"Sálfræðifærsla"

Á Íslandi eru nóg af fólki, allskonar fólki með ólíkar hliðar og skoðanir. Fólkið í kringum okkur er jafn mismunandi og það er margt, og til er fólk sem maður þarf að umgangast þó manni líkar ekki vel við.
Á lífsleiðinni kynnumst við hinum og þessum, þessi verður mjög góður vinur. En hinn verður bara kunningi, eftir nokkur ár verður góði vinurinn horfinn og kunninginn verður ávallt við hlið manns, sem góður vinur.

Fólk hverfur í burtu í einhvern tíma og hefur ekki samband, en kemur svo til manns alveg hrikalega ánægt að sjá mann. Þó vinir hittast ekki alltaf og fólk, veit það að það á einhvern til að treysta á.

En við í 3. flokki kvenna erum komnar aftur saman, þessi sterki hópur sem ekkert gat grandað árið 2006. Við fórum í gegnum fótboltasumarið með stæl, unnum Austurlandsriðilinn með glæsibrag, enginn tapleikur. Þegar við fórum til Grundafjarðar var það eina í huganum á okkur, við sáum fyrir okkur í einhverju blaðinu;

4. flokkur kvenna í Sindra ÍSLANDSMEISTARAR


Við komumst svona langt drauminum, að í einum leiknum vorum við 1-3 eða 0-2 undir og þrjár mínútur eftir. Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur og röðuðu inn mörkunum, Sindraskvísur komust með sigur af hólmi í þeim leik!!
Í öðrum leik var sífelld sókn á mig, ég varði eins og mér væri borgað fyrir það, fékk spark í bakið en kláraði leikinn þó frekar meidd í bakinu. Og við unnum þann leik 4-1!


Í efri röð frá vinstri; Bríet, Guðlaug Margrét, Iðunn Tara, Lejla Cardaklija, Brynja Rut, Chakki.
Í neðri röð frá vinstri; Árdís Drífa, Bjarney Jóna, Karitas Björt, Kristjana Hafdal og Lára.
Í neðstu röð ; RÓSLÍN ALMA VALDEMARSDÓTTIR
Grin
 4. flokkur kvenna með verðlaunin sín, sem við áttum svo sannarlega skilið. Tvær stúlknanna eru ekki meðal hópsins í dag, önnur flutt til Reykjavíkur og hin hætt að spila. Þjálfarinn hann Chakki er hættur að þjálfa og Jóna Benný og Sandra Sigmunds. komu í hans stað.

En á morgun mætum við Leikni Reykjavík, og þær eiga svo sannarlega sterkt lið, og ef við stelpurnar förum inn í leikinn með fullan áhuga og vilja, vitum við aldrei hvernig leikurinn endar.

Sendi ykkur öllum knús og til hamingju með daginn stelpur!!Heart

Er innflutt sælgæti útrunnið?

Það er sagt að þegar fólki dreymir, er heilinn að taka til í huganum. Ýmsar myndir poppa upp með hljóðum og þessháttar í kollinum á okkur og við lifum okkur inn í drauminn.

Mig dreymdi fyrir nokkrum dögum að í fréttum væri verið að tala um að innflutt sælgæti væri útrunnið. Fréttatíminn var á Stöð 2 og í sama umhverfi og fréttamennirnir eru í, og mjög svo kunnugleg rödd. Þar birtust myndir úr Europrise og þeim keðjum sem flytja inn sælgæti, sælgætið sem flokkast undir " bland í poka " sælgætið.
Ég gekk þar af leiðandi inn í búð í einhverjum verslunarklasanum í Reykjavík, í draumnum, og fór og kannaði málið, reyndar lenti ég í því að kaupa bland í poka í staðinn fyrir að kanna þetta. En þá var ég vöruð við því að þetta væri útrunnið.
Seinna í fréttum kom svo í ljós að sælgætið sem var innflutt hafi verið selt áður í búðum í Danmörku og einhverju öðru landi. En það seldist ekki þar svo að það var beðið í nokkra mánuði og sent svo til Íslands í sölu. Fyrirtækjaeigendur áttu víst að hafa vitað þetta og voru ákærðir fyrir að hafa selt lengi útrunnin varning. Og var sælgætið gert upptækt og fyrirtækin yfirheyrð.

Ég held að ég hafi verið að hugsa mikið um nammi þennan dag og kveikt hafi verið á sjónvarpinu, á Stöð 2 um klukkan 06.00 um morguninn og ég sofandi. Þar af leiðandi flæktist þetta alltsaman í einn graut og varð að þessari útkomu.
Nú bíð ég bara og sé hvort ég sé berdreymin!

Annars af deginum í dag, þá var farið í fuglaskoðun í barnastarfinu og svo foreldrar barna hér á Höfn vita af því, þá er ég ein af þeim sem fylgir með í ferðirnar.
Við bjuggumst alls ekki við eins mikilli þátttöku, enda komu 19 krakkar, 5 sem voru búnir að skrá sig. Gengum um Óslandið og í gegnum kríuhrúguna, eins og í einni af fyrri færslum mínum líkar mér ekkert sérlega vel við þær. Og svo skemmtilega vildi til að ég var næst hæðst af öllum þarna.
Rétt í lok göngutúrsins við endann á þar sem kríurnar verpa, sáum við lítinn unga og krökkunum til mikillar skemmtunar var ég gogguð í hausinn. Sem betur fer var ég með tvær hettur á mér, en mikið svakalega brá mér!
Á leiðinni heim heilsaði ég þar tveimur strákum sem voru þarna fyrr um daginn í fuglaskoðuninni, og þeir voru sko á leið út í Akurey!
Rakst líka á yngri stelpu sem sat grátandi og hjólið liggjandi á gangstéttinni, ég gerðist djörf og stoppaði og gekk til hennar. Spurði hvort það væri allt í lagi, hvort hún hafi dottið af hjólinu. Hún sagði mér greyið að hún hafi rekið petalan í kálfann á sér. Ég spurði hana hvort hún vildi að ég gengi með henni og hjólinu það sem hún væri að fara, en hún afþakkaði það þóSmile ..

Svo að afrekin voru tvö í dag, svo reyndar það þriðja að segja frá draumnum, enda er ég ótrúlega skrítin þegar drauma er um að ræða.

Eigið gott kvöldHeart

Trú,17. júní og tómatar!!!

Bjarndýravandamálið í þetta skiptið er úr sögunni, greyið mitt hvíta og fríða fór upp til himna ásamt bræðrum sínum og systrum.
En það er ekki það sem ég ætla að tala um, ég vil nýta mér tækifærið, því þar sem Halla Rut bloggvinkona hefur talað um svipaða hluti og Anna K. Kristjánsdóttir önnur bloggvinkona mín var skömmuð fyrir að grínast örlítið með.

Við trúum öll á eitthvað eða einhvern, sama í hvaða samhengi það er sett. En trú er það sem ég tala um í þessu tilfelli, ég get ekki nefnt allar trúir í heiminum í dag, enda finnst mér ég ekki eiga að vita þær allar.
Í sumum trúum er það svo slæmt að trúin snýst bara um það að karlmenn ráði öllu og konurnar mega ekkert gera, það má aðeins sjást augun á sumum og sumstaðar mega konur ekki keyra bíl.
Að vissu leyti eru kynréttindin að gera sig hér á landi, en þarna eru karlar stjórnendur og konur eitthvað sem ekki má hafa skoðun í flestum tilvikum.
Í mínum huga finnst mér þetta ekki vera trú heldur kynjamismunur, því þar þurfa konur að lúta.

Þá kemur helst þetta lag ,, don't worry, be happy " og orðið ,, Peace "....Errm

En að öðru, þá sýnist mér ég vera dottin úr hópi forsíðubloggara ( nei, eða ekki...LoL ), og þakka gott innlit, greinilega margir sem höfðu áhuga á skrifunum mínum, og þakka fyrir tækifærið.

Í dag var ég í fyrsta gír, brosmild og stríðin, aftan við þjónustuborð. Við vorum að selja fyrir Noregsferðinni og ég var svo rosalega tilbúin fyrir þennan dag. ÚT OG TALA VIÐ FULLT, FULLT af fólki, mér finnst það æðislegtInLove Grin ...
Brosti mikið til fólks og hló með því og að því, upp á glensið og því það er nú 17. júní.
Bannaði sumum að skoða úrvalið á meðan ég sagði við aðra að ég myndi ekki aðstoða þau, vegna þess hve mikið þau væru búin að kaupaHalo ....

ÉG VIL LÍKA TALA UM TÓMATAAUGLÝSINGUNA
sem ég sá í einhverju blaðinu sem ég var að skoða, punkta um tómata, frá íslensku grænmeti. Ástarepli er þetta kallað á Ítalíu, ef tómatar geymast í ísskáp versna þeir víst eitthvað. OG ALLRA SÍÐASTI punkturinn um tómatana er sá að þeir gera sýn okkar betur!!!
Ég held ég hafi aldrei heyrt neitt svona vitlaust, eða jú nú lýg ég. En ég get svo sem alls ekki verið sammála þessu, margir jafnaldrar mínir þurfa eflaust lesgleraugu og svoleiðis, eru fjarsýnir eða nærsýnir. En voru það ekki áður, og öll borða þau nú tómata.
Ég og minn matarsmekkur höfum reynt að narta í þessi rauðu ástarepli Ítala, og þetta er bara súrt og rautt. Og það allra hlægilegasta við þetta alltsaman er að ég er með fullkomna sjón. ( Píri bara augun þegar ég er að reyna að sjá hvað klukkan er á venjulega klukku, því ég kann bara örlítið á hana og er að reyna að sjá út hvað hún er...Blush )

Ég held ég sofni sátt, þreytt og hlakkandi til morgundagsins.. og vakni með stírurnar í augunum og harðsperrurnar í kinnunum...LoL

Knús á ykkurHeart

Djöfulsins móðursýkin gerir Íslendinga útdauða á endanum

Hvað á að draga þessar fréttir og teygja mikið, þetta er orðið verra en undankeppnin fyrir Júróvísjón nú fyrr í ár.
Ég get svo svarið það, Íslendingar gera ALLT til að fréttir lifi sem lengst. Endalaust er verið að teygja úr þessum sér íslensku fréttum. Fyrst voru það jarðskjálftarnir, eru þeir ennþá?
Móðursýkin var orðin svo mikið að fólk var farið að vorkenna okkar löndum meira og sýndu Japanabúum miklu minni samúð, þar sem fjöldi fólks fórst í þessum sömu hamförum (jarðskjálftunum).
Þökkum fyrir það að enginn lést, enginn meiddist alvarlega og bara fáir misstu heimili sín, en þau eru eflaust vel hýst og fá borgað flestar skemmdir.
Á tímabili hélt ég einfaldlega af öllum fréttum og upplýsingum um þessa blessuðu Suðurskjálfta, að landið þyldi þetta ekki lengur og væri að gefast upp á Suðurlendingum. Að landið vildi endanlega slíta Suðurland frá okkur hinum.
Hvítabjörn gerði mönnum bylt við og varð fyrir þeim harmleika að verða SKOTINN, af því hann hræddi grey mennina víst aðeins. Þá kom í ljós þegar krufning á litla sæta bangsanum, að hann var bara búinn að borða grænmeti. Já, þar hafið þið það menn sem hélduð að hann ætlaði að meiða ykkur, hann var grænmetisæta. Drakk ábyggilega kók með því í jóla-kókauglýsingunum hér í den... always coca cola, always coca cola...
Nú er kominn annar svona hvítur sætur bangsi, sem er ekki dauður enn. En þar er um eggætu að ræða, já hann kjammsar á eggjum, ekki mönnum. Sendum hann bara í Húsdýragarðinn og höfum hann í kæliboxi, þá má ég fara og klappa litla greyinu mínu.
Þessi björn er örugglega annað af litlu ísbjörnunum úr kók auglýsingunum....Whistling
En ég er búin að komast að því, að við Íslendingar erum annað hvort með verztu fréttirnar eða bezta og fallegasta landið..
Lokaniðurstöður mínar, sem tók mig alls ekki langan tíma að reikna út, er sú að hérlendis er gert mýfluguúrgang að gíraffa!

E.s. afsaka mæðusýkismisskilninginn, mér fannst það svo rétt að breyta móðursýkis eintölunni í fleirtölu mæðusýki..Blush

Fjölmiðlafár

Ég á það til þegar blöðin koma heim með annað hvoru foreldrinu, að laumupokast í þessi tvö blöð. Annað blaðanna er Fréttablaðið og hitt 24 stundir. Fastur liður hjá mér við Fréttablaðið er að skoða og lesa teiknimyndasögurnar sem bregðast mér oftast nær, og fasti liðurinn hjá 24 stundum er að kíkja á síðustu opnuna og lesa "Bloggar" dálkinn ( Sem er mér líka til meins, þar sem mín skrif hafa bara birst einu sinni).
Á það til að fletta í gegnum allt blaðið, fyrstu blaðsíðurnar eru yfirleitt um einhverjar leiðindafréttir, ein og ein gleðifréttin poppar þar upp af og til. Þaðan af koma fasteignir, bílar til sölu og allskonar auglýsingar frá hinum og þessum Jóni, Siggu og Brjáni út í bæ að óska eftir hinu eða þessu. Á öftustu síðunum er svo hvað sé í bíó og fréttir af fólki. Á baksíðu Fréttablaðsins er til vinstri Bakþankar og risastór bílaauglýsing, útlandaferðaauglýsing og Ikea auglýsing til skiptis. En á baksíðu 24 stunda er dálkurinn Yfir strikið sem prýðir efst, og oft yfirlit yfir það sem er í blaðinu til vinstri og einhverjar greinar á hinu plássi blaðsíðunnar.
Bæði blöðin eiga örugglega í keppnisstríði við að troða sem flestum risa-auglýsingum alltaf á hægri hluta opnunar, í það fer önnur hvor síðan.

Mbl.is til mikillar gleði held ég meira upp á 24 stundir, og til Visi.is til mikillar gremju á ég það til að vilja loka blaðinu og setja það í endurvinnslupokann þegar ég les fyrirsagnir blaðsins..

En í dag fangaði 24 stundir mig betur inn í blaðið, að vísu eldra blað, en skiptir ekki öllu máli. Þar var grein um það hvernig Ellý Ármanns brást við myndinni sígildu Sex and the city, og á bls. 52 að mig minnir var Sveppi okkar gúglaður, það koma eitt og annað upp, mismerkilegt þó.

Að skjálftunum sem tróna hér um allan hnött greinilega, þá er þetta farið að hljóma eins og fréttirnar í sjónvarpinu ,, 15 manns voru teknir fyrir að vera ölvuð við akstur " ( LESIÐ MEÐ FLÖTUM TÓNI OG ÓÞOLANDI NÖLDUR RÖDD). Auðvitað er þetta mikið sjokk hér, en við getum ekki ímyndað okkur hvað við höfum það gott miðað við aðstæður í Japan.
Það meiddist enginn alvarlega líkamlega hér á Íslandi, en margir skemmdust í sálinni við að missa húsið sitt, sem tryggingarnar ljúga í fólk að þær finni ekki að húsið þeirra sé tryggt en ætla að reyna sitt besta og koma kannski með 3 milljónir í skaðabætur eða svo. Til að gera upp allt tjónið.

Hvað segið þið nú stjórnvöld hér á Íslandi, lifum við ekki í lýðveldi lengur, hvers vegna fór það framhjá mér?

Veðurguða Ingó úr Idolinu söng stoltur með Selfiskum leikskólabörnum ,, Bahama eyja, Bahama eyja, Bahama eyja, Bahama ". Skammaðist sín heldur ekki fyrir það og sagði í sjónvarpið að þetta væru dyggustu aðdáendurnir, og þau væru einhverjir sem ekki "drulluðu" yfir sig. Sem betur fer hafa þau vonandi ef heppilegt er með mál að fari, bara rétt drullað á foreldra sína þegar þau voru yngri..

Það má líka lengi væla yfir því hvað munaði litlu að okkar menn kæmust á HM, leiðinlegt fyrir þá greyin og þau sem halda upp á þessa íþrótt hérlendis. Prívat og persónulega kom það mér ekki á óvart að grey mennirnir kæmust ekki áfram, enda allt of mikið þjóðarstolt í gangi...
Þeir ætluðu sér áfram á þjóðarins vilja, ekki sjálfs síns vegna, og hafa þessir menn ekki nóg að gera utan vallarins, eiga margflestir börn og konu til að sinna...

Ég verð að troða þessari mynd með, finnst hún flottust af þeim myndum sem ég hef tekið;

Svo er verið að röfla yfir því að ég tali ekki mikið um þjóðernismálin, bara um sjálfa mig...
Ég gef því bara eitt risastórt ;
PIFF!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband