Svolítið um daginn og veginn...

Hin daglega rútína hefur komið sér fyrir í lífi mínu aftur. Skóli, tónskóli, tónfræði, heimalærdómur og blak.

Mér hefur þó ágætlega tekist að brjóta þessa rútínu aðeins upp og farið alltof seint að sofa uppá síðkastið vegna þess að ímyndunaraflið og sköpunarþörfin í mér er komin úr fríi. Ég mála fram eftir nóttu og hef nú lokið við að setja upp herbergið upp á nýtt í kollinum á mér.

Í gærkvöldi fór ég að mála þar sem mig langaði svo mikið að eiga mynd af Janis Joplin til þess að setja upp í herberginu þegar það verður tilbúið. Hér er mynd af myndinni:

 Fyrsta tilraun svo þetta á að vera í lagi! Er sjálf mjög sátt við hana.

Málaði líka aðra stærri mynd, en ekki svona.

Í dag fór ég með Rafni og Freyju upp í Bergárdal, ótrúlega fallegt þar, og þið megið endilega sjá myndir af því líka.

 

 Bergárfoss var allur frosinn og hægt var að ganga á vatninu!



Freyja var voða hress og alltaf á hlaupum, algjört krútt!


Rafn við fossinn


Þetta var hrikalega flott!!


Og svo ein af okkur við fossinn, aðeins skakt brosið mitt enda mikil list að halda á hlunknum (frk. Sólrúnu myndarvél) og taka sjálfsmynd!

 

Annars hvað varðar Sri Lanka málið, þá hef ég ekki frétt neitt meira.

Þetta var bara svona smá uppfærsla,
knús!

OG JÁ, ég ætla að misnota mér stöðu mína og auglýsa eftir plötum með Janis Joplin, ég á eina, þessi mynd er framan á henni.

http://raymondpronk.files.wordpress.com/2009/10/janis_joplin_60s_color.jpg

Og svo er ég líka að vona að einhver eigi geisladiska með Emilíönu Torrini, ég sjálf á Me and Armini og Love in the time of science. Ég hef mikinn, endalaust mikinn áhuga á að fá geisladiska eða plötur með þessum tveimur flytjendum, ef einhver hefur ekki áhuga á því að eiga það og vill gefa eða selja mér má endilega senda mér póst á roslinvaldemars@gmail.com


Neyðarkall frá Sri Lanka!

Ég á að vera að skrifa uppkast að ritgerð, en hvað um það.

Ég á vinkonur sem búa á Sri Lanka, þær eru systur, önnur er tveimur árum yngri en ég, en hin er að verða 21.

Fyrir íslenskutíma í dag var ég á Facebook og eldri systirin var farin að tala við mig og biðja mig um að reyna að koma þessu á framfæri. Að 75% af Srí Lanka búum væru ekki ánægðir með forseta sinn, og hreinlega bara hræddir við hann.

Þetta er m.a. það sem hún hefur sent mér;


General's security totally withdrawn. his life is in a big risk. For those who in Colombo or near to Colombo, pls Come in front of the lake house immediately....

Army genaral Mr. Sarath Fonseka, still stuck in the hotel, no one to help him, coz he knows da truth.

Hún nefnir einnig að engin þjóð viti sannleikann um það að kosningarnar á forsetanum voru alfarið svindl.

Ég veit ekki hvernig þessi mál standa og verð að vera hreinskilin að ég veit bara ekkert um þetta nema það sem hún hefur sagt mér. Við vorum fyrst til að koma til Haítí að hjálpa til þar. Við getum líka verið dugleg að veifa þessu fyrir framan Bandaríkin og reyna að koma þessum skilaboðum til þeirra, allavega bað vinkona mín um að það yrði gert, að þau gætu gripið inní.

Þarf að gefa mér tíma til að leita að fréttum og svoleiðis, mér líst ekkert á þetta frá þessu sjónarhorni litið!

Ég, um mig, frá mér, til mín..

Ég er léleg, virkilega léleg í stærðfræði, en náði þó 103 áfanganum með 6 í meðaleinkunn í fyrra. Ég er einnig virkilega léleg í dönsku, þó svo að ég sé farin aðeins að skilja tungumálið, þá mun ég aldrei skilja talaða dönsku. Íslensk málfræði vefst virkilega fyrir mér og eins oft og henni hefur verið hamrað í hausinn á mér, næ ég henni aldrei. Ég er ekki góð í að tala ensku né hafa það sem ég skrifa í réttum tíðum og föllum. Ég kann einföldustu útreikningana í stærðfræði, ásamt prósentureikningi (mér þykir hann einmitt rosalega skemmtilegur!!) og einhverju sem ég man ekki hvað er.
Spænska virkar skemmtilega á mig, enda nýbyrjuð að læra, flókin en ekki svo flókin að ekki er hægt að læra hana. Saga finnst mér skemmtileg, ef að hægt er að fara hægar í efnið, svo finnst mér íslensk saga upp úr 1900 æðisleg (var alltaf með 9-10 á þeim prófum í 10. bekk).

Ég heyrði fyrsta "slúðrið" um mig í langan tíma í fyrradag, fannst það rosalega skemmtilegt! Mig langar bara að segja til þeirra Hornfirðinga sem halda það, þá er ég (því miður) ekki að gefa út bók, ef þetta hefu dreifst eitthvað útum sýsluna. En mig langar það.

Sumir hafa fengið bréf frá mér, sent með póstinum, það þykir mér gaman, og að fá sendan póst til mín hvort sem það er bíl, flug eða netleiðis finnst mér alltaf gaman að svara til baka. Eða svona, oftast.

Ég er lesblind eins og stendur greinilega hér til vinstri í höfundaboxinu. Ég var að læra í Sögu 203 tíma í fyrradag, og stóð sjálfa mig að verkum. Ég las og skrifaði í svörum Sardínuríki og fannst ekkert skrýtið við það, enda oft skrýtin nöfn í Sögu. T.d. má nefna Prússland, sem var og hét, en nú er það oftast þekkt sem Þýskaland í daglegu tali ef ég man rétt. Nei, þá var þetta Saridínuríki, og ég hló með sjálfri mér og benti Rafni á það hve rugluð ég get stundum verið. Sama dag reiknaði ég einmitt vitlaust í huganum líka, hef aldrei verið góð í hugarreikningi... 14/2 = 8.

Nei það er 7, stundum virkar hausinn á mér bara ekki..

Þegar ég verð stór ætla ég að verða fræg - JÁ, fyrir að vera asnaleg og glötuð.. OG barnsleg og athyglissjúk. Tounge

Íslensk/Róslínsk orðabók
asnaleg,heimskuleg / er eins og maður sjálfur vill vera (ekki láta samfélagið móta sig)
glataður sem á sér ekki viðreisnar von; dæmdur til útskúfunar / dæmd til þess að vera ekki eins og allir aðrir í fasi og klæðnaði og útskúfuð af staðaltýpum.. (þetta síðasta er djók, finnst endilega eins og manneskjan sem sagði þetta við mig í kommentum sé staðaltýpa því að henni er greinilega ekki sama að ég skuli ekki vera eins og allir aðrir)
barnslegur, saklaus, hrekklaus / jú, ég samþykki orðabókina, en vil bæta því við að sá er barnslegur sem heldur í barnið í sér.
Athyglissýki, engin útskýring á því / að vilja koma sér á framfæri.

Endilega látið ljós ykkar skína hvað varðar þessi fjögur orð, mér þykir þau nú bara henta mér ansi vel!
(Og já, mér finnst gaman að tönglast á þessu, enda hef ég ekki heyrt frá manneskjunni síðan ég fékk þetta flotta komment, en hef þó IP töluna mér til halds og trausts!) 


Kreppuráð nr. 2 - fyrir nemendur og foreldra þeirra

Kannist þið við að brauðið mygli, hálfur brauðpoki ónýtur, áleggin á heimilinu fara að segja til sín og ávextirnir farnir að taka lit?

Jújú, það var alþekkt á mínu heimili þangað til að ég átti ekki pening til þess að kaupa mér mat í hádeginu í skólanum (og ef þið hugsið eitthvað mjög heimskulegt eins og; þá bara í morgunmat? þá er ég að sjálfsögðu að tala um yfir allan daginn). Í stað þess að fá pening hjá mömmu og pabba þá plata ég mömmu til þess að útbúa samlokur handa mér með í nesti. Ég er B-manneskja og sef alveg fram á ystu nöf og mæti alltaf með baugu í skólann því að ég á svo erfitt með að vakna, þessvegna fær mamma að smyrja.

Þetta er mjög hagstætt því matur fer síður til spillis og það er frekar gróði heldur en tap. Það er alltaf tap þegar maður þarf að henda mat, það vita nú flest allir.

Brauð með epli er mjög gott, sömuleiðis með banana! Ég mæli með svoleiðis, þó er alltaf léttast að fá bara spæjó með, minna vesen að kljást við það á morgnana heldur en að skera epli og banana.

Það er jú kreppa, nýtum allt úr ískápnum og skápunum! Smile

P.s. Ég vissi að ég gæti haldið þessum lið í blogginu aðeins á lofti..

P.p.s. Rafn á afmæli á laugardaginn (16. janúar), hann verður hvorki meira né minna en 17 ára! Til hamingju með það elsku besti Rafninn minn HeartKissingInLove!!

P.p.p.s. Þá vil ég taka það fram að þessi liður í blogginu, "kreppuráð", er bara til gamans og enginn þarf að taka mig alvarlega hvað hann varðar.


Áhugamál unglingsins - ljósmyndir..

Það getur vel verið að ég sé bara barnalegur athyglissjúkur montrass, en þá er ég líka barnalegur athyglissjúkur montrass sem á sér heldur mörg áhugamál. Skóli er því miður ekki meðal þeirra, allavega ekki bækur um eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja og finnst hreint út sagt leiðinlegt. Á hrikalega erfitt með að einbeita mér að einhverju leiðinlegu.

Eins og margir vita þá langar mig mest til þess að verða leikkona þegar ég verð eldri, og stefni eins og ég get að því. Ég æfi líka á trommur, ég reyni eins og ég get að spila á trommusettið og held að mér fari fram, ég á líka ukulele gítar, ég mála þegar eitthvað svoleiðs dettur í hausinn á mér, skrifa ef ég þarf að losna við eitthvað, t.d. pirring. Mér þykir ógeðslega gaman að vera uppi á sviði og leika, það er svo krefjandi og ég vill að fólk verði sátt með að hafa eytt peningi og tíma í að horfa á leiksýningar. Ég elska skemmtilega fólkið í kringum mig, fjölskylduna, kærastann, vinina og fólkið í kring.

Ég get líka skemmt sjálfri mér, ruglað fólki saman og verið voða kjánaleg, tókst meðal annars að segja Rafni að Friðrik Þór, sem var hjá Loga hefði leikið í Merrild auglýsingunni og maður sem kom aðeins fyrir í Dumb and Dumber hafði leikið líka í Charlies angels.

En nú ætla ég að taka fyrir í þessu bloggi, áhugamál sem ég er af og til dugleg að rækta, en það er að taka ljósmyndir. Ég ætla að sýna ykkur vinsælustu myndirnar mínar og uppáhalds myndirnar mínar, sem ég hef tekið.

Þetta var fyrsta myndin mín sem ég var VIRKILEGA sátt með og fólk var greinilega sammála, næstvinsælasta myndin mín;

 

 Þessi er í miklu uppáhaldi, tekin hjá Horni, eða þar rétt hjá, fór með vinkonu minni, henni Yrsu að taka myndir af henni;

Yrsa by you.


Þessi er tekin í Óslandi;

15/365 by you.


Lubbi minn er alltaf í miklu uppáhaldi, og þetta er ein af fáum myndum sem ég er mjög ánægð með hann á, hann myndast ekkert vel annars greyið!

Lubbi við Bergárfoss by you.


Önnur sólarlagsmynd sem mér þykir vænt um;

Í fjörunni á Hornafirði by you.


Önnur sem mér þykir voða vænt um, vinkona mín hún Bjarney bað mig um að taka myndir af sér á hestbaki, hér er hún með Erpi;

Bjarney og Erpur by you.


Þessi er tekin uppí Lóni, á fisheye linsu;

8/365 by you.


Ég fór í Grasagarðinn með Konum og ljósmyndum í hitt í fyrra, við tókum líka myndir af fuglum;

hide and seek by you.

Mynd sem tengist önnu áhugamáli;

let me hear the bass by you.


Svo getið þið endilega skoðað fleiri myndir á; www.flickr.com/roslinv


Ég ætlaði út að taka myndir í dag, beið endalaust eftir mömmu svo við gætum keyrt einhvert, en þegar hún kom heim þá var búið að dimma svo rosalega. Ég hefði annars getað keyrt okkur, enda með æfingaleyfi!

Eigið góða viku!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband