15.6.2008 | 18:04
Heimilisandi....
Ég og mamma ætluðum út að mynda, en veðrið var ekki svo sérstakt svo ég fékk bara ís á Olís og svo héldum við heim á leið.
Eftir svolítið sjónvarpsgláp hjá okkur Sædísi sys og pabba, ásamt því að borða örlítið popp meðð'í, bað ég um að fá að baka köku. Eins og alltaf fékk ég það og á meðan ég beið eftir að pabbi myndi drífa sig út í búð. Hélt ég áfram að glápa á sjónvarpið með Sædísi og honum, fór svo að spjalla við mömmu út í garði og hjálpaði henni örlítið að skafa af klöppinni útí garði.
Ég bakaði þessa dýrindis skúffuköku - ALVEG SJÁLF - og bæði mamma og Sædís voru rosa ánægðar með hana, og sömuleiðis reyndar ég.
Núna bíð ég bara eftir grilluðu læri a la pabbi og hlakka til að byrja vinnudaginn á morgun, vel sofin og glöð eftir góða helgi.
En mig langar rosalega að deila því með ykkur, að frá því ég varð veik, reyndar rétt eftir á, þá fékk ég sár í báðar nasir. Ég sem er ekki þekkt fyrir að fá blóðnasir er búin að fá á meðaltali 1 1/2 á dag blóðnasir síðustu eina og hálfa viku, eða jafnvel meira. Má varla koma við nebbann minn og þá bara blæðir, greyið ég, ég veit...

Skrifa kannski seinna í kvöld!
Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.6.2008 | 22:44
Litla ég...
Jóna bloggvinkona mín veitti mér innblástur fyrir þessari færslu, svo þakkið henni, því þetta er enn ein röflfærslan!
Hún var að skrifa um ófarir annarra og spurði svo um sögur um ófarir annarra, en ég hef bara mínar eigin, svo ég ætla að deila þeim með ykkur.
Í íþróttahúsinu hér á Hornafirði eru stigarnir upp í áhorfendastúku vel steyptir og sömuleiðis áhorfendastúkan. Í fyrra þegar það var til efsti flokkur körfuboltaliðsins hér á Höfn, þá voru þeir eitt sinn að keppa. Eftir leik er ég að fara, ég er á sokkunum og er á leiðinni niður í stiganum, tek eftir smá bleytu ofarlega í stiganum og er ekkert að kippa mér neitt upp við hana.
Stíg svo niður og í bleytuna, renn svo á rassinum alla leið niður á gólf, og sat þarna grátandi úr sársauka ( og viðbrögðum ).
Þar verðskuldaði ég einn risamarblett á vinstri rasskinn og vildi voða fáum sýna, enda ótrúlega óþægilegt.
En þarna var ég sko heppin að hafa ekki lent á rófubeininu, enda hefði ég líklegast rófubeinsbrotnað vegna fyrri hrakfalla minna.
Þegar ég var örugglega um 7-10 ára, fyrsta skipti sem ég hafði komið í Perluna svo ég muni. Þá hafði mamma keypt ís handa mér og við vorum á leiðinni niður í stiga. Ég var rosalega upptekin af þessum ótrúlega góða ís og var á einni af seinustu tröppunum að næstu hæð að neðan.
Ég datt niður og missti ísinn minn, og auðvitað fór litla stelpan að skæla, enda ísinn ónýtur og litlunni mjög brugðið.
Mamma var aðeins á undan mér í stiganum og auðvitað huggaði litla skinnið og þarna var líka kona sem var rosalega góð við mig. Hjálpaði mér upp og svona, gáði að mér. Ég man ekki eftir andlitinu, en ég vil þó þakka henni fyrir.
Mörg höfum við nú upplifað það að týnast í stórverslunum. Ég var mjög móðursjúk og er reyndar enn ( en það er allt annað mál..). Þarna vorum við, í Blómaval eða Garðheimum, þið vitið hvar svarti páfagaukurinn er og var alltaf, sem flautaði á eftir fólki ( og líka ömmu mína meðaltaldna!).
Ég hélt ég hafði týnst þar, og var með tárin í augunum, æddi út að leita að þáverandi bílnum hans hafa, silfurbláan RAV bíl. Alveg snöktandi gekk ég aftur inn, því leitina bar engan árangur.
Þá kom eldri kona til mín og spurði hvað amaði að, og ég lét hana vita að ég vissi ekki hvar fólkið mitt væri. Hún gekk með þessa litlu grátandi, rauðhærðu telpu smá spöl í búðinni.
Þarna var þá fólkið mitt, gat verið! Þau þökkuðu konunni fyrir og ég vil þakka henni núna.
En ég get endalaust talað um sjálfa mig, hvað sem það er, í alvöru talað!
Svo vil ég endilega segja ykkur frá því hvað ég er búin að vera að hlusta á síðustu vikur. Ég rakst á hana hérna á blogghringnum mínum, Signý heitir sú stúlka, tónlistin hennar er ótrúlega góð!
En ég segi þetta gott í bili, puttarnir eru búnir að fá sýna útrás....
Knús
Bloggar | Breytt 15.6.2008 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.6.2008 | 21:19
Mig langar ekki, ég vil ekki, ég get ekki......
Í gær fór ég eins og vanalega síðustu viku í vinnuna. Þar beið mín stafli af eldgömlum ( allavega að hluta til) myndum sem biðu spenntar eftir því að ég myndi skanna þær. Eftir einhverja stund fyrir hádegi fórum við Björg að þrífa styttur á Hóteltúninu, og bónuðum þær líka!
Töluðum um margt og mikið, svo söng hún líka smá úr laginu "Styttur bæjarins" fyrir mig....

Styttur bæjarins - sem enginn nennir að horfa á
greyið stytturnar
aleinar - á stöllunum
Ég hitti svo mínar elskulegu gömlu myndir og bætti nokkrum inn í tölvuna, og reyndar vann ég aðeins framyfir tímann. Reyndar ætlaði ég bara að klára einn bunka, átti 13 umslög eftir og einmitt 13 mínútur eftir af vinnutímanum. Tvisvar lennti ég í því að fleiri en 10 myndir voru í umslaginu.
En í lok vikunnar er ég komin með 690 myndir og með því áframhaldandi þá á ég eftir að verða atvinnulaus snemma í sumar....

Nei ég segi svona, ég held að mér verði útveguð önnur verkefni, enda dugleg!
Þið heyrið kannski seinna í kvöld í mér, er að fara yfir alskyns myndir.......

Knús til ykkar

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2008 | 23:59
Pólitíkin, fréttir o.fl.

Það sem skiptir þjóðina líka máli að vita......
Þá vil ég byrja á því að óska vinkonu minni Árdísi Drífu til hamingju með afmælið


Ég er farin að kunna alltaf betur og betur við vinnuna mína og samstarfsliðið. Allir þarna eru mjög samheldir og hjálpast að með hitt og þetta tók ég eftir í dag. Í kaffitímum er spjallað um allt milli heima og geima, reyndar svo mikið meira en það.
VIÐ ( takið eftir því, ég er ekki að tala um sjálfa mig bara!) fólkið sem vinnum þarna saman erum öll á mjög mismunandi aldri, ég er þó yngst sem kemur reyndar engum á óvart. Ég ætla ekki að rugla neitt, en þó veit ég að eitthvað af fólkinu er vel yfir fimmtugt.
Í dag tókst mér að bæta vel inn í hópi myndanna sem ég á að skanna, og eru þær komnar hátt í 500 talsins, svo mikið er víst, frá mánudag. Reyndar í dag fórum við um kl. 11.00 nokkrar upp í Pakkhús að þrífa, þar þurfti ég sko að þrífa stóla, borð og klifra niður fyrir Bryndísi að ná í eina bjórdós sem þarna lá tóm.
Á morgun er vinna, auðvitað, þá ef gott veður er förum við Björg að ég held að þrífa minnisstyttu niður á Hótel túni fyrir 17. júní. Í næstu viku á ég síðan að fara í fuglaskoðun með krakkaskara!

Ég fór á ljósmyndanámskeið bæði í kvöld og í fyrrakvöld, lærði heilmargt enda ekki seinna vænna, nú fara að koma loksins almennilegar myndir frá mér!

En annars í dag ætlaði ég að laga til mynd í photoshop á meðan ég beið eftir Björgu, en svo kom hún þegar ég var búin að finna allt svo ég ætla að byrja upp á nýtt hérna, svo er það svefninn!
Knús á ykkur, ég skrifa betur á morgun til ykkar einhver falleg og vel vönduð orð

Bloggar | Breytt 13.6.2008 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
11.6.2008 | 23:34
Blogg EKKI bara um sjálfa mig...
Ég sendi e-mail til manns hér á moggablogginu og spurði út í forsíðubloggara, ég var kurteis og spurði hvort að ég mætti fylgja þeim hópi, einhvernvegin kemur maður sjálfum sér á forsíðu blaðana, en hvernig er spurningin.
Ég fékk ekki fullnægjandi svar, eða svo finnst mér.
Virðingarfyllst birti ég svarið frá honum/henni sem svaraði mér, og vonandi að ég geri það án þess að fá kæru eða eitthvað slíkt;
Í umræðuhópnum okkar, þ.e. hópi þeirra bloggara sem kalla má forsíðubloggara, eru bloggarar sem valdir eru eftir gæðum skrifa, þ.e. hversu vel þeir skrifa og hve títt og einnig litið til þess um hvað þeir skrifa. Skoðanir manna skipta ekki máli í þessu sambandi.
Eins og ég segi virðingarfyllst, ég vill þessum manni vel, en bara ég er ekki sátt með þetta svar.
Eftir gæðum skrifa, þar gæti hann verið að gefa það í skyn að mín skrif séu ekki góð, og aftur gæti hann verið að gefa það í skyn með því að segja hversu vel þeir skrifa. Einnig litið til þess um hvað þeir skrifa, ef dæmi má gegna eru 85% færsla alltaf um eitthvað sem tengist stjórnmálum.
Ef ég tek bloggvinkonu mína Jónu Á. Gísladóttur sem er örugglega einnar best skrifandi hér á moggablogginu, þá skrifar hún alloft um sig og sína fjölskyldu. Það finnst mörgum gaman að lesa þetta, sumir hafa lúmskt gaman af því en hreyta einhverjum skítaorðum um hana.
Hún af og til bloggar um frétt, en ekkert rosalega oft. Ég hef alls ekkert á móti henni Jónu minni, þótt ég skrifi eins og ég sé eitthvað afbrýðissöm.
Annað gott dæmi má nefna hana Laufey Ólafsdóttur sem vill svo skemmtilega til að er frænka mín og með góða rithönd. Hún skrifar meira sitt á hvað, tónlist, hvernig gengur í vinnunni hjá henni og líka um dæturnar. Hún er þó heldur löt að blogga, (skamm þú, Laufey!), og þar er dæmi um "títt"-ið sem hann/hún talar um.
Ég get svo gefið dæmi um allskonar bloggara, en mér langar ekkert til þess og kem með endann á póstinum sem ég fékk.
Mér sýnist þú helst skrifa um sjálfa þig, sem er gott og blessað og margt skemmtilegt að lesa á bloggi þínu, en ekki sýnist mér það eiga erindi í þjóðmálaumræðu.
Ég yrði þá ekki sú fyrsta sem myndi birta bloggin mín svoleiðis, innsæi í allskonar heima eiga heima á forsíðu moggabloggsins, en þar er innsæi til foreldra einhverfs barns, eitthvað sem tengist pólitík, pólitík og pólitíkusar...
En ég þakka þó fyrir það, en ég er ekki alveg sammála að það eigi ekki erindi í þjóðmálaumræðu, hér er innsæi í líf unglings, sem er ekki alveg eins og þessir týpísku unglingar sem þjóðin sér liggur við bara. Ósköp óvenjuleg stelpa úti á landi sem vill vera framtíð Íslands, en á í erfiðleikum með það vegna þess hver margir neita að taka þátt í því.
Takk fyrir mig!
Knús á ykkur sem eru ekki óvinir mínir og eruð ekki vondu kagglarnir
Bloggar | Breytt 12.6.2008 kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)