Ekta skrifstofudjobb!

Ég get nú sagt ykkur það, að vinna á skrifstofu getur nú ekki verið svo erfitt, ég myndi reyndar örugglega sofna þrisvar sinnum fram á lyklaborðið, en það er allt annar handleggur.
Það sem ég hef verið að gera núna í dag og gær er ekki beinlínis sniðugt á sumrin, en betra en ekki neitt, þetta er kannski ekki þetta týpíska "skrifstofudjobb". Enda er ég nú bara á 15 ári og á kannski eftir að kynnast því síðar.
En ég er farin að þekkja vinnuumhverfið mitt sem ég mun áreiðanlega sitja við í sumar, allavega eitthvað meir, eins og ilina á mér, já við erum nefnilega ágætis vinkonur við ilin mín, vinstri.
En ef ég kem með grófa lýsingu á því við hvað ég vinn þá er þetta og gerist nákvæmlega svona;

Sæki kassann sem ég set nokkur umslög í, geng með hann að skrifstofuborðinu sem er ljósbrúnt eða svona týpískt skrifstofuborð bara. Legg kassann niður vinstra megin við tölvuskjáinn og lyklaborðið, myndirnar eru í hægra horninu á kassanum lengra frá mér. Ég tek umslag, opna það, tek myndina úr og þetta er svona eins og í lukkupotti, af hverju myndin skildi nú vera í þetta skiptið. Færi bláa stólinn og held í myndina eins og fjarsjóðskort, opna skannarann og legg niður myndina, hægra megin efst í hornið og færi mig við skjáinn og lyklaborðið.
Þá er komið að því að ýta á takkann ; SCAN, þegar myndin er komin inn breyti ég gæðunum í 300 og ýti á PREVIEW. Myndin kemur upp aftur og af og til kemur einhver furðulegur litur á hana svo ég ýti á PREVIEW aftur, merkilegt nokkuð. Eftir það laga ég kassann um myndina sem "kroppar" hana. Ýti á ACCEPT og breyti myndinni yfir í JPEG, og skrifa t.d. 1993-4-13, sem þýðir; árið sem myndin er gefin, númer gefanda og númer myndar frá honum.
Svo byrjar þetta allt upp á nýtt, frá umslaginu þ.e.a.s.

Kaldhæðnislegt held ég, en þetta er bara svona. " The real skrifstofu DJOBB ".

En það er alltaf gaman að sjá myndirnar, sumar frá 1930 og fleira, ótrúlegt alveg hreint hvað bros gat verið ósmitandi. Örugglega af þessum 241 mynd sem ég hef skannað inn á þessum tveimur dögum ( það tekur sko aldeilis sinn tíma..) þá hef ég séð bara 1/19 af myndum af fólki, sem það brosir, eða lyftir rétt upp munnvikunum.
Svo sé ég að fólk sem er með mjög blá og tær augu eiga ekki að láta mynda sig svarthvít, þá er eins og þau séu draugar, þannig var einn maður...Whistling

En því ég var orðin rangeygð af þreytu í morgun og dag þegar ég var að vinna þá er mér hollast að fara að hvíla mig, ég er komin með hausverk og svona fínleg heit!

Knús til ykkarHeart

E.s. Ég mæli eindregið með því að þegar kemur steypiregn að allir skelli sér í íþróttafötin sín og finni flott drullusvað og renni sér, helst með grasi á líka, prófið að renna ykkur á maganum!
Það er mögnuð tilfinning að halda að maður sé þvottapoki......

Fyrsti vinnudagur sumarsins liðinn...

Í gærkvöldi átti ég mjög erfitt með að festa svefn, hann Óli vinur minn Lokbrá hafði varla tíma til að reyna að hjálpa mér í vandræðum mínum.
En ég vaknaði eldhress tilbúin í slaginn, sama hvað veðrinu stóð, ég hlakkaði bara til að byrja að vinna, en þó með pínu hnút í maganum yfir nýju vinnu umhverfi.
Og þó, það var tekið vel á móti mér og sýnt mér eitt og annað, svo hófst ég handa og byrjaði að skanna inn myndir, gamlar myndir, allar teknar fyrir 40-60 árum svo ég viti. Fjölskyldumyndir, brjóstmyndir, náttúrumyndir og gamlar bæjamyndir. Samfélagið hefur mikið breyst og húsin með, tæknin er allt önnur og vegirnir betri.
Ég skannaði inn yfir 100 myndir, og það er erfiðara en að segja það skal ég segja ykkur!
Var líka mestallan tíman ein eftir hádegi, svaraði símanum og svona, nýbyrjuð og vissi ekki neitt um neitt...Blush Whistling
En ég hlakka bara til morgundagsins, og allt stress er horfið í bak og burt, svo kemur Björg sem er yfirmaðurinn minn held ég á miðvikudaginn og þá fæ ég betur að vita hvað ég á að gera.

KnúsHeart

Afsakið..

..Ég vil taka það fram að síðasta færsla var meira sögð í gríni heldur en alvöru!

En á morgun byrjar nýja vinnan mín, ég hlakka ótrúlega til að byrja. Held ekki svefni yfir þessu öllu saman, veit ekki hvernig ég lifi það af á morgun ef ég næ ekki að sofna í kvöld!

En í framhaldi af síðustu færslu vil ég tala um hana Hallgerði bloggvinkonu mína, hún er fín sú kona, þið þurfið ekki að efa það.
Fyrir svolitlu benti hún mér á þrjár bækur til lestrar, Veröld Soffíu, Íslandsklukkan og heimur Veroniku. Ég bað pabba um að fara út í bókasafn og biðja um eina af fyrrnefndum bókum, Veröld Soffíu. Ég er byrjuð að lesa hana og hún kemur mér sífellt á óvart, þarna benti hún vinkona mín, Hallgerður, mér á bók sem gæti af og til verið skrifuð upp eftir hugsunum mínum.
Á timapunktum verð ég bara hrædd við að lesa þessa bók!


Finnst ykkur ekki skrítið, þegar við lesum, eru sumir með svo sterkt ímyndunarafl að þeir búa bara til myndina í huganum. Svoleiðis er ég og það er eins og ég sé að lesa upp úr myndasögubók, eða að það birtast myndir í sjónvarpinu og rödd segir frá.
Svona erum við ólík....


Knús á ykkurHeart

,, Blöskrar þér ? ''....

... spurði Hallgerður bloggvina mín í nýjustu færslunni hjá sér.

Ójá, mér blöskraði, skal ég segja ykkur!
Þegar ég spurði mömmu mína fyrir einhverjum vikum hvort ég mætti ekki fara og hitta konurnar í ljósmyndagrúbbunni (það orð er víst ekki til hjá púkanum, kemur frekar ljósmyndagribbunniW00t ) Konur og Ljósmyndir / Photos by Icelandic woman, þá lét hún mig vita að þær myndu kannski klæmast ( segja dónabrandara ).
Auðvitað hefði ég nú alveg hlegið af þeim, enda þrælvön þeim frá ættingjunum úr föðurættW00t ..

En ég get sagt ykkur það ef mér bæðist til að hitta nokkrar af bloggvinkonum mínum einhverja ferðina í bæinn, þá myndi ég efast til að byrja með, útaf því að sumar geta verið hrikalegar þegar kemur að því að klæmast. Nema ef þær eru kannski feimnar eins og ég, ekki með tölvuna frammi fyrir mér.


Annars að deginum í dag, þá tók ég þátt í kvennahlaupinu í ár, já þið heyrðuð rétt. Langt síðan ég tók þátt í því síðast, annað skiptið á minni lífsævi. Mætingin var bara ágæt, betri en síðustu ár að ég held þó. Við mættum nokkrar úr meistaraflokk Sindra til að auglýsa leikinn. Við gerðumst svo hrikalega sniðugar að taka öfugan hring og mæta öllum og segja þeim frá leiknumGrin !
En Sindrastúlkurnar tóku á móti Völsungi sem var spáð tveimur efstu sætunum í deildinni eftir sumarið, og skemmtilega má segja frá því að okkur Sindraskvísum var spáð því neðsta.
Kraftaverkin gerðust ekki, heldur var það viljinn sem var að verki í þessum leik, Sindraskvísur voru 1-0 yfir í hálfleik og var það Jóna Benný með óverjandi skot ( Mig langar til að kalla hana fallbyssu, en ég veit ekki hvort að einhverjir misskilji orðaval mitt þá, en hún er örugglega ein besta kvenskyttan í Íslandssögunni. Hennar skot gætu handleggsbrotið mannCrying !) og þegar 10 mín. voru eftir af leiknum jöfnuðu Völsungstúlkurnar, en okkar stelpur gerðu betur og kom Heba með þvílík tilþrif og kom boltanum inn í markið! Svo lokastaðan var 2-1 fyrir stelpunum sem var spáð neðsta sætinu, og þvílík gleði sem var á vellinum og í kringum hann, ég hékk á flautunni hjá Ástu Steinunni! Aðeins að bípa á bæði liðin....W00t

Ég verð svo að bæta því við að ég er farin að sakna Rocky Horror sýninganna óaðfinnanlega mikið, er með diskinn í gangi og langar til að missa mig bara í söng..

Knús á ykkuuuurHeart

Að hafa fordóma gegn rauðhærðu fólki...

Allir hafa fordóma gegn einhverju, einhverjum eða bara mjög mörgu. Þó við vitum ekki og neitum því kannski í sjálfu sér, þegar maður er að því spurður.
Þar sem ég er rauðhærð hef ég alls enga fordóma gegn rauðhærðu fólki, finnst þó minn rauði litur fallegri en þessi og hinir, en þeir þó líka fallegir. Að hafa fordóma gegn rauðhærðu fólki má líkja við að hafa fordóma gegn fólki undir 1.60 á hæð, í alvöru talað!

Öll erum við hæfilega sérstök, og sum okkar pínlega sérstök og þykjast allt of merkileg fyrir hitt og þetta. Ég er t.d. allt of merkileg til að lita á mér hárið öðrum lit, það kemur hreint ekki til greina.
Ég er búin að vera að staulast um á google.is að gúgla upp rauðhært fólk, eða þið vitið um rauðhærða.

Tek sem dæmi af Hugi.is í einhverjum spjallþræðinum;

rauðhært fólk er ekkert slæmt fólk, þau eru bara öðruvísi, lifa frá sólinni, og eru ekki mörg fræg 

Þetta mannsbarn gefur það í skin að við sem rauðhærð erum, séum "bara öðruvísi", hvað er aðilinn að meina með því? Að lifa frá sólinni, I don't get it. Ég get nefnt einhverja rauðhærða fræga t.d. Nicole Kidman, elskulega hrakfallabálkinn okkar hana Lindsay Lohan sem mér finnst nú bara mjög góð leikkona þegar hún heldur sér þægri og Drew Barrymore lætur rauða litinn oft fylgja með sér.
http://artfiles.art.com/images/-/Drew-Barrymore-Photograph-C10048421.jpeg http://img2.timeinc.net/people/i/2006/celebdatabase/nicolekidman/nicole_kidman1_300_400.jpg http://img2.timeinc.net/people/i/2006/celebdatabase/lindsaylohan/lindsay_lohan1ALT_300_400.jpg

Þrjár glæsipíur, við getum nú ekki sætt okkur við annað, hver önnur betri leikkona, ég meina það, hver man ekki eftir Charlies Angels, Golden Compass og Freaky Friday??
Reyndar man ég nú ekki eftir Golden Compass, Rafn sagði mér frá henni, ég er ferleg í myndum, en ég man þessi þrjú nöfn sterklega!
Svo má ekki gleyma þeirri íslensku sem ég veit um og margir aðrir landsmenn, Sólveig Arnarsdóttir sem hefur leikið í svo mörgum íslenskum myndum að ég nenni alls ekki að telja þær upp. Ótrúlega skemmtileg leikkona þar á ferð!

Svo er hérna annað dæmi;

það er rétt rauðhært fólk er ekki slæmt fólk... því rauðhært fólk er alsekki fólk.

Þetta finnst mér ótrúlega illa sagt, ég sem hélt ég væri mennsk, hvað get ég þá annars verið??

Mér var sagt að það gæti verið erfitt fyrir mig að verða leikkona vegna háralits míns, það er með eindæmum ótrúlega fordómafullt ef svo er.
Ef fólk vill eyðileggja drauma annarra, með því að dæma það frá leiklist vegna þess að það hefur rautt hár, þá má það reyna að stoppa mig núna, því þá fá þau sem vilja gera það svoleiðis, fá það svo margfalt til baka!
Ég ætlaði að kíkja á leiklistanámskeið, en því miður hentar það engan veginn með fótboltanum, eða þið skiljið, staðsett í Reykjavík. En ég skal sko sannarlega næstum lofa ykkur því að þið munið sjá mig einhverstaðar á sviði í framtíðinni, og þá vonandi í leiklist!

Ég fékk ef ég skildi rétt starfið sem mig langaði rosalega, ég veit samt ekki alveg hvað fellst í því, en mér skildist svo ekki misskilja ef ég þarf kannski að leiðrétta mig, að ég muni vera að finna gamlar myndir og ljósrita, vinna held ég eitthvað í photoshop og fara í ferðir með krökkum, í lúruveiðar og fuglaskoðanir og þessháttar!Grin
Verð örugglega staðsett í Menningarmiðstöðinni hérna svo ég viti allavega, allt kemur í ljós betur með tímanum!


Nú segi ég bless, knúsHeart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband