28.6.2008 | 23:23
Spegill, spegill hermd þú mér...

Ég hafði aldrei viðurkennt það fyrir sjálfri mér að ég væri ekkert síðri en hinar stelpurnar í bekknum þó ég væri ef til vill þyngst, rauðhærð og með búttaðasta andlitið.
Á þessum tíma leið mér svolítið illa vegna þessara vandamála, þó svo að mér leið bara illa eftir á. Ég skildi ekki hvaða árátta það væri, að vera þyngsta stelpan í bekknum.
Ég hafði það ekkert betra en hinar stelpurnar og á þessum tíma fékk ég sjaldan ný föt og gekk bara í gömlum fötum af hinum og þessum. Enda yngst og alltaf er nú gott að nýta það sem ekki var ónýtt og ekkert mikið að.
Ég get alls ekki sagt að krakkarnir í bekknum hafi eitthvað strítt mér enda flottur hópur misflottra krakka, en þó mjög samheldur á flesta vegu. Eins og ég segi þá var mér aldrei strítt neitt svo ég viti, aldrei sagt neitt ljótt við mig, ekki beint þá.
Ég var örlítið lítil í mér, og fannst allar vinkonur mínar svo mikið sætari en ég. Þegar ég fór að eldast og já fór að hafa einhvern alvöru áhuga á strákum flutti Rafn hingað austur á Höfn. Það er nú ekki frásögu færandi hvað pilturinn var hrikalega vinsæll og féll vel í faðm bekksins. Hann hafði nú alveg auga á stelpum eins og margir vita, og var með einhverjum þeirra. En það eru nú liðnir tímar og þó.
Á einu stelpukvöldinu, eða réttara sagt morguninn eftir hringdum við í hann, annað hvort í 6. eða 7. bekk. Og spurðum hann hverjar honum þótti sætar, og það voru nefnt nöfn og hann sagði annað hvort hreint út sagt já eða nei. Þegar var spurt um mig þá fékk ég að heyra að Rafni fyndist ég sæt, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér leið vel við þetta EINA já!
Mér finnst í dag óttalega gaman að hlæja að myndunum af mér síðan ég var 8-11 ára, enda hriiiiikaleg bolla og svo tók ég alltaf sjálfsmyndir ótrúlega fersk á morgnana. Ég viðurkenni það fúslega að það er ótrúlega erfitt að festa góð móment af mér á filmu, hvað þá svona tæknivænan kubb.

Ég veit ekki hvort ég hafi lent beinlínis í einelti, því ég sagði bara já og amen við öllu því sem sagt var, ef ég spurði vinkonur mínar hvort ég fengi að vera með. Þá fékk ég oft það svar að þessi stelpa vildi ekki hafa mig svo þannig þurfti það að vera. Þegar einhverjir vildu fara út í fótbolta, en ekki ég, þá var bara skilið mig eftir einhverstaðar eina. En í öðrum tilfellum þegar einum úr hópnum vildi ekki fara, en ég vildi fara, þá var það endilega bara hætt við svo ekkert varð úr því.
Þegar einhverjir ákváðu að sofa saman, þá var oft reynt að halda því svo tilnefndu leyndu fyrir mér, og ef ég komst að því og spurði hvort ég fengi að vera með fékk ég oft ,, æ, við vorum búnar að ákveða að vera einar ".....
Yndislegur félagsskapur, I know...
Ég tala bara við þrjár vinkonur mínar í dag sem eru æskuvinkonur mínar af einhverju viti, frekar leiðinlegt, en þegar maður hentar engan veginn inn í hóp. Sem er þar af leiðandi í svona litlu hverfi sem allir þekkja alla og sjaldan kemur nýtt fólk til að kynnast, verður maður frekar útundan og eignast ekki vini fyrr en maður fer utan bæjarins. Í mínu tilfelli leita ég upp, til eldri aldurshópa sem kannski geta sett sig í spor mín. Ég er öðruvísi og ég reyni ekki að skafa ofan af því, né gera mál úr því, reyni heldur ekkert að breyta mér því að ég vil vera sú sem ég er. Ef fólki líkar ekki við mig, þá oftast nær þolir það mig ekki, en ef fólk líkar vel við mig þá þykir mér oft mjög vænt um þau.
Héðan kemur ein hrikalega flott leikkona, Ólafía Hrönn, eða Lolla eins og hún er kölluð, og hver kannast ekki við hana?
Hún gekk þessi sömu spor og ég, byrjaði í Leikfélagi Hornafjarðar og varð stórt merki í íslenskri leiklist. Ég hef oft séð hana hérna á heimaslóðum enda fallegasti fjörðurinn og fullt af indælu fólki.
Framtíðarplön mín eru að flytja héðan úr krummaskuðinu, læra eitthvað mikilsfenglegt og gera eitthvað stórt úr sjálfri mér. Því ég er öðruvísi, ég er ekki venjuleg, ég er ekki ein af þessum stelpum sem tísta yfir einhverju fáránlega ljótu ( þegar er gert lítið úr öðrum ).
Mig langar ekki að verða knattspyrnukona, þó að ég líti mjög upp til Þóru B. Helgadóttur, enda er hún einn besti kvenmarkmaður sögunnar, bæði þeirrar íslensku og alheims.
Ég hef margt annað mér til fóta lagt, svo ég ætla ekki að ganga þann veg að reyna eitthvað sem ég get ómögulega. Félagsskapurinn er ágætur, en ekki fyrir mig.
Núna er ég lít í spegilinn horfi ég á andlitið á mér og hugsa, hvað verður úr þessari manneskju. Það er framtíðarinnar að vita, og mitt að komast smátt og smátt að, ég verð að viðurkenna það að ég get ekki beðið eftir því að verða fullorðin og sinna mikilvægu starfi í samfélaginu. - Þó það sér mjög mikilvægt að eldgömlu myndirnar endist lengur, þá vil ég sinna einhverju aðeins merkilegra.
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.6.2008 | 21:10
Emiliana Torrini
Emiliana Torrini okkar ástkæra söngkona, þarf að segja meira. Þessi flotta söngkona er aaaaaluppáhalds tónlistarmaðurinn minn ( maður af því að hún toppar alla í mínum augum). Þrátt fyrir frægð þá hefur hún getað gefið sér tíma til að senda mér e-mail í gegnum myspace ( og já þetta er hin eina sanna Emiliana Torrini). Vegna þess að ef tónleikar verða hjá þessari yndislega flottu söngkonu verð ég að mæta á staðinn. En þar sem ég held að í sumar verði tónleikar hjá henni austur í Borgarfirði ætla ég án efa að mæta og reyna að draga systir mína með mér.
Ég hef ekki heyrt neitt í henni núna undanfarið, enda ekki ástæða til heldur. Ef þið vitið um tónleikana þá endilega deilið þeim með mér, nema að þið séuð rosalega eigingjörn

Læt fylgja hér myndband með fyrsta laginu sem ég man eftir að hafa heyrt, það var í skólanum örugglega í 5. bekk er við áttum að teikna myndir útfrá lögunum. Mín kona var hágrátandi og rosalega sorgmædd, þetta er lagið The boy who giggled so sweet.
Og eins og þið takið örugglega eftir er ég komin með nýja mynd af mér, þó heldur gamla en nýja samt. Ótrúlega mikið rassgat finnst mér, og langar mig að deila fleirum myndum með ykkur frá því ég var yngri;

Byrjum bara á þessari, en þarna er ég svo óskaplega mikið rassgat, með næstum enga efri vör að brosa mínu breiðasta. Enda leyfðu þessar bollukinnar ekki mikið bros!

Þarna erum við Lovísa gamla granna mín, hún var alltaf ótrúlega sæt og góð við mig.

Finnst þessar smekkbuxur ævintýralega krúttlegar, mig langar í svona! En sjáið þið ekki heimsspeki svipinn á stelpunni??

Þarna er ég aftur með litlu efri vörina mína og stóru kinnarnar. Þessar myndir bræða mig alveg bara niður í mola! En þarna var hárið mitt svo mikið ljósara...

Þarna klæðist ég fullum skrúða, stóð víst fyrir framan spegilinn alveg yfir mig heilluð af sjálfi mér og mamma og amma stóðu og hlógu að mér hvað ég væri nú krúttleg. En stundum get ég dáðst að því hvernig ég klæði mig, það koma tímar


Þarna er ég að grúska í jólaskrautið, alltaf jafn fallegt þetta skraut sem er sett á jólatré, ég braut nokkur svoleiðis. En pappírinn var alltaf einhvernveginn látinn í friði. En þarna er ég algjört krútt! Og engin smá flott föt, mig langar í svona gallabuxur!
Kveð að sinni

Og í lokin mynd af mér og Rafni í 7. bekk í boði Siggu Svavars. bloggvinu!

Rafn að stríða mér.........

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 18:05
Björk og draumaráðning að hætti Jóhönnu bloggvinu
Bara af því tilefni að hún Björk er með tónleika ásamt Sigur Rós í kvöld, þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum með henni.
Og fyrst ég er að setja þetta lag inn verður þetta að fylgja með, lagið Afi.
Og að lokum fyrst ég er nú að setja inn myndbönd af henni Björk þá verð ég líka að setja þetta hérna, It's oh so quiet, sem er líka í miklu uppáhaldi.
En af því að Jóhanna bloggvinkona kom með svo skemmtilega draumaráðningu, að ég verð að deila henni með ykkur. Hún er snillignur hún Jóhanna, en hún víst spáir ekki í bolla, sem ég er nú farin að efa!
Draumráðning (bara grín): Það á eftir að taka nokkrar tilraunir að lenda þínum draumum, sem virðast tengjast því að innst inni langar þig að verða leikkona á sviði (og mjög fræg auðvitað). Lendingin verður síðan óvænt og hávaðasöm og einhverjir verða sárir en þú stendur uppi sem sigurvegari og hittir Idolið þitt; Sólveigu og jafnvel Margréti Vilhjálmsdóttur líka (enda rauðhærðar báðar) og fetar sömu leið og þær... það er að segja í leikhúsið!
![]()
Hver myndi nú ekki vilja lenda í þessu svona!
Annars er ég búin að útbúa boðskort á opnunina á ljósmyndasýningunni, reyndar þarf ég að spyrja hana Björgu hvort ég ætti ekki að gera svoleiðis. En það er mjög flott og ég er næstum búin að ákveða mig hvaða myndir skulu verða hengdar upp á vegg, og mikið væri nú gaman að fá svotil einhver nöfn í gestabókina sem þar verður frá einhverjum bloggvinum!
Ég er stressuð og spennt í senn, veit ekkert og veit allt, mig langar að gera þetta en geri þó hitt.
Leikur á morgun gegn Víði/Reyni og stelpurnar í meistaraflokk töpuðu 4-0 gegn Þór/KA, þó góður árangur.
Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt að segja, eða viljið að ég segi frá það endilega komið með það
PS. Ég held alveg örugglega að ég sé ekki búin að segja frá því að þegar systir mín kom heim frá Danmörku fékk ég ótrúlega sæta hjartaeyrnalokka. Get alveg sagt frá því en ég átti bara enga von á því að hún myndi gefa mér eitthvað, en hún þekkti nú tilhlökkunina. Og ég var nú ekkert smá ánægð að sjá hana, úff þetta verður örugglega bara erfitt þegar hún flytur á Keili...
Rafn kom líka heim frá Danmörku og hingað á Höfn á sunnudaginn og ég hitti hann síðan á mánudag og fékk þá hliðartösku, kvartbuxur OG bol, allllltof mikið !! EN ég bara veeerð að þakka þeim báðum kærlega fyrir mig aftur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2008 | 17:01
Hvalnesferð, heimsókn og enn annar skrítinn draumur..
Ég fór í Hvalnesferðina með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar og var krökkunum til sóma. Óð út í sjóinn með þeim og fór upp í vitann. Magnað hvað við eigum fallegt landslag hér á Íslandi, ég mæli með að fara í Hvalnes, sandurinn þar er flottur og fullt af steinum og skeljum sem hægt er að týna.
Stelst til að setja hér inn mynd af mér og vinkonum mínum litlu Ylfu og Salóme.
Þær tvær voru alltaf með mér, enda bestu vinkonur mínar, það vantaði ekki. Þær voru í því að ýta mér út í sjó, og Kári litli bróðir Rafns tók þátt í því einu sinni. Ótrúlega gaman hjá okkur öllum, ég mæli sterklega með þessum barnastarfsferðum á vegum Menningarmiðstöðvarinnar.
Á þriðjudaginn förum við í fjársjóðsleit á Melatanga og hægt er að skrá sig í bókasafninu.
Annars var ég að vinna í dag - og það er ekki frásögu færandi hvað verður heitt þarna inni. Var ein í mest allan dag inná skrifstofu. Og vonandi að Björg eða einhverjir úr vinnunni lesi þetta ekki, en ég var sko LÖÖÖT í dag. Skannaði inn nokkrar myndir og fékk heimsókn frá mömmu og pabba.
Fékk svo óvænta-vænta heimsókn frá bloggvinkonu minni henni Svanhildi, hún er búin að eiga heima hér frá því 2002 og ég hef bara aldrei séð hana svona meðvituð allavega.
Það létti upp á vinnudeginum hjá mér, og skemmtilega frá því sagt var ég nýbúin að kíkja á stjörnuspána mína til gamans á mbl.is áður en hún kíkti við og þar stóð :
Ljón: Vinir þínir reikna með að þú takir þátt í stuðhelginni þeirra. Hún er einmitt það sem þú þarft til að hrista upp í þér. Ekki reyna að vera feiminn, það fer þér ekki.
Og viti menn, mikið rosalega var ég feimin! Ég meira að segja skalf úr feimni, kannski jú af því ég var búin að vera að vinna. Föst með augun við tölvuskjáinn og svo heyri ég nafn mitt nefnt og ég áttaði mig ekki alveg á þessu strax..
En takk fyrir heimsóknina Svanhildur, það var gaman að sjá framan í þig og vonandi gerist það nú aftur, en ekki eftir önnur 6 ár.
Eftir þá heimsókn fór ég að spekúlera hve marga bloggvini ég hef hitt og komist að því að það eru nú ekki það margir.
9 af 48 bloggvinum hef ég nú hitt.
6 af 48 hef ég hitt oftar en einu sinni.
7 af 39 ( - s.s. þeir sem ég hef hitt ) langar mig virkilega til að hitta. Og ég mun reyna að hrinda því í framkvæmdir er ég hef tíma og er á leið þangað eða hingað.
Að lokum langar mig rosalega að segja frá skemmtilega draumnum mínum sem mig dreymdi í nótt. Ég veit að mig dreymir ótrúlegustu hluti, en þessi var nú ískyggilega drungalegur. Þannig var mál með vexti að ég sat í flugvél með mörgum sem ég þekkti, og við vorum sífellt að reyna að lenda en það var svo vont veður að á endanum varð bara flugslys. Ég komst alveg heil úr því og var með einhverju fólki sem komst lífs af líka. En þar sem við brotlentum var svona hálfur 17. júní á móts við Humarhátíðina á Hóteltúninu. Þarna man ég nú bara eftir tveimur andlitum, en ótrúlegt en satt sat Sólveig Arnarsdóttir leikkona með sitt rauða hár og manni á bekk ásamt öðru fólki. Þarna gekk svo önnur rauðhærð stelpa sem ég geri mér ekki grein fyrir því hver hefði átt að vera niður hólinn.
En svo vaknaði ég bara, en ég veit vel af hverju mig dreymdi Sólveigu Arnars, þar sem ég er að bíða eftir tölvupósti frá henni. Hlakka nefnilega svo til að heyra svarið hennar um pælingar mínar um rauðhærðra málið. Humarhátíðin er nú í vændum og ég held mína fyrstu ljósmyndasýningu þá, og er ekkert smá stressuð yfir því að velja kannski ekki réttu myndirnar. Bara stressuð!
Þeir sem gera sér fært að mæta af bloggvinalistanum mínum hingað á Humarhátíð eru sko meira en velkomnir á ljósmyndasýninguna mína og gæti vel verið að ef ég býð í svona Opnunarboð þá eru ykkur bloggvinum mínum líka boðið í það..
En nú er ég farin að hoppa með mömmu á trampólíninu!
Knús á ykkur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.6.2008 | 18:17
Knattspyrna og ljósmyndasýning

( og reyndar kommentleysið líka..

Annars er ég að horfa á leikinn, enda ekki annað hægt úr svona fjarlægð. Ef leikur er, þá er ekki annað mögulegt en að horfa á hann, svo mikið er víst.
Ísland eru nú mikið betri hingað til og staðan 3-0 í þessum töluðu orðum. En það er ekki neitt áhyggjuefni, enda þurfa þær bara að halda og þá eru þær í góðum gír.
Það sem ég er núna að stressa mig á ( ég er alveg í stresskasti hérna ), er það að ég fékk sýningarpláss, JÁ sýningarpláss fyrir ljósmyndirnar mínar!
Ég sýni í Byggðasafninu yfir Humarhátíð, svo það er eins gott að ÞÚ mætir á svæðið

Ég þarf að halda áfram að finna myndir og ég bið bara að heilsa ykkur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)