Spurning til almennings á Íslandi

Eða til íslenskra ríkisborgara og líka innflytjenda án ríkisborgararétt.

Hvað finnst þér um unglinga á Íslandi í dag?


Allir sem treysta sér til að svara, þá endilega deilið með mér svarinu, því ég vil vita.
Ekki vera hrædd, ég er á forsíðublogginu, og því mega allir hafa sína skoðun og allir mega segja sitt. Ég þakka bara fyrir það.


Ósnert trampólín í 2 ár!

Í dag var sett upp eitthvað sem er uppi í öðrum hvorum garði hér allstaðar á Íslandi, tvær ágiskanir fáið þið.
Nei, það var ekki sett upp heitan pott en hann kemur þó seinna meir. Við settum upp trampólín ( finnst alltaf jafn asnalegt að skrifa það), eftir meira en tveggja ára bið. Litla trampólínið mitt, eða reyndar miðlungsstórt sem ég fékk sumarið 2004 eða 2005 þegar þessi bóla var að stækka.
Þá bjuggum við á Kirkjubrautinni og það var mjög glatt á hjalla þá, nágrannarnir þustu að til að prófa og allir svaka ánægðir.
Eins og margt sem ég fæ ( þið eruð örugglega farin að halda mig MIKLA dekurrófu..) þá fékk ég leið á því eftir sumarið 2006, eða mitt sumar frekar. Enda vorum við flutt og alltaf einhver að koma og spyrja hvort sá eða sú mætti ekki hoppa á trampólíninu. Ég var náttúrulega svolítið eigingjörn eins og ég er stundum ( þó aðallega á mat núna), og þóttist af og til ekki vera heima eða sagðist vera að fara á það sjálf.Blush
Algjör frekja og ótrúlega skemmtileg við foreldra mína bað ég þó um svona litla sundlaug úr Byko 2006. Sundlaugin var notuð fyrir okkur Árdísi á góðum sólardegi og við hoppuðum af trampólíninu ofan í sundlaugina. Það var reynt með sömu sundlaug en í öðrum garði aftur held ég í fyrra eða svo, og reyndist okkur sem rennibraut.
Reyndar var svo sundlaugin notuð hálft sumarið undir fiska sem ég veiddi með vinum mínum, sem annað hvort frömdu sjálfsmorð ( já, greyið fiskarnir líða ekki svona dekur). Með því að hoppa þaðan uppúr og á grasið, eða þá að vondu hjartlausu kisurnar höfðu sótt þá uppúr!GetLost
Þetta víðfræga trampólín hefur ekki litið dagsins ljós frá því herrans ári 2006, ótrúlegt en satt, enda fékk ég svo allsvakalega í bakið þegar ég hoppaði að það var ekki hægt!
Í dag var svo slegið og fundið hlutina úr trampólíninu og skellt því upp, ég auðvitað litla frekjan byrjaði að hoppa á þessu æðislega trampólíni. Reyndar bað ég um að láta teypa öll samskeytin, enda vil ég ekki lenda í því að fæturnir detti af greyinu!
Mamma byrjaði svo að hoppa og notaði þá afsökun fyrir því að hoppa ekki hærra að hún þyrfti að finna jafnvægisskinið fyrstTounge !

En þessi trampólín geta verið stórhættuleg, en þar sem ég get ekki einu sinni farið í kollhnís á jörðu niðri, fer ég nú ekki að gera einhverjar æfingar. Annað en að detta á rassinn og hnén, kannski seinna kemur að loftfimleikum!LoL


Annars hef ég afrekað það að mála gluggakistu í fyrirtækishúsinu fyrir HOPP fyrirtækið sem pabbi á í, þrifið ofnana þar líka og græjað kartöflur fyrir grillið í kvöld.

Sædís kemur heim á morgun og ég býst ekki við því að fá neitt frá henni, svo kemur held ég Rafn heim líka á morgun, æðislegt bara!Grin

Knús á ykkurHeart

E.s. Vonandi að þetta sé ekki of persónulegt blogg fyrir forsíðuna, enda varð ég bara að skrifa um þettaBlush !

Og til að gera þetta OFUR persónulegt blogg vil ég benda fólki á að kíkja endilega á þetta flotta lag http://uk.youtube.com/watch?v=aKR0NkRbgng , þar sem æskuvinkona mín, sem býr núna í Danmörku er að syngja. Reyndar í bakrödd, en hvað um það, hvað um það, hún er þó betri söngkona fyrir vikið. En krakkar frá hennar skóla ásamt henni unnu keppni á milli skóla þarna í Danmörku með lagakeppni og söng. Vinkona mín heitir Þórdís Imsland, frábær karakter og ég get ekki sagt ykkur hvað mér þykir vænt um þessa flottu stelpu. Þó við séum svo oft ósammála þá erum við alltaf vinkonur. Hún flytur heim bráðum og mikið rosalega verður gott og gaman að hafa þessa æðislegu vinkonu mína nærri mér. Enda búin að búa í Danaveldi í einhver ár.
Vonandi njótið þið þess að hlusta á þetta lag, og hlustið vel á bakröddina!
GJÖRÐU SVO VEL ÞÓRDÍS MÍN
Heart

Kvennafótbolti / Ísland 5 - Slóvenía 0

FÓTBOLTI er í lífi margra stúlkna, sumar stefna hátt, aðrar eru bara upp á félagsskapinn. Tökum Margréti Láru sem dæmi, hún kom til okkar í sumar með fyrirlestur og æfingu. Hún var á hverjum degi úti í fótbolta með strákum að æfa sig. Hún er núna ein besta fótboltakona sögu Íslands. Stelpur taka t.d. Eið Smára eða Beckham sem fyrirmynd og líta ekki við Margréti Láru, Þóru B. Helgadóttur og Ásthildi Helgadóttur svo einhverjar séu nefndar.
Ég hef reynt að fylgjast með Landsbankadeild kvenna og er frekar ósátt við hvað leikirnir hafa verið auglýstir lítið og fáir sýndir í sjónvarpi. Íslenska landsliðið hefur staðið sig með prýði, mjög lítið er talað um það. En það er verið að grobba sig af því að strákarnir hafi farið upp um frekar mörg sæti á meðan stelpurnar eru efstar í sínum riðli.
En ég er stolt af Ríkissjónvarpinu að sýna frá kvennafótboltanum. Ég reyni að fylgjast með leikjunum og þar eru margar mjög góðar stelpur. En ég ef æft fótbolta frá 6 ára aldri og er orðin 14 ára. Ég er í marki og má glöð segja frá því að í fyrrasumar urðum við stelpurnar frá Hornafirði Íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna í 7 manna bolta.
Mig langar að koma því á framfæri að fólk eigi að vera mjög stolt af sínum stelpum og að það eigi að auglýsa kvennaboltann meira.


Þessa grein skrifaði ég í fyrra, ótrúlega ósátt með það hvað fáir standa við bakið á flottu stelpunum okkar í landsliðinu. Ekki svo margir fylltu upp í stúkuna og ég er hrikalega ósátt með fólk sem kemst á leikina en fer ekki.
Ég fylgdist með úr fjarlægð, 500 km fjarlægð. Horfði á þessar flottu dömur sem við eigum í sjónvarpinu og lifði mig inn í stemninguna á vellinum, klappaði með og kallaði á þær..

Mætti snemma á æfingu, eða kl. 10 í morgun og skrapp heim og út í búð og aftur út á völl fyrir 12. Þetta gerði ég allt hjólandi á hálftíma alveg að svelta úr hungri Tounge . Um hádegi var svo knattspyrnudagur stúlkna, knattþrautir fyrir stelpur og konur reyndar líka. Hitti þarna litlu vinkonu mína hana Arney, systur Bríetar sem er að spila með mér í fótboltanum. Skvísan er 9 ára í dag!
Skemmti mér konunglega og dreif mig reyndar hægt heim. Leikurinn var svo stilltur á eftir sturtu, og áður en ég fór í sturtuna faldi ég nammið mitt undir koddanum. Þóttist svo vera að laumast í töskuna og renna henni svo mamma héldi að ég skildi við nammið þarLoL ..
Auðvitað spurði mamma þegar ég kom út af baðinu með handklæðið vaðið utan um höfuðið á mér, hvort ég hefði nú falið nammið. Hún sagði að ég væri ljót við mömmu mínaLoL !

Eftir daginn í dag held ég að ég sé komin með sólsting, enda erum við sólin langt frá því að vera bestu vinkonur. Er líka ótrúlega rauð og sæt í framan og var að reyna að sannfæra mömmu um að ég hafi fengið lit á hendurnar. Það gengur ver heldur en að fela nammið fyrir henni.

P6210771

Skelli hérna mynd eftir smá af listaverkum við ljóð sem ég skreytti og ritaði niður á blað held ég alveg örugglega. Síðan ég var í 3. bekk, bara krúttlegtJoyful !Heart

Hér stendur orðrétt fyrir þá sem ekki sjá það ( mikið krúttlegra svona beint upp úr bókinni heldur en að vera að leiðrétta);

Vorið er fallegt
Vindurir feikir vorinu burt
og sólin varað fara. Og krakkarnir
í níu stígvélunum.
    og svo kemur vorið.


Höfundur Róslín Alma Valemars

Á ALLRA VÖRUM

Núna sit ég við tölvuna með sjónvarp við hliðin á mér. Ég er að horfa á Á allra vörum. Þarna sitja margar og standa ótrúlega flottar konur, allar saman komnar. Svanhildur frá stöð 2 og Helga Braga okkar einlæga leikkona horfðu á fréttamanna Stöðvar 2 raka af sér skeggið.
Mikið rosalega er ég ánægð að hann gerði þetta, 100 þúsund krónur og skeggið fauk af. Maðurinn er nú mikið myndarlegri svona, það má karlanginn eiga!

Þarna sitja flottar konur við símann leikkonur, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnmálakonur og alskyns konur bara! Vigdís Finnbogadóttir er búin að kíkja við á skjáinn og Sólveig Arnarsdóttir. Þær máttu voða lítið vera að því að tala, enda á fullu í símanum.

Þetta er gott framtak, Íslendingar og aðrir sem geta gefið, konur og karlar, gefið ef þið getið!Heart

Svo vill svo skemmtilega til að ég þekki eina þarna í þættinum ágætlega, hana Dísu sem er á trommunum, hljómborðinu og tíng tong-inu!Grin
Já sko mig, ég þekki tvær í þættinum, hún Hafdís sagði sína sögu, hún er með mér í ljósmyndagrúbbunni Konur og Ljósmyndir. Hún er einstakur ljósmyndari, og ótrúlega hlý kona. Ég kunni strax vel við hana þegar ég hitti hana. Tek vel undir mottóið hennar; Lifum lífinu lifandi.Heart

Á allra vörum - í kvöld!

Leikurinn í dag fór þannig að ekki er hægt að tala um hann, ég veit ekki hver staðan var, en allavega töpuðum við eitthvað um 1-5. Við vorum engan vegin tilbúnar í þennan leik svo ég segi ekki meira.

Ísbjarnarsporin sem reyndust hestaþófaspor, ég veit ekki hvað skal segja. Mér fannst þetta í fyrstu sýndarmennska, fannst svo eins og maður eigi að trúa þangað til annað komi í ljós. En Hestaspor, hvernig er hægt að rugla þeim saman við ísbjarnaspor. Ég er mát!

Á morgun er alvöru fótbolti, ef hann verður ekki sýndur í sjónvarpinu verð ég brjáluð. Íslensku stelpurnar eru EINU skrefi nær EM, ég hlakka svo til að horfa á þessar frábæru stelpur. Íslenska kvennalandsliðið er ( fyrirgefið strákar ) MIKIÐ betra heldur en karlaliðið.

Áfram Ísland, Áfram Ísland, Áfram Ísland!!!!!!!!Grin

SVO MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ALLIR SETJIST FRAMMI FYRIR SJÓNVARPINU Í KVÖLD OG TAKI UPP SÍMANN OG LEGGI SITT FRAMLAG. KVEIKJA Á SKJÁ EINUM OG HORFA Á ALLRA VÖRUM UM 21.00 LEITIÐ.
Okkar framlag skiptir máli, þarna mæta fullt af flottum konum og áhrifaríkum, fyrrverandi Forsetinn okkar held ég nú að mæti í þáttinn og einhverjar leikkonur.

 

Svo sendi ég ykkur knús inn í kvöldiðHeart

E.s. Rafn fer af stað heim annað kvöld ef ég skil Röggu rétt. Þau eru að koma heim öll hele familien frá Danmörku og eru búin að dvelja þar síðustu tvær vikur. Ég sakna Rafns svo innilega og hlakka endalaust til að fá hann heim og knúsa hann í klessurToungeGrinInLove...
Systir mín stóra, Sædís Ösp fór ásamt vinkonu sinni Evu Ösp til Danmörku í fyrradag. Þær könnuðu svæðið í gær og gengu strikið. Skoðuðu hvaða búðir þær ætluðu í, fyrir daginn í dag. Og hafa eflaust eitt deginum bara í búðum....LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband