Aldrei fæ ég mér kríu!

Góða kvöldið kæru hálsar og bloggvinir.

Í dag hafði ég það gott heima, enda komin í frí sem er þó heldur stutt, vinna á mánudaginn.
Ég tók mig til og málaði, því þetta hafði setið í hausnum á mér frá því ég vaknaði, svo ég varð að mála þennan fallega engil, læt ekki fylgja sagan á bakvið hann, hversvegna mig langaði til að mála hann.

En um klukkan 18.00 fórum við pabbi af stað ásamt fleiri af fólki út um allar trissur hér innan sýslunnar í þeim tilgangi að taka til á vegarköntum. Mér og Kristjönu var hent út við Hólmsá og þurftum við að labba aðeins suður.
Í fyrstu virtist þetta ætla að verða snögg og fín ferð, en þegar flugurnar fóru að uppgötva mann var tilfinningin eins og það væru fullt af stríðnispúkum í kringum mig, eins og að vera lögð í einelti af flugum einum talsins!
Ég stökk einu sinni út í mýri og sé svo sannarlega eftir því, enda er mér enn ískalt á vinstri fæti....Angry
Þegar fór að rigna fækkaði flugunum og ég bað í alvöru talað til Guðs um að láta koma hellidembu sem kom bara ekki neitt, nokkrir dropar þó til viðbótar, kæfði einhverjar flugurnar.
Á tímapunkti á meðan ég barðist við flugurnar og blótaði þeim í sand og ösku var ég við það að grenja úr pirringi, enda ótrúlega langt síðan þessar flugur hafi verið að abbast eitthvað upp á mig.
Það sem er ekki frásögu færandi í þessari sögu er það þegar kríurnar gerðu vart við sig, þá fyrst var ég hrædd. Ég hljóp um öskrandi og blótaði þeim eins og þær hefðu gert mér eitthvað verulega mikið. Lét þær vita að ég hataði þær, en þá komu þær bara nær og þá tók ég orð mín til baka og sagðist elska þær... stuttu seinna var ég farin að öskra mér til varnar.
Ef maður vill komast í form þá er bara að vera innan um kríur, hlaupandi undan þeim eins og andskotinn sé á eftir manni! Nema að maður vilji hafa hann á eftir sér, hver veit..

Svo var bjargað okkur og leið okkar lá í Suðursveitina og sátum við í bílnum og af og til stökk ég út til að ná í drasl. Annars var einn pabbinn helvíti duglegur við það!
Í eitt skiptið var laus hestur utan girðingar og ég vildi endilega fara að klappa honum og taka upp eitthvað drasl sem var þarna rétt hjá honum. Ég kallaði hoho á hestinn og skokkaði niður til hans, og viti menn sá var sko hræddur!! Hann bara spretti úr sporunum inn á sitt svæði, og ég sem hélt ég væri aðeins meira aðlaðandi en þetta...

En síðan var keyrt heim!

Vil endilega bæta við einni sögu sem örugglega einhverjir hafa heyrt áður.

Í Grímsnesinu í bústaðnum hjá afa og ömmu vorum við oft í heimsókn hér áður fyrr á sumrin. Það er mikið um mýflugur í kringum allan gróðurinn og voru ( og eru kannski enn ) til flugunet með hatti ofaná til að vera með úti. Ég var komin með leið á þessu blessaða neti og tók það af mér, þá var ég spurð hvort að ég vildi ekki hafa það útaf flugunum. Þá gerðist ég svo djörf og sagði sko bara á móti;
Ég ÉT þær þá bara!

Ef ég væri enn svo ung hefði ég áreiðanlega gert það bara í þessari ferð!

Góða nóttSmile Heart

Bloggvinir...

Það sem er ólíkt blog.is kerfinu og öllum hinum bloggkerfunum er það hvað blog.is er miklu samfelldara, fólk deilir á og deilir hlutum. Hingað inn á þetta kerfi kemur fólk til að gagnrýna fréttir, skrifa til annarra eða einfaldlega útaf félagsskapnum.
Á flest öllum öðrum bloggkerfum er oftast verið að blogga fyrir sjálfa sig og reyna að ná vinsældum, þar sem vinir halda uppi svokölluðum "crewum" og slúðra um aðra. Ekki sjaldan sem það verður eitthvað drama út af því.

Hér á moggablogginu hef ég kynnst allskonar fólki, fólki sem ég kæri mig ekkert um að vita og fullt af öðrum sem mig langar mikið til að fylgjast með. Flestir í mínum bloggvinahóp eru kvenkyns, enda er ég ekki í þeim hugarlundi að eignast fullorðna kallmenn sem bloggvini, það misskilst oft..

Ég get ómögulega ákveðið mig hvernig bloggvinahópurinn á að vera uppraðaður enda fullt af flottum bloggvinum sem mig langar mikið til að fylgjast með. Ég er löt að kommenta hjá þessum og hinum, en kommenta á flestar færslum hjá einhverjum. Það er oftast þannig vegna þess að oft er málefnið eitthvað sem ég get ekki tjáð mig um eða veit ekkert hvað ég get sagt.

Ég á fullt af flottum bloggvinkonum sem mér þykir endalaust gaman að stríða, og ég veit ekki hvort sumar fatti það yfir höfuð hvort mér sé full alvara eða öfugt.
Fólki finnst ég oft á tíðum mjög skrítin og ótrúlega rugluð á köflum, en það er það sem gerir lífið skemmtilegra, mismunandi fólk með mismunandi skoðanir.

Fólkið mitt utan bloggsins er mér mjög kært líka og þykir mér ósköp vænt um þau öllSmile Heart !
Reyndar þykir mér líka pínu vænt um suma bloggvini mína...Blush Joyful

Ég ætla að halda áfram að mála, og sýni ykkur svo afraksturinn, knús á ykkurHeart

Skólaslit og einkunnargjöf

Í dag fór fram fyrstu skólaslit Grunnskóla Hornafjarðar, heldur langdregið.
Það var margt sem hefði ekkert þurft að vera og sumt var bráðnauðsynlegt.
Kvatt var nokkra kennara, aðra starfskrafta og einnig 10. bekkinn sem nú fara flest að sinna Framhaldsskólum hvarvetna á landinu og munu vonandi láta gott af sér leiða.

Allar einkunnirnar mínar voru yfir 6, sem betur fer! Veit ekki hvort þær séu marktækar til að setja hingað inn en ég geri það þó, ég er nú ekkert hrikalega montin með þetta..

Íslenska   8.0
Danska    8.0
Enska      8.0
Stæ.        7.0
Líffr.         6.5
Stjörnuf.  6.0
Samf.       6.5
Matur frá ýmsum löndum 9.0
Upplýsingatækni   9.0
Leðurvinna            9.0
Íþróttir      8.0

Allt ágætis einkunnir og nú fer ég að borða!

KnúsHeart

ÓJÁ!


ÉG GAT, ÉG GAT, ÉG GAT!

SKRIFAÐ BLOGGFÆRSLU!!

Í gær átti ég hinn fínasta dag. Vaknaði snemma og gerði mig til fyrir daginn.
Mætti með mömmu minni út á hóteltún og við settum af stað blásarana í hoppukastalana og þarna stóð ég í tvo tíma, var hetja, var elskuð, það var líka knúsað mig!

Ég hef nú ekki svo ég muni verið eitthvað sem börn þykir gaman að, en núna í dag hef ég eignast nokkra vini. Litlu frænku Árdísar vinkonu minnar, hana Díönu, en ég kynntist henni nú þegar hún var mikið yngri. Hún var á staðnum og þegar hún sá mig kallaði hún á mig ,, Róslííín! Komdu og knúsaðu mig!Grin ", auðvitað gekk ég til hennar og spurði hana um daginn og veginn. Algjör dúlla! Seinna heyrði ég frá henni kalla til mín á meðan hún klæddi sig í skóna ,, Róslín, ég elska þigSmile ", eins og ég segi bara krúttleg stelpa.
Hitti líka aðra vinkonu mína sem ég reyndi að koma í röðina, hún vildi eitthvað smygla sér inn, sú er nú algjört krútt líka...Grin
Svo hitti ég litla bróður vinar míns, hann Auðbjörn! Hann kallaði sífellt að mér ,, Þú ert kærastan hans Óskars !!" og ég reyndi nú að koma því á hreint að hann héti nú Rafn sem væri kærastinn minn ekki hann Óskar, en pilturinn var nú ekkert að ná því inn að sér, og þá var litla vinkona mín byrjuð að hjálpa mér....LoL
Ég hitti líka hina og þessa, en sá hvergi litlu vinkonu mína hana Snædísi, eða "veistuhvaðstelpan"..LoL


Eftir tveggja klukkutíma stund þar sem ég hafði nákvæmlega voða lítið vald á litlu brjáluðu krökkunum var tekið loft úr köstulunum og við mamma lögðum af stað heim. Ég fór út að selja SÁÁ álfana með Kristjönu og við seldum heila 14 í tveimur götum, einn hafði keypt álfinn áður og einn neitaði okkur, svo voru margir ekki heima.

Í morgun vaknaði ég tilbúin til skóla, nánar tiltekið að undirbúa íþróttahúsið til notkunar fyrir Skólaslitin á morgun. Ég gerðist svo hugdjörf að bjóða mig fram til að skúra, fyrsta skipti sem ég skúra og skúraði nokkuð vel, 1/3 af salnum hvorki meira né minna! Og ég get sagt ykkur það að þetta er frekar erfitt verk, maður svitnar alveg lengst niður í tær, reyndar var ég nær blaut í gegnum skóna og sokkana líka útaf því að ég sullaði svolítið á skóna...Whistling
Ég blés í nokkrar blöðrur, batt þær saman og hengdi upp, málaði ótrúlega fallegt blóm..........
og spurði veistu hvað og á ég að segja þér spurninga, taldi stólana sem voru 354 talsins og þess má geta að Rafn reyndi að rugla mig smá, en auðvitað ruglaðist ég ekkert, enda hlusta ég svo oft á sjálfa mig..
Fórum snemma heim og það sem kemur næst er ekki fyrir viðkvæma. Þar sem ég er kvefuð er ég með nefið fullt af hori í þokkabót ( aha, girnilegt ég veit!) og rétt tók eitthvað smá hor úr nebbanum og viti menn, það nær fossblæddi! Þegar ég hélt að þetta var búið, tók ég eftir einhverju rauðu inní nefinu mínu og dró frekar langa blóðklessu úr nefinu mínu. Ég er farin að hugsa um að láta brenna fyrir þessa æð, því ég sko skalf úr hræðslu!

Svo seinna í dag var ég alveg í spreng og hljóp inn á klósett, og dyragættirnar koma hornsinnis hjá klósettinu og herbergi mömmu og pabba, og viti menn hverju ég mætti.

Kalli litli könguló klifraði niður úr dyragættinni,
hann reyndi að komast niður en komst ekki lengra en í klósettið.
Því hún Sædís litla stóra systir mín kramdi greyið með klósettpappííír!
Whistling ( sungið með Kalla litla könguló laginu sko!)

Núna bíð ég bara eftir kjúklingabringunum, og síðan held ég í sturtu og Rafn ætlar svo að koma til mín, hann fer til Danmörku á næsta laugardag með hands hele familie


Knús til ykkurHeart

En endilega ef þið vitið ástæðuna hvers vegna, megið þið segja mér af hverju það komu svona margir inná síðuna mína í dag og gær...Gasp

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband