2.8.2009 | 00:45
Að draga fána að húni - alls ekki hvers manns..
Ég flaggaði í fyrsta skipti í lífi mínu í dag, það er ekki frásögu færandi hvað ég gerði mig að miklum asna við það athæfi. Það byrjaði allt á því að áður en ég fór af stað upp á Byggðasafn hringdi ég í hann föður minn og spurði hann hvort styttri eða lengri spottinn á íslenska fánanum ætti að snúa upp eða niður. Þegar ég var komin á áfangastað fann ég ekki réttu fánana, leitaði inni í skáp og fann þar einn íslenskan fána og annan hornfirskan. Ætlaði með þann íslenska út, tók eftir því að þetta væri ekki sami fáni og vanalega, hringdi í pabba og spurði hvort það væri í lagi, hann hélt það nú. Þá fór ég út og flaggaði íslenska fánanum. Náði í hornfirska og nei, var það þá ekki risastór fáni, alveg pottþétt ekki sá sem var flaggað vanalega.
Þá fór ég að hugsa, hringdi í Bryndísi samstarfskonu og mömmu vinkonu minnar (sem einmitt bjargaði mér algjörlega í morgun með því að sækja lyklana sem ganga að Byggðasafninu og kom með þá til mín) og spurði hana hvort það væri í lagi að ég væri ekki að flagga hornfirska.
Eftir samtalið fór ég inn, gekk frá hornfirska fánanum á sinn stað, sá ég þá fánana sem ég átti að flagga. Það var nefnilega rigning í gær, og engin smá!
Þarna voru þá fánarnir, ég skottaðist út og tók íslenska fánann niður (passaði mig að sjálfsögðu að setja hann ekki í jörðina). Út með hinn íslenska fánann, það var ekkert mál, fór inn aftur og náði í rétta hornfirska fánann og byrjaði á því að fullvissa mig um að hann sneri nú pottþétt rétt. Ég var búin að draga hann alveg upp þegar ég horfði á hann og hugsaði ,, nei andskotinn, ef einhver er að horfa á mig, þá hlýtur sá og hinn sami að liggja á bakinu af hlátri..... ".
Ég dró fánann niður og setti hann rétt á, dró hann upp og festi og gekk hröðum skrefum inn í húsið aftur, og fylgdist alltaf með því hvort að fánarnir væru nokkuð horfnir.
Það allra fyndnasta við þetta var það að ekki svo langt frá var amma hans Rafns, Svava með litlu systur Rafns, hana Aðalheiði að labba, og ég vona svo innilega að þær hafi nú ekki tekið eftir þessum sauðagangi í mér!
E.s. Ég las næstum heila bók á fjórum klukkustundum, það er bara 1/3 eftir af bókinni, 158 blaðsíðna bók. Verð aldeilis að byrja að lesa aftur - það fær mig líka til að langa að skrifa..
VÁ hvað ég sakna þess að segja þetta fyrir framan netþjóð;
KNÚS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.6.2009 | 23:00
Ljósið í myrkrinu!
Knús á línuna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.6.2009 | 20:25
Taut, enginn Dalai Lama
Allstaðar fær maður nú ruslpóst, það er ekki nóg með að maður fái leiðinleg lottery skilaboð á venjulegum e-mailum, heldur þarf maður líka að þola allskonar póst á facebook og hér á blogginu. Mikið óskaplega getur það nú verið langsótt..
Eins og þið kannski lesið úr þessum orðum er ég búin í skóla og byrjuð að vinna, í góðra vinnufélagshópi er gott að vinna. Þó svo að ég sé sú leiðinlega í vinnunni að fólkið getur ekki unnið á skrifstofunni - er sko að skanna inn myndir og auðvitað vælir skanninn eins og honum sé borgað fyrir það. Ég hélt hann hefði gefið upp öndina í fyrradag, fyrsta deginum í vinnunni.. mikið var ég nú hrædd en fegin innst inni, en svo fór skanninn í lag þegar ég var búin að prófa að taka hann úr sambandi og setja aftur í samband. Svo ég hélt bara áfram að vinna!
Í gærkvöldi hjálpaði ég Röggu og Gauta, foreldrum Rafns í Cafe Tulinius, kaffihúsi sem þau opnuðu í dag. Ótrúlega notalegt hús rétt fyrir ofan bryggjuna, gamalt kaupmannshús. Yndislegt alveg að það sé loksins komið alvöru kaffihús, finnst frekar fyndið að ég var að fussa því fyrir ekki svo mörgum mánuðum að það skildi nú ekki vera kaffihús á svæðinu. En nú er það komið og ég hvet alla til að kíkja við á Cafe Tulinius!
Jæja, þá er það komið til skila, ég s.s. er lifandi!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.5.2009 | 14:55
Skólaferðalag upp á Vatnajökul
Eins og hér sést, þá datt ég á andlitið á skíðum, enda bara gaman að vera mest slasaði aðilinn í skólaferðalaginu. Þurfti endilega að hreppa að mér þeim titli, og skólaslit á morgun.
Ég er frekar bólgin á kinnini, en það er allt í lagi - fæ bara verðskuldaða athygli.
Annars var mjög gaman uppá jökli, enda ekki við öðru að búast, fór reyndar ekki aftur á skíði eftir að ég datt, en það er saga til annars bæjar.
ætli ég hafi ekki bara einhverja myndasyrpu til að lýsa ferðinni og upplifuninni.
Og fyrir þá sem ekki vita það, þá var þetta í annað skipti sem ég fer á skíði á ævinni, svo að ég má vera klaufi!
Það er náttúrulega bara magnað hvað útsýnið er yndislega fallegt þó fyrir litla fjölbreytni. Það var svolítil þoka, en ekki alltaf. Himininn var blár og allt var svo fallegt. Við fórum í jeppaferð og vorum dregin upp á sleðum og látin renna okkur niður til baka (ég einmitt datt..) og þetta var bara mjög vel heppnað!
Ótrúlegt að ég skuli ekki hafa farið þangað áður, en ég stefni algjörlega á það að þangað verð ég að fara aftur!!
Bjarney og Símon í góðu skapi á leiðinni uppá jökul Þarna vorum við komin uppá jökul!
Þarna var ég töff... Ég og Yrsa.. ég missti algjörlega kúlið þarna...
Við Rafn mætt í jeppaferðina! Þessi er tekin uppá Vatnajökli
Ég nenni ekki að setja fleiri myndir, kannski seinna, en það var allavega rosalega gaman!
Knús!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.5.2009 | 12:49
Moggabloggari fallinn í sundi
Sá hlær best sem síðast hlær, en þar sem ég hló fyrst að þessu veit ég ekki hver hlær betur.
Sólin hefur aðeins fengið að skína á mig, enda sjást freknurnar bara vaxa framan í mér, brann örlítið í gær meira að segja. Nú rignir bara og vindurinn hvæs, og ég velti því fyrir mér hvort að sumarið sé bara búið núna. Eða er spáð betra veðri?
Ekki veit ég það, ég er ekki góð í að sjá hvað kemur í veðurfréttum.
Ég held að sumarið sé komið svolítið á hreint hjá mér, hvar ég vinn og svoleiðis. Engar íþróttir svo að ég ætla bara að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt í mínum frítíma!
Mig langar að setja hérna inn fyrir ykkur trailer úr stuttmyndinni minni sem ég er að bardúsa í, hún mun samt örugglega verða til, bara trailerar..
Ég ætla að reyna að lofa því að verða duglegri að blogga þegar að skólanum líkur, við förum upp á jökul á þriðjudaginn og skólinn er eiginlega formlega búinn, en þó eitt próf eftir!
Hafið það sem allra best þangað til næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)