, svo ég rétti henni broslega kerruna og sagði hátt og skýrt ,, Gjörðu svo vel! ".... svona smá góðverk í tilefni laugardags, bara gaman að geta gert öðrum gott. Ekki vildi ég að konan þyrfti að hafa blauta kerru...
En þessi kona var ekkert skrýtin samt, ef þið voruð að spá í það!
Hafið það gott ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.12.2008 | 01:36
Frostrósir á Hornafirði!
Ég kom áðan af yndislega fallegum, glæsilegum, æðislegum og bara nefnið allt það fallega og góða, tónleikum. Íslensku dívurnar stóðu frammi fyrir Hornfirðingum og nærsveitungum og aðkomufólki líklegast líka, sungu eins og enginn væri morgundagurinn af svo mikilli innlifun að ég gat ekki brosað ég var svo agndofa á tímapunkti!!
Ég brosti einu sinni, þar sem mitt uppáhaldsbestastamesta jólalag var sungið í fyrra uppklappi, Hugurinn fer hærra, yndislega fallegt lag sem allir ættu að komast í æðislegt jólaskap af!
Hér með lofa ég sjálfri mér að á næsta ári ef Frostrósir halda áfram störfum, fer ég í bæinn sama hvað hver segir og á þá tónleika. Ég hlakka bara til við tilhugsunina, þar getur maður ef til vill grátið úr sér augun yfir þeim - þorði það ekki innan um allt fólkið sem ég kannast við og þekki.
Takk æðislega fyrir mig Frostrósir, þið eruð æðislegar og nú sit ég heima að pakka fyrir Reykjarvíkurferð með diskinn í tækinu... takk endalaust fyrir mig!!!!!
Af 10 hjörtum mögulegum fáið þið 11.....
Svo vil ég loka færslunni með því að votta ættingjum og vinum Rúnars Júl. mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég fékk sjálf að sjá goð Íslands og kíkja í heimsókn með Sædísi sys, Ingu Rún og Þórdísi Ingu frænkum mínum fyrir áttræðisafmæli afa, svo sungum við fyrir framan ættingja og vini afa afmælissönginn og Er ég kem heim í Búðardal með sjálfum Rúnari.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)