1.4.2009 | 16:51
Fyrsti apríll
Hringdi í Sædísi sys og upplýsti henni að það væri rýmingarsala í Faxafeni, hægt að fá tölvur á 20 þúsund, að pabbi hafi leyft mér að fá tölvu, hvort hún gæti ekki farið og keypt eina slíka fyrir mig. Hún var alveg örugglega nývöknuð þar sem hún tók þessu alveg, ætlaði að hugsa sig um og hringja í mig.
Umsjónarkennarinn minn, Berglind, hún plataði mig, eða sagði að þetta væri ekki aprílgabb og sendi mig niður að tala við Flóru, sem er í móttökunni eða hvað sem það er nú kallað að tala eitthvað við hana. Ég fór og þar var bara aprílgabb í gangi!
Ég þoli ekki aprílgöbb...
Annars frétti ég af því að það væri verið að hugsa um það að fara að selja aðgang að blog.is, vorum nokkur að pæla að skrifa undirskriftarlista fyrir að vilja ekki hafa það svona háa upphæð, erum að tala um 4000 fyrir 3 mánuði!
Það er hægt að skrifa á þennan lista í Hagkaupum í Smáralind!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.3.2009 | 19:46
Skötuselur...
Hér á þessu heimili er svo sannarlega skammtað á diska, þegar mamma kom inn í herbergi og sagði mér að það væri kominn matur var ég farin að finna það á mér og var nýbúin að taka heyrnatólin af eyrunum. Ég gekk rétt á eftir henni inn í eldhús og á borðinu stóð grænn diskur, grænn með Simba og Nölu, eldgamall. En á disknum var fiskur, eða fiskibiti getum við sagt. Skötuselur.
Ojbara
En mömmu fannst hann samt góður, ég skil það ekki, verra en seigur kjúklingur, þó ég hafi aldrei smakkað svoleiðis, en það er annað mál.
Ég taldi franskarnar sem mamma hafði líka verið búin að setja á diskinn, ein, tvær, þrjár, fjórar, fimm, sex, sjö alveg upp í 29, fyrra skiptið voru þær 28 samt. Þær voru eldaðar í ofni, mér finnst það ekki gott, en ég fæ engu ráðið, þetta skal eg eta eður ég frýs úti. Heldur vil ég nú frjósa úti, takk.
Það sem meira var, var að ég borðaði pínubita af skötuselinum og kláraði ekki 29 franskarnar..
... ef þær hefðu verið 30 hefði það verið allt annað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2009 | 22:22
Þó ég sé hvorki Samfylkingarmaður né Sjálfstæðismaður..
Og sömuleiðis verð ég að vera ánægð fyrir hönd Sjálfstæðismanna að hafa Þorgerði Katrínu sem varaformann.
Svo er ég líka stolt af Vinstri grænum að hafa Katrínu Jakobsdóttur í sínu liði, ef þessar konur væru saman í liði ásamt einhverjum fleirum, t.d. Bjarna Benedikts, Degi og.. afsakið, þið verðið að bæta við einum karlmanni hérna með mér, ég er alveg tóm núna..
En við það lið myndi ég vilja fá enga aðra eeeeen, dururururuuuuummmmm; Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur, aðstoðarskólastýru og lífskúnstner með meiru!
Svo mega forsetahjónin fylgja líka... hihihi!
Annars er ég sko ekki í neinum flokki, enda ekki hægt að binda sig við flokka sem eru sífellt á hreyfingu, standa fyrir einu einn daginn og öðru hinn daginn - svo stendur fólk og fellur með því.
.... það ætti að vera stofnaður sér flokkur fyrir vitleysinga, ég tilheyri honum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2009 | 17:56
365 - ein mynd á dag
Þið megið endilega fylgjast með mér, svo ætla ég að þykjast lofa ykkur því að blogga oftar og koma með skemmtilegri blogg - ég hendi kannski einu inn seint í kvöld!
Annars er fyrsta myndin, sem ég tók núna í dag þessi hérna;
Ég var að reyna að taka sæta mynd af mér og Lubba, það gekk ekki svo ég fór í fýlu eins og sést vel!
Knús og eigið gott laugardagskvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2009 | 20:36
Skapsveiflur vs. veðurfar!
Veður! Haha, það er frábært fyrirbæri, tölum um veður.
Í gærmorgun snjóaði botnfylli og aðeins meira en það, svo ringdi og það var eiginlega flest orðið þurrt þegar ég gekk heim úr skólanum um kl. 16.10.
Í morgun var allt hvítt aftur, og hann snjóaði nær fram eftir degi, voða jólalegt hér, 30 cm allstaðar og hærra sumstaðar. Hvítur og fallegur snjór.
Ég hef lengi pælt í veðurfarinu hérna, þar sem það var sól og maður gat verið út á þunnri peysu næstum því bara á mánudaginn, og svo þessi skítakuldi í dag.
Skapsveiflur unglings eru líka svona, skapsveiflur og veðurfar... passar ágætlega saman..
Annars upplifði ég einn skemmtilegasta skóladag ævi minnar í dag, var að taka myndir, í allan dag, frá 8:30 til 14.00. Fór í íþróttahúsið þar sem var danskennsla, upp í Nesjaskóla þar sem krakkar í 1.-3. bekk æfðu sig og leyfðu mér að taka myndir af sér, algjörar rúsínur þar. Sá líka gamlar myndir af mér, agalega sæt. Fórum í Hafnarskóla þar sem 4.-7. bekkur var líka að undirbúa árshátíðina. Ég fór líka upp í Sindrabæ, þar sem ég sá annan 9. bekkinn æfa atriði úr Karíus og Baktus.
Þetta stefnir í flotta árshátíð sem verður á morgun!
Læt hér fylgja mynd sem ég tók í dag, "á leiðinni" heim úr skólanum.. tók mér smá labbitúr...
LOFA betri færslu sem fyrst - er að læra sko!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)