Athygliverð athugasemd

Ég fékk mjög athygliverða og áhugaverða athugasemd við síðustu færsluna mína, hún kom inn í fyrradag og var skrifuð undir nafninu "Noname". Ég ætla ekki að vera að birta það í færslunni, en þeir sem vilja sjá það geta séð það við síðustu færslu.

Ég veit ekki hverjum ég ætti að halda undir grun, en mér er svosem sama því að ég veit mjög vel að það líta margir þessu sama hornauga á mig. Akkúrat mörgum finnst ég asnaleg, glötuð, athyglissjúk og barnaleg.

Mig langar aðeins til að tjá mig um þetta.

Jú, ég get vel verið asnaleg og glötuð, þar sem það hafa ekki allir sama fatasmekk, lífsstíl og lífsmottó, enda væri heimurinn svo hrikalega venjulegur og eiginlega bara leiðinlegur ef allir væru eins og hefðu það sama fyrir stafni. Í svona litlum samfélögum lifa ekki nema fáar tegundir af fólki, þar sem það eru svo margir sem líta aðra hornauga og lítið um að velja. Þar getur hópþrýstingur líka spilað vel inn í.

Svo get ég vel tekið undir það að ég hef alltaf og er mjög oft barnaleg, en ástæða mín fyrir því er sú að ég tek lífinu eins og það er. Ég lifi í núinu en reyni samt að móta framtíðina aðeins með því, svo einfaldlega þykir mér bara allt í lagi að halda í barnið í sér. En ég get líka verið mjög alvarleg ef þess þarf og er ekki að þykjast vera nein önnur en ég er.

Ég hef alla tíð verið með vott af athyglissýki, en ég er samt mjög feimin þegar ég er í kringum fólk sem ég þekki lítið eða umgengst lítið. Þó er líka ekkert verra að vera með smá athyglissýki, þar sem maður kemst þá aðeins áfram og getur komið sér þannig á framfæri - svo er ekki mikið af feimnum leikurum og leikkonum. Mig langar nefnilega til að verða leikkona og ég held að fólk bara verði að vera með vott af athyglissýki til að njóta þess að leika fyrir framan fólk eða í kvikmyndum og þáttum.



Vona svo sannarlega að þetta skýri eitthvað út fyrir því fólki sem horfir eins á mig og "noname".


Annars er allt gott að frétta af mér, mér gengur þokkalega vel í skólanum svo ég kvarta ekki vegna þessa. Það hefur fjölgað í fiskabúrinu, fiskarnir mínir eru 8 og tveir af hverri tegund, ótrúlega flott að fylgjast með þeim...Smile

Bið að heilsa ykkur!


" Misheppnuð Lindsay Lohan "

Ég spyr sjálfa mig oft á dag hvað í ósköpunum fær mig til þess að jafnvel klikka á svona fréttir. Þetta er eitthvað fyrir reiðu mæðurnar á Er.is, svona fréttir sem fær konur til þess að sannfæra sjálfa sig að þær séu flottar og geta endalaust talað um fall allra frægu stjarnanna...

Nei ég segi svona, þykir þetta samt ekki skemmtileg fréttamennska, paparassafréttir eru ekki mín deild. Engan veginn. Gæti ekki verið meira sama hver er með bumbu, hver gleymdi einum degi í ræktinni og fékk sér McDonalds og hver er með appelsínuhúð. Allt eru þetta ofboðslega eðlilegir hlutir, sama hvort fólk sé frægt eða bara venjulegt eins og reyndar allir eru.

Ótrúlegt að ég hafi bara komist einu sinni í fréttirnar, þ.e.a.s. á bls. 4 í Mogganum og allar þessar stjörnur sem eru bara að koma óorði á sig og aðra koma að minnsta kosti við í fréttum einu sinni á dag. Óásættanlegt.

Ég tek þessu þó bara með stóískri ró. Mín frægð kemur einn daginn, ég skal sko segja ykkur það, minn tími mun koma.

En til að halda í glensið og bara til að vera smá fyndin, þá var ég að pæla í því að Davíð Oddsson er svona álíka þekktur og Lindsay Lohan bara á íslenskan mælikvarða - hvað myndi fólk gera ef það myndi birtast svona frétt um hann?
 
Fyrirsögnin gæti t.a.m. kannski verið eitthvað í þessa áttina ,, Davíð Oddsson (51) með appelsínuhúð? " og svo myndi birtast mynd af honum að synda í Laugardagslauginni... nei segi bara svona.

Smile

Peningamálin og ESB-ið

Margir telja mig óttalega ruglaða. Kaupandi hluti sem ég kann ekkert á og kosta sumir heldur mikið, t.d. tók ég upp á því eins og eitthvað af ykkur tók eftir fiska og allt í sem tengist þeim, annar liggur uppi við yfirborðið, þó allt í lagi með hann. En hinn liggur á botninum, búinn að vera með vesen frá upphafi og alltaf hefur mér tekist að bjarga greyinu, hún var fyrst með sundmaga og fékk hann af og til, og nú liggur hún á botninum og hreyfir sig af og til.

Jú, ég keypti mér ukulele gítar, kann ekkert á hann og spilaði á hann falskan þangað til að Rafn hjálpaði mér að stilla hann. Pabbi bað hann meira að segja sérstaklega. Ég kann eitt lag, það er með White stripes, heitir Seven nation army ef ég er með þetta allt á hreinu. Hann kostaði líka slatta.

Það má þá líka fylgja að ég fæ ekki allt sem mig langar í - og þess vegna þarf ég að kaupa það fyrir mína peninga, sem þykir sjálfsagt, og er það í sjálfu sér.

Þá kemur að því sem ég hef mikið pælt í heldur lengi - er virkilega hægt að finna vinnu sem hentar manni algjörlega. Ég t.d. er í skóla, og mig langar í vinnu þar sem ég get unnið vinnuna mína heima og skilað fyrir ákveðinn tíma og fengið allt í lagi laun fyrir þau (t.a.m. til þess að eiga efni fyrir jólagjöfunum, allt hefur hækkað sjáiði til, ekki borga mamma og pabbi jólagjöfina frá mér til þeirra)..

Vinnumarkaðurinn á Íslandi er ótrúlegur, enga vinnu að fá, þó um heilmikla atvinnumöguleika er að ræða. Atvinnustarf eins og ég orðaði það svo vel einhvern tíma.
Það er held ég nóg um vinnu, það er bara að kunna að leita - t.d. er alltaf hægt að flytja út á land, Reykvíkingar sem eru að borga alltof háa leigu og fá ágætislaun þar á meðal!..

Annars ef einhverjum dettur eitthvað sniðugt í hug, sendið mér endilega línu, þið finnið netfangið, það er hérna á vinstri hönd.

Svo svona af því hve mikið ég fylgist með öllu, þá vil ég eindregið benda á þessa síðu;

www.heimssyn.is

Þar sem ég hef ekki lögaldur til að skrá mig, hvet ég alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér síðuna og ef einhver áhugi liggur fyrir að endilega skrá sig!

Eitt veit ég þó og veit vel, að mig langar ekki til að framtíð Íslands felist í því að ganga undir nafni ESB, langar fólki virkilega að verða aftur að svolítið ósjálfstæðri þjóð?

Tildrög að mótmælum..

Mér er alveg sama hver er ritstjóri Morgunblaðsins, ég er ekki hætt á moggablogginu, það er ekki mitt mál hver er ráðinn í ritstjórn þess pólitíska blaðs (viðurkennið það, það er og hefur alltaf verið þrælpólitískt blað, alveg eins og Þjóðviljinn og öll þessi gömlu blöð, þetta hefur bara fengið að lifa..).

En talandi um pólitík, þá barst mér í pósti kl. nákvæmlega 16:28 fyrr í dag póstur frá flokki, ég hef að minnsta kosti beðið um að skrá mig tvisvar úr þessum blessaða flokki sem ég asnaðist til að skrá mig í. Ég er líka búin að biðja um að hætta að senda mér fjölpóst frá þeim, mér er alveg sama hvað þau eru að spá og hvort það sé fundur hjá þeim kl. þetta þarna og hvort þau séu komin í nýtt húsnæði. Ég bý í fyrsta lagi út á landi, svo ég er ekki að nýta ferðarnar mínar í bæinn til þess að fara í hús flokksins og fá frítt kaffi og einhverjar kökur örugglega keyptar í Bónus. Þar sem ég drekk fyrst og fremst ekki kaffi og get alveg keypt mínar kexkökur sjálf í Bónus, allavega myndi ég frekar skipuleggja ferð í þá búð heldur en nokkurn tíma í samkomuhús einhvers flokks út í bæ.

Mér þykir það fullgróft að þurfa að segja mig úr ungliðahreyfingunni í þriðja skipti, svo ég læt hér með kyrrt liggja, nenni ómögulega að senda eitt bréfið til sama aðilans og biðja um afskráningu..

svo segi ég bara eins og allir aðrir;

ÉG MÓTMÆLI!...


Smile


Kvenleiki og karlmennska

Í gær, eða fyrradag, laugardaginn 12. september var formlega opnuð ljósmyndasýning konugrúbbunnar á Flickr, Íslenskar konur og ljósmyndir í Kringlunni kl. 18.00 á staðartíma. 56 ótrúlega mismunandi og flottar myndir eftir 56 flottar konur á mismunandi aldri.

Sýningin er opin í tvær vikur, ég mæli eindregið með að allir sem geta farið upp í kringlu eða eigið leið hjá að endilega gefið ykkur tíma í að skoða myndirnar okkar - þetta er einstakur viðburður!

Ég annars var búin að lofa sjálfri mér að vera góð og kaupa eitthvað lifandi inn í herbergið mitt, svo að á leiðinni í bæinn stoppuðum við pabbi á Selfossi og ég keypti gullfiska, voða sætir og fínir.

Tók myndir af þeim, Emilíana Dalla og Guðlaugur Baldur heita þau, Emilíana virðist vera með sundmaga, held ég.. bíð og sé!


Þetta mun vera Emilíana Dalla


Óskýr mynd af Guðlaugi Baldri


Hérna eru þau samankomin!


Ég gleymdi hinsvegar kortinu heima en ekki myndavélinni svo að ég tók engar myndir af sýningunni, en ég hitti alveg fullt af yndislegum ljósmyndavinkonum, ömmur og afa, systur mína, frænkur og bloggvinkonu svo eitthvað sé nefnt í þessari ferð.

Jú, og svo fór ég í fyrsta skipti á ævi minni í Kolaportið, fann þessa fínu óopnuðu plötu með Sprengjuhöllinni, og ég get svo sannarlega staðfest það að ég mun fara aftur og gefa mér góóóðan tíma til að fletta í gegnum allt sem þar er!

Gott að leyfa því að fylgja að ég átti afmæli í ágúst og byrjaði í framhaldsskóla!

Eigið góðar stundirHeart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband