15.2.2009 | 17:38
Í svartasta skammdeginu er gott að sitja og lesa..
Leitin að Helgu bleiku tómati
,, Lýst er eftir tómati, rauðum tómati í íþróttaskóm og bleikum jogging galla, brúnleitt hár skreytt bleiku svitabandi, sem svarar nafninu Helga.
Sagði fréttamaðurinn í sjónvarpinu, broddgölturinn Sighvatur.
,, Sá sem sér hana veltast einhverstaðar er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma lögreglunnar eða láta Gulla hjálm vita í síma 411-5114. Hún sást seinast heima hjá sér.
Gulli hjálmur nagaði sig í handabökin heima hjá sér, gekk um gólf eins og taugaveiklaður maður. Helga tómatur hafi verið í pössun hjá móðurbróður sínum og horfið, týpískt fyrir grey Gulla.
Á meðan Gulli blótaði niður í bringu og stappaði hægri fæti í gólfið og skall hausnum í borðið var Helga ekki óhult.
,, Hvar er ég eiginlega?
Spurði Helga en fékk ekkert svar, hún var í helli.
,, Haaaaalllllóóóóóóó! Leðurblökur flögruðu við bergmálið, Helga kyngdi stóru ópi. Hvað hafði hún eiginlega komið sér í, í þetta skipti.
,, Múúúhamúhamúhaaaahahahahaha.
Heyrði hún og þar var enginn annar en sjálfur Drakúla mættur í öllu sínu veldi. Helga hélt hún myndi annað hvort pissa á sig af hlátri eða að þetta væri eitthvað algjört grín. Hvað var eiginlega í gangi.
,, Hvað ert þú eiginlega? spurði hún með vanþóknunarsvipinn uppmálaðan.
,, Múhahaha, ég er DraaaaAAaaaAkúúlaaa, svaraði skrítni maðurinn sem líktíst helst kanínu með stórar vígtennur, og gráu hárin sáust betur en þau svörtu.
,, og ég ætla að éta af þér hendurnar, múúúhaaha!
Helga furðaði sig á því hvað hann var rosalega kjánalegur og missti út úr sér hláturgoluna.
,, En, en þú ert ekki með liggur við neinar tennur og þú er allur að detta í sundur, ég er mikið sterkari en þú! gaspraði hún útúr sér í öllum hlátrinum.
,, Þú heldur að þú sért algjör glaumgosi mín kæra, en mér er fullalvara! sagði Drakúla og sperrti út bringuna, rassinn á honum krepptist saman og skikkjan flaksaði.
,, Jiiiiiimiiiinnnnn! hraut útúr Helgu á meðan hún var nánast köfnuð á innsoginu við hláturinn.
,, Hefur einhver einhvern tíma tekið þér alvarlega? spurði hún svo eftir að hún var búin að róa sig aðeins niður.
,, Ég ætla að byrja á þumalputta og enda á þeim litla.
,, Gússi, öskraði Drakúla og stuttu seinna kom fram grámyglaður graslaukur úr einhverju af skúmaskotunum inni í hellinum.
,, viltu gjöra svo vel og taka kistilinn atarna og fara og sækja svo sem einn vel beittan hníf inn í eldhús, hér er góður tómatsbiti sem við getum snætt hendurnar af. tautaði hann niður til Gússa.
Þegar Helga uppgötvaði að þeim væri alvara, fór hún að sprikla og reyna að ná sér niður af vegg sem hún var bundin upp á í járnum. Kallaði endalaust á hjálp.
Þeir færðu hana niður og í kistilinn og ætluðu að byrja að skera puttana af, en þá birtust þeir, löggurnar, Lási pizzaofn, Brjánn gúrka og Skúli fúli. Komnir til að bjarga Helgu tómatinum bleika.
En þá brutust út hin mestu læti, þetta voru ekki slagsmál heldur keppni hver gæti öskrað hærra, löggan vann með Lása fremstan í flokki. Og Helga tómatur gat aftur farið út að skokka í bleika jogging gallanum sínum og Gulli hjálmur frændi hennar þurfti ekki að hafa áhyggjur framar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.2.2009 | 18:12
Heyrði á tali eldri kvenna..
Það sem þær voru að tala um var kreppan sem var í kringum 1930, ég hef einmitt nýverið verið að læra um kreppuna sem var þá, sem var mikið verri en kreppan í dag. Sumt fólk átti ekkert til að missa, Reykjavíkurborg reddaði fólki dagsvinnu, einn dag í einu, sú vinna var kölluð Bótavinna ef ég man rétt.
Unnið var við að moka snjó og þessháttar störf, pælið í þessu, hvað við höfum það flest mikið betra en fólkið á þessum tíma.
Sumir finnst mér kvarta of mikið undan kreppunni, sá vægir sem vitið hefur meira hef ég oft heyrt, og mér finnst það eiga við þetta líka. Fólk á að vísu erfitt hérna á Íslandi, en í mikið færri dæmum en var í den.
Kreppakreppakreppakreppa.... við heyrum ekkert annað þessa dagana, ég vil bara að þetta sé lagað, það vantar að sumu leiti enn fagfólk í þessi störf..
Hææææættttuuuuuum að væla og gerum eitthvað í þessu... mér er sama hvað forsetin mismælir sig oft í einhverjum viðtölum, mér er sama hvað það er endalaust spunnið í kringum þetta hjá ráðherrum...... bara að það sé gert eitthvað! oh!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.2.2009 | 19:34
Svona kallar sko!
Svooooona kallar sko!
Neinei, hann hefur örugglega verið bitinn í rassinn af hval, dreymt hval hóta sér eða jafnvel núliðna hvali.. jafnvel gæti hann verið Skröggur hvalanna.. hihihihihi!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2009 | 00:54
Þjóð, ekki þjóð?
Er þjóðin algjörlega að ganga af göflunum, fyrst pólitíkin, sem gerði upphaflega bara upp á milli flokka, og utan flokksins voru ekki ill augu sem litu hvor á aðra. Núna er þetta farið að vera persónulegt og þeir sem styðja þennan flokk eru fáráðar eða eitthvað álíka, virkilega, getum við hætt að taka upp þjóðerni annarra þjóða?
Erum við þjóð?
Stöndum við ÖLL saman?
.. nei?
Einmitt, engum er sama um pólitík, ekki skrítið þar sem peningar eru farnir í vaskinn vegna þeirra sem.. sem gera hvað? Eiga mestan pening og eyða honum í alskyns vitleysu? Það hef ég heyrt og margar aðrar sögur, héðan og þaðan.
Ég hef farið út í þetta með ykkur hvað þjóð þýðir, og líkt og orðið þjóð, sem er hugtak, merkir t.d. katakomba eitthvað. Katakomba eru grafir kristinna manna, svo ég sé ekki að flækja málin neitt sérstaklega fyrir þeim sem ekki vita það.
En þjóð, erum við þjóð, eða bara einstaklingar sem hugsa bara um okkar eigin hagnað og þeirra sem eru næst okkur, Siggi og Gunna í næsta húsi mega bara fara fjandans til, því þau eru ekki vinir mínir. Hvað er að?
Þjóð stendur saman, fólkið sem fór saman á Austurvöll til að mótmæla, og á fleiri stöðum á landinu, það er þjóð, eða réttara sagt þeir sem héldu friði og voru ekki að ráðast á lögregluna - hún gerði fólkinu í landinu ekkert. Verndar bara aðra Íslendinga fyrir reiðum Íslendingum, eruð þið að pæla aðeins núna?
Gott.
Í alvöru talað, þá er hugur minn frekar hjá konunni sem fannst dáin, heldur en ríkisstjórninni - kreppan hefur komið áður, búin að læra um hana. Við komumst upp úr henni með því t.d. að setja toll á innfluttar vörur líkt og aðrar þjóðir. Eigum við ekki að redda okkur með því að selja allt kannabisið eða hvað sem þetta nú er, út til útlanda? Myndum við ekki græða hellings pening á því?
Nei allt í lagi, ég bara spyr.. en það væri samt sniðugt!
Hugsum aðeins um þetta og svörum svo spurningum... hættum að láta þessa pólitík tröllríða öllum samskiptum við vini og vandamenn - þeink jú verí möts!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.2.2009 | 02:14
Áfram Jóhanna!
Ég fylgdist með Spaugstofunni, fannst lagið þeirra best, úr súperstar. Man samt ekki hvernig það var, en það var um Jóhönnu Sigurðsdóttur, ég hlakka til að sjá hve vel sú kona mun standa sig. Hef alveg bullandi trú á henni!!
En já, held áfram með byrjun bloggsins, Jóhönnur, hún heitir Jóhanna, þekki nokkrar Jóhönnur svolítið. Get nú held ég bara tryggt það að margar Jóhönnur eru góðar. Svo eins og ég segi, Jóhanna mun standa sig.
Hennar tími mun koma! Nei, hann er kominn? er það ekki?
Sendi ykkur hlýja geisla...við förum að sjá í ljósið... einhvern tímann!
Smá svona p.s. í lokin, segir maður ekki Jóhönnur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)