9.1.2010 | 17:21
Bréfaskipti stjórnarinnar við almenning..
Það kom mér stórkostlega á óvart svarið frá Katrínu J. í fyrra skiptið, hún svaraði mér af mikilli nákvæmni og ég fékk upplýsingar sem ég hef ekki séð annarsstaðar áður um það hvernig þarf að spara í landinu.
Einnig sendi ég henni skilaboð á samskiptavefnum Facebook þegar ég var í 10. bekk hvað varðaði samræmdu prófin, eins og allir vita voru þau felld niður hjá 10. bekk í fyrra og lenti það svoleiðis á að ég var ein af þeim heppnu sem þurfti ekki að naga mig í handarbökin yfir einu stóru prófi, heldur þurfti að leggja mig fram alla önnina í minni próf. Mun þægilegra.
Ekki þarf mikið til þess að fólk verði ánægt með bréfaskipti, ef t.d. forsætisráðherra og fjármálaráðherra myndu svara mótmælabréfi Rúnars í stuttu máli, verður ekkert mál úr þessu gert. Þó fólk æsi sig ýmist yfir því að ef þau myndu svara honum og hvers vegna þau svari honum ekki, þá er það ágætt fyrir drenginn að fá svar - það er jú það sem hann vill.
Persónulega finnst mér það brúa bilið til hlýtar milli almennings og stjórnar ef það er hægt að hafa mannleg samskipti. Það friðar til innan landsins og ljótu orðin verða síður látin falla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2010 | 16:47
Í amstri dagsins - draumar/martraðir...
Draumurinn var um það að ég hitti langömmu og varð svo ánægð, hljóp til hennar og faðmaði. Ég gekk með mömmu og langömmu, við gengum hjá frystihúsi og þar vorum við allt í einu komnar inní hús og þar var skip á floti. Allt í einu vorum við mamma bara hjá afa ( sonur langömmu) og þar fór ég að tala um að hún hefði horfið í dálítinn tíma og birst svo aftur og þá fór afi eitthvað í burtu og mamma var eitthvað að tala við mig um að þetta væri veikt mál. Svo í draumnum á endanum var ég að hugsa útaf hverju langamma hefði dáið og vaknað svo aftur til lífssins eftir nokkurn tíma og svo dáið aftur. ( Sem gerðist ekki í alvöru)
Hann er orðréttur frá árinu 2007, tvö og hálft ár síðan.
Seinni drauminn dreymdi mig í fyrra, um frænku sem var nýfallin frá og ég hitti hana í draumnum, og það sem mér fannst svo sérkennilegt var það að hún sagðist verða að fara að leggja sig. Fer ekki nánar út í þann draum nema fyrir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um hann.
Ég var í bæði skiptin mjög ánægð þegar ég vaknaði að hafa hitt þessar tvær góðu konur í draumi, og vona svo sannarlega að ég muni hitta þær aftur þar.
Fann þetta á Draumur.is undir Dauðinn:
Að dreyma látinn ættingja eða náinn ættingja og spjalla við hann getur verið tákn um að þú þurfir að takast á við vissa hluti úr einkalífinu sem gætu orðið sárir. Þó fer það nokkuð eftir orðum hins látna eða nafni hans.
En þá langar mig einnig að segja frá draumum sem eru eiginlega bara martraðir, ég hef oft, alltof alltof oft undanfarið eitt og hálft ár dreymt ýmist það að ég sé að rífa útúr með tennur eða að ég bíti svo fast að tennurnar brotni og ég hræki þeim í lofan á mér hálfum. Mig er farið að dreyma þetta svo oft að ég get vaknað uppúr drauminum sjálf og athugað eftir að hafa athugað í drauminum hvort að tennurnar séu ekki allar heilar og enn uppi í mér.
Í gærmorgun vaknaði ég um 7 vegna þess að mig dreymdi akkúrat að ég hafi bitið svo fast saman að tennurnar brotnuðu vinstra megin niðri, aftari tennurnar. Í nótt vaknaði ég um 5 vegna þess að mig hafði dreymt að ég hafi rifið fremsta jaxlinn og þriðja úr mér, það blæddi ekki úr gómnum né neitt, og svo var ég að athuga með tungunni og þá fann ég bara góminn en svo vaknaði ég og athugaði betur. Í gær gat ég ekki sofnað aftur en lá uppi í rúmi þangað til hálf 8, en sem betur fer tókst mér að sofna í morgun.
Mig hefur dreymt svipaða drauma örugglega yfir 20-30 sinnum síðastliðið eitt og hálft ár. Og ég fann þetta á Draumur.is:
Tennur
Hvítar, fallegar tennur í munni þínum eru fyrir hamingju og góðri stöðu. Séu tennur þínar mjög misstórar og óeðlilegt bil á milli þeirra, boðar það ágreining og deilur. Að missa tönn er fyrir vinamissi og ef blæðir eftir tannmissi eða þú sérð eftir tönninni er það fyrir ástvinamissi. Séu tennur þínar lausar merkir það veikindi. Að hitta einhvern með gervitennur er fyrir nýjum vinum, ef þær eru hvítar og fallegar reynast vinirnir traustir.
Mig vantar betri upplýsingar um þessa drauma, þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér eitthvað.
Annars eru jól í Eþíópíu í dag, ætla því að deila hér með ykkur heimasíðu hljómsveitar sem eþíópískur heimshornaflakkari sem ég þekki ágætlega er meðlimur í. Hann bað mig um að safna fyrir sig íslenskum aðdáendum! Svo ef þið hafið brennandi áhuga á tónlist, þá er hér eitthvað sem þið heyrið ekki á hverjum degi.. gjöriði svo vel og góða helgi!
http://4epeople.tumblr.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
4.1.2010 | 23:49
Skattborgarinn og þjóðin
Ef ég skildi allt og allt rétt, þá verðum við í minnst 40 ár að borga Icesave samkvæmt lögunum sem þingmenn settu fram, og 33 samþykktu en 30 samþykktu ekki, ef ég man rétt.
Þegar ég er í vinnu, t.d. á sumrin eins og ég hef gert síðan árið 2007, þá hlaut ég góðs af árið 2007 og 2008. Í byrjun árs 2009 fékk ég ásamt öllum öðrum sem fæddir eru árið 1993 sent skattkort, einhvern miða sem er og heitir persónuafsláttur. Sumarið 2009 fékk ég laun án þess að þurfa að borga í skatt, vegna þess hve mikinn persónuafslátt ég hafði unnið mér inn vegna þess að ég vann ekkert með skólanum nema í nánast tvær vikur. Það er líka ágætt að taka það fram að ég hef ekki verið með há laun í sumarstörfum mínum, enda voru það bæjarvinnulaun. Ég vann svo með skólanum þegar humarvertíð var og mig minnir alveg örugglega að ég hafi notað persónuafsláttinn.
Í lögfræðislögum nr. 71/1997 má finna þetta;
I. kafli. Lögræði.
Lögræði.
1. gr. 1. Lögráða verða menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða.
2. Nú stofnar maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, til hjúskapar, og er hann þá lögráða upp frá því.
Sjálfræði.
2. gr. Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Fjárræði.
3. gr. Fjárráða maður ræður einn fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Það sem ég er hér að segja, er að ég er ekki fjárráða, hversvegna er ég skuldbundin til að greiða skatt þegar ég er búin með persónuafsláttinn minn, án þess að vera fjárráða?
Mamma og pabbi geta tekið af mér peningana og sagt að ég megi ekki nota þá, en hvers vegna getur ríkið tekið af skatt af launum sem ég er að t.d. safna mér til að eiga í framtíðinni?
Í lögum um tekjuskatt er þetta að finna;
6. gr. Barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, er ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna (þar með taldir kjörforeldrar, stjúpforeldrar, fósturforeldrar). Þó skulu þær tekjur barns sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. skattlagðar sérstaklega.
Hvernig verður þetta eftir 40 ár? Verður eitthvað líf á Íslandi?
Þetta mun allt fara út í öfgar, og ég trúi því að Íslendingar munu flýja Ísland í mun meira magni en undanfarið ár. Þetta mun örugglega minna á kreppuna sem skall á í Færeyjum og þúsundir manna skila sér aldrei aftur heim og landið verður fátækara í mannskap.
Djúpar hugleiðingar og miklar pælingar eru í gangi hjá mér, mér þykir það bara einfaldlega ósanngjarnt að við sem erum enn að ganga í skóla og reyna að gera eitthvað til að geta átt betra líf fáum skertari námsmöguleika og þurfum að hafa hausverk yfir því að í framtíðinni gætu það verið börnin okkar sem fara á hausinn útaf of gáfuðum og sjálfsumglöðum útrásarvíkingum forðum daga.
Ég óska þess heitt og innilega að Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson skrifi ekki undir lög þingmanna, kosningin var tæp innan Alþingisveggina og stjórnin er klofin hvort eð er, og hálfpartinn er þjóðin þegar klofnuð. Ólafur getur neitað lögunum og með því móti frætt landsmenn betur um það hvað er að gerast og hægt er að semja betri lög, því ég veit að innst inni vita allir þingmennirnir að það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta hlýtur að hafa verið samþykkt í fljótfærni - fljótfærnisvilla.
Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla að krossleggja fingur og óska þess að hann hafi gert það rétta í stöðunni.
E.s. Ég vil afsaka það ef ég vitna ekki rétt í lögin, og ég vona svo sannarlega að það megi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.12.2009 | 15:47
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!
Í tilefni þess að það er gamlársdagur og margt um að vera í kvöld, m.a. áramótaskaupið fræga, ætla ég að sýna ykkur eina senu þar sem Einar afi minn leikur afgreiðslumann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2009 | 14:35
Gleðileg jól elsku landar sem og aðrir!
Ég vildi bara óska ykkur öllum hvort sem það eru vinir, ættingjar, bloggvinir, kunningjar, jólasveinar, útrásarvíkingar, ráðherrar eða ótrúaðir gleðilegra jóla og eigið yndislegar stundir með fjölskyldum ykkar og vinum yfir hátíðarnar. Ég vona að þið öll hafið einhvern til að vera með sem ykkur þykir vænt um, ég er allavega svo heppin að hafa mína nánustu nálægt en þó ekki alla.
Borðið ekki endilega mikið yfir ykkur, en nóg samt, og eigið farsælt komandi ár!
Takk fyrir árið sem er að líða, þó svo að við höfum ekki átt í neinum samskiptum þá er það örugglega eitthvað framtíðartengt eða jafnvel fortíðartengt..
Annars verð ég að láta fylgja smá frétt til þeirra sem vildu vita, þá var ég í fyrstu jólaprófunum mínum sem framhaldsskólanemi og er þá væntanlega á fyrsta ári, en ég náði öllum með fínustu einkunnum og hef ekki miklar áhyggjur af framhaldinu...
Knús til ykkar allra
(og hér fær jólakveðja að fylgja, Snússi bangsinn minn 10 ára í nýjum fötum sem ég saumaði alveg sjálf.. )
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)