30.1.2009 | 18:26
Pælingar unglingsins....
Ég reyndi að bæla hann niðri í mér, en allt kom fyrir ekki, hann var þarna kominn til að vera. Ég hélt göngu minni áfram, óskaði þess svo að þessi hiksti færi. Þegar ég var komin rétt fyrir aftan bakdyrnar á búðunum (miðbær kallast þetta) dró ég inn andann og gekk rakleiðis eins og ég hefði séð eitthvað fyrir aftan mig og út hinu megin.
Enginn hiksti!!
Hann hætti vegna stressins!
Þar sem ég labba í flestum tilfellum heim til mín úr skólanum hlusta á iPodinn minn. Er frekar "mannfælin" þegar ég er úti að labba og horfi mikið niður þegar fólk keyrir framhjá, annars ósjálfrátt held ég að fólk haldi að ég sé í fýlu, að gráta eða eitthvað annað.
Held mjög greinilega að ég líti alltaf útfyrir að vera grenjandi eða í fýlu þegar ég labba...
Ég lít alltaf til beggja hliða, hægri, vinstri, bíð ef bíll er nálægt eða geng yfir ef engan bíl er að sjá eða langt í bílinn. Dríf mig alltaf yfir, þó það sé langt í hann.
Með tónlistina í botni labba ég, eini tíminn sem ég gef mér virkilega til þess að hlusta á tónlist. Hugsa lítið um annað á leiðinni heim en um lagið sem ég hlusta á og syng með í huganum.
Lækka samt alltaf þegar ég mæti einhverjum, ávani, vil ekki að fólk spái í því á hvað ég hlusta. Annars hlusta ég mest á Emilíönu Torrini, Lay Low, Sigur Rós og Ragnheiði Gröndal þessa dagana, og já tónlistina úr Mamma mia að sjálfsögðu!
Mig langar ekki til að verða fyrir bíl, er svo slysahrædd manneskja... enda aldrei neitt alvarlegt gerst fyrir mig, eða jú, kyngdi perlu þegar ég var lítil á leikskólanum, stórri. Datt á andlitið líka, var rosalega bólgin og er með tvö ör undir nefinu eftir það.
Annars þessvegna lít ég til beggja hliða - til að lenda ekki fyrir bíl. Ég er heyrnalaus fyrir umhverfinu, tónlistin í botni.
Tilgangslausara blogg fyrirfinnst varla í bloggheimum um þessar mundir.. pælingarnar mínar bara!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2009 | 18:54
Þið eruð ekki þjóðin!
Þjóð köllum við þann hóp fólks sem þekkist ekki allt persónulega, en finnur til samkenndar, á sér sameiginlegt nafn, sameiginlega upprunasögn og sameiginlega menningu sem skilur það frá öðru fólki, stundum sérstakt tungumál, stundum sérstök trúarbrögð.
Mér finnst það annars magnað, forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, sem ég man vel eftir þegar ég lenti á þingi þegar ég var yngri þegar ég var að kíkja hvort ekki væri eitthvað merkilegt í sjónvarpinu. Hún er flott í þetta starf, held ég. En hún bruðlar, en ég treysti henni samt.
Ég er ekki sjálfstæðismanneskja og ekki framsóknarmanneskja heldur...
"Hélt með" Vinstri-Grænum þegar ég var yngri útaf nafninu, grænir og vinstri, hentar mér. Er ekki flokksbundin í dag enda finnst mér allir bulla tóma þvælu og ekki standa á sínu, afhverju er þetta ekki bara eins og í den, Íhaldsflokkur, Alþýðuflokkur... eitthvað meira, man ekki hvað, ha?
Afhverju þarf að gera hlutina erfiða og gera fólk atvinnulaust, svar við því, takk fyrir pent, strax!
Mig langar rosalega til að skrifa grein og senda í moggann, sýna að við höfum munn, allavega putta til að tala líka. Ég myndi mæta á mótmælendafundina á Austurvelli jafnvel halda ræðu. Bara. Ef ég gæti sko. Án öskranna, þoli ekki svoleiðis. Sýnir bara frekju og lítinn vilja, bara frekju!
... þið eruð ekki þjóðin...
... það er nefnilega bara ég!
múha, múha, múha...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.1.2009 | 01:11
Er þetta það sem við viljum, elsku íslenska þjóð?
Fyndið, já, að sumu leiti allavega. Friðsæla Ísland og fögru flón sem hér lifa, nei afsakið, fögru fljóð meina ég. Ekki flón. Bið innilegrar afsökunar. Nei, samt, eiginlega ekki.
Ísland er eitt stórt kreppuljóð, og kreppuhljóð og kreppuhjól, í dag allavega.
Ég finn að sjálfsögðu til með forsætisráðherra Íslands, óska honum góðs bata og vonandi fer allt vel. Ánægð með að Ingibjörg Sólrún sé í lagi og allir sáttir, nei afsakið. Ekki sáttir. En við erum flest sammála um þetta, að þó sumum finnast aðrir óhæfir í starfi - óska þeir þeim samt ekki dauða. Margir segja það víst í bræði sinni og vita innst inni eins og allir að hann meinar það ekki.
Persónulega myndi ég mæta á mótmælin á morgun, íklædd appelsínugulum lit, sitja í grasinu og smita fólk út frá mér með jákvæðni og syngja einhverja fallega söngva, með engan varðeld heldur blómahrúgu. Þó ég viti vel að fólk hlusti ekki á mig, þá finnst mér nóg komið af skyrkasti, klósettrúllum og eggjum og öllu þessu jukki sem þið eyðið á húsið og lögguna. Tala nú ekki um það hve niðrandi það er að skíta í poka og míga og kasta í átt að lögreglu - það skemmir ekki mannorð lögreglunnar heldur þeirra sem gera svona heimskupör.
Þeir eiga hrós skilið sem gefa lögreglunni kakó og túlipana!
Ást og umhyggja !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.1.2009 | 21:31
Skissur - aulahúmorinn minn!
En ég veit ekki hvort það sé æskilegt að djóka með mótmælin, en hér er ein svona, upp á djókið!
Svo hérna aðeins um Obama, og svo það sé alveg á hreinu er ég ekki kynþáttahatari, mér finnst eins og flestöllum öðrum stórkoslegt að sjá hann taka við af Bush!!!:
Og að lokum, emo poppkorn!
Fyrir þá sem langar að sjá meira, verða þeir víst að vera feisbúkk vinir mínir til að sjá myndirnar sem ég set þar inn. EN allur réttur er áskilinn og þannig babbl, ef fólk vill setja þetta inn á eitthvað eða eitthvað ( ólíklegt, but so what), þarf að tala við mig fyrst og fá leyfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2009 | 21:22
Minningin lifir!
Hér er hún, hún langamma mín, Sveinborg Jónsdóttir(Jörgensdóttir)
Sveinborg langamma mín heitin, Sveina amma var rauðhærð, sítt hárið hennar og þetta fallega rauða hár. Ég fékk ekki að sjá það, því ég man bara eftir henni með hvítgráa hárið hennar. Afi færði mér mynd af henni frá unga aldri, ung dama sem situr með alheiminn í augum sér, og þetta síða, síða hrokkna hár. Rauða hár. Í myndarammanum er lokkur úr hári langömmu, og er ég set hár okkar saman, er liturinn nauða líkur. Þess vegna fórna ég ekki háralitnum mínum - langamma hélt svo mikið upp á mig og rauða hárið mitt. Bara ef hún gæti séð það núna.
Ég sat og beið út í bíl, beið eftir því að mamma væri búin að banka og athuga hvort að Sveina amma væri heima, og Jón langafi þegar ég var yngri. Þegar var veifað mér var langamma komin til dyra, ég litla feimna rauðhærða langömmustelpan faðmaði langömmu og langafa. Lykillinn hægra megin við hurðina var alltaf á sínum stað, til hægri þegar úr forstofunni var komið var lítið borð undir síma og stóll þar við hliðina. Skeinkur á móti með fullt af gömlum myndum, af langömmu og hennar systkinum þar á meðal. Og mjög oft kom sú spurning á vörum mér hver þetta væru nú aftur. Amma Sveina var alltaf með kex og smurosta á borðinu, ég man eftir lyktinni af smurostinum og mér þótti alltaf bara gott að borða kexið og smurostinn hjá ömmu, ekki nein staðar annarsstaðar. Eldhúsið var lítið og fíngert, eins og langamma. Eldhúsborðið var hringlaga og amma sat næst klukkunni við vegginn og útvarpið, alltaf út í horni. Nuddaði höndunum saman eða hélt annarri undir höfðinu og horfði á mig þegar ég sagði frá einhverju og kinkaði kolli.
Ég man að í gestaherberginu var skápur og þar voru litir, fimmhyrndir vaxlitir og litabækur með fullt af myndum, lituðum og ólituðum. Merktar frænkum og frændum mínum. Þar lágum við systurnar á gólfinu og lituðum og reyndum að haga okkur vel - því við vorum hjá langömmu.
Ég forðaðist það að fara á klósettið hjá langömmu því þar var allt svo fínt og ég vildi ekki óhreinka neitt, eða skemma. Frekar hélt ég í mér þar til við komum til ömmu Rósu og Axels afa.
Eina minningin mín um Jón langafa var sú að hann sat með öndunarvél, og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta ekki skrítið tæki.
Stofan hjá þeim var eins og í bústað hjá konung og drottningu, sófasettið var svo fínt að það þurfti að fara varlega. Stórt málverk af fossi á veggnum og skeinkir upphlaðnir myndum af fjölskyldunni.
Ferðir okkar fóru að verða færri til langömmu með árunum, þó ég bað alltaf um það að kíkja á langömmu. Síðasta minningin mín um langömmu var sú þegar við fórum til hennar á hjúkrunarheimilið sem hún bjó á síðasta árið sitt, og þar bauð hún okkur nokkra súkkulaðimola - reyndi að fela fyrir okkur að hún væri orðin verri í lungunum.
Ég held að langamma hafi verið sú kona sem ekki vildi láta sjá á sér að eitthvað amaði að henni. Hún var móðir Axels afa, og ég sé vel að þau tvö, og systur afa hafa vel bein í nefinu.
Langamma og langafi bjuggu að Núpi, sem þekkist núna sem Kaffi Krús á Selfossi, langalangamma mín og langalangafi minn byggðu það hús, ykkur til fróðleiks.
Ég las það í minningargreininni að amma varðveitti íslenskuna sína, og vildi ekki heyra vonda íslensku, ég ætla að virða það og gera slíkt hið sama. Langamma mín var og er ein stærsta konan í mínu lífi, þrátt fyrir hversu lítil og nett hún var.
Nú hvílir elsku langamma mín á himnum, rauðhærður engill sem gætir afkomenda sinna og allra þeirra sem henni þótti vænt um. Það eru að verða fjögur ár síðan hún kvaddi okkur, en hún mun að eilífu lifa í hjörtum afkomenda hennar. Okkur þótti öllum yndislega vænt um þessa góðu konu !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)