Leti, leti, leti!

Ég verð eiginlega að sýna að það sé lífsmark hérna megin, einu kvartanirnar sem ég fékk voru frá Rafni að ég skildi ekki blogga.. frekar fyndið Joyful !

Prófin eru tæknilega byrjuð, tek 11 próf í allt, 8 í Heppuskóla, 2 í FAS og 1 í Tónskólanum! Svo að það er nóg að gera, fór í tvö próf í vikunni sem er liðin og tek 3 í þessari viku og afganginn í næstu. Svo það má segja að ég hafi nóg að gera, er smá byrjuð að læra - og tilhlökkunin er svo mikil hjá mér að komast í sumarfrí að það er eiginlega ekki sniðugt!

Mig langar ótrúlega að skrifa um eitthvað áhugavert, en ég veit ekki hvað, verkefnið sem ég fór í " mynd á dag í ár " gengur ágætlega. Heyriði, á fimmtudaginn fór ég á Vorhátíðina einu sönnu, síðasta grunnskólaballið sem ég fer á!
Veit að allir hafa mikinn áhuga á að sjá myndina sem var tekin af okkur Rafni, við fengum titilinn par ársins, fyrsti titill sem við fáum..Tounge



Svo ykkur til mikillar skemmtunar þá verð ég að láta fylgja video sem ég gat loksins klippt og sett á netið, pabbi straujaði tölvuna í dag nefninlega!



Þetta er tekið fyrir frekar löngu og ég er orðin mun betri.. í alvöru!

Ég er..

ÓSAMMÁLA PUNKTUR IS

og ég veit að það eru margir ósammála með mér, ég vil ekki ganga í ESB, verð bara að auglýsa linkinn þar sem ég hef ekki aldur til að geta skráð mig. Voða er Ísland kjánalegt!

Hver vill ganga í ESB, réttupphönd?

Ekki ég, þar sem ég vil ekki þurfa að fá þetta bull allt í bakið á mér í framtíðinni, þegar ég verð nógu fullorðin til að mega kjósa.. næstu kosningar eru þegar ég verð tvítug!

Annars segi ég, ef við förum í þetta blessaða ESB, alveg eins og útrásarvíkingarnir; ÚT VIL EK!


Vildi annars skila kveðju á liðið, fer á morgun til Egilsstaða á stærstu leikhátíð Íslands hingað til, Þjóðleik, á vit ævintýranna, pottþétt þar sem ævintýrin gerast fyrir þá sem langar til að leggja leiklist fyrir sig í framtíðinni.. þokkalega!

splæsi í knús á liðið, nokkur SmileHeartHeart


Stjórnmála-, skútu- og almennt blogg!

Ég er eiginlega alveg mát. Mig langar ekki til að skrifa um neitt, en samt langar mig til að skrifa um allt.

Það er eitt sem fer virkilega í taugarnar á mér, stjórnmálaflokkar, ekki vegna fólksins eða stefnu þeirra, heldur hvað stefnurnar eru óskýrar. Og stefnuskráar allra flokka svipaðar, einn flokkurinn vill aðgang í ESB, einu sinni vildu megnið af hægri flokkunum ganga í ESB, en ekki lengur.

Ég myndi algjörlega standa á krossgötum ef ég mætti kjósa, en ég myndi taka einhverja afstöðu, er eiginlega fegin því að þurfa ekki að taka þessa afstöðu. Þar sem maður sér engan veginn fyrir endann á stefnuskrám flokkanna og hverju þau lofa sem mun bara fljúga með vindinum seinna meir. Allir flokkarnir komast upp með þetta, lofa loforði sem er engan veginn hægt að egna. Draumkennd loforð ættu þau að kallast.

Stjórnmálamenn standa með sínum flokki en falla fæst, þau eru of ánægð með sjálfa sig að þau trúa því ekki að eitthvað sé á þeirra ábyrgð og er þeim að kenna. Þau standa og benda á hvort annað, svo endar með því að einhver einn þarf að taka á sig alla sök.


Að allt öðru, þá hef ég aðeins heyrt í þyrlum í dag og í nótt, skildi hvorki upp né niður, magnað hvað allt fer fram hjá manni. En ég ætla að gerast sannur Hornfirðingur og vera stolt af því að þetta sé að gerast hér og ætla að gera þvílíkt úr þessu... bara seinna!LoL

Annars var páskafríið mitt ágætt, átti yndislegan dag með Rafni, tók fullt af myndum, fór einu sinni á hestbak með Bjarney og út að taka myndir af Yrsu!
Núna erum við mamma farnar að ganga upp Almannaskarðið og út að hjóla, voða stuð.

Ég veit upp á mig sökina, hve löt ég er að blogga getur enginn afsakað. En ég get afsakað mig út komandi viku, á morgun verður ströng leikæfing, á þriðjudaginn sýnum við hér á Höfn, út í Mánagarði og hvet ég sem flesta sem misstu af sýningunni að koma og sjá. Ef mér skilst rétt þá kostar 1000 kr. á þessar tvær sýningar hjá okkur, sem eru kjarakaup!
Á fimmtudaginn höldum við austur á Egilsstaði á leikhátíðina Þjóðleik og sýnum þar og kynnumst krökkum, horfum á leikrit og fáum gagnrýni að ég held á okkar verk, bara stuð.Smile


Smá kveðja!

Ég vildi bara óska öllum gleðilegra páska og farsældar á nýju ári!

Set inn mynd gærdagsins af flickr, ef þið klikkið á myndina færist þið yfir á ljósmyndasíðuna mína!

14/365 by you.


Bestu kveðjur,
Róslín Alma!

Ljósmyndaferðir innanlands

Ég afrekaði sko margt í dag, eða nei, í gær, 4. apríl.
Allt annað en að taka til!

Mamma dró mig, stelpuna með flensuna, út að taka myndir í ljómandi góðu veðri. Fórum hjá Hvammi, ekki í Lóni, eða er það í Lóni, nei, hvar er Hvammur þá?
Spyr sá sem ekki veit.

Gengum inn í dal, ég vissi náttúrulega ekkert hvert við værum að fara, hélt um stund, okkar á milli, að konan ætlaði að draga mig upp á fjall og hrinda mér niður eða eitthvað. Hef lesið alltof mikið af þannig sögum víst. En já, allt í lagi með það, við gengum inn dalinn og svo þurftum við að fara upp brekku. Ég er ekki að grínast, en ég hélt að ég væri að andast, sem betur fer var aðstoðarmanneskjan (elskuleg móðir mín) mín með vatnsbrúsann minn. Ég var og er reyndar svo andstutt útaf þessu kvefi.

Komst að því líka að ég ætti ekki að fara í neinar göngur þar sem ég stíg alltaf á bestu staðina til að sökkva ofan í jarðveginn. Nema að jörðin sé svona skotin í mér. Nei, kannski ekki.

Það gekk bara yndislega vel að taka myndir, ætla að setja inn núna, er komin með fyrir gærdaginn, svo förum við mamma aftur í dag (það er sunnudagur, núna) að taka myndir í Vestur, fórum Austur sko í gær.

Leyfi mynd gærdagsins að fylgja með

8/365

Ef þið klikkið á myndina flytjist þið yfir á myndasíðuna mína, þar getið þið séð fleiri myndir.

Eigið góðan sunnudag og yndislegt páskafrí elsku fólk!



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband