Hugleiðingar Róslínar - dagbókarfærsla..

Sko, ég hugsa ótrúlega oft útí það hvernig það er að vera ég, hvernig ég er, og hvernig ég vil vera. Ég get oft svekkt mig á því hvernig ég er, hvernig ég læt og hvernig ég læt ekki. Ég hef líka oft og margsinnis hugsað út í það, eða reyndar í fyrsta skipti áðan, hvernig ég get verið svona ótrúlega ólík fjölskyldunni minni, en samt svo ótrúlega lík þessu skrítna fólki (er þá að tala um mömmu, pabba, systur, bróður og auðvitað hundinn..). Hinir ættingjarnir eru aðeins skrítnari... flestir.
Ég er skyldust hundinum hvað háraliturinn varðar, pabba mínum hvað augabrúnirnar varðar, og skemmtilega húmorinn okkar. Líkist mömmu, vaxtarlagið hans pabba. Reyndar kemur háraliturinn frá langömmu minni heitinni eins og flestir ættu að vera búnir að ná. Hendurnar eru klárlega frá báðum foreldrunum, en veit ekki hvaðan ég fæ svona grannar hendur, en svo þykka handleggi.. eða hvað sem þetta heitir alltsaman. Hæðin, ef hæð má kalla, er örugglega bara spesjalí meit for mí, þar sem ég er hæsti kvenmaðurinn, ef mamma, Sædís, Linda frænka, amma Rósa og amma Adda eru taldar með. Þarf ekkert að fara vel yfir pabba ætt því þar eru þær bæði hávaxnar og lávaxnar!

Augun koma frá pabba, sko hvað þau eru langt inn, eða því held ég allavega fram. Hvað ég get étið kemur líka frá pabba, en það að ég sé sólgin í súkkulaði kemur frá mömmu..

En það er kannski ekki alveg það sem skiptir máli, það sem aðallega skiptir máli er hvað býr innra með manni, og ég hef nú alltaf trúað á það, þar sem ég er þekkt fyrir að vera löt fyrir að halda upp á útlitið. Líkist oft algjörri druslu, nei ekki slíkri druslu, heldur fatalufsudruslu.
En það sem býr innra með mér er ég sjálf, og reyndar líka hvernig ég er, hvað fötin varðar. Ég fékk fullt af nýjum fötum í jólagjöf svo þetta dugir þangað til ég fer á útsölur í bæinn!
Nei ég verð að halda mér við efnið, afsakið mig, ég er að tala um mig sjálfa, ég er farin að hallast að því, þar sem systkini mín segja það oft, eða kannski ekki oft, en stundum. Hvort ég sé ekki alveg örugglega bara ættleidd... rauðhærð, og vill verða listamaður, í hverju, leiklist helst, en ljósmyndun og málning er skemmtilegt líka. Systir mín að læra félagsfræði og bróðir minn smíðar. Mamma vann í frystihúsi, nú sem skólaliði, pabbi var kokkur á sjó en núna vinnur hann fyrir Íþróttafélagið Sindra. Júbb, ég bara hlýt að vera ættleidd!

Ég ósjálfbjarga manneskjan, virka sjálfbjarga, kem eins og ég er fram við alla, feimin við suma, þoli ekki einhverja, en almennileg við langflesta... stundum örlítið pirruð týpa.

Æji, eftir alltsaman er ég bara dóttir foreldra minna, þessi skrítna, stelpan sem sagðist einu sinni ætla að verða Akureyringur þegar hún yrði stór. Hætti því þegar hún var 12 ára, ætlaði þá að verða leikkona og ætlar sér enn. Sagðist ætla fyrst í framhaldsskóla, svo í Kvikmyndaskóla Íslands, og þar á eftir að verða Forseti Íslands. Hver veit... kannski geri ég ekkert af þessu... en ég vona, að ég verði þessi sem allir munu minnast með virðingu og bros á vör, og að fólk muni líta upp til, en ég ekki niður til. Ég ætla að verða fræg, en samt alltaf koma fram eins og ég er.

Eitt er víst, ég ætla ekki að verða fótboltakona, en held samt alltaf uppá Þóru B. Helgadóttur.

Kannski dey ég á morgun. En ég vil það ekki sko, en kannski, hver veit. Þetta er allt skipulagt og staðfest. Hvernig og hvenær veit ég ekki, en eitt veit ég að ég ætla að ná mínum 118 árum sem ég á inni.  Ég get, ég vil, ég skal, ég get!


Þessi færsla er í boði bankanna, um allt og ekki neitt og óyfirfarin..
Og nei, ég drekk ekki, né neyti vímuefna eða neitt svoleiðis, stundum næ ég bara hámarki ruglunnar!

Það sem mér finnst ég afspyrnulélegafyndin...

Ég hef stundum komið með nokkuð góðar færslur hérna inn á bloggið, og önnur blogg reyndar líka. Ætla að deila með ykkur nokkrum gullmolum sem ég er afspyrnulélega fyndin á netinu í gegnum árin..

Gjöryðursovel!

24.06.2007 23:24:13 / Róslín Alma

Viti menn!!

 

 

Í nótt vaknaði ég og reyndi að sofna aftur, eins og fólk veit þá var það nú Jónsmessunótt, ég gekk hér rétt útfyrir pípuhlið til þess að gá hvort að kýrnar myndu í alvöru tala. Þegar á leið mína var komið þá tók ég eftir því að það stóð hestu við hlið kúnar og heyrðist frá honum eitthvað ægilegt hljóð greyið var eitthvað hás.

Í alvöru talað heyrði ég kúna segja eitthvað, en það var það víðfræga orð ,, MMMUUÖÖHHHH"

Í alvöru ég heyrði kúna segja þetta orð!!!!!!

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

26.06.2006 22:02:04 / Róslín Alma

Bloggedíbloggblogg..


Því miður, heilinn á mér er gjörsamlega tómur, það glimrar allveg í honum!!

 
Smá komment á þetta; segir maður ekki glymur, og alveg?

 

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

 

09.06.2006 23:07:20 / Róslín Alma

Þannig er það nú bara..

...............................

Jæja.. ætlaði að vera svo dugleg í dag að skella mér bara á æfingu og þrífa búrið hans Guffa míns heitins. Svo var engin æfing og heldur enginn Guffi. Eða jú reyndar var Guffi þarna, en bara ekki sálin hans, bara búkurinn..:cry: Ég hringdi hágrátandi í mömmu sem var nýfarin út að labba með Lubba. Sko svei mér þá, ég vissi að Guffi minn myndi deyja einhverntíman, en ekki ég gráta í klukkutíma. Svo var ég allveg hætt að gráta, en þá kom Sædís og Ingi og mamma sagði þeim þetta og þá heyrði ég hlátur í Sædísi:whut: Og fór aftur að gráta, því þetta var ekkert smá særandi!!:cry:

 

Komment á þetta; hahahahahahahaha, Sædís særði mig með því að hlæja að dauðum hamstri!!!!W00t

---------------------------------------------------------------------------------------------

 Jæja, getið lesið meira á www.roslin.blogcentral.is...
Mér þykir ég bara nokkuð seintfyndin manneskja, en hlæ þó alltaf af öllu sem ég segi, því enginn annar hlærWhistling. Annars já, vantar lykilorðið, lykilorðið á síðuna er lubbi!

Hafið það gott!Heart


Aðfangadagur runninn upp og liðinn!

Hér sit ég, agalega södd eftir hátíðardagana, Aðfangadag og Jóladag, á fjórða tíma Annan í jólum, með pensla, striga og málningu fyrir framan mig. Enda er nóttin mitt frelsi til þess að hugsa, og framkvæma allt það listræna í mér, ef það er eitthvað.
Ég er afskaplega þakklát fyrir dagana tvo sem hafa liðið, Aðfangadagur var rauður, s.s. enginn snjór, og voðalega votur. Ég svaf lítið svo ég sofnaði sátt í gærnótt. Ég er rosalega sátt með allt sem ég fékk, og ótrúlega ánægð, þrátt fyrir það hve pökkunum fækkar með árunum þá verð ég alltaf afskaplega ánægð með allt sem ég fæ.
Eins og þeir sem þekkja mig ágætlega og reyndar ekki neitt, sjá mig bara, þá á ég lítið af fötum og því fékk ég að kynnast þessi jól að fólkinu mínu finnst það líka, enda fékk ég fullt af fallegum fötum, sem ég hlakka bara til að vera í!Grin
Ég fékk fimm jólakort, og á örugglega eftir að fá fleiri, seinna bara. En ég er agalega ánægð með þau fimm kort sem ég fékk, enda þarf eins og ég segi lítið til að gleðja mig. Falleg kort og ég þakka kærlega fyrir mig, bæði fyrir kortin og gjafirnar, allt afskaplega fallegt.. Takk takk takkHeart


Ég ritaði hérna niður örstutt ljóð, veit ekki hverskonar ljóð og hvort það sé flott, en ég breytti því ekkert en ég verð að birta það, enda kjörið þar sem ég er einmitt að mála!

Litir hafsins
litir himins
litir jarðar
sameinast allir í eitt málverk.
Gulur, svartur,
hvítur, blár,
grænn, rauður.
Upphafslitir alheimsins.
Hversvegna?

Enginn veit.

 

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og eigið góða nótt - sjálf ætla ég að klára að mála!

KnúsHeart


Jólakveðja á Þorláksmessu frá mér til ykkar!



Allt sem ég vildi segja..... knús og ég heyri í ykkur eftir jól!Heart

Ég fæ jólagjöf...

Ég hef aldrei almennilega pælt í því hve létt það getur verið að gleðja mig með gjöfum. Þegar ég var lítil þá gaf einhver af jólasveinunum mér kartöflu í skóinn, tökum það fram að það var bara í eitt skipti. Ég fór glöð fram og sýndi öllum hvað hefði verið í skónum mínum þegar ég vaknaði, og sagði við mömmu þar sem ég vissi bara að kartöflur væru soðnar þá (ég vissi ekki að franskar kartöflur væru kartöflur), að nú skyldu þau sko aldeilis fá að sjóða kartöfluna í kvöldmat sem hann Sveinki vinur minn færði mér í skóinn!

Ég var að ganga úr stofu úr trommutíma hjá Þresti fyrir einhverjum vikum og heyrði tvo stráka spyrja yngri stelpu hvað hún hefði fengið í jólagjöf um síðustu jól, og stelpan svaraði að hún hafði fengið bók. Ég held að strákarnir hefðu farið að hlæja, en ég fór þá aðeins að hugsa, hversvegna þeir væru að hlæja. Ef maður fær bók, hvort sem það er barnabók, unglinga eða fullorðinsbók þá verður maður ævinlega þakklátur ef bókin er góð. Ef maður fær eitthvað dót, þá varðveitist það heldur illa og eyðileggst oft á endanum. En bókin getur alla tíð vaxið með manni, dótið sjaldnar.

Fór að hugsa um þetta þegar ég kíkti fram í stofu og sá að það væri kominn nýr pakki í sófann þar sem þeir eru geymdir. Hann var ómerktur en ég sá svipinn á mömmu þegar ég spurði hana hvort þetta væri handa mér, og rétt áðan leit ég aftur við inni í stofu og þá var hún búin að merkja hann til mín frá henni og pabba. Ég kíkti aðeins á pakkann, hélt á honum og svona, og fann að þetta væri bók og núna get ég ekki beðið eftir því að sjá hvaða bók þetta skuli nú vera - ég elska að lesa góðar bækur!

Jólin eru alveg að ganga í garð, ég hlakka til Þorláksmessu þar sem jólaskapið kemur algjörlega í mig.

Fór í heimsókn í dag til Rafns, hitti þar Röggu tengdó, Aðalheiði krútt og seinna hitti ég Gauta tengdó, færði Röggu smá fyrirframjólagjöf... sælla er að gefa en að þiggja, það finnst mér!!

Ég á eftir að klára tvær jólagjafir, skrifa eitt jólakort og finna jólagjöf handa Axel og Svöfu, vinn smá á Þorláksmessu, allt í góðs nafni, og ég hlakka til Aðfangadagsmorgun, fyrsti morguninn sem ég vakna snemma..... hafið það sem best elsku bloggvinir sem og aðrir!!!Heart

Læt hér fylgja myndband með Eddu Heiðrúnu, man svo vel eftir þessu, hef svo oft séð þetta og heyrt, bara æðisleg!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband